Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 27
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 27 Þetta er í annað sinn semreiðkennaraefni Hólaskólaleggja land undir fót meðgæðinga sína og bjóða Sunnlendingum upp á nasasjón af því helsta sem kennslan í reiðkennara- deildinni byggist á og því sem þau hafa verið að fást við í vetur. Sýningin í fyrra þótti takast prýðilega og féll í góðan jarðveg. Á síðum Morgun- blaðsins var sagt að þar hefði verið á ferðinni einhver áhugaverðasta fag- sýning sem getið hefði að líta á Ís- landi og má vafalítið nota svipuð orð um sýningu nemendanna nú þótt vissulega sé hér, eðli málsins sam- kvæmt, að hluta til um nokkra end- urtekningu að ræða. Sýning nemend- anna nú undirstrikar vel að reið- fræðaþróunin og kennslan á Hólum hefur slitið barnsskónum og skólinn sé farinn að útskrifa vel menntaða reiðmenn og reiðkennara. Það þýðir þó ekki að komið sé að einhverjum endapunkti í þeim efnum. Sýningin nú og í fyrra endurspegla vel að vönduð vinnubrögð eru viðhöfð á Hólum við tamningu og uppbygg- ingu reiðhrossa. Lögð er áhersla á að haga tamningunni út frá forsendum hestsins, fara vægt í hlutina til að byrja með, gefa honum færi á að skilja hvað verið sé að fara fram á og ganga síðan í hlutina þegar skilning- urinn er til staðar. Gott dæmi um þetta er atriðið með stangamélin. Greinilegt er að Hólamenn eru farnir að huga alvarlega að notkun stanga- méla og er ekki vanþörf á. Meðal margra hestamanna á Íslandi hefur ríkt stór og mikill misskilningur og kunnáttuleysi um notkun stangméla og tímabært að farið sé með skil- merkilegum hætti ofan í saumana á því. Hver kannast ekki við að gripið sé til stanganna þegar hestar eru orðnir óhóflega „viljugir“ og farnir að leggjast í beislið og jafnvel farnir að taka völdin af knapanum. Kennara- efnin fóru gaumgæfilega yfir það hvernig Hólamenn leggja til að staðið sé að málum þegar skipt er frá hring- mélum yfir í stangamél. Í fyrsta lagi að huga ekki að skipt- um fyrr en hesturinn er orðinn vel þjáll á hringjunum og gefur vel eftir á báðar hliðar. Aldrei hafa minna en 90° horn á milli stanga og munns hestsins. Byrja á að venja hestinn við átak stanganna í hendi gangandi við hlið hans með því að láta hestinn stöðva mjúklega við átak stanganna. Leiða hann síðan inn í opinn snið- gang. Áhersla er lögð á, bæði þegar unnið er með hestinn í hendi og eins þegar á bak er komið, að hann nái ekki að leggjast í beislið. Að þessu loknu er tímabært að stíga á bak og framkvæma svipaðar æfingar en gæta þess vel að gefa hestinum færi á að skynja hið nýja átak. Þá var sér- staklega á það bent að hestar væru mun fljótari að þyngjast á stangamél- um en hringamélum, væri þess ekki gætt að varna þeim að leggjast í mél- in. Eftir að hafa horft og hlustað á þessa leiðsögn kennaraefnanna virð- ist það nokkuð ljóst að stangamél eru stórlega ofnotuð af íslenskum hesta- mönnum. Hross nemenda voru vel til höfð, mjúk og sátt við það sem þau voru látin gera, sem að sjálfsögðu gerir sýningu þeirra sannfærandi. Það er sannarlega léttir að ekki skuli lengur boðið upp á klúðurslegar hnoðfimi- sýningar eins og oft hefur getið að líta á reiðhallarsýningum undanfar- inna ára. Greinilegt er að ekki þýðir lengur að bjóða upp á slíkt því lungi sýning- argesta í dag ber orðið gott skyn- bragð á hvað er vel gert og hvað ekki. Þessar tvær sýningar Hólaskóla, bæði nú og í fyrra, eiga þar góðan þátt í að koma fólki í skilning um hvað vönduð og góð reiðmennska er. Má því ætla að sýningar sem þessar muni gegna mikilvægu hlutverki í að upp- fræða