Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það hlaut að liggja eitthvert heimsmet á bak við allt þetta feiknafjölmiðlafár. Málþing um jafnrétti í norrænu samstarfi Spannar hin ýmsu svið Jafnréttisstofa, félags-málaráðuneytið ogNorræna ráðherra- nefndin gangast á morgun fyrir málþingi á Hótel KEA þar sem viðfangs- efnið er kynja- og jafn- réttissjónarmið í norrænu samstarfi. Málþingið hefst klukkan tólf á hádegi með hádegisverði, en lýkur klukkan 5. Morgunblaðið ræddi af þessu tilefni við Margréti Maríu Sigurðar- dóttur, framkvæmda- stjóra Jafnréttisstofu. Svör hennar fara hér á eftir. Segðu okkur fyrst hvert er tilefni og hver er tilurð þessa málþings. „Árið 1997 var tekin ákvörðun hjá samstarfs- ráðherrum Norrænu ráðherra- nefndarinnar um að kynja- og jafnréttissjónarmið yrðu sam- þætt inn í alla stefnumótun og ákvarðanatöku á öllum starfssvið- um Norrænu ráðherranefndar- innar. Síðar var svo ákveðið að halda málþing eða námskeið í því landi sem leiðir norrænt samstarf innan Norrænu ráðherranefndar- innar til þess að leiðbeina emb- ættismönnum við samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða inn í starfsemi viðkomandi nefnd- ar. Ísland hefur formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í ár og leiðir því norrænu embættis- mannanefndirnar.“ Um hvað á málþingið að fjalla? „Málþingið skal spanna hin ýmsu málefnasvið Norrænu ráð- herranefndarinnar, t.d. menning- armál, fjármál og margt, margt fleira. Okkur er ætluð ákveðin fjárhæð til að standa straum af skyldum okkar í þessum efnum. Þetta er ekki sérlega há upphæð, en á móti kemur að með skyn- samlegri nýtingu fjárins er ým- islegt hægt.“ Hvað geturðu sagt okkur frá málþinginu, t.d. dagskrá þess? „Við höfum unnið að undirbún- ingi þessa málþings síðan í janúar og óhætt að segja að um metn- aðarfullt málþing sé að ræða. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra setur þingið og síðan eru nokkrir fyrirlesarar. Þeir eru af Norðurlöndunum, en flestir eru héðan og þar af leiðandi er rík áhersla á framlag Íslendinga á þessu sviði í norrænu sam- starfi.“ Erindin? „Eftir að Árni Magnússon set- ur þingið flytur Siv Friðleifsdótt- ir, samstarfsráðherra Norður- landa, erindi um jafnrétti og lýðræði. Sigurður Helgason, að- stoðarframkvæmdastjóri Nor- rænu ráðherranefndarinnar, fjallar um fjárhagsáætlanir Nor- rænu ráðherranefndarinnar frá kynjasjónarmiði og Lise Busk- Jensen tekur þá fyrir reynslu af samþættingu kynjasjónarmiða í menningastarfi. Ingólfur V. Gíslason, félagsfræð- ingur hjá Jafnréttis- stofu, flytur fróðlegt erindi um stöðu kynjanna þar sem karlmaðurinn er við- miðið, en konan frávikið. Siv Hellén, yfirlögfræðingur í Nor- ræna fjárfestingarbankanum, fjallar næst um lán til kvenna í Eystrasaltslöndunum og Norð- vestur-Rússlandi og loks ræðir Rachel Lorna Johntone frá Há- skólanum á Akureyri um mann- réttindi kvenna á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. Þá vil ég nefna, að Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans, er fundarstjóri.“ Málþingið hefur sum sé breiða skírskotun? „Já, eins og ég gat um áðan er um metnaðarfullt málþing að ræða og er eitt af markmiðum þess að sýna fram á á hve ólíkum sviðum unnt er að beita kynja- og jafnréttissjónarmiðum.“ Hver er markhópur þessa mál- þings? „Allir sem hafa áhuga á þess- um málefnum eru að sjálfsögðu velkomnir og er málþingið öllum opið, en sérstök áhersla er lögð á embættismenn, stjórnmálamenn, þá sem starfa við málaflokkinn og auðvitað alla þá einstaklinga sem hafa áhuga á efninu.“ Hvað gerið þið ykkur vonir um að málþing af þessu tagi skilji eft- ir sig? „Það á að skilja eftir sig ákveðna þekkingu til að kynja- og jafnréttissjónarmið verði höfð til hliðsjónar við ákvarðanatöku og stefnumótun í framtíðinni. Það er ákveðið þjálfunarferli að tileinka sér slíkt og það á að vera jafn- sjálfsagt að beita kynja- og jafn- réttissjónarmiðum við ákvarðana- töku og stefnumótun og að gera fjárhagsáætlanir í stofnunum og fyrirtækjum.“ Eitthvað fleira sem tína má til? „Já, alveg tvímælalaust. Það vill svo skemmtilega til að samhliða mál- þinginu er afar athygl- isverð myndlistarsýn- ing í Listasafni Akur- eyrar. Konur um allan heim eiga þar fulltrúa. Sýningin samanstendur af verkum 176 kvenna frá jafnmörgum þjóðlönd- um.“ Var þetta skipulagt samhliða? „Reyndar var það ekki, þetta er hrein tilviljun. En einkar skemmtileg tilviljun og um leið og þetta lá fyrir var ákveðið að tengja viðburðina saman og það er samþætting í sjálfu sér.