Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 23 umsjónarmaður bekkjarins og oft talsmaður hópsins þegar við þurftum á slíku að halda. Íslensk tunga var honum hjart- fólgin, rím og stuðlamál hinnar ís- lensku ferskeytlu hafði hann mjög vel á valdi sínu, var fljótur að kasta fram vísu þegar tækifæri gafst. Sennilega var það seinasta vísan hans sem hann flutti okkur fáum dögum áður en hann lagðist bana- leguna. Sú vísa var full af tilhlökkun og bjartsýni og hljóðaði þannig: Ef þú lætur vorsins vinda verma okkar hug og sál, Austurlandsins eygjum tinda eftir næstu sumarmál. Það var lítið mál fyrir Óla Kr. að töfra fram lengra kvæði, ef á þurfti að halda. Hann hafði góða söngrödd og var hrókur alls fagnaðar á góðum stundum bekkjarfélaganna. Of sjald- an hittumst við að máli, enda vík milli vina. Þó reyndum við, ekki síst hin síðustu ár, með hjálp símans að hafa nokkurt samband. Með fáum, fátæklegum orðum og þakklæti í huga vil ég minnast sóma- manns og góðs félaga sem genginn er. Innilegar samúðarkveðjur vil ég flytja hans nánustu og veit að ég mæli þar fyrir munn fleiri úr sameig- inlegum vinahópi. Ingimar Sveinsson. Það ríkti eftirvænting í nemenda- hópnum utan við Kópavogsskóla 11. september 1952. Nýtt skólaár var að hefjast og haustvindar léku um vanga. Þetta var einn af hamingju- dögum lífsins. Tilhlökkunin snerist ekki síst að því að líta nýja kennara augum. Við sem þá vorum í svo- nefndri yngri deild skólans og þarna stóðum vissum að í hópi hinna nýju kennara væri ungur, nýútskrifaður kennari, Óli Kr. Jónsson, sem hafði þá þegar kennt eitt skólaár vestur á fjörðum áður en hann hélt til kenn- aranáms. Undirrituðum varð starsýnt á þennan nýja kennara. Hann var hvatur í hreyfingum en þó rólegur í fasi og sérlega snyrtilegur til fara. Fljótt fór gott orð af þessum nýja kennara og nemendahópurinn veitti honum viðurkenningu sína, þá við- urkenningu sem er nauðsynlegur lykill fyrir hvern kennara að starfinu sem lífsstarfi – enda átti Óli Kr. Jónsson eftir að gera kennarastarfið að ævistarfi sínu á vettvangi Kópa- vogsskóla. Óli Kr. var kennari við Kópavogs- skóla í 12 ár en var þá kallaður til frekari ábyrgðarstarfa og ráðinn yf- irkennari 1964. Árið 1977 tók hann síðan við skólastjórastarfinu, fyrst í veikindum skipaðs skólastjóra, Magnúsar B. Kristinssonar, og var síðar fastráðinn – og gegndi því starfi þar til hann fór á eftirlaun árið 1990. Eftir það var Óli Kr. trúnaðar- maður Námsmatsstofnunar á sam- ræmdum prófum í Kópavogsskóla. Óli Kr. Jónsson var farsæll í störf- um sínum, trúr þeim verkefnum sem honum voru falin, vandvirkur og heiðarlegur. Undirritaður þakkar Óla Kr. Jónssyni samfylgdina og fyr- ir margháttuð störf í þágu Kópa- vogsskóla og sendir börnum hans og afkomendum samúðarkveðjur. Ólafur Guðmundsson, skólastjóri Kópavogsskóla. Vænglétta vorgola, viltu bíða mín og leiða mig þangað, sem ljósbjarminn skín? (Hulda.) Það hefur verið venja í skólum landsins að heilsast að hausti og kveðjast að vori ólíkt því sem algeng- ast er í lífi mannfólksins. Óli Kr. Jónsson fyrrverandi skólastjóri Kópavogsskóla var trúr þessari skólavenju og kvaddi þegar vorgolan