Sunnlendinga um hvað verið er að gera á Hólum og fylgjast með stefnum og straumum reiðmennsk- unnar á komandi árum. En fyrir norðan var keppt um Morgunblaðsskeifuna í frekar óhag- stæðu veðri. Skeifan er veitt þeim nemanda sem bestum árangri nær í bóklegri og verklegri hestamennsku. Keppt var í fjórgangi og gilti for- keppnin til stiga í keppninni um Morgunblaðsskeifuna en úrslitin á skeifudaginn eru til skemmtunar fyr- ir nemendur, starfsfólk skólans og gesti. Það var þýska stúlkan Elisa Maria Klose sem bar hæstan hlut í keppn- inni um skeifuna, hlaut 8,54. Næst henni varð Þórdís Erla Gunnarsdótt- ir með 8,09 og Eyjólfur Þorsteinsson varð í þriðja sæti með 7,95. Eyjólfur sigraði hins vegar í fjórganginum á Gátu frá Þingnesi. Ásetuverðlaun Fé- lags tamningamanna hlaut Linnea Eriksson en hún hlaut einnig Eið- faxabikarinn sem veittur er fyrir best hirta hrossið. Úrslit urðu annars sem hér segir í fjórgangi: 1. Eyjólfur Þorsteinsson á Gátu frá Þingnesi, 8,40 2. Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir á Kjarki frá Steinnesi, 7,80 3. Linnea Eriksson á Kulda frá Grímsstöðum, 7,70 4. Elisa Maria Klose á Dynjanda frá Dalvík, 7,50 5. Þórhallur Rúnar Þorvaldsson á Mátti frá Austurkoti, 7,10 6. Þórdís Erla Gunnarsdóttir á Þrándi frá Hólum, 6,90 7. Pétur Örn Sveinsson á Flótta frá Kálfholti II, 6,90 8. Margrét Bára Þórkelsdóttir á Léttfeta frá Lýsuhóli, 5,80 9. Katrin Gier á Brennu frá Hólum, 5,50 10. Ylfa Guðný Sigurðardóttir á Gígju frá Gerðum, 4,80 HLUTAFÉLAG hefur verið stofnað um stóðhestinn Tígul frá Gýgjar- hóli sem er einn hæst dæmdi stóð- hestur sögunnar. Félaginu er skipt í 60 hluti og hafa nú þegar verið seldir 44 hlutir. Til stendur að selja fleiri hluti í félaginu en upphaf- legur eigandi hestsins, Jón Olgeir Ingvarsson, hyggst eiga um 10 hluti í hestinum og má því ætla að enn séu 34 hlutir falir. Á stofnfundinum var ákveðið að haldið yrði undir Tígul á húsi á Jaðri í Hrunamannahreppi fram að landsmóti en ekki er ákveðið hvar hann verður að loknu móti að öðru leyti en því að hann verður á Suður- landi. Samþykkt var á fundinum að stefna með klárinn í keppni B-flokksgæðinga á landsmóti og verður honum teflt fram í úrtöku hjá Hestamannafélaginu Fáki. Þyk- ir hluthöfum ekki ástæða til að reyna að sinni að fara með hann í kynbótadóm, hann sé nú þegar kominn með háan dóm fyrir bæði sköpulag og hæfileika. Hlutafélag stofn- að um Tígul frá Gýgjarhóli Í mörgu var að snúast hjá Hólanemum um helgina. Reiðkennaradeildin fór, eins og hún lagði sig, suður til sýningahalds meðan þeir sem skemmra eru komnir kepptu um Morgunblaðsskeifuna á Hólum. Valdimar Kristinsson fylgdist með áhugaverðri fræðslusýningu reiðkennaraefnanna í Reiðhöllinni í Víðidal á sunnudag. Sýning syðra – skeifu- keppni nyrðra Gæðagripurinn Bokki var málaður til að áhorfendur gætu glöggvað sig á afstöðu ýmissa mikilvægra beina í hest- líkamanum og Inga María Stefánsdóttir útskýrði hvers vegna það er svo mikilvægt að hestar felli háls í reiðhests- uppbyggingu. Til frekari útlistunar lagðist Mille Kyhl á fjóra fætur til að leiðbeina áhorfendum. Morgunblaðið/Vakri Anton Níelsson skýrði meðal annars hversu mikilvægt er fyrir knapann að hafa stjórn á þeim hraða sem riðið er á og hvaða stefnu hesturinn er látinn fylgja. Reið hann jörpum gæðingi sem fór afar vel á stöngunum. Vel var mætt á áhorfendabekkina í Víðidal um helgina og fylgdust áhorfendur með því sem Hólanemendur höfðu fram að færa af miklum áhuga. Miklar annir voru hjá nemendum Hólaskóla í Hjaltadal um liðna helgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.