Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 16
GAGNAGRUNNURINN Munnleg geymd var opnaður á laugardag í Árnastofnun. Grunnurinn hefur að geyma þjóðfræðaefni sem hefur ver- ið hljóðritað á segulbönd, og hefur efninu verið safnað í öllum sveitum landsins og Íslendingabyggðum vestanhafs. Alls verða um 2.000 klst. af efni aðgengilegar í grunninum. Dr. Bjarki Sveinbjörnsson tónlist- arfræðingur á veg og vanda af þróun gagnagrunnsins ásamt dr. Jóni Hrólfi Sigurjónssyni og Rósu Þor- steinsdóttur á Stofnun Árna Magn- ússonar. „Grunnurinn geymir viðtöl við hátt í tvö þúsund Íslendinga sem fæddir eru um og eftir 1900,“ segir Bjarki í samtali við Morgunblaðið. „Viðtölin fjalla um nánast allt það sem viðkemur íslenskri sögu og menningu, og eflaust margt þar sem hvergi er skráð í bækur, bæði kvæði, rímur og annað sem varðveist hefur í hugskotum fólks í gegnum tíðina.“ Hægt er að leita í gagnagrunnin- um eftir fjölmörgum efnisorðum, en einnig eftir ýmsum öðrum leiðum, svo sem viðmælanda eða sýslu. „Mér finnst afar spennandi að einstakling- ar geti leitað að sínu eigin fólki, afa eða ömmu sem það á kannski bara á mynd. En ég sé líka fyrir mér að þarna megi nýta margt til dæmis í skólastarfi, til að mynda barnakvæði og þulur sem standa hvergi í bókum og eru nánast horfin úr okkar dag- lega lífi.“ Þetta er þriðji grunnurinn sem unninn er á vegum Músíkur og sögu, en hinir eru Hljóðrit, sem varðveitir elstu hljóðritanir sem gerðar hafa verið á Íslandi, og Handrit og prent, sem geymir nótnamyndir sem fund- ist hafa í handritum á íslenskum söfnum. Vefirnir eru aðgengilegir al- menningi á slóðinni musik.is/ ismus. Unnið er að fjórða gagna- grunninum í þessu safni sem mun hýsa þjóðlagasafn séra Bjarna Þor- steinssonar. Munnleg geymd að- gengileg á Netinu Vefurinn musik.is/ismus veitir m.a. aðgang að 2.000 klukkustundum af þjóðlegum menningararfi. Húsbílar, fellihýsi og tjaldvagnar Nú er sumarið komið og tími ferðalaga hafinn. Bílar 5. maí verður helgað umfjöllun um húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna. Auglýsendur! Allar stærðir og gerðir sérauglýsinga á góðu verði! Auglýsendur pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 3. maí Fulltrúar auglýsingadeildar veita þér allar upplýsingar um auglýsingamöguleika og verð. Auglýsingadeild, sími 569 1111 - Netfang augl@mbl.isb íl ar LISTIR 16 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Með stuttu millibili hafatveir úr stóra hópnumsvonefnda, við mynd-listarnám í Kaup- mannahöfn árin eftir seinni heims- styrjöldina, kvatt þennan heim. Veturliði Gunnarsson var jarðsung- inn frá Háteigskirkju 19. mars og félagi hans Einar G. Baldvinsson verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins í dag. Ekki er mér kunnugt um hve nánir þeir voru á námsárunum ytra, en heim komnir voru þeir á tímabili ná- grannar í Laugarnesinu. Veturliði í bragganum hans Sigurjóns Ólafs- sonar, sem hann leigði í fjarveru myndhöggvarans, Einar í litlu hrófatildri í næsta nágrenni, sem seinna fauk. Á því tímaskeiði eðli- lega drjúgur samgangur milli þeirra og viðföngin ekki ólík, flóinn, sundin, fjaran og sjórinn, hvert sem auga leit í vestur og norður. Strand- lengjan fram að Skúlagötunni enn að mestu gangfær, við tóku kofar ýmiss konar, hvar siggrónar hend- ur eigendanna gerðu að veið- arfærum eða dyttuðu að árabátum, allt þetta og margt fleira í besta falli myndrænt … Einar Guðmundur var sonur Baldvins Einarssonar, rómaðs söðla- og aktygjasmiðs á Laugaveg- inum, og norskrar konu hans, Kristine Karoline Einarsson, f. Heggem. Var þannig í uppvext- inum í nágrenni