var að byrja að verma vangana. Lífs- saga Óla var samofin sögu Kópa- vogsskóla í hálfa öld. Mismikið að vísu og seinustu 13 ár kom hann að- eins þangað til að taka þátt í mann- fagnaði eða til þess að hafa eftirlit með samræmdum prófum 10. bekkj- ar. Þegar Kópavogsskóli fagnaði 50 ára afmæli sínu í janúar 1999 hafði Óli samið kvæði sem tileinkað var skólanum. Eitt erindið hljóðar svo: Sjáið vítt af sjónarhóli, setjið markið hátt með glans. Mikið getur góður skóli gefið börnum þessa lands. Vernda skal þann veika gróður sem vantar hlýju, óttast kal. Æskufólkið Íslands sjóður ætíð stuðnings njóta skal. Kvæðið allt endurspeglar hugsjón Óla og góðan hug hans til skólans jafnframt því að gefa góða mynd af því hversu hagmæltur hann var. Við Óli áttum samstarf í Kópa- vogsskóla í 20 ár, þar af lengi sem stjórnendur hans. Hann skólastjóri og ég yfirkennari. Hann vann störf sín af trúmennsku, metnaði og vand- virkni. Hann var afburða íslensku- maður og listaskrifari og kenndi þær greinar lengst af. Honum voru einn- ig falin trúnaðarstörf utan skólans og stóð vel undir þeirri ábyrgð sem í þeim fólst. Hér fyrr á árum þegar tíminn virt- ist meiri en í dag var algengt að starfsmenn skólans gerðu sér daga- mun og eins og fram kom hér að framan var Óli vel hagmæltur. Sá hæfileiki hans naut sín vel við margs konar tækifæri. Hann var ekki í neinum vandræðum með að kasta fram stökum. Þær eiga það sameig- inlegt að lýsa því að maður er manns gaman og að Óli hafði ágætis skop- skyn og var næmur fyrir augnablik- inu. Vísnasafn skólans frá fyrri árum er skemmtileg heimild um þann anda sem ríkti í hópnum þegar menn tóku í spil í frímínútum og skelltu sér í ferðalög sér til upplyftingar og töl- uðu ekkert síður saman í bundnu máli en óbundnu. Það vakna margar góðar minningar við lestur á þeim og þegar Óli hélt upp á sjötugsafmælið gafst tækifæri til að rifja þær upp fyrir hann. Óli taldi skynsamlegt að láta af störfum fáum árum eftir að honum var það heimilt samkvæmt reglum þrátt fyrir að starfsorkan væri næg. Hann hafði þann sið að senda af- mælis- og jólakveðjur í bundnu máli og nokkrum árum eftir að hann lét af störfum sendi hann þessa vísu með jólakveðjunni: Ennþá tórir ofan jarðar afturbatamaður. Saknar gamall sinnar hjarðar sæll er þó og glaður. Óli hafði nóg fyrir stafni eftir að hann lét af störfum. Hann var alltaf að dytta að heimili þeirra Eyglóar og heimilum strákanna enda ágætlega laginn við slíkt. Hann færðist heldur í aukana í félagsmálunum og var áfram sprækur og sporléttur. Hann fékk aukið hlutverk í heimilishaldi þegar Eygló missti heilsuna á góðum aldri. Eygló vann í Kópavogsskóla í mörg ár sem matráður kennara og í fleiri störfum. Hún gerði á þeim tíma stundum góðlátlegt grín að því hvað Óli væri óduglegur við húsverkin en hann sýndi það þegar á reyndi að hann kunni ýmislegt fyrir sér og gat endurgoldið með ýmsu móti það sem hann hafði þegið. Hann var í eðli sínu bjartsýnn og jákvæður, en raunsær, og í eina skiptið sem einhverrar svartsýni gætti í jólaboðskap hans var árið sem Eygló lést. Samt sér hann líka birtuna framundan: Skammdegis nætur skuggi þrár skyggir nú fold