Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 13
Í FYRSTA skipti frá því íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP gaf út tölvuleikinn EVE-Online, sem er spilaður á Netinu, voru um síðustu helgi yfir 10 þúsund manns í leikn- um á sama tíma og í sama „heimi“. Hilmar Veigar Pétursson, fram- kvæmdastjóri CCP, segir að fjöldi spilara hafi verið 10.396 í einu sunnudaginn í síðustu viku. Hann segir að að öllum líkindum hafi aldrei áður jafnmargir spilað sama tölvuleikinn á sama tíma og í sama heimi á Netinu. EVE-Online hefur að sögn Hilm- ars Veigars verið í örum vexti frá því um síðustu áramót. Þá hafi mest um fimm þúsund spilarar spilað leikinn í einu. CCP keypti útgáfuréttinn á EVE-Online til baka af útgáfufyr- irtækinu Simon & Schuster í lok síðasta árs. Segir Hilmar Veigar að eftir að CCP fór að beita sínum aðferðum í markaðssetningu á leiknum hafi hlutirnir gengið vel. Tvísýnt hafi hins vegar verið með leikinn áður en CCP tók hann aft- ur yfir. Reksturinn styrkist Hilmar Veigar segir að rekstur CCP hafi gengið vel að und- anförnu og að hann styrkist með hverjum mánuðinum. Tæplega 50 þúsund manns séu í áskrift. Áætl- anir fyrirtækisins miði að því að fjöldi áskrifenda verði yfir 50 þús- und í júnímánuði og 60–75 þúsund fyrir árslok. Spilarar í EVE-Online eru að stærstum hluta karlmenn yfir tví- tugt en meðalaldur spilara er um 26 ár. Dæmi eru um að fólk upp undir sextugt sé að spila leikinn. Hilmar Veigar segir að um 40% af þeim sem skráðu sig til leiks í EVE-Online í maí á síðasta ári, þegar leikurinn hóf göngu sína, séu enn að spila. Spilarar sitji að meðaltali um fjórar klukkustundir fyrir framan tölvuna þegar þeir taka þátt í leiknum. EVE-Online er svokallaður rauntíma-fjölþátttökuleikur. Sér- staða hans er að tugþúsundir manna geta leikið hann samtímis, hvar sem er í heiminum. Spilarar geta átt ýmiss konar samskipti í þeim tilbúna heimi sem er í leikn- um. Hægt er m.a. að berjast, vinna saman, byggja upp, svíkja og brjótast til valda, en sögusviðið er heilt sólkerfi. Til að spila EVE-Online þarf að greiða fast áskriftargjald sem er 15 Bandaríkjadalir á mánuði. Nettölvuleikurinn EVE-Online frá CCP Tíu þúsund spilara markið rofið VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 13 VELTA danska verktakafyrirtæk- isins E. Pihl & Søn hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári, en hún jókst um 29% frá fyrra ári. Veltan var 3,9 milljarðar danskra króna, jafnvirði um 46 milljarðar ís- lenskra króna. Frá þessu er greint í frétt í danska viðskiptablaðinu Børsen og segir þar að hagnaður ársins hafi verið 60 milljónir danskra króna, eða um 700 millj- ónir íslenskra króna. Sterk tengsl við Ísland Fram kemur í fréttinni að E. Pihl & Søn skeri sig úr í sam- anburði við önnur dönsk verktaka- fyrirtæki á síðasta ári því velta þess hafi aukist á sama tíma og velta flestra stóru fyrirtækjanna á þessu sviði hafi dregist saman milli áranna 2002 og 2003. E. Pihl & Søn er þriðja stærsta verktaka- fyrirtækið í Danmörku. Í frétt Børsen kemur fram að óperuhúsið og verslunarmiðstöðin Fields í Kaupmannahöfn eigi stærstan þátt í veltuaukningu E. Pihl & Søn, en þessar tvær fram- kvæmdir standi fyrir um helm- ingnum af veltu fyrirtækisins í Danmörku. Útlit sé hins vegar fyr- ir samdrátt í byggingariðnaðinum þar í landi á þessu ári. Er haft eft- ir Søren Langvad, forstjóra og að- aleiganda Pihl & Søn, í Børsen að vegna þessa leggi fyrirtækið nú áherslu á að auka umsvif sín er- lendis til að viðhalda þeim árangri sem náðst hafi á síðasta ári. Eins og á umliðnum árum verði sér- staklega haldið áfram að sækjast eftir verkefnum á sviði hafnar- gerðar, virkjana, jarðganga- og vegagerðar. E. Pihl & Søn er nú með verk- efni í tólf löndum, þar á meðal hér á landi í tengslum við virkjunar- framkvæmdirnar á Austurlandi, og einnig á Grænlandi. Nýjustu verk- efni fyrirtækisins erlendis eru svo, samkvæmt frétt Børsen, hafnar- framkvæmdir á Jamaíku og í Erítreu. Segir í fréttinni að Ísland hafi sérstaka þýðingu fyrir Langvad, en hann starfaði hér á landi á tímum seinni heimsstyrj- aldarinnar, þá nýútskrifaður verk- fræðingur. Halldór Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri E. Pihl & Søn, segir í samtali við Børsen, að fyrirtækið muni snúa sér í ríkara mæli að íbúðamarkaði og verkefnum á sviðum endurbóta og viðgerða til að taka við eftir lok hinna stóru framkvæmda við óperuhúsið og verslunarmiðstöðina Fields. Eignarhlutur í Ístaki 96% Verktakafyrirtækið Ístak er dótturfélag E. Pihl & Søn, en sam- kvæmt árskýrslu þess fyrir árið 2002 var eignarhlutur félagsins í Ístaki 96% í lok þess árs. Þá var nafnverð eignarhlutarins 76,8 milljónir danskra króna og bók- fært verð 104,8 milljónir danskra króna, en það svarar nú til um 1,2 milljarða íslenskra króna. E. Pihl & Søn er fjölskyldufyr- irtæki. Eigandi þess er Pihlson Holding A/S, sem er í eigu Søren Langvad og fjögurra barna hans. Mesta velta E. Pihl & Søn frá upphafi ● VÖRUSKIPTI við útlönd voru í jafn- vægi fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Fluttar voru út vörur fyrir 50,9 millj- arða króna og inn fyrir sama verð- mæti. Á sama tímabili í fyrra voru vöruskiptin hins vegar hagstæð um 6,4 milljarða á sama gengi, samkvæmt út- reikningum Hag- stofu Íslands. Í mars sl. voru vöruskiptin við útlönd óhag- stæð um 0,2 milljarða króna en í sama mánuði í fyrra voru þau óhagstæð um 0,5 milljarða. Fluttar voru út vörur fyrir 20,1 milljarð króna í mars í ár og inn fyrir 20,3 milljarða. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu þrjá mánuði þessa árs var 2 millj- örðum meira á föstu gengi en á sama tímabili árið áður, sem er 4% aukning. Sjávarafurðir voru 60% alls útflutn- ings og var verðmæti þeirra 5% meira en á sama tímabili árið áður. Verð- mæti útfluttra iðnaðarvara jókst um 7% milli ára á föstu gengi, útflutningur á áli dróst saman en aukning varð á útfluttum lyfjum og lækningavörum. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu þrjá mánuði þessa árs var 8 millj- örðum króna meira en í fyrra, sem er 20% aukning milli ára. Mest varð aukningin í innflutningi á fjárfesting- arvörum og hrá- og rekstrarvörum.        !" =      *++, *++- *++, *++- #$% #$ &'$" $  Viðskiptajöfnuður í jafnvægi ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.