fjörunnar, karl- anna sem höfðust þar við sem og hin aðskiljanlegustu föng þeirra, nærtækt að ætla að þar hafi í og með verið vettvangur leikja hans og bernskubreka eins og annars ung- viðis í hverfinu. Þroskaárin tók Ein- ar út þegar kreppan var í algleymi, hestar og hesthús víða um kring, sums staðar kindur og fiðurfé, ilm- ur af leðri og aktygjum á verkstæði föðurins fylltu vitin. Man sjálfur þá tíma allvel og átti nokkrum sinnum erindi í verslun Baldvins Ein- arssonar, litlum dreng drjúgur við- burður að koma í það fína og sér- stæða umhverfi. Virða fyrir sér öll beislin og hnakkana, og anda að sér höfgum leðurilminum, var trúlega í fyrsta skipti sem ég komst í tæri við þá þjóðlegu handmennt. Ekki man ég þó eftir syni söðlasmiðsins frá þessum löngu liðnu árum, þó vel minnugur margra persónuleika æskuslóðanna á svæðinu ofan og neðan Rauðarárstígs. Kannski ekki að undra, því fáum hef ég kynnst sem í viðlíka mæli höfðu í blóðinu að láta lítið fyrir sér fara. Mér er enn í minni hve undrandi ég varð, þá í Handíðaskólanum, er mér var fyrst greint frá Einari um miðbik síðustu aldar og fékk að vita að hann væri sonur Baldvins söðlasmiðs, sá hon- um bregða fyrir en mundi hreinlega ekki eftir þessari ásjónu úr hverf- inu. Virtist inngróið í persónu Ein- ars að vera baksviðs, fara með veggjum eins og það heitir, einnig hans helstu einkenni í listinni allt lífið. Satt að segja ekki hægt að óska sér óheppilegri eiginleika í framvarðsveit myndlistarmanna á Íslandi, í öllu falli ef þeim á að lán- ast að koma list sinni á framfæri, lifa af. Fátt þekki ég til almennrar skólagöngu Einars, en í miðjum heimspataldrinum síðari fékk hann inngöngu í Handíða- og myndlist- arskólann, nam þar næstu þrjú árin og í framhaldinu hélt hann til Kaup- mannahafnar 1946. Hafði fengið vil- yrði um inngöngu í Konunglegu listakademíuna hvar hann var við- loðandi til 1950. Einar fékk her- námið hreinlega í æð, var liðlega tvítugur er herskip breska heims- veldisins birtust á ytri höfninni. Komin til vits á kreppuárunum meðtók hann hvorutveggja í beinu sjónmáli; afleiðingarnar um leið, sá ríka verða fátæka í kreppunni og fátæka ríka á stríðsárunum, fylgd- ist grannt með hvernig sótt var að arfleifðinni sem aldrei fyrr, stoðum þúsund ára þjóðmenningar, allt umturnaðist. Yfirborð og ásókn í glingur og hégóma sem fylgdi þessum miklu hvörfum tóku huga hins unga manns þó ekki fanginn, öllu frekar sátu kreppuárin fast í undirvitund- inni, höfðu skorðað sig í heilabúið til frambúðar, hjartað um leið. Lét aldrei freistast af grunnfærum vinnubrögðum sem hefðu getað fleytt honum á öldutoppa pen- ingaflæðisins, hér trúr uppeldi sínu og listrænum metnaði. Fyrstu lif- anirnar af framsækinni myndlist innibáru líka mikið til viðföng lista- manna frá vettvangi kreppuáranna, á stundum kennd við þau. En helst var það andblær málverkanna sem greyptist í minni hins unga hljóð- láta manns, hin mikla kyrrð og frið- sæld; börn að leik, einfaldar lág- reistar húsaþyrpingar, eyrarkarlar að ferma skip sem trónuðu yfir við mislanga bryggjusporða. Mál- ararnir svo áfram á kafi í þessum myndefnum öll stríðsárin, mörg hrifmestu verk þeirra einmitt í burðarliðnum þegar Einar hóf nám í Handíðaskólanum, komu svo fyrir sjónir hans eitt af öðru á náms- árunum og næmum listnemanum opinberun. Slík málverk þar sem mannlífið var fært í stílinn, rétt og slétt, með grófum efniskenndum áherslum, höfðu ekki sést fyrr á ís- lenzkum listavettvangi, runnu úr pentskúfum Þorvaldar Skúlasonar, Snorra Arinbjarnar, Jóns Eng- ilberts og Gunnlaugs Schevings. Óvíst að listamennirnir hafi gert mikið betur