Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Heimsferðir bjóða beint flug til Barcelona alla fimmtudaga í sumar á hreint frábærum kjörum. Þú getur valið um flugsæti eingöngu, flug og bíl á frábærum kjörum eða eitt af okkar vinsælu hótelum í hjarta Barcelona. Bókaðu núna og tryggðu þér bestu kjörin. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 23.995 Flugsæti m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, m.v. 27. maí. Netverð. Verð kr. 49.990 Vikuferð, flug og gisting með morgunmat og sköttum, m.v. 2 í herbergi, Zenit Borrell, 27. maí. Netverð. Munið Mastercard ferðaávísunina · Flug · Flug og bíll · Flug og hótel Síðustu sætin Barcelona 27. maí frá kr. 23.995 MAGN úrkomu á vetrum hefur meira að segja um vatnabúskap stórra jökla en hiti á sumrum. Þetta er vegna þess að mest bráðnun á sér stað þegar komið er niður á skít- ugan snjó og ís, þar sem endurkasts- stuðullinn er þá minni og meiri orka fer inn í jökulinn. Þetta var meðal þess sem fram kom í erindi sem Helgi Björnsson jöklafræðingur hélt á vorfundi Jöklarannsóknarfélags Íslands í Norræna húsinu, en Helgi hefur, ásamt fleiri vísindamönnum, mælt „tekjur og útgjöld“ í vatnabú- skap jökla í mörg ár. Helgi sagði í erindinu frá helstu aðferðum sem nú er beitt við rann- sóknir á afkomu og veðri á Vatna- jökli og þeim niðurstöðum sem þær hafa leitt í ljós. Þá sagði hann einnig frá veðurathugunum sem gerðar hafa verið á jöklinum, en sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar safna gögn- um um hitastig, vindhraða, raka, geislun frá jökli, sólargeislun, leys- ingu og fleira sem hefur áhrif á af- komuna. Mælingarnar fara þannig fram að á vorin er metið það magn snjós sem fallið hefur á jökulinn um veturinn og að hausti er metið hversu mikið hefur bráðnað um sumarið og runn- ið burt sem leysingavatn. Að sögn Helga hefur verið „tap á rekstri Vatnajökuls“ síðan árið 1994. Árið 2001 féllu um 10,5 rúmkílómetrar af vatni á hann, en 15,5 bráðnuðu af honum. Þá virðist úrkoma vetrarins sem leið hafa verið heldur léleg. Ár- ið 1997 tapaði jökullinn afar miklu vatni. „Það ár var úrkoma frekar lít- il og náði bráðnunin því fljótt niður á óhreinan snjó og ís frá því árið áð- ur,“ sagði Helgi og bætti við að öskulög úr eldgosum gætu einnig aukið bráðnun töluvert, þar sem askan minnkaði endurkastið frá jöklunum umtalsvert. Endurkast geislunar hefur mikil áhrif á bráðnun jökla, en því minna sem endurkastið er, því meiri orku tekur jökullinn í sig. Hreinn snjór kastar nær allri geislun til baka, en því óhreinni sem hann verður, þeim mun meiri bráðnunaráhrif verða, að sögn Helga. „Endurkast geislunar minnkar eftir því sem líður á sum- arið, þar sem snjórinn bráðnar og tekur jafnóðum í sig meiri og meiri orku,“ sagði Helgi. Erfitt er, að sögn Helga, að spá fyrir um afkomu og veðurfar á jökl- um með því að líta til veðurs utan þeirra. „Lítil sem engin fylgni er milli hitastigs á og af jökli,“ sagði Helgi og bætti við að stórir jöklar skapi sitt eigið veður og séu á vissan hátt nokkuð óháðir því veðri sem ríkir annars staðar, þar sem hitastig þar fer aldrei upp fyrir frostmark. Þannig kæla jöklarnir niður heitt loft sem berst inn á þá af söndunum, þar sem loftið hitnar og skila því niður í svonefndum fallvindum. Þetta einkennist