Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði á hádeg- isverðarfundi Landsnets sjálfstæð- iskvenna í gær að hún hefði aldrei samþykkt að leggja fjölmiðlafrum- varpið fram ef hún teldi að það stangaðist á við stjórnarskrána. „Ég hefði aldrei samþykkt það, aldrei, að leggja fram þetta frumvarp ef ég teldi að það stangaðist á við stjórn- arskrána.“ Hún sagði ennfremur, um það hvers vegna áhersla væri lögð á að afgreiða frumvarpið á þessu vorþingi, að öll óvissa til lengri tíma væri slæm fyrir fyrir- tæki; eyða ætti óvissu á fyrirtækja- markaði. Ráðherra lagði sömuleiðis áherslu á það á fundinum að umræðan um fjölmiðlafrumvarpið snerist ekki um persónur heldur grundvallaratriði. „Þetta er grundvallarmál og út frá því eigum við að nálgast það.“ Ráðherra sagði að með fjölmiðla- frumvarpinu væri verið að setja al- menna rammalöggjöf til framtíðar um eignarhald á fjölmiðlum; frum- varpinu væri ekki beint gegn ein- hverju einu tilteknu fyrirtæki. „Við erum að setja hér almenna ramma- löggjöf til framtíðar, en eðli málsins samkvæmt, þegar við erum að tala um mikla samþjöppun, þá hlýtur löggjöf sem snýst um að auka fjöl- breytni í eignarhaldi að snerta það fyrirtæki sem er meira og minna með alla eignaraðildina á hinum frjálsa markaði. Það er eðli málsins samkvæmt.“ Minnti hún á að áður hefðu verið sett lög sem snertu fyrirtæki og leiddu til þess að þau þurftu að breyta rekstri sínum og upp- byggingu. Nefndi hún lög um fjármálafyrir- tæki í því sambandi og áhrif þeirra á bankana. „Stjórnvöld hafa þann- ig heimild til að bregð- ast við ástandi sem þau telja að sé ekki hagfellt fyrir samfélagið í heild sinni.“ Staðan hér sérstök Ráðherra fór yfir að- draganda frumvarps- ins og sagði að m.a. hefði verið gagnrýnt að afgreiða ætti það á Al- þingi á þessu vori. Sagði hún gild rök fyrir þeirri ákvörðun. „Það var búin að vera umræða í samfélaginu og nefndin var búin að skila skýrslu sinni. En síðast en ekki síst er öll óvissa til lengri tíma litið slæm fyrir fyrirtæki. Við höfum oft fengið að heyra frá fyrirtækjum og fulltrúum þeirra að það sé ekki gott að hafa eitthvað yfirvofandi allt of lengi heldur beri að bregðast við strax til að eyða óvissu á fyrirtækjamark- aði.“ Ráðherra fór einnig yfir aðra gagnrýni á frumvarpið og sagði að á það hefði verið bent að engin dæmi væru um það í hinum vestræna heimi að markaðsráð- andi fyrirtæki mætti ekki eiga í ljósvaka- miðli. Hún sagði það í sjálfu sér rétt, en benti á móti á að aðstæður hér á landi væru ein- stæðar; hér á landi væri eitt fyrirtæki með yfirburðastöðu á dag- vörumarkaði, blóma- markaði og í öðrum verslunarrekstri. „Við erum að tala um fimm- tíu til sextíu prósent af markaðnum. Í öðrum löndum er strax byrjað að berjast gegn slíkri samþjöppun þegar fyr- irtæki er búið að ná 25 til 30% af markaðnum. Þannig að aðstæður hér á landi eru einstæð- ar.“ Ráðherra benti einnig á að löggjöf um fjölmiðlamarkaðinn væri ólík milli landa á Vesturlöndum; hún væri hvergi nákvæmlega eins. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að löggjöf um fjölmiðla miðast út frá ástandi í hverju ríki fyrir sig.