og sæinn. Breiður er kólgubakki grár en brátt fer að lengja daginn. Þegar hann tók við hlutverki eft- irlitsmanns með samræmdu prófun- um í Kópavogsskóla fékk hann nafn- bótina Vorboðinn ljúfi. Komu hans var fagnað og alltaf með sama grín- inu um að við værum löngu búin að taka upp prófin, setja svörin á glær- ur og þetta tæki enga stund! Hann hélt áfram að gauka að okkur vísum sem við biðum alltaf spennt eftir og eru geymdar samviskusamlega. Vor- ið 2003 orti hann m.a. þessa vísu: Mín er sól í sæ að hníga senn ég geri langþráð hlé. Eitthvað sjaldnar mun ég stíga inn í þetta menntavé. Hann reyndist forspár. Sól hans er hnigin til viðar og í stað þess að hitta hann í prófunum sem hefjast í dag fylgjum við honum síðasta spölinn. Við sjáum ekki framar Vorboðann ljúfa ganga hér um sali. Vísan í inngangi þessara kveðju- orða er fyrsta vísan í kvæðinu Vor- nótt eftir skáldkonuna Huldu. Þótt af nógu sé að taka eftir Óla sjálfan, sem átti mörg eftirlætisskáld og hafði unun af því að lesa ljóð og syngja þau, læt ég síðasta erindi kvæðis Huldu vera hinstu kveðju til hans: Fljúgðu með mér þangað, sem fjallsýnin er hæst, vorloftið hreinast og himinljósið næst. Við sem störfuðum með Óla í Kópavogsskóla þökkum öll hans gengnu spor og samveruna við hann. Við minnumst Óla með hlýhug og virðingu og sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Jóna Möller. Engi, dalir ylinn fá eftir svalar nætur. Vetrardvali víkur frá. Vorið skal á fætur. (Óli Kr. Jónsson.) Óli Kr. Jónsson, fyrrverandi skólastjóri Kópavogsskólans, er fall- inn frá eftir snarpa lokahríð. Með innilegum samúðarkveðjum til að- standenda hans látum við fylgja aðra vísu hans sem hann kenndi okkur ekki alls fyrir löngu: Blómin vallar blikna, falla, beygir þallir norðanátt. Hvítur allur faldur fjalla. Fer að halla sumri brátt. (Óli Kr. Jónsson.) Ragna Freyja Karlsdóttir og Gísli Ólafur Pétursson. Í dag kveð ég kæran, ljúfan vin, stéttar- og söngfélaga. Af þessum mæta menntamanni og skólastjóra vissi ég að vísu, en kynnt- ist honum ekki fyrr en árið 1997 að ég var beðinn að stjórna kór eftir- launakennara – kór sem Óli heitinn var frumkvöðull að að stofnaður yrði og ber nafnið „EKKÓ“ – Eftirlauna- kennara kórinn. Félag eftirlaunakennara hefur margþætta menningarstarfsemi um hönd, þar á meðal söngiðkun. Það var á þessu sviði, sem kynni okkar og vinfengi hófust, urðu harla náin og aldrei bar skugga á. Þegar ég kom hér að málum ásamt konu minni sem undirleikara, var um að ræða 12–15 manna hóp. Fljótlega varð mér ljós grundvöllur kórstarf- semi, sem óx upp í rúmlega 30 manna kór, þegar bezt lét. Þótti mér og þykir of fámennt miðað við hina fjölmennu stétt…en EKKÓ syngur enn. Óli var traustur, vinfastur, gjör- glöggur, hjartahlýr, trúaður, ljúfur í öllum samskiptum, en samtímis ákveðinn og hreinskiptinn í sjónar- miðum. Þá var hann einnig verkhag- ur og smiður góður. Hann var mikill tónlistarunnandi og naut þess mjög að syngja, hafði létta, blæfallega tenórrödd og söng að sjálfsögðu í kórnum. Gott skáld var hann og meðal fleygustu hagyrðinga. Það var því líkast, að allt sem fyrir augu og eyru bar félli í ljóðstafi hjá honum