síðar, í öllu falli verið í jafn safaríkum mæli í tengslum við hráan og sanníslenzkan veruleika fyrirstríðsáranna, Þorvaldur Skúla- son vel að merkja einnig um skeið kennari við Handíðaskólann. Allt þetta drakk Einar Baldvinsson í sig, hér voru rætur uppvaxtarár- anna, allt sem hann þekkti best, kyrfilegast hafði skorðað sig í og samast persónugerð hans, og í þeim mæli að dugði allt lífið. Leit að lið- inni ævi, veröld sem var, þannig til hins síðasta inntak listar Einars Baldvinssonar, og fyrir vikið var hann lengi utangarðs í framvarð- sveit myndlistarmanna. Einkum eftir að þeir tímar runnu upp að lærimeistarinn venti kvæði sínu í kross og hafnaði eftirgerð hins hlutvakta, fortíðinni um leið. Dag- urinn í dag og á morgun nú það eina sem gilti, kjörorðið; í listum liggur engin leið til baka. Framsækni hér um leið sem aldrei fyrr lögð að jöfnu við róttækni í pólitík, þótt málum væri þar nokkuð blandað, hvorki einhæf markaðsvæðing né hópefli hið upprunalega og sanna inntak úrskerandi sköpunar, öllu frekar blóðríkt ferlið í sjálfu sér. Meginveigurinn hér, að Einar var allt sitt líf vígður uppruna sínum og barnatrú, ekkert fékk hvikað hon- um, það var styrkur hans og veik- leiki, ris og fall, slíkir eiginleikar fæstum til framdráttar í nýjunga- róti seinni tíma. Á stundum giska hollt að spyrja sjálfan sig; hvort styrkur sérhvers listamanns sé ekki einmitt falin í fylgni við núver- undina og jarðtengda sannfæringu og barnatrú, öllum óháður. Mál- arinn þannig einungis með hugann við að munda pensilinn eins og hug- urinn og reynsluheimur hans býður hverju sinni, og hana nú. Hvernig sem á hlutina er litið skilur Einar eftir sig sinn sérstaka tón í íslenzkri myndlist, líkt og Veturliði, sem ekki skal né verður frá þeim tekinn. Einar G. Baldvinsson var enginn víðförull heimshornaflakkari, hélt sig hér til hlés eins og í öðru. Hafði þó vísast útþrá og minnist nú þess, að fyrir áratug eða svo þá við sátum hlið við hlið í strætó, leit hann skyndilega á mig og segir óvænt; mig langar svo til New York að skoða borgina, söfn og sýningar, þagði svo um stund en hélt svo áfram; en það er víst ekki hægt, er ekki nógu sterkur, og nú var honum einhvern veginn ekki á sama. Þessi hægláti einfari þurfti sosum lengst- um að hafa fyrir hlutunum til að geta lifað og nálgast ímyndanir sín- ar á myndfletinum, átti á brattann að sækja. Eins og raunar allir þeir sem er meira í mun að miðla frá sér eigin lífsreynslu og sannfæringu en að ganga í takt og/eða þjóna grunn- færum og óburðugum markaði. Þótt Einar Guðmundur Bald- vinsson gengi að málaratrönunum allt sitt langa líf var hann ekki af- kastamikill og sýningar hans af hóf- legri stærðinni. Má helstar nefna þrjár í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1959, 1960 og 1970, sem góða at- hygli vöktu, og eina í Unuhúsi við- Veghúsastíg 1969, loks var safnað saman í yfirlitssýningu á verkum hans í Vestursal Kjarvalsstaða 1980. Eftir það tók hann að ég best veit einungis þátt í samsýningum, virkur í Listmálarafélaginu meðan það var og hét. Einar G. Baldvinsson Eftir Braga Ásgeirsson Einar G. Baldvinsson listmálari. Dagskráin er eftirfarandi í dag: Kl. 20 Salurinn Amelia al ballo. Gamanópera eftir Giancarlo Menotti í uppfærslu söngdeild- ar Tónlistarskóla Kópavogs. Aðalhlutverk Eyrún Ósk Ingólfs- dóttir, Unnar Geir Unnarsson og Andri Stefánsson. Leikstjóri og söngkennari er Anna Júlíana Sveinsdóttir og undirleikari Krystyna Cortes. Aðgangur ókeypis. Kl. 20.30 Gullsmári Félagsvist á vegum Félags eldri borgara. Kópavogsdagar 2.–11. maí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.