Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 33 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert heillandi, skilnings- rík/ur og sannfærandi og átt því auðvelt með að kenna öðrum. Gerðu ráð fyrir mikl- um og spennandi breyt- ingum í lífi þínu á næsta ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það fer loks að sjá fyrir endann á þeim töfum sem hafa ein- kennt síðasta mánuðinn hjá þér. Þú ættir því að njóta meiri velgengni á næstunni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Að undanförnu hefur þér fund- ist þú þurfa að taka eitt skref aftur á bak fyrir hver tvö skref sem þú hefur tekið fram á við. Nú ætti þessu loks að vera lok- ið þannig að þú getur horft með bjartsýni til framtíðar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Merkúr hefur mikil áhrif á þig og því hefur erfið afstaða hans við stjörnurnar þínar haldið aftur af þér að undanförnu. Nú ættu hlutirnir hins vegar að fara að komast í eðlilegt horf. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gætir fengið samþykki yf- irmanns þíns fyrir áformum sem þú hefur lengi haft í bak- höndinni. Hlutirnir ættu að ganga auðveldlega fyrir sig á næstunni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er kominn tími til að þú skoðir möguleika þína á fram- haldsnámi af meiri alvöru. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þar sem það er búið að ganga frá lausum endum varðandi sameiginlegar eignir hefurðu betri tilfinningu fyrir því hvar þú stendur. Það er því kominn tími til að horfa fram á veginn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Margar vogir hafa þurft að takast á við fyrrverandi maka sína að undanförnu en nú ættu þau samskipti að vera að baki. Gerðu eitthvað skemmtilegt. Þú átt það svo sannarlega skil- ið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Tafir og truflanir í vinnunni hafa haldið aftur af þér að und- anförnu. Nú ættu hlutirnir hins vegar að fara að ganga eðlilega fyrir sig þannig að þú getur horft bjartsýn/n fram á veginn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Maka þínum og nánum vinum finnst þú leggja of mikla áherslu á vinnuna þessa dag- ana. Reyndu að sýna þeim þol- inmæði. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu verða af því að gera breytingar á heimilinu. Það mun veita þér ánægju að kaupa eitthvað til heimilisins. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Misskilningur og tafir hafa sett svip sinn á líf þitt að und- anförnu. Nú ættu hlutirnir hins vegar að fara að komast á skrið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Tilraunir þínar til að fá aðra vinnu hafa ekki borið mikinn árangur að undanförnu. Nú ættu atvinnumöguleikar þínir hins vegar að fara að glæðast. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KVÆÐI Ei glóir æ á grænum lauki sú gullna dögg um morgunstund, né hneggjar loft af hrossagauki, né hlær við sjór og brosir grund. Guð það hentast heimi fann það hið blíða blanda stríðu. Allt er gott, sem gjörði hann. Ei heldur él frá jökultindi, sér jafnan eys á klakað strá, né nötrar loft af norðanvindi, sem nístir jörð og djúpan sjá. Guð það hentast heimi fann það hið stríða blanda blíðu. Allt er gott, sem gjörði hann. - - - Sveinbjörn Egilsson LJÓÐABROT 90 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 3. maí, er níræð Anna Steindórs- dóttir Haarde, Aflagranda 40. Hún er að heiman á af- mælisdaginn. NS vinna gott verk í sögn- um með því að komast í fimm lauf. En þótt samning- urinn sé góður, er hann alls ekki borðleggjandi. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠7643 ♥Á85 ♦Á62 ♣G104 Vestur Austur ♠ÁD9 ♠KG852 ♥DG96 ♥1073 ♦G743 ♦108 ♣52 ♣963 Suður ♠10 ♥K42 ♦KD95 ♣ÁKD87 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 lauf Pass 1 grand Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf Pass 5 lauf Allir pass Norður metur spilin vel þegar hann þegir fyrst yfir fjórlitnum í spaða (ef lit skal kalla) og segir svo tvö hjörtu við vendingu makkers til að sýna grandfyrirstöðu. En hugum að úrspilinu. Það veltur á vörninni hvern- ig best er að spila fimm lauf. Skoðum fyrst þann mögu- leika að vestur leggi niður spaðaás og haldi áfram með spaða í öðrum slag. Í því til- felli er best að spila upp á öf- ugan blindan: Suður tromp- ar spaðann, tekur laufás og spilar laufi á gosa. Þegar 3-2 legan sýnir sig, heldur sagn- hafi sínu striki – trompar spaða hátt, fer inn í borð á rauðan ás og stingur fjórða spaðann með síðasta tromp- inu heima. Fer loks inn á blindan á hinn rauða ásinn til að aftrompa austur (og hendir tígli heima). Þessi leið byggist á því að vörnin hjálpi til með spað- astungurnar. En segjum nú að vestur byrji á hjarta- drottningu. Þá vantar inn- komu í borð til að spila upp á öfugan blindan. Í því til- felli tekur sagnhafi tvisvar tromp, spilar svo tígulkóng, tígli á ásinn og tígli að D9 heima. Ef austur stingur með síðasta laufinu verður hægt að henda hjarta í tígul- drottningu og trompa hjarta í borði. Og ef austur hendir í tígulinn, tekur suður á drottninguna og stingur tíg- ul. Síðari leiðin er auðvitað ekki eins örugg og sú fyrri, því spilið tapast ef vestur á tvo tígla og þrjú lauf. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. O-O Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8 9. Rc3 Bd7 10. b3 Kc8 11. Bb2 a5 12. h3 h5 13. a4 Be7 14. Hfd1 Hd8 15. Ba3 Bb4 16. Re4 b6 17. Bxb4 axb4 18. Reg5 Be8 19. Hxd8+ Kxd8 20. Hd1+ Ke7 21. g4 hxg4 22. hxg4 Rh6 23. Rh2 Bd7 24. f3 Ha5 25. He1 Hc5 26. He2 Bc8 27. Re4 Hxe5 28. f4 Ha5 29. c3 bxc3 30. Rxc3+ Kf8 31. b4 Ha8 32. f5 Bb7 33. Hd2 Rg8 34. g5 Re7 35. Hd7 Rxf5 36. Hxc7 Hb8 37. Rg4 Re7 38. Re5 Bc8 Staðan kom upp í rússnesku deilda- keppninni sem lauk fyrir skömmu. Andr- ei Volokitin (2600) hafði hvítt gegn Alexsej Alexandrov (2668). 39. Hxe7! Kxe7 40. Rxc6+ Kd6 41. Rxb8 Kc7 42. Rd5+ Kxb8 43. Rxb6 hvítur hefur nú tvö samstæð frípeð sem svartur ræður ekkert við. 43...Be6 44. a5 Kb7 45. b5 f6 46. Ra4 Kc7 47. b6+ Kb8 48. Rc5 Bf5 49. a6 og svartur gafst upp. Atkvöld Taflfélagsins Hellis hefst kl. 20.00 í kvöld í félagsheimlinu Álfabakka 14a. Öllum er velkomið að taka þátt og freista þess að fá ljúffeng verðlaun frá Dominos! SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. KISTLABOMBA • 50% AFSLÁTTUR Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • OPIÐ kl. 11-18 og Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • OPIÐ kl. 13-18. Verðsprengja á kistlum í maímánuði, takmarkað magn. Verð áður frá kr. 5.900 Verð m/afslætti nú frá kr. 2.950 H rin gb ro t ÁRNAÐ HEILLA HLUTAVELTA Morgunblaðið/Kristján Þessi myndarlegi hópur hélt nýlega hlutaveltu á Akureyri til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 4.155 krón- ur. Þau heita, f.v., Sylvía Björk Birgisdóttir, Guðrún Vaka Þorvaldsdóttir, Skarphéðinn Freyr Þorvaldsson, Silja Dögg Birgisdóttir, Hafsteinn Gauti Ágústsson og fremst er Harpa Lísa Þorvaldsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðar- lausu. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík      KIRKJUSTARF/ÞJÓNUSTA Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12 í neðri safnaðarsal. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Laugarneskirkja. Opinn 12 sporafundur kl. 18 í safnaðarheimilinu. Allt fólk velkom- ið. Vinir í bata. Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.30. Sögur, söngur, leikir og föndur. TTT-starf kl. 16.30. Starf fyrir 10–12 ára börn. Leikir, ferðir o.fl. Árbæjarkirkja. Mánudagar: Kl. 15 STN- starf með sjö til níu ára börnum í safn- aðarheimili kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Stúlknastarf fyrir 11– 12 ára kl. 16.30. Æskulýðsstarf fyrir ung- linga í 8., 9. og 10. bekk kl. 20–22. Um- sjón Stefán Már Gunnlaugsson. Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkur á aldr- inum 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Kirkju- krakkar í Engjaskóla kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. TTT (10–12 ára) í Engjaskóla kl. 18.30–19.30. Seljakirkja. KFUK 9–12 ára kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 16 ára og eldri kl. 20–22. Ástjarnarsókn. Ponzý (unglingastarf ætl- að árg. 1990 og upp úr) á mánudögum kl. 20–22. Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar, Kirkjukrakkar, er í Varmárskóla. Bæna- stund kl. 19.45. Al-anon fundur kl. 21. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 17.30 Æskulýðsstarf fatlaðra, eldri hópur. Helgi- stund og gott samfélag. Hulda Líney Magnúsdóttir æskulýðsfulltrúi og sr. Þor- valdur Víðisson. Þorlákskirkja. Biblíufræðsla kl. 20. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30– 16.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15 heim- ilasamband. Allar konur velkomnar. Majór Anne Marie Reinholdtsen talar. Safnaðarstarf Morgunblaðið/SverrirGufudalskirkja LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. KVENNAATHVARF: Athvarf og viðtalsþjónusta fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Opið allan sólarhringinn, 561 1205. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.