og flygi á vængjum ferskeytlunnar hnyttinn- ar og markvissrar sem aldrei brást að vekti fögnuð. Þannig var hann mikill gleðigjafi, hrókur alls fagnað- ar á mannfundum. Þegar hann gekk inn á söngæfing- arnar, sveif í loftinu, að Óli hefði eitt- hvað í pokahorninu til að gleðja og auðga. Það brást aldrei. Alltaf var hann ferskur, frumlegur og frískur. hraður í hreyfingum, broshýr og hraustur. Ég man ekki eftir að sjá hann öðruvísi en glaðan og brosandi. En svo var það fyrir nokkru, að óvænt og forvaralaust lá leiðin á sjúkrahús í gjörgæzlu, bundinn hvers kyns tækjum, meðvitundar- laus. Þar háði hann langa, harða og tvísýna baráttu. Málin stóðu glöggt. Aftur og aftur héldum við að við vær- um að missa hann. Þegar þetta gerðist var ég sjálfur á spítala, en fékk þó leyfi til að heim- sækja vin minn í fylgd eins sona hans, eiginkonu og tveggja yndis- legra og hjartkærra afadætra. Þær hafa misst mikið, einkum sú eldri sem var sérstakur vinur afa. Er ég gekk inn til hans á hækj- unum mínum, litu hjúkrunarkonurn- ar mig stórum augum og sögðu: „Við þekkjum þig. Við vitum hver þú ert. Þú komst einu sinni hingað meðvit- undarlaus og við hjúkruðum þér á þessari stofu.“ Við orð þeirra setti mig nokkuð hljóðan. Hér var ég þá kominn inn á „stofuna mína“ þar sem vinur minn lá nú meðvitundarlaus í minn stað. Með aðstoð eins sona hans og fjöl- skyldu fylgdist ég náið með líðan Óla, sem háði harða og tvísýna bar- áttu, eins og að ofan segir. En svo kom sá þreyði dagur að hann hreyfði sig, opnaði augun, þrýsti hönd okkar, kinkaði kolli og brosti gjörglöggur á allt, sem við hann var sagt þó ekki gæti hann enn talað. Fagnandi þótti okkur sem við hefðum hann heimtan úr helju. En næsta morgun fékk hann hjartaslag, sem í sjálfu sér var ekki undrunar- efni eftir þau langstæðu, grimmu átök, sem hann var búinn að þreyta. Í návist sona sinna sofnaði hann þar friðsömu andláti. Ef til vill gæti ég hvað bezt lýst Óla, minnzt hans og kvatt með nokkrum ljóðlínum, sem ég tileink- aði honum. Það væri þá einnig í fer- skeytlustílnum hans, er honum lék svo létt á vörum og leiftraði jafnan um hann: Ljúft er geðið, létt sem þeyr, ljómað gleði fylli. Óli kveður öllum meir andans meður snilli. Vefur óði ljúft í ljóð listafróður, slyngur, vekur hróður vítt um slóð vorri þjóð og syngur. (Jón Hj. Jónsson.) Í dag verður hann jarðsettur frá Digraneskirkju og mun kórinn hans, EKKÓ, kveðja hann með söng. Þar munu bærast næmar kenndir og við- kvæmar, því einmitt í þessari kirkju stóð hann á söngpalli með okkur, þegar söngur EKKÓS var hljóðrit- aður. En nú er hann genginn og blessuð veri minning hans. Sjálfur kveð ég, kona mín Sólveig og EKKÓ með djúpri virðingu og þakklæti. Kæru ástvinir allir. Minninga- heimurinn er bjartur og fagur. Lít- um fram til endurfundanna í trúnni, sem hann bar einnig sjálfur í brjósti. Guð blessi ykkur. Jón Hjörleifur Jónsson. Glaður og reifur skyli gumna hver uns sinn bíður bana. (Úr Hávamálum.) Óli Kr. Jónsson var glaður og reif- ur meðan hann mátti mæla. Hann var góður vinur og félagi og gaf óspart samferðamönnum og vinum af fjölþættum hæfileikum sínum. Hann var söngmaður góður og