Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 9 Finnsk bjálkahýsi og saunaklefar í ýmsum stærðum - mjög gott verð goddi.is, Auðbrekku 19, Kópavogi, sími 544 5550 Einnig sauna ofnar, raf- og/eða viðarkyntir svo og arinofnar. Ég er á leiðinni 40 erlendir skiptinemar koma til Íslands í ágúst nk. Þeir bíða spenntir eftir að heyra frá íslensku fósturfjölskyldunum sínum. Er fjölskylda þín ein af þeim? Viljið þið kynnast,..... .....nýjum viðhorfum? .....framandi menningu? .....nýrri sýn á land og þjóð? Ef svo er, þá gefst ykkur færi á að taka á móti erlendum skiptinema í 5—10 mánuði. 37 Vinnufatabúðin Laugavegi 76, sími 551 5425 strákUr Vertu góður við sjálfan þig Vorvörurnar komnar Verð - gæði - þjónusta- i - Stærðir frá 2X-8X 6 DAGA LAGERSALA vegna lagfæringa á húsnæði Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Mikið úrval af DOMINIQUE vörum Stærðir 42-60 MIKILVÆGT er að greina skynj- un og upplifun foreldra sem eiga veik börn á sjúkrahúsum í tengslum við mat á þörfum þeirra fyrir þjónustu og meta þarfir for- eldra sérstaklega eftir upplifun þeirra af alvarleika veikinda barnsins. Þetta er meðal niður- staðna rannsóknar hjúkrunarfræð- inganna Guðrúnar Kristjánsdótt- ur, Helgu Bragadóttur og Her- dísar Gunnarsdóttur sem kynnt var á ráðstefnunni Hjúkrun 2004. Rannsóknin var gerð til þess að kanna muninn á mikilvægi þarfa eftir alvarleika veikinda innlagðra barna á barnadeildum Landspít- alans við Hringbraut. Undanfarin ár hafa rannsóknir sýnt að for- eldrar barna á sjúkrahúsum hafa sambærilegar þarfir óháð því hvernig innlögn bar að og því hvort barn lá á dag- eða sólar- hringsdeild. Hingað til hefur þó lítil þekking verið til staðar um hvernig eða hvort alvarleiki veik- indanna eða ástands barns hafi áhrif á mikilvægi þessara þarfa. Alls svöruðu 205 foreldrar (68% svarhlutfall), 171 móðir og 34 feð- ur, af þremur legudeildum barna og einni dagdeild. Notaður var staðlaður fjölvalsspurningalisti NPQ-Hospital um almennar þarfir foreldra barna á sjúkrahúsum. Í spurningalistanum er 51 staðhæf- ing og við hverri er spurning um hversu mikilvæg hver staðhæfing er fyrir foreldrið í tengslum við sjúkrahúslegu barnsins, metið á fimmgildum svokallaðs Likert- skala. 23,3% töldu veikindi barns síns mjög alvarleg Foreldrar voru spurðir um hversu alvarleg þeir töldu veikindi barnanna vera sem ollu viðkom- andi sjúkrahúsinnlögn. Niðurstöð- ur sýndu að 23,3% foreldranna töldu veikindin mjög alvarleg, og 39,1% alvarleg. Greina má mark- tækan mun á mikilvægi þarfa for- eldra í heild eftir skynjun þeirra á alvarleika veikinda barna sinna. Foreldrar í heild voru sammála um þarfir sínar en nokkrar ein- stakar þarfir eins og fyrir ýtarleg- ar upplýsingar, getu til að vera hjá barni sínu, vera treyst til að sinna því og að hjúkrunarfræðingar þekktu líðan þeirra voru meðal þeirra 20 þarfa eða staðhæfinga af 51 sem marktækt voru mikilvæg- ari hjá þeim foreldrum sem töldu alvarleika veikindanna mikil. Niðurstöður gefa gagnlegar vísbendingar Rannsakendur telja að þessar niðurstöður gefi gagnlegar vís- bendingar um mikilvægi þess að meta þarfir foreldra sérstaklega eftir upplifun þeirra af alvarleika veikinda barns og að rannsóknin staðfestir kenningar hjúkrunar- fræðinga um mikilvægi þess að greina skynjun og upplifun skjólstæðinganna í tengslum við mat á þörfum þeirra fyrir þjón- ustu. Foreldrar barna sem eru á sjúkrahúsum Mikilvægt að meta þarfir foreldra mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.