Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Page 16

Tíminn Sunnudagsblað - 11.02.1974, Page 16
Skúli Thoroddsen. segir i bréfi, að það hafi verið rétt gert að láta drenginn sigla, en ekki veit hann hvort hann getur hjálpað Sig- hvati ,,ef yður bæri uppá sker”. Sighvatur Grimsson var oft i bók- söluferðum og getur hann þess oft i dagbókum sinum. Seldi hann m.a. bækur fyrir Björn bókbindara á Is- afirði og Þorvald lækni á Þingeyri, ennfremur verzlunarstjórann Vendel á sama stað. Sighvatur tók að sér i umboðssölu bækur er Skúli Thorodds. lét prenta i prentsmiðju sinni á Isafirði og gaf út. — Árið 1895 tekur Sighvatur fyrir hann 12 eintök af Sögusafni I. Ár- ið eftir, 1896, tekur Sighvatur aftur -i umboðssölu frá honum 50 eintök af beinamálsþættinum. Sá þáttur mun vera eftir Gisla Konráðsson, en Sig- hvatur hafa búib hann undir prentun. (Það mun vera sami bæklingurinn og dr. Hannes Þorsteinsson gagnrýndi i Þjóbólfi fyrir þá sök ab Sighvatur eignaði sér hann). Eintakið var selt á 25 aura ,,og i sölulaun hafið þér 1/5”. Skúli getur oft um mál það.er lands- höfðingi háði móti honum. og Lárus H. Bjarnason var settur i og ávann sér lit- inn orðstir fyrir. Allir kannast vib Skúlamálið og endalok þess. /ón Guðnason ræðir það ýtarlega i fyrra bindi ævisögu Skúla. Ennfremur ræðir Skúli ýmsar fréttir úr Djúpi. Segir t.d. 14. febr. 1896: „Kaupfélagsfúndur er nýlega um garð genginn, og urðu fiski- loforð frek 2 þús. skpd., og er það litið brot af þeim afla, sem hér er”. Með bréfi dags. 27. marz 1896 fær Sighvatur kr. 50, sem þá var mikill peningur, til styrktar við Pétur, sem þá var enn ytra ,,svo .að hann geti dvalið rétt einum mánuðinum lengur ef hann telur sér það að einhverju iiði”. Sama árið sem þetta er, segir Skúii i einu bréfa sinna, að honum hafi borizt tvö bréf, þar sem dróttað hafi verið að Sighvati og fréttagreinum hans úr Dýrafirði, er komu i Þjóðviljanum. Segir Skúli svo (bréfið dags. á tsafirði 18. nóv. 1896): ,,Þér eruð ekki vel séð- 88 ur hjá öllum sveitungum yðar, eða kafnið eigi i vinsældum, þykið of ber- máll á stundum um margt það er kyrrt skyldi liggja. Hefi ég oft fengið að heyra þetta, og jafnvel verið talið mjög athugavert að skrifast á við slik- an mann”. — Skúli býður þvi næst Sig- hvati pláss i blaði sinu, ef hann þurfi að bera hönd fyrir höfuð sér og verj- ast. Segir þvi næst: ,,Ég rita yður sið- ar, og vænti fastlega bréfa og frétta- pistla öðru hverju i vetur, hvað sem Dýrafjarðarhöfðingjarnir segja, helzt að það varði samt ekki við lög. Vin- samlegast, yðar Skúli Thoroddsen”. En Sighvatur karl hefur vist þagað að mestu i fréttum úr Dýrafirði næstu mánuði, þvi að réttu ári siðar (15. des.1897) segir Skúli: „Nú er farið að verða langt siðan „Þjóðv. ungi” hefur fengið að flytja fréttapistla frá fregn- ritara sinum i Dýrafirði, og þykir mér það miður þó að ætla megi að Dýra- fjarðarhöfðingjunum sumum sé það litið hryggðarefni. Ég vona þvi að karlinn láti bráðum heyra eitthvað frá sér”. Þvi næst segist Skúli vera búinn að fá sér hraðpressu i prentsmiðjuna, sem hann ætli ekki að sleppa alveg strax. Ennfremur segist hann hafa i huga ab gefa út Sturlungu, ,,sem nú má heita nær ófáanleg, og er það hugs- un min að gefa hana út i 4 deildum á 4 árum, svo að almenningi verði auð- veldara að eignast hana. Nýja útgáfan ætti ekki að fara framúr 8-10 krónum, en gamla útgáfan kostaði sem kunnugt er 20 krónur”. Það má að likindum teljast rétt, að á þessum árum hafi blöð aimennt ekki greitt fyrir efni er