Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRAM AF HENGJU Umfangsmiklar björgunar- aðgerðir stóðu fram eftir nóttu eftir að tilkynning barst á fjórða tímanum í gær um að hópur vélsleðamanna hefði farið fram af hengju inn af Gönguskörðum. Mjög erfiðlega gekk að ná til mannanna enda veður af- leitt á þessum slóðum. Áætlun Sharons hafnað Likud-flokkurinn í Ísrael hafnaði í gær áætlun Ariels Sharons forsætis- ráðherra um að kalla herlið Ísraela heim frá Gaza-svæðinu og hluta Vesturbakkans. Er þetta mikill ósig- ur fyrir Sharon en hann kvaðst þó ætla að virða niðurstöðuna. Leiðtog- ar stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að boðað yrði til þingkosninga. Leyniþjónustunni kennt um Janis Karpinski, yfirmaður bandarískra herlögreglumanna sem ákærðir voru fyrir að hafa pyntað fanga í Írak, segir að þeir hafi verið undir stjórn leyniþjónustu hersins. Tímaritið The New Yorker birti grein þar sem sagt er að fram hafi komið vísbendingar um að leyni- þjónustan hafi hvatt fangaverðina til að pynta og niðurlægja fangana í því skyni að fá þá til að veita upplýs- ingar. Handtaka í Djindjic-málinu Milorad Lukovic, sem grunaður er um að hafa staðið fyrir morðinu á Zoran Djindjic, fyrrverandi for- sætisráðherra Serbíu, gaf sig fram við lögreglu landsins í gærkvöldi. Stjórnin í Belgrad sagði að Lukovic, fyrrverandi foringi sérsveita lög- reglunnar, hefði verið handtekinn og yrði sóttur til saka. Íslenskur markaður á brott Stjórnendur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hafa sagt upp samningi við Íslenskan markað en verslunin hefur selt ferðamönnum íslenskan varning frá því flugstöðin var opnuð. Uppsagnarfrestur er þrír mánuðir. Að sögn framkvæmdastjóra FLE hafa eigendurnir ekki uppfyllt þau skilyrði sem sett eru fyrir áfram- haldandi verslunarrekstri. Ultu 50 m leið niður í fjöru Mikil mildi þykir að ekki fór verr þegar bíll með tveimur stúlkum inn- anborðs fór út af veginum um Óshlíð í gær með þeim afleiðingum að bíl- inn valt um 50 metra og hafnaði í fjöruborðinu. Stúlkurnar, sem voru í beltum, sluppu ómeiddar en bíllinn er talinn gjörónýtur. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 30 Vesturland 12 Dagbók 32 Viðskipti 13 Staksteinar 32 Erlent 14 Kirkjustarf 33 Daglegt líf 15 Þjónusta 33 Listir 16 Leikhús 34 Umræðan 17/19 Fólk 34/37 Forystugrein 20 Bíó 34/37 Minningar 22/26 Ljósvakar 38 Hestar 27 Veður 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is GAT kom á skrokk norska selveiði- skipsins Havsel snemma í gærmorg- un en skipið var þá statt miðja vegu milli Grænlands og Jan Mayen. Þrettán manns eru í áhöfn og tókst þeim að logsjóða í um hálfs metra rifu neðansjávar á annarri síðu skipsins laust fyrir hádegi og var öll björg- unaraðstoð afþökkuð á sjöunda tím- anum í gærkvöld, þar á meðal frá ís- lensku Landhelgisgæslunni. Skipið siglir nú áleiðis til Íslands. Tilkynning barst Landhelgisgæsl- unni frá norsku björgunarmiðstöð- inni í Bodö í N-Noregi laust fyrir kl. 5, um að gat hefði komið á skrokk skipsins og áhöfn hefði ekki undan að dæla sjó úr því. Mun skipið hafa rek- ist á hafís og lak stöðugt inn í vél- arrúm þess. Skipið festist í ís en náði að losa sig. Danska varðskipið Vædderen fór úr Reykjavíkurhöfn í gærmorgun til móts við skipið en 20 tíma stím er þangað. Þá var norska varðskipinu Tromsø stefnt til móts við það en ljóst var að það myndi ekki ná þangað fyrr en í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærmorgun og var hún í viðbragðsstöðu á Ísafirði fram undir miðjan dag í gær, sem og Fokker-vél og önnur þyrla Landhelgisgæslunnar í Reykjavík. Tvær þyrlur frá Varn- arliðinu lentu á Ísafirði um kl. 14 og biðu einnig átekta. Skömmu fyrir hádegi bárust upp- lýsingar um að áhöfn hefði að mestu tekist að stöðva lekann og var aðstoð afþökkuð laust fyrir klukkan 19. Norsk herflugvél hafði þá sveimað