Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 17 NK. þriðjudagskvöld verður námskeið fyrir hjónaefni og pör, í Grafarvogskirkju kl. 20–22.30. Námskeiðið er haldið á vegum Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og er hugsað sem undirbúningur fyrir pör sem hafa hug á að láta pússa sig saman. Fjölmiðlar hafa und- anfarin ár sýnt mikinn áhuga á brúðkaupsdeginum, fegurð fatanna, yndisleik athafnarinnar og hve vegleg veislan geti verið með alls kyns þemaskreytingum. Okkur langar að bæta örlitlu við og hlúa að dögunum daginn eftir, þegar búið er að opna alla pakkana og raða fallegu hlutunum upp í skáp. Þá þurfum við stundum að minna okkur sjálf á að þakka fyrir hvern dag sem við fáum að njóta okkar nánustu. Okkur er í sjálfsvald sett að gera dag hvern að dýrðlegu æv- intýri með smávegis skapandi framlagi, eins og klappi á kinn og brosglimti í auga. Bensínstöðvarblómvöndur „Rómantíkin er alveg farin“, eða: „Hann er alveg hættur að vera rómantískur“, eru setningar sem við sem veitum hjónaviðtöl heyrum oft. Þá er oft besta spurningin að spyrja sjálfan sig: „Hvað get ég sjálf/sjálfur gert til að breyta út af venjunni og sýna makanum smá- rómantík, án þess að það kosti of mikið.“ Þá getur bensínstöðv- arblómvöndur alveg jafnast á við utanlandsferð. Gæði rómantík- urinnar fara alveg eftir því hvernig framkoman er, þegar við klöppum á kinnina eða reiðum fram blómin, en ekki eftir kaupverði. Kristileg sýn Sr. Bjarni Þór Bjarnason, prestur í Grafarvogskirkju, mun fjalla um kristilega sýn á hjónabandið og hjónavígsluna. Ég hlakka til að hlusta á sr. Bjarna Þór. Í dagsins önn veitir ekki af að dusta rykið af kristilegu siðfræðinni úr uppeld- inu. Tiltölulega lítið hefur verið fjallað um þessa þætti í tengslum við brúðkaupsumfjöllun í fjöl- miðlum. Áherslan á hluti og dót hefur iðulega fengið meiri athygli en sú andlega næring sem við þurfum að veita sjálfum okkur og fjölskyldunni, svo alls kyns and- legir hörgulsjúkdómar fari ekki að gera vart við sig. Sálarlífið þarf daglega umhirðu, eins og hvert annað blómabeð. Fjármál heimilanna Barbel Schmid félagsráðgjafi og Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræð- ingur verða með er- indi um hvernig við getum skipulagt fjármálin svo að skuldabyrðin sligi ekki heimilið. Þau hafa sannað sig að vera með raungóða ráðgjöf í þessum efnum. Til Fjöl- skylduþjónustu kirkjunnar leita oft pör sem eru að guggna undan yf- irvofandi gjaldþroti eða afstöðnu gjald- þroti. Oft er það til- komið vegna of mikillar skuldsetningar eða uppáskrifta fyrir ætt- ingja. Oft enda gjald- þrota hjónabönd með skilnaði, m.a. vegna reiði, vonleysis og ásak- ana þegar svo er kom- ið. Reglur hérlendis virðast glapræðislegri hvað þetta varðar en tíðkast í nágrannalönd- unum. Þetta verður kærkomið tækifæri til að fá nýja og gam- aldags sýn á fjárhagsgrunn heim- ilisins. Innihald ástarsambands Þegar búið verður að borða nýbak- aða hjónabandssælu frá Sandholt sjálfum, drekka kaffi og kyngja fjármálunum, skoðum við örlítið hvaða verkefni bíða okkar alltaf í öllum ástarsamböndum, eigi þau að endast og dafna. Æviskeiðin eru ólík að innihaldi, það hefur sinn sjarma að verða miðaldra og gamall, verða amma og líka maki og manneskja. Í öllum fjölskyldum verður einhver veikur af og til, það reynir á þolrifin og samvinnuna. Einhver afhjúpast t.d. sem einráð- ur og frekur og vill stjórna hvern- ig allir í stórfjölskyldunni skipu- leggja sig í kringum sjúklinginn eða einhver er alki og kemur sér undan öllu saman. Hvernig varð- veitum við okkur svo sem kynveru eða andlegu þarfirnar við þessar aðstæður? Það má ekki gleymast, né spaugilegu hliðarnar og litlu hlutirnir eins og „bí, bí úti“, sem börnin taka eftir. Hlakka til að sjá ykkur á þriðjudagskvöldið kl. 20. Frá umbúðum til innihalds Elísabet Berta Bjarnadóttir skrifar um námskeiðshald ’Þetta verður kærkom-ið tækifæri til að fá nýja og gamaldags sýn á fjár- hagsgrunn heimilisins.‘ Elísabet Berta Bjarnadóttir Höfundur er félagsráðgjafi og starfar hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Kvenfatnaður í úrvali í stærðum 34-56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.