i þeim birtist, má þó vera ab undantekningar hafi verið þar á. Að visu veit ég ekki hvort Sighvatur fékk nokkuð fyrir fregnpistla sina i blaði Skúla greitt i peningum. En alla vega fær hann samt nokkuð fyrir snúð sinn, þvi i september 1898 sendir Skúli honum ,,til gamans”, ,,200 pd. rúg, 100 pd. bankabygg, kg. kandis, 12 pd. kaffi og 6 pd. export”. ,,Þetta er litið og óverulegt, en þó áskil ég, að þér við nágranna yðar látið svo heita, sem þér hafið greitt mér borgun fyrir þessu fyrirfram”. Sending þessi kom svo til Þingeyrar frá tsafirði með e/s Skál- holti. í þessu sama bréfi ræðir Skúli nokkuð Bessastaðakaup sin og segir að hús og jörð þurfi lagfæringa og endur- bóta við. ' P.t. Þingeyri 26. júni 1901. Skúli er þar staddur á suðurleið, frá Isafirði, til að sitja Alþingi, er þá fór i hönd. Send- ir Sighvati ..litilfjörlega sendingu”. Skýrir þvi næst frá að nú sé fjölskylda hans komin suður að Bessastöðum og sömuleiðis prentsmiðjan, og að hún muni áður langt liði komast i gang. Þar hélt Skúli áfram útgáfu Þjóðvilj- ans og Sighvatur að senda honum fregngreinar úr Dýrafiröi, en blaðið mun talsvert nafa verið útbreitt á Vestfjörðum. Bréf frá Skúla er dags. á ísafirði 14. ágúst árið 1900. Hann ræðir þar um væntanlegar kosningar og segir að Hannes Hafstein heimsæki suma kjós- endur tvisvar og þrisvar til að hafa áhrif á þá. Hann var þá i kjöri i tsa- fjaröarsýslum. Skúli heitir enn sem fyrr á Sighvat um stuðning og segir: ,,Þér sjáið nú af þessu að ekki mun veita af liðveizlu allra góðra manna, svo sem frekast er auðið, og myndi mér þykja miklu skipta, að þér gætuð komið með 5-6 til liðs við okkur sr. Sigurð’, og gotthvað betur reittist. Ég legg hér innan i 25 kr. sem ég ætlast til að þér verjið til fargjalda eða farar- eyris handa fátækum kjósendum úr vorum flokki”. Má af þessu marka að ekki hefur verið minni harka i kosningum þá en nú til dags. Á þessum árum var atkvæði greitt I heyrenda hljóði svo sumir þorðu ekki að kjósa samkvæmt sannfæringu sinni, sér- staklega átti það við um fátæka menn, en konur fengu ekki kosningarétt fyrr en um 1915, svo sem kunnugt er. Tveim árum siðar var enn gengið til alþingiskosninga og þá styður Sig- hvatur Skúla og lætur ekki sitt eftir liggja að smala i sinum hreppi. Þá voru á kjörskrá á öllu landinu 7539, af þeim greiddu 3968 eða 52,6% atkvæði. Þab voru 9,5% kjós. af allri ibúatölu landsins. Áður er minnzt á styrk til Sighvats úr landssjóði fyrir ritstörf. Skúli studdi það mál drengilega i þinginu og i bréfi dags. i Rvik 21. júni 1901 sjáum við hvað hann hefur um framgang þess máls að segja: „Þegar mér barst styrktarbeiðni yð- ar til alþingis útvegaði ég mér með- mæli frá dr. Finni Jónssyni og lagði svo hvort tveggja fyrir þingið. Mál þetta var siðan borið fram i fjárlaga- nefnd neðri deildar, en átti þar örðugt uppdráttar, og þó mér að lokum, eftir að nefndin hafði neitað allri ásjá, tæk- ist til að fá hana til að samþykkja 200 kr. f.á. i eitt skipti fyrir öll, þá er ekki ab vita hvernig gengur þegar til at- kvæða i deildinni kemur. En hvað ég get, mun ég gera til þess að þessar krónur standi gegnum þingið, ef ske kynni að það yrbi yður styrkur að dvelja litinn tima i Reykjavik”. Sama er uppi á teningnum 1904, en þá sækir Sighvatur enn um styrk til ritstarfa. til að ljúka Prestaævunum, Skúli skrifar honum 20. nóv. 1904: ..Ekki hefi ég miklar vonir um að þér fáið styrk til að fullsemja presta- l-'lutt á 1)1 s. XI. Sunnudagsblaö Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.