“ Ráðherra sagði um þá spurningu hvort búast mætti við breytingum á frumvarpinu að hún teldi ekki rétt af sér sem ráðherra að tjá sig um það nú þegar frumvarpið væri til meðferðar á Alþingi. „Þegar málið er komið í hina lýðræðislegu um- fjöllun eiga ráðherrar ekki að gefa fyrirmæli um það hvernig þingið eigi að haga sér,“ útskýrði hún. Sagði hún að þingið ætti að hafa svigrúm til að fjalla um málið á sín- um eigin forsendum. Hlutverk verði endurskoðað Ráðherra var einnig á fundinum spurð út í stöðu Ríkisútvarpsins. Í svörum hennar kom m.a. fram að hún teldi hina pólitísku skipan út- varpsráðs vera barn síns tíma. Sagði hún að útvarpsráð ætti ekki að hafa puttana í því hverjir væru ráðnir til Ríkisútvarpsins. „Ég held að við eigum að endurskoða hlutverk út- varpsráðs,“ sagði hún. Ráðherra sagði einnig að sér fyndist ankanna- legt að RÚV, sem hefði 3,2 milljarða til rekstrar, skyldi ekki geta haldið úti hallalausum rekstri. „Það eru gríðarlega miklir fjármunur sem Ríkisútvarpið hefur úr að spila,“ sagði hún og taldi að hægt væri að skila góðu dagsverki og dagskrá með slíka fjármuni. Þess má að síð- ustu geta að menntamálaráðherra hefur áður sagt í Morgunblaðinu að hún vonist til þess að ríkisstjórninni takist að koma með frumvarp um framtíðarskipulag Ríkisútvarpsins á haustþingi. Þorgerður Katrín menntamálaráðherra á fundi um fjölmiðlafrumvarpið Öll óvissa til lengri tíma slæm fyrir fyrirtæki Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í gær að dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, hlyti að taka stöðu sína til alvarlegrar umhugsunar, í kjölfar nýs álits umboðsmanns Alþingis. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, varaformað- ur Samfylkingarinnar, tók sterkar til orða og sagði að dómsmálaráðherra ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér. Magnús Þór Hafsteinsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokks- ins, tók undir það. Steingrímur J. Sig- fússon, formaður VG, sagði að Alþingi þyrfti að taka þetta mál til rækilegrar skoðunar og að ráðherra ætti að gera Alþingi grein fyrir mál- inu. Taki álitið alvarlega Dómsmálaráðherra hafði fjarvist- arleyfi á Alþingi í gær. Einar K. Guð- finnsson, þingflokksformaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði á hinn bóginn að ráðherra hefði sagt í fjölmiðlum að hann tæki álit umboðsmannsins al- varlega. Hann teldi þó álitið ekki hnekkja ákvörðun sinni um skipan hæstaréttardómarans. „Það er óhætt að segja að álitið fól í sér ákaflega harðan áfellisdóm að mínu viti yfir hæstvirtum dómsmála- ráðherra,“ sagði Össur, sem hóf um- ræðuna um álitið á Alþingi í gær. „Í álitinu eru gerðar sterkar aðfinnslur við embættisfærslu ráðherrans,“ sagði hann einnig. „Menn verða að sjálfsögðu að taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega, hann er ekki eins og hver annar júristi úti í bæ.“ Össur sagði að álit umboðsmanns- ins varðaði líka alþingismenn. „Álit umboðsmanns varðar líka okkur sem sitjum á Alþingi. Sérstaklega vegna þess að hann bendir löggjafanum á að það sé tímabært að skoða hvort ekki eigi að breyta þeim háttum sem við höfum haft hér á við skipan í embætti hæstaréttardómara.“ Hann sagði að Samfylkingin hefði lagt fram á Al- þingi þingmál þar sem lagt er til að Alþingi fjalli um dómaraefni og að það þurfi tvo þriðju atkvæða á Al- þingi til að skipa dómara í Hæstarétt. „Ég vil af þessu tilefni varpa fram þeirri hugmynd að í sumar verði skip- uð sérstök nefnd allra þingmanna þar sem menn reyna að ná breiðri sam- stöðu um nauðsynlegar breytingar á þessu.“ Steingrímur J. Sigfússon sagði að dómsmálaráðherra fengi nú hverja falleinkunnina á fætur annarri vegna skipan hæstaréttardómarans. Minnt- ist hann í því sambandi einnig á úr- skurð kærunefndar jafnréttismála um að ráðherra hefði brotið jafnrétt- islög. Spurði hann hvort ekki væri nóg komið og hvort Alþingi þyrfti ekki að taka þetta mál til rækilegrar skoðunar; annars vegar með því að ráðherra geri Alþingi grein fyrir máli sínu og hins vegar með því að Alþingi skoðaði þær aðferðir sem notaðar eru við skipan hæstaréttardómara og breyti þeim. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði álit umboðsmanns Alþingis áfellis- dóm yfir embættisfærslu dómsmála- ráðherra. „Hann hefur kastað til höndunum við mat á hæfni og hann hefur brugðist almannahagsmunum,“ sagði Ingibjörg m.a. og bætti því við að ráðherra hefði jafnframt orðið ber að því að beita geðþóttavaldi. „Ég vil segja og koma þeim skilaboðum til ráðherra að nú ætti hann að sjá sóma sinn í því að segja af sér.“ Einar K. Guðfinnsson minnti á að það hefði legið fyrir í nokkra daga að dómsmálaráðherra yrði fjarstaddur á Alþingi þennan dag. Hann sagði á hinn bóginn sjálfsagt að halda efnis- lega umræðu um þetta mál á Alþingi þegar viðeigandi tími fengist til þess. Sagði hann ummæli þingmanna, þeirra sem á undan hefðu talað, ekki málefnaleg, sérstaklega ekki ummæli Ingibjargar Sólrúnar. Hún hefði í sínu máli farið langt út fyrir álit um- boðsmanns Alþingis. Síðar sagði Ein- ar: „Að öðru leyti vil ég segja að um- ræðan hefur að hluta til markast af því að menn hafa verið í ákveðnu kapphlaupi um hver gæti haft uppi stærstu orðin svo að eftir verði tekið.“ Magnús Þór sagði eins og Össur að umboðsmaður Alþingis væri ekki „einhver lögfræðingur á einhverjum kontór úti í bæ,“ eins og hann komst að orði. Sagði hann því viðbrögð dómsmálaráðherra í fjölmiðlum vera fáheyrð og bera vott um virðingar- leysi. „Ég er alveg sammála því að það er fyllilega kominn tími til að hæstvirtur dómsmálaráðherra fari nú að athuga sína stöðu og leita sér að nýrri vinnu; hann ætti að segja af sér.“ Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra blandaði sér í umræðuna, að ósk Össurar Skarphéðinssonar, og sagði fráleitt að hún skyldi fara fram að dómsmálaráðherra fjarstöddum. „Hæstvirtur dómsmálaráðherra hef- ur lýst því yfir að fara þurfi yfir álit umboðsmanns í málinu og hugsan- lega gera einhverjar breytingar í framhaldi af því. Eigum við ekki að gefa hæstvirtum dómsmálaráðherra tíma til að fara yfir málið? Eigum við ekki að gefa okkur öllum tíma til þess? Mér finnst umræðan í dag vera ástæðulaus og fráleitt að hún skuli fara fram að fjarstöddum hæstvirtum ráðherra,“ sagði Halldór. Þingmenn ræða álit umboðsmanns Alþingis um skipan hæstaréttardómara Morgunblaðið/ÞÖK Hart var deild við umræður sem fram fóru á Alþingi í gær um nýtt álit umboðsmanns Alþingis um skipan í stöðu dómara við Hæstarétt Íslands. Ráðherra taki stöðu sína til alvarlegrar athugunar HEILDARKOSTNAÐUR rík- is og sveitarfélaga við veiðar á ref og mink var um 765 millj- ónir á árunum 1995 til 2004, sé miðað við verðlags ársins 2004. Þar af fóru um 460 milljónir til refaveiða en um 300 milljónir til veiða á mink. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sivjar Friðleifsdóttur umhverf- isráðherra við fyrirspurn Gunnars Birgissonar, þing- manns Sjálfstæðisflokks. Svarinu hefur verið dreift á Al- þingi. Í svarinu kemur fram að á árunum 1995 til 2004 hafi áætl- uð stærð refastofnsins vaxið úr um það bil 3.000 refum upp í rúm 7.500 dýr haustið 2001. „Upplýsingar um stærð minka- stofnsins liggja ekki fyrir og ekki er mögulegt að gefa yfirlit yfir þróun stofnsins á þessu tímabili vegna skorts á upplýs- ingum,“ segir hins vegar í svarinu. „Í niðurstöðum nefnd- ar um minkastofninn sem ný- lega skilaði tillögum til um- hverfisráðuneytisins um aðgerðir gegn stofninum er giskað á að stofninn sé allt að 35.000 dýr að hausti en jafn- framt er bent á að nefndar hafi verið hærri tölur,“ segir enn- fremur í svarinu. 765 millj- ónir til refa- og minka- veiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.