Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Mögnuð mynd byggð á sönnum arburðum. Með Orlando Bloom (Lord of the Rings, Pirates of the Caribbean), Heath Ledger (A Knight’s Tale), Naomi Watts (The Ring), og Óskarsverðlaunahafinn Geoffrey Rush (Shine). EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.10. B.I. 16 ÁRA. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i.16 ára Með L i ndsay Lohan úr Freaky Friday Frábær gamanmynd um Dramadrottninguna Lolu sem er tilbúin að gera ALLT til að hitta „idolið“ sitt! Sýnd kl. 8 og 10.05. B.i. 16. Sýnd kl. 8. „Stórkostlegt kvikmyndaverk“ HL. MBL Sýnd kl. 6. F r u m s ý n d e f t i r 4 d a g a „Frábærar reiðsenur, slagsmálatriði, geggjaðir búningar og vel útfærðar tæknibrellur“ Fréttablaðið i , l l i i, j i i l i ll l i Fyrsta stórmynd sumarssins VG. DV  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 10.20. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16.  SV. MBL Það eru 4 leiðir inn í Drekafjöll, en það er ekki allt sem sýnist! Frábær fjölskyldu og ævintýramynd Með íslen sku tali Sýnd kl. 6. Með ísl tali Valin besta breska myndin á BAFTA verÐlaunahátíÐinni Það er óralangt síðan ég sá jafn skelfilega grípandi mynd. Án efa ein besta myndin í bíó í dag. KD, Fréttablaðið SKONROKK HJ MBL J.H.H Kvikmyndir.com „Þetta er stórkostlegt meistaraverk“ ÓÖH, DV Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd byggð á sannri sögu!  Kvikmyndir.is Mögnuð mynd byggð á sönnum arburðum. Með Orlando Bloom (Lord of the Rings, Pirates of the Caribbean), Heath Ledger (A Knight’s Tale), Naomi Watts (The Ring), og Óskarsverðlaunahafinn Geoffrey Rush (Shine). Whale Rider FJÖLDI fólks heimsótti listafólkið í Klink og Bank á frídegi verkalýðs- ins, 1. maí, þegar Tilraunaeldhúsið hélt upp á fimm ára afmæli sitt með pomp og prakt. Fjöldi listamanna lagði sitt af mörkum og var mikið um framúrstefnulega sjónræna list auk þess sem tónlistarmenn úr öllum átt- um léku við hvern sinn fingur. Segja má að Klink og Bank hafi verið lagt undir gleðina, því um allt hús voru viðburðir af hinu ólíkasta tagi. Afmælisveislan hófst klukkan fimm á því að aðstandendur afmæl- isbarnsins fögnuðu því með tilheyr- andi ræðuhöldum og skemmtiatrið- um, en Tilraunaeldhúsið hefur getið af sér fjölmarga áhugaverða bræð- inga á listasviðinu, þar á meðal Org- elkvartettinn Apparat, sem einmitt tók lagið í afmælisveislunni. Veislan stóð síðan fram á nótt með tilheyrandi gleði og glaumi og for- vitnilegum uppátækjum skapandi listamanna, hverra starf og iðja er að setja veruleika nútímans í framandi og nýstárlegt samhengi. Tilraunaeldhúsið fagnar fimm ára afmæli sínu Pomp og prakt í Klink og Bank Leikið var á framandi hljóðfæri sem ekki var á allra færi að skilja. Eitthvað var um gjörninga í afmælisfögnuðinum og þar sem um afmæli var að ræða þóttu kerti við hæfi. Bibbi Curver sýndi skúlptúr, en hann skartaði einnig forláta skreytingu á hendi, hvort sem þar er um að ræða list eða vinnuslys. Orgelkvartettinn Apparat sló á léttar pípur og skaut fram nettum tónum. Morgunblaðið/Jim Smart EINN færasti og dáðasti dægurlagasmiður þjóðarinnar, Guðmundur Jónsson, gít- arleikari Sálarinnar, hélt sólótónleika á Nasa á föstudagskvöldið fyrir hóp valin- kunnra vina og aðdáenda. Lék hann þar lög af nýrri einyrkjaplötu sinni, Japl, sem hefur legið á hans aðgerðalista nokkuð lengi og tími til kominn að sleppa lögunum lausum. Stemningin á Nasa var hin ágætasta og kunnu áhorfendur að meta hressa tóna Guðmundar, sem kom fram með vel völd- um samverkamönnum. Meðal áhorfenda í salnum voru félagar hans úr Sálinni, þeirra á meðal textasmiðirnir Stefán Hilmarsson og Friðrik Sturluson, en Guðmundur gaf þeim frí á nýju plötunni sinni og sá sjálfur um þá hlið mála, enda hefur hann eflaust frá mörgu að segja eftir margra ára starf við tónlistarflutning og dansleikjahald. Sólótónleikar Guðmundar Jónssonar á Nasa Japlað á gleðitónum Gummi og félagar glöddu gesti með hljóðfæraslætti og ómþýðum söng. Morgunblaðið/Golli Félagarnir Stefán Hilmarsson og Friðrik Sturluson fylgdust með af hliðarlínunni, en þeir eru báðir mikil dægurskáld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.