Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 19 JÓHANNES Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna, hefur gefið í skyn að niðurstöður skýrslu sem GJ Fjármálaráðgjöf vann fyrir Samtök banka og verðbréfafyr- irtækja beri með sér að hafa verið pantaðar. Þegar vel er að gáð kemur í ljós að skýrslan er afar fagmann- lega unnin og engin innistæða er fyr- ir hinum ósmekklegu aðdróttunum Jóhann- esar. Ummæli Jóhannesar verður að skoða í ljósi þess að honum finnst að sér vegið með nið- urstöðum skýrslunnar. Hann hefur haldið því fram að þjónustugjöld banka á Íslandi séu hærri en annars staðar á Norðurlöndunum. Hann finnur að um- mæli hans hafa verið hrakin, enda sagði hann nýlega aðspurður í fréttum Sjónvarpsins að Neytendasamtökin myndu ekki gera sína eigin könnun þar sem erfitt væri að gera mark- tæka könnun. Hann hlýtur því að viðurkenna að hann hafi byggt um- mæli sín á litlu sem engu. Verðkönnun GJ Fjármálaráð- gjafar miðaði við forsendur sem voru beinlínis óhagstæðar íslensku bönkunum. Ekki var tekið tillit til þess í könnuninni að greiðslur taka lengri tíma annars staðar á Norð- urlöndunum þannig að bankarnir þar græða vexti og neytendur tapa afnotum af peningum í nokkurn tíma. GJ Fjármálaráðgjöf leitaðist við að haga könnuninni þannig að hlutleysi væri hafið yfir allan vafa. Við tökum starfsheiður okkar mjög alvarlega. Svör við athugasemdum Jóhannesar Best er að svara aðdróttunum Jó- hannesar með því að fjalla á mál- efnalegan hátt um skýrsluna. Hér á eftir fara svör við athugasemdum Jóhannesar: Jóhannes segir að óeðlilegt sé að taka saman hvað íslenskur meðalvið- skiptavinur bankanna þyrfti að borga á Norðurlöndunum. – Ekkert er í sjálfu sér óeðlilegt við það. Við erum ekki að draga ályktanir fyrir aðrar Norður- landaþjóðir. Það hlýtur að eiga er- indi við íslenska neytendur hvað þeir þyrftu að borga ef þeir sæktu sömu þjónustu erlendis. Um er að ræða framsetningu á niðurstöðum sem neytendur skilja og í raun besta mælikvarða sem hægt er að nota þegar fjallað er um þetta fyrir þá. Aftur á móti er ekki um fullkomna niðurstöðu að ræða, enda var því ekki haldið fram í skýrslunni, heldur eingöngu að þetta gæfi góða vís- bendingu. Jóhannes segir að mat á meðalvið- skiptavini hafi verið óeðlilegt, þar sem miðað hafi verið við gögn frá bönkunum. – Þegar meðalnotkunin er skoðuð kemur í ljós að hún sýnist mjög eðli- leg. GJ Fjármálaráðgjöf sannreyndi tölur þar sem það var hægt og bar þær saman við fyrirliggjandi tölur frá Seðlabankanum. Niðurstaðan var sú að notkunin sem miðað var við í könnuninni væri óhagstæðari íslenskum bönkum en það sem tölur Seðlabankans gáfu til kynna. Jóhannes setur út á að tekið sé meðaltal verðs hjá erlendum bönk- um í einstökum þjónustuliðum, þar sem t.d. einn banki er með verð upp á fasta krónutölu en aðrir eru með þjónustuna ókeypis. – Þetta væri athugavert ef ein- göngu væri verið að skoða einn þjón- ustulið, því þetta skapar óvissu og gerir þá niðurstöður ómarktækar. Aftur á móti er verið að skoða 27 þjónustuliði og jafnast skekkjur því út á heildina litið. Samanburður á milli einstakra erlendra banka er marktækur þegar summutölur þeirra eru skoðaðar. Niðurstaðan fyrir hvert land byggist svo á vegnu meðaltali 135 talna, 27 tölur fyrir fimm banka. Jóhannes heldur því fram að miða eigi við lægsta verð á hverjum þjón- ustulið í hverju landi, en ekki taka meðaltal fyrir landið. – Það væru mikil mistök. Ástæðan er sú að neytendur eiga þess ekki kost að velja það ódýrasta af hverju og skipta viðskiptum sínum milli mismunandi banka. T.d. er ekki hægt að greiða árgjald debetkorta hjá einum banka og færslugjöld debetkorta hjá öðrum. Skoða verð- ur verð heildarþjón- ustu hvers banka fyrir sig. Sumu ósvarað Ég vil benda á að nið- urstöður voru settar fram með tvennum hætti í skýrslunni. Annars vegar var reiknaður meðalkostn- aður íslensks við- skiptavinar en hins vegar voru þeir liðir taldir sem komu best út fyrir Ísland. Síðari aðferðin er sambærileg við aðferðir Neyt- endasamtakanna í verðkönnunum. Niðurstöðum eftir aðferðum bar saman. Jóhannes hefur samt ein- göngu séð ástæðu til að gera at- hugasemdir við fyrri aðferðina, þá sem er ólík aðferð Neytendasamtak- anna. Könnunin tók til 27 liða. Þegar þeir voru valdir var reynt að miða við liði sem eru sambærilegir á milli landa. Lántökugjöld voru ekki tekin með því þau eiga frekar heima í skýrslu um lántökukostnað og vaxtamun en þjónustugjöld. Fjöldi liða í könnuninni er meiri en í venju- legri könnun Neytendasamtakanna á matvöruverði, þótt um miklu fleiri vörur sé að ræða í matvöruversl- unum en bönkum. Samanburður á verði betri en samanburður á tekjum Neytendasamtökin gagnrýna þá einu leið sem ætti að geta borið sam- an verð á milli landa, verðkönnun. Sjálf vilja þau að skoðaðar verði þjónustutekjur sem hlutfall af heild- areignum banka. Gífuryrði Jóhann- esar um aðferð okkar eru ótrúleg í ljósi þeirrar aðferðar sem hann vill sjálfur taka mark á. Inni í þjónustu- tekjum banka eru t.d. tekjur af ann- arri starfsemi, svo sem fjárfesting- arbankastarfsemi. Einnig er fráleitt að telja tekjur vera til marks um verð, því neyslan er mismikil á milli landa. Neysla getur verið mikil og tekjur því miklar í einu landi, t.d. vegna þess að verð er beinlínis lágt og gæði mikil. Þetta er grundvall- aratriði í hagfræði, og finnst mér ótrúlegt að Jóhannesi takist að fá einhvern hagfræðing óskyldan Neytendasamtökunum til þess að leggja blessun sína yfir þessa aðferð. Ég vona að Jóhannes hafi ekki ætlað ummælum sínum að vera jafn meiðandi og þau voru, enda leggur hann sig jafnan fram um að veita ís- lenskum fyrirtækjum aðhald með málefnalegum hætti og er það starf hans gott. Ég vona jafnframt að um- ræður um þetta geti verið málefna- legar hér eftir. Ósmekklegar aðdróttanir Gunnlaugur Jónsson svarar Jóhannesi Gunnarssyni ’Ummæli Jóhannesarverður að skoða í ljósi þess að honum finnst að sér vegið með niður- stöðum skýrslunnar.‘ Gunnlaugur Jónsson Höfundur er fjármálaráðgjafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.