af stöðugum vind- um sem blása niður af jöklum. Kröftugir sunnanvindar geta þó rót- að upp í fallvindakerfinu að sögn Helga. Þannig er vindátt á mælinga- stöðvum við jökulrendur gjarnan af- ar stöðug. „Það helsta sem þessar rann- sóknir kenna okkur er hvernig á að skilja hvernig þetta er núna svo við getum skilið hvernig þetta þróast í framtíðinni. Þetta gefur okkur viss viðmið,“ segir Helgi. Þannig geta menn búist við að með hlýnandi veð- urfari á jörðinni styttist vetur og endurkast jökulsins minnki auk þess sem geislun frá andrúmslofti eykst með auknum gróðurhúsaáhrifum, en sú aukning kemur sem hrein viðbót við hina stöðugu geislun sem sólin veitir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Talið er að Vatnajökull dragi nafn sitt af hinum fjölmörgu vötnum sem frá honum streyma. „Tap á rekstri“ Vatna- jökuls frá árinu 1994 Vetrarúrkoma hefur meira að segja um vatnabúskap stórra jökla en hiti á sumrum, segir Helgi Björnsson SNJÓFLÓÐAHÆTTUMAT fyrir Ólafsvík hefur verið samþykkt hjá sveitarfélaginu og bíður staðfestingar um- hverfisráðherra. Samkvæmt hættumatinu er lítill hluti byggðarinnar á hættusvæðum en sú sérstaka staða er samt uppi að heilsugæslustöðin er ein örfárra bygginga á hættusvæði. Sérstaða málsins felst einnig í því að heilsu- gæslan flokkast hvorki sem íbúðar- né atvinnuhúsnæði og því er ekki hægt slá því föstu fyrirfram til hvaða ráða verði gripið, þ.e. uppkaup sveitarfélagsins með stuðningi Of- anflóðasjóðs, bygging snjóflóðavarna eða hvorugt. Spurður um málið segir Smári Þorvaldsson, verkefna- stjóri Ofanflóðasjóðs, að vangaveltur um hvað verði gert á endanum skipti ekki máli á þessu stigi. Tekin verði afstaða til málsins að lokinni frumathugun en henni sé ætlað að draga fram í dagsljósið til hvaða aðgerða verði gripið. Hætta undir Tvísteinahlíð Húsnæði heilsugæslustöðvarinnar var byggt á sínum tíma í svokallaðri Tvísteinahlíð, í 100 metra hæð yfir sjáv- armáli. Að sögn Kristins Jónassonar bæjarstjóra hefur einu sinni í bæjarstjóratíð hans þurft að loka stöðinni vegna snjóflóðahættu og þá í tvær klukkustundir, en það var árið 1998. Kristinn segir ljóst að verja þurfi íbúðablokk í eigu bæj- arins auk heilsugæslustöðvarinnar en báðar byggingarnar eru undir Tvísteinahlíð. Þá þurfi að huga að nokkrum gömlum fiskvinnsluhúsum utarlega í bænum, sem einnig lenda inni á hættusvæði. Snjóflóð féll á heilsugæslustöðina 20. mars 1995 og olli skemmdum. Fór flóðið inn um glugga og lagði tæki og búnað í rúst og fyllti herbergi í álmunni. Milliveggir hrundu sem og klæðningar úr lofti. Árið 1984, þegar heilsugæslan var í smíðum, féll flóð upp að byggingunni. Í flóðinu 1995 skemmdist einnig bygging þáverandi steypu- stöðvar. Þær ráðstafanir sem þegar hafa verið gerðar á heilsugæslustöðinni felast í uppsetningu gluggahlera sem þola jafnmikinn þrýsting og veggir. Að sögn Kristins er talið nægjanlegt að setja upp stoðmannvirki í Tvísteina- hlíð en slíkt bíður frekari ákvörðunar. „Mér þykir það auðvitað mjög leiðinlegt að heilsugæsl- an skuli vera á þessu svæði því hún er öryggistæki sem þarf að vera tiltækt þegar eitthvað gerist, eins og snjó- flóð,“ segir Kristinn. „Það væri ekki óhætt að flytja fólk þangað ef eitthvað kæmi upp á. Þess vegna þurfum við að bregðast við með því að verja hana.