yf- ir skipinu og stjórnað aðgerðum. Metið mjög alvarlegt Samkvæmt upplýsingum frá björgunarmiðstöðinni í N-Noregi var stormur á svæðinu þar sem skipið var og mikið um rekís. Geir Mortensen, hjá norsku björgunarmiðstöðinni, segir að atvikið hafi verið metið sem mjög alvarlegt. Í samskiptum við áhöfn hafi þó ekki annað verið að heyra en skipverjar hafi haldið ró sinni og gengið fagmannlega til verks við að reyna að stöðva lekann. Svo virðist að hans sögn sem engar skemmdir hafi orðið á vél og tækjum í skipinu. Havsel er í eigu Troms Hav- fiske og skráð í Tromsø. Skipið var smíðað árið 1980 og er um 300 tonn. Betur fór en á horfðist þegar ½ metra gat kom á skrokk selveiðiskipsins Havsel, milli Grænlands og Jan Mayen Áhöfnin hafði ekki undan að dæla sjó Ljósmynd/Norski flugherinn Flugsveit norska hersins nr. 333 á Andøya tók myndina í gær þegar hún sveimaði yfir Havsel og stýrði aðgerðum.    !"   # $ %      &   '() *)+ )())(),-)-().)                  /01&0$ ! 2 ,   2 22  &  $ 2 !    3 2 4  5  # ,  5" 6  2 53    %  +    %  3 2 7  3   8$ 3 +$    # / $9       # : $"$   2 ; 9 $    %     !"#$%&# < ' ( %)        Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Þrjár þyrlur voru í viðbragðsstöðu á Ísafirði í gær vegna vandræða norska skipsins Havsel, TF-LIF frá Landhelgisgæslunni og tvær varnarliðsþyrlur. EKKERT lát er á golfáhuga Íslend- inga og víða um land eru uppi hug- myndir um að gera nýja golfvelli, eða stækka velli sem fyrir eru. Kylfingum hefur einnig fjölgað mjög mikið en um síðustu áramót voru um 11.600 kylfingar innan Golfsambands Íslands og hafði fjölgað um 700 á milli ára. Hörður Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri GSÍ, sagði að á höf- uðborgarsvæðinu væri áhuginn gríðarlegur en þar er farið að þrengja mjög að þessum fjölmenna hópi sem stundar íþróttina. Hann sagði að kylfingum hefði fjölgað um 10% á milli ára, frá 1998 fram til ársins 2003. „Þá voru klúbbarnir að fyllast og ef við hefðum t.d. getað tekið inn í þessar tölur biðlistann hjá Golfklúbbi Reykjavíkur hefði aukning verið áfram um 10%. Í dag eru fleiri klúbbar á höfuðborg- arsvæðinu en GR að fyllast og hér þarf því að fara að byggja nýjan 18 holu völl en slíkur völlur annar 1.200 manns ágætlega.“ Hörður sagði svigrúmið ágætt á jaðarsvæðum höfuðborgarsvæð- isins en hins vegar væru Íslend- ingar ekki vanir að keyra í kannski 40 mínútur til að fara reglulega í golf. Hörður sagði að víða um land væri verið að gera golfvelli, eða að uppi væru hugmyndir um slíkar framkvæmdir og þá aðallega 9 holu velli en einnig væri verið að stækka velli sem fyrir væru. Hann nefndi sem dæmi Reyðarfjörð, Grenivík, Hrísey, Borg í Grímsnesi, Bifröst og í Skorradal í Borgarfirði. Alls eru um 60 golfvellir í landinu. Fjölgun golfvalla og kylfinga TILKYNNT var um eld í fjölbýli í Teigaseli á níunda tímanum í gær- kvöld. Eldur kviknaði í eldhúsinnrétt- ingu í íbúð á 1. hæð og barst reykur um íbúðina og fram á stigagang. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang og slökkti eldinn og reykræsti. Óljóst var um eldsupptök. Eldur í eldhús- innréttingu KRÓKABÁTAR máttu aftur hefja veiðar sl. föstudag eftir 2ja vikna hrygningarstopp og Guðjón Gamal- íelsson á Pjakknum dreif sig á miðin strax á föstudagsmorgun og lenti í mokfiskiríi. Hann kom að landi síð- degis með kjaftfullan bát, 3,2 tonn, og hélt strax á sjó aftur eftir löndun. Um ellefuleytið um kvöldið kom hann að með 3,3 tonn og var þá búinn að fiska sex og hálft tonn af góðum þorski á hálfum sólarhring en aflinn fer allur á fiskmarkaðinn á Þórshöfn. Nú er hann brostinn á með brælu sem verður næstu daga, samkvæmt veðurspám, svo Guðjón og Pjakkur- inn verða að halda sig í landi á með- an. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Mokveiði hjá krókabátum Þórshöfn. Morgunblaðið. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.