hag- mæltur vel. Óli Kr. var í forystusveit Félags kennara á eftirlaunum um langt ára- bil. Hann gegndi formennsku í félag- inu með glæsibrag og eftir að hann lét af henni var hann jafnan boðinn og búinn til starfa. Hann var fulltrúi félagsins á þingum Kennarasam- bands Íslands. Hann átti sæti í kjararáði og var þar öflugur mál- svari eftirlaunafólks. Óli Kr. stjórn- aði jafnan aðalfundum félagsins eftir að hann lét af formennsku. Öll fé- lagsstörf voru honum leikur einn enda vanur störfum á þeim vett- vangi. Þegnskapur hans var slíkur að hann neitaði helst aldrei stjórn FKE um að takast á hendur störf sem við vissum að hann ynni öðrum betur. Óli Kr. Jónsson var Vestfirðingur að uppruna, nánar tiltekið Djúpmað- ur. Lífsviðhorf hans og hæfileikar áttu þar rætur. Hann var hraðkvæð- ur hagyrðingur og nú mun skarð fyr- ir skildi í sumarferðum Félags kenn- ara á eftirlaunum þegar Óli Kr. verður ekki lengur til að binda í stuðla gleðileg atvik og kímileg. Þá njótum við ekki oftar bjartrar tenór- raddar hans, hvorki á fundum né í ferðalögum. Og EKKÓ-kórinn hefur mikils misst. Óli Kr. Jónsson hefur kvatt skyndilega og fyrir aldur fram. Fé- lag kennara á eftirlaunum minnist hans með virðingu og einlægri þökk fyrir störfin öll. Ástvinum hans vott- um við samúð og biðjum þeim allrar blessunar. Ólafur Haukur Árnason. Það var á haustdögum árið 1996 sem það kom til tals í stjórn Félags kennara á eftirlaunum að safna nokkrum söngglöðum félögum sam- an til þess að leiða söng á fundum fé- lagsins. Raunar var það Óli Kr. Jóns- son þá formaður félagsins sem var frumkvöðull að þessari tillögu, sem fékk strax góðar undirtektir. Strax í upphafi höfðu það margir áhuga á þessari skemmtilegu hugmynd að hægt var að stofna raddaðan kór sem síðan hefur lengst af starfað undir dyggri stjórn Jóns Hjörleifs Jóns- sonar og konu hans Sólveigar. Óli starfaði í kórnum frá upphafi og þar til kraftar þrutu, enda söngmaður ágætur. Óli var góður og traustur fé- lagi, mikill gleðigjafi í góðra vina hópi og hafði ætíð gott til málanna að leggja er leitað var til hans. Hann var ágætlega hagmæltur og fljótur að koma hugsunum sínum í bundið mál og iðulega var hnyttnum stökum hent á loft. Fyrir þremur árum réðst kórinn í það fyrirtæki að gefa út geisladisk. Diskurinn var tekinn upp í Digraneskirkju. Á honum hljómar einsöngur Óla í einu laginu. Allt er breytingum háð og nú eig- um við erindi á ný í sömu kirkju, en í þetta sinn til að kveðja okkar ágæta félaga Óla Kr. Hans er sárt saknað. Við þökkum honum samfylgdina. Mætur maður er genginn. Kórinn sendir öllum aðstandendum Óla Kr. innilegar samúðarkveðjur. Rannveig Sigurðardóttir. Drengurinn okkar, ÞÓRÐUR WILLARDSSON, frá Dalvík, Kárastíg 9, 101 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mið- vikudaginn 5. maí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð um Þórð Willardsson við Menntaskólann Hraðbraut. Þórunn Þórðardóttir, Willard Helgason, Birna Willardsdóttir, Kjartan Guðbergsson, Össur Willardsson, Halldóra Smáradóttir, Birna Kristjánsdóttir, Helgi Jakobsson, Margrét Árnadóttir og ástvinir. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.