Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 11
Sýning Árna B. Stefánssonar um Þríhnúkagíg í náttúrufræðistofu Kópavogs „Undur sem okkur ber að varðveita“ hátt, inn í miðjan gíginn og setja þar upp svalir, það er mjög djörf hugmynd. Það hefur aldrei ver- ið gert áður og hvað þá að setja 56 metra hengi- hringstiga niður úr svölum, það hefur hvergi ver- ið gert heldur,“ segir hann. „Mín hugmynd er að fólk upplifi þarna eigin smæð og öðlist dýpri tilfinningu fyrir náttúrunni. Ekki þannig að það verði yfirþyrmandi eða fólk verði gert hrætt, heldur að í vernduðu umhverfi öðlist það hugsanlega meiri virðingu fyrir nátt- úrunni en það hafði áður. Það er mín hugmynd, það er það sem ég vinn út frá.“ Á fimmtudag mun Árni halda myndasýningu í Salnum í Kópavogi þar sem hann mun sýna sjald- séð sjónarhorn á fágætu myndefni, sem hann hef- ur tekið á ferðalögum sínum, bæði ofan jarðar og neðan. SÝNING Árna B. Stefánssonar, hellakönnuðar og augnlæknis, á hugmyndum um verndun og að- gengi að Þríhnúkagíg, var opnuð á Náttúru- fræðistofu Kópavogs í gær. Þar gefur að líta ljós- myndir sem Árni hefur tekið á ferðum sínum neðanjarðar og líkan af hellinum, sem hann smíð- aði eftir mælingar sem Árni og félagar hans gerðu á hellinum árið 1991. Sýningin stendur til 2. október og er öllum opin, þeim að kostnaðarlausu. Sýningin var áður á Höfuðborgarstofu. Árni segir að hann hafi orðið undrandi yfir því hversu góða aðsókn sýningin fékk. Spurningalistar hafi legið þar frammi og yfir 90% sýningargesta hafi sagt að þeir væru tilbúnir að greiða aðgangseyri til að skoða Þríhnúkagíg, ef hugmyndir Árna um aðgengi að hellinum yrðu að veruleika. Árni vill að jarðgöng verði grafin inn í gíghvelf- inguna og útsýnispalli eða svölum komið fyrir við gangaopið, þar sem fólk gæti virt fyrir sér risa- vaxna hvelfinguna. Frá svölunum lægi síðan stigi niður í gígbotninn. Árni er einnig á leið á ráð- stefnu í hraunhellafræðum á Azor-eyjum þar sem hann mun kynna hugmyndina. „Ég hef þegar kynnt þetta þremur málsmet- andi mönnum í hraunhellafræðum og þeir hafa tekið þessu vel. Ég ætla að kynna þetta frekar þarna suður frá og kynna mér hvernig rekstr- arfyrirkomulag er á svipuðum fyrirbærum og hvaða möguleikar eru á styrkjum á alþjóðlegum vettvangi.“ Fólk upplifi eigin smæð Árni, sem var fyrstur manna til að síga niður í Þríhnúkagíg árið 1974, segir að í ljós eigi eftir að koma hvort það verði raunverulega arðbært að tryggja aðgengi fólks að hellinum. „Þetta er und- ur sem okkur ber að varðveita og mikilvægi þess nær langt út fyrir landsteinana.“ Árni segir að mikið sé um að jarðgöng séu gerð í hellum. „Það sem er nýtt er að gera þetta aðgengilegt á þennan Morgunblaðið/Sverrir Árni B. Stefánsson við líkanið sem hann hefur gert af hellinum. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 11 Auglýsing um framlagningu skattskrár 2003 og virðisaukaskatts- skrár fyrir rekstrarárið 2002 Í samræmi við 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, er hér með auglýst að álagningu skatta og kærumeðferð er lokið á alla aðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla laganna. Tekin hefur verið saman skattskrá þar sem fram koma barnabætur, vaxtabætur, tekjuskattur, eignarskattur og önnur þau gjöld sem skattstjóri lagði á hvern gjaldanda í umdæmi sínu álagningarárið 2003, vegna tekna ársins 2002 og eigna í lok þess árs. Einnig hefur, samkvæmt 46. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, verið tekin saman virðisaukaskattsskrá fyrir rekstrarárið 2002. Í henni er tilgreindur ákvarðaður virðisaukaskattur eða endurgreiddur virðisaukaskattur hvers og eins virðisaukaskattsskylds aðila. Skattskrár og virðisaukaskattsskrár verða lagðar fram í öllum skatt- umdæmum mánudaginn 3. maí 2004 og liggja frammi hjá skattstjórum í hverju um- dæmi og hjá umboðsmönnum skattstjóra eða sérstaklega auglýstum stöðum fyrir hvert sveitarfélag dagana 3. maí til 14. maí 2004 að báðum dögum meðtöldum. 3. MAÍ 2004 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi Tómas Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. STUÐNINGUR við ríkisstjórn- ina er um 54% ef marka má könn- un sem Gallup gerði á fylgi flokk- anna dagana 30. mars til 27. apríl sl. Samkvæmt könnuninni er stuðningur við ríkisstjórnina svip- aður og hann var í mars sl. en þá var hann 55%. Samkvæmt könn- uninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn 35% fylgi, verði kosið til Alþingis nú, Samfylkingin fengi 28%, Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð ríflega 17%, Framsóknar- flokkurinn ríflega 15% og Frjáls- lyndi flokkurinn tæplega 5%. Í síðustu könnun Gallup var Sjálfstæðisflokkurinn með 37% fylgi, Samfylkingin með 28%, Vinstri grænir 16%, Framsóknar- flokkurinn 14% og Frjálslyndir með 5%. Úrtakið nú var 3.642 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Var það val- ið með tilviljun úr þjóðskrá. Svar- hlutfallið var 62,3%. Vikmörk í könnuninni eru 1 til 3%. Stuðningur við ríkis- stjórnina um 54% ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra er vin- sælasti ráðherrann í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ef marka má könnun Gallup, sem gerð var dag- ana 14. til 25. apríl. Alls 56,5% eru ánægð með störf hennar. Minnst mælist ánægja með störf Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, eða 22%. Um 43,1% þjóðarinnar lýsir, skv. könnuninni, ánægju með störf Dav- íðs Oddssonar, en ánægja með störf hans hefur minnkað um níu pró- sentustig frá sambærilegri könnun í september 2003. Þá eru 44,2% þjóð- arinnar ánægð með störf Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra og hefur ánægja með störf hans minnkað um fimmtán prósentustig frá könnuninni í september 2003. 53,1% lýsir ánægju með störf Geirs H. Haarde fjármálaráðherra, 50,4% eru ánægð með störf Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, 48,4% eru ánægð með störf Val- gerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, 47,1% með störf Árna Magnússonar félagsmálaráð- herra, 45,2% eru ánægð með störf Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra, 44,6% eru ánægð með störf Jóns Kristjánssonar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, 33,7% eru ánægð með störf Árna M. Mathie- sen sjávarútvegsráðherra og 22,6% eru ánægð með störf Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumála- ráðherra. Í könnuninni var spurt: „Ertu ánægð(ur) eða óánægð(ur) með störf Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra?“ Eins var spurt um alla ráð- herra ríkisstjórnarinnar og röð þeirra breytt á milli viðtala. Þorgerður Katrín vinsælust ráðherra TENGLAR ..................................................... gallup.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.