“ Sveitarfélög hafa 6 mánuði til að hefja vinnu við að- gerðaáætlun eftir að staðfest hættumat liggur fyrir. Óljóst hvernig verja á heilsu- gæslustöð á hættusvæði Morgunblaðið/Alfons Snjóflóð féll á heilsugæslustöðina í Ólafsvík árið 1995. Á SAMRÆMDUM prófum haustið 2003 voru nemendur í 4. og 7. bekk Nesskóla í Neskaup- stað með hæstu meðaleinkunnina í stærðfræði. Í íslensku voru nemendur í 4. bekk Landakots- skóla hæstir og nemendur í 7. bekk Brautarholts- og Gnúp- verjaskóla. Námsmatsstofnun hefur breytt framsetningu meðaltala grunn- skóla á samræmdum prófum og tekið upp svokallaðan normal- dreifðan einkunnastiga á bilinu 0–60. Í upplýsingariti stofnunar- innar segir að ekki sé hægt að álykta um árangur skólanna út frá meðaltölum einum og sér heldur verði að taka tillit til ann- arra þátta samhliða. Sveiflur eftir árgöngum Ólafur Hreggviður Sigurðsson, skólastjóri Nesskóla í Neskaup- stað, segist auðvitað vera stoltur og ánægður með árangur sinna nemenda. Þetta sé í annað sinn sem 4. bekkur í hans skóla sé hæstur. Árangur skólans í stærð- fræðikennslu í yngri bekkjum sé góður en erfiðara hafi verið að fylgja þeim árangri eftir á ung- lingastigi. Einnig séu sveiflur í útkomunni eftir árgöngum. Árið 1996 voru samræmd próf fyrst lögð fyrir 4. og 7. bekk grunnskólans en þá höfðu sam- ræmd próf í 10. bekk viðgengist lengi. Sigurgrímur Skúlason, deildarstjóri hjá Námsmatsstofn- un, segir að síðan 1999–2000 hafi verið hægt að gera samanburð á árangri einstakra nemenda fyrst í 4. bekk og síðan í 7. bekk. Þann- ig sé hægt að fylgjast með náms- árangri hvers nemanda upp skólastigið. Skýrslum um þetta hafi verið skilað til hvers skóla fyrir sig. „Við höfum ekki tekið þetta saman fyrir skólana í heild. Það er gert í fyrsta skipti núna,“ seg- ir Sigurgrímur. Hann segir að þetta sé mikil framför. Árgangar nemenda séu misjafnir – helstu áhrifaþættir á námsárangur séu námsgeta og áhugi á námi – og með þessari aðferðafræði sé komist fram hjá því. Þá sé betur hægt að horfa á árangur hvers skóla fyrir sig. Sigurgrímur segir regluna vera þá að góður árangur nem- enda í yngri bekkjum haldist upp skólastigið. „Þeir sem eru sterkir í 4. og 7 bekk halda áfram að vera tiltölulega sterkir. Það kem- ur líka fram í nemendaeinkunn- um.“ Spurður hvað hægt sé að læra af svona niðurstöðum segir Sig- urgrímur að taka verði snemma á vandamálum sem upp koma. „Í kringum 4. bekk virðist koma í ljós hverjir eigi í erfiðleikum. Fjórða bekkjar prófið ætti að vera mikilvægt til að staðfesta grun, sé hann fyrir hendi. Þetta er sterkasta mælingin á getu nemendanna.“ Fylgst með árangri árganga Ólafur Hreggviður Sigurðsson segir að svona samanburður geri skólum kleift að fylgjast með ár- angri barna upp skólastigið. Þetta sé ágæt aðferð til að meta skólastarfið innan skólans en ekki sérstaklega gert til að bera skóla saman. Það sé ekki endi- lega sanngjarnt. Spurður um ástæður fyrir góð- um árangri segist Ólafur leggja áherslu á að hafa kennaramennt- að starfsfólk í yngri bekkjunum. Ekki séu viðhafðar aðrar aðferðir við stærðfræðikennslu í Nesskóla en annars staðar. Samræmd próf í yngri bekkjum gefa mikilvægar vísbendingar Yngri nemendur í Nesskóla hæst- ir í stærðfræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.