“ Margrét M. Sigurðardóttir  Margrét María Sigurðardóttir er fædd í Kópavogi hinn 2. októ- ber 1964. Stúdent frá Mennta- skólanum í Kópavogi árið 1985. Útskrifaðist frá lagadeild Há- skóla Íslands árið 1990. Hefur unnið á sýslumannsskrifstofum víða um land. Síðustu árin hefur Margrét María rekið lögmanns- stofu á Húsavík en frá ársbyrjun 2002 hefur hún verið í hálfu starfi sem lögfræðingur Jafn- réttisstofu, og í hlutastarfi sem lögmaður. 1. nóv. 2003 tók hún við sem framkvæmdastjóri Jafn- réttisstofu, sem staðsett er á Ak- ureyri. Margrét María á tvo syni, Egil og Snorra. Skal spanna hin ýmsu mál- efnasvið SAMKEPPNISRÁÐ Samkeppnis- stofnunar tók á dögunum til með- ferðar og úrskurðaði í tveimur óskyldum málum, kvörtun Áburð- arverksmiðjunnar yfir auglýsingum Sláturfélags Suðurlands og kvörtun Sláturfélagsins yfir auglýsingum Áburðarverksmiðjunnar. Kemst samkeppnisráð að þeirri niðurstöðu að báðir aðilar hafi brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga í hvoru tilviki fyrir sig. Forsaga málsins er sú að Áburð- arverksmiðjan kvartaði í september 2002 yfir auglýsingum SS á áburði og pylsum sem fyrirtækið sagði að innihéldi rangar og villandi upplýs- ingar. Umræddar auglýsingar inni- héldu slagorðin: „Notaðu minni áburð með Hydro“ og „SS fremstir fyrir bragðið“. Óheimilt væri að nota efsta stig lýsingarorða í auglýsing- um nema auglýsandi gæti með auð- veldum og hlutlausum hætti fært sönnur á fullyrðingar sínar. Samanburður á einkorna og fjölkorna áburði Þá gæfu auglýsingar á Hydro- áburði til kynna að minna þyrfti af honum en öðrum áburði. Var þess krafist að SS yrði bannað að aug- lýsa með þeim hætti að bera saman einkorna og fjölkorna áburð þar eð fjölkorna áburður væri mjög mis- munandi. Samkeppnisráð segir í niðurstöðu sinni að ákvæðum samkeppnislaga verði ekki beitt um fullyrðingar fyr- irtækja þegar einkaréttur á orð- unum er fyrir hendi. Hins vegar hafi SS brotið gegn samkeppnislög- um með samanburði á einkorna og fjölkorna áburði og með því að gefa til kynna að félagið væri eingöngu í eigu bænda og að vara keppinautar væri varhugaverð. „Hreinn íslenskur áburður“ úr innfluttu hráefni SS kvartar á móti yfir auglýs- ingum Áburðarverksmiðjunnar í febrúar í fyrra vegna auglýsinga í Bændablaðinu 2001 og 2002 og í Hrútaskrá 2002 þar sem segir: „Hreinn íslenskur áburður – hrein íslensk náttúruafurð“. Segir SS að áburður verði skv. þessu að vera alfarið úr íslensku hráefni en áburður Áburðarverksmiðjunnar sé að mestu úr innfluttum hráefn- um. Framsetningin sé því röng og villandi. SS gerir ýmsar fleiri at- hugasemdir og krefst þess m.a. að þeim verði bannað að birta ýmsar auglýsingar. Samkeppnisráð kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að Áburðarverk- smiðjan hafi með slagorðinu „Hreinn íslenskur áburður – hrein íslensk náttúruafurð“ brotið gegn samkeppnislögum. Þá hafi Áburð- arverksmiðjan brotið gegn samkeppnislögum með auglýsingu þar sem segir m.a.: „Fyrir alþjóð- leg risafyrirtæki er íslenskur áburðarmarkaður lítill leikvöllur sem freistandi er að leggja undir sig með tímabundnum „gylliboð- um“ en þar taldi SS að vegið væri með óvægnum hætti að Hydro Agri, norskum framleiðanda áburð- ar SS. Gagnkvæmur áburður fyrir samkeppnisráði Báðir taldir brjóta ákvæði samkeppnislaga SEX ungmenni hafa verið valin til þátttöku fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í stærðfræði sem fram fara í júlí. Ólympíuliðið skipa þau Höskuldur Pétur Halldórsson, Jón Emil Gunnarsson, Salvör Eg- ilsdóttir, Sigþór Bessi Bjarnason og Örn Arnaldsson sem öll stunda nám við Menntaskólann í Reykja- vík. Sjötti fulltrúi Íslands og sá yngsti er Örn Stefánsson sem er á öðru ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Athygli vekur að fjórir liðsmenn koma úr sama bekknum, 5.x úr MR, en það eru þau Höskuldur, Jón, Salvör og Sigþór. Að sögn Fjólu Rúnar Björns- dóttur stærðfræðings, sem situr í framkvæmdanefnd um stærð- fræðikeppnir, hefjast æfingar hjá liðinu um leið og krakkarnir eru búnir í prófum í lok maí. Fram að keppni, sem fram fer í Aþenu í Grikklandi 8.–18. júlí, verða æfing- ar liðsins skipulagðar eins og hver önnur dagvinna. Keppnin sjálf tek- ur einungis tvo daga þótt liðið dvelji á keppnisstað í tíu daga. Ólympíuleikarnir í stærðfræði eru einstaklingskeppni. Íslenskir kepp- endur hafa náð ágætum árangri í keppninni undanfarin ár en að sögn Fjólu Rúnar hefur reynsla keppenda mikið að segja. Einn núverandi liðsmanna, Höskuldur Pétur Halldórsson, er að fara í þriðja sinn á Ólympíu- leikana. Örn Arnaldsson hefur far- ið einu sinni áður en aðrir kepp- endur taka í sumar í fyrsta sinn þátt í leikunum. Búið að velja ólympíu- lið í stærðfræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.