Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ A llt frá því að ég dvaldi um tveggja mánaða skeið í Jeddah í Sádí- Arabíu fyrir næstum sjö árum hefur þetta undarlega land vakið áhuga minn. Þetta var löngu fyrir hryðju- verkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, ungmennin sem þá störfuðu hjá flugfélaginu Atl- anta gátu auðvitað ekki ímyndað sér að úr þessu samfélagi gætu sprottið menn eins og þeir, sem flugu farþegaflugvélum inn í World Trade Center í New York (fimmtán af nítján flugræningjum voru Sádí- Arabar). Þau áttuðu sig ekki á því að sjálfur Osama bin Laden hafði gengið sömu götur og þau, í vest- rænustu borg Sádí-Arabíu, hafn- arborginni Jeddah. Og þó áttu þessi sömu ung- menni sannarlega erfitt með að sætta sig við margt í sádí- arabísku samfélagi, komin alla leiðina frá Íslandi þar sem frelsi til athafna er blessunarlega til- tölulega mikið. Sádí-Arabía er ekki opið lýð- ræðisríki, þvert á móti. Opinberar aftökur tíðkast þar enn, staða kvenna er ömurleg og andstaða við núverandi valdhafa er tæpast leyfð. Ritskoðun er þar almenn og áfengisneysla er bönnuð (ég man eftir íslenskum flugstjóra sem lenti í vandræðum við komuna til landsins, hann hafði meðferðis kassa af konfekti frá Nóa-Síríus; koníaksmolarnir féllu ekki í kramið hjá flugvallarlögreglunni). Hins vegar einkennist þetta skrítna samfélag líka af hræsni, margir drekka nefnilega sitt heimatilbúna/smyglaða áfengi innan veggja heimilisins og glápa á vestrænt gervihnattasjónvarp þótt þeir fordæmi áhrif þess út á við. Aðalatriðið er að láta bara ekki nappa sig. Enginn vafi leikur á því að rót- tækni í trúmálum á sér hljóm- grunn í Sádí-Arabíu. Á níunda áratugnum ferðaðist margur ung- ur maðurinn til Afganistan til að taka þátt í stríðinu við Sov- étmenn. Núna eru Bandaríkin höfuðóvinurinn, sádí-arabísk stjórnvöld segja að vísu að aðeins örfáir öfgamenn í landinu styðji hið heilaga stríð gegn Vest- urlöndum. En margir efast um að þetta sé rétt og því er jafnframt haldið fram að al-Qaeda hafi til skamms tíma notið stuðnings ráðamanna í Sádí-Arabíu. Þeir tímar eru að vísu liðnir. Al-Qaeda hefur snúist gegn stjórnvöldum og hryðjuverk ger- ast nú æ algengari í S-Arabíu, sem víðar. Sótt er að stjórnvöldum úr tveimur áttum. Hinir múslímsku róttæklingar vilja steypa Saud- konungsfjölskyldunni af stóli, finnst hún gerspillt, m.a. af sam- vinnu við Bandaríkjastjórn á und- anförnum árum. Öðrum blöskrar hins vegar forræðishyggjan og afturhaldssemin, í trúmálum sem öðru, undir niðri kraumar óánægja með valdhafana. Einn þeirra sem dreymir um opnara samfélag í Sádí-Arabíu kallar sig Alhamedi og tók nýver- ið að blogga á Netinu (http:// muttawa.blogspot.com). Óheyrt er að óbreyttur borgari í S- Arabíu vogi sér að blogga á Net- inu og sérstaka athygli vekur að Alhamedi er ekkert að leyna þeirri skoðun sinni, að honum finnst sitthvað rotið í konungsrík- inu. Alhamedi segist í færslu 26. apríl sl. vera búsettur í Riyadh, höfuðborg Sádí-Arabíu. Hann segist kvæntur (aðeins einni konu), hann á fjölskyldu (hann nefnir ekki fjölda barna), hefur þjónustustúlku á heimilinu frá Filippseyjum og bílstjóra (sem er eiginmaður þjónustustúlkunnar). Alhamedi kallar sig líka „trúar- lögreglumanninn“. Ekki af því að hann sinni slíku hlutverki heldur af því að honum finnst að með til- vist slíkrar starfsstéttar kristall- ist í hnotskurn allt það sem er að í sádí-arabísku samfélagi; tilvist manna sem fylgist með því að landsmenn iðki trú sína eins og yfirvöld vilja að þeir iðki hana. Alhamedi segist mikill aðdá- andi Netsins, kveðst vilja koma þeim skilaboðum (á ensku) á framfæri til umheimsins að Sádí- Arabar séu í heildina litið gott fólk. Þetta góða fólk sé hins vegar eins og milli tveggja elda: öðrum megin er að finna últra- afturhaldssama einræðisstjórn og hinum megin hryðjuverkamenn (eins og Osama bin Laden). Hann tekur fram að sjálfur sé hann sanntrúaður múslími, hann vilji hins vegar geta lifað við meira frelsi. „Ég mun aldrei reyna að drepa þig fyrir þá sök eina að þú lest aðra bók en ég [þ.e. biblíuna í stað Kóransins],“ segir hann. Alhamedi hefur aðgang að Net- inu um gervihnött (sem hann seg- ir ólöglegt), öðruvísi gæti hann ekki bloggað án þess að upp um hann kæmist, stjórnvöld fylgjast vel með þegnum sínum á Netinu. Hann segir að ráðamenn myndu ekki taka frumkvæði hans í Net- heimum vel. Ef upp um hann kæmist myndi hann missa vinn- una. Hugsanlega yrði honum líka boðið í heimsókn á vondan stað, uns hann hefði „náð áttum“. Það er afskaplega áhugavert að fá glugga sem þennan inn í hug- arheim venjulegs Sáda. Nú virðist að vísu sem þessum glugga hafi verið lokað, því miður. Alhamedi skrifar 30. apríl sl: „Góðir hálsar, kannski er skýringin aukin ör- yggisgæsla vegna nýlegra hryðju- verka og kannski er ég bara orð- inn ofsóknaróður, en ég hef orðið var við „óvenjulegar mannaferð- ir“ í mun ríkari mæli en áður, bæði í borginni og í hverfinu. Ég ætla að láta fara lítið fyrir mér. Bloggið mitt og netfangið verða óvirk um nokkra hríð. Það er betra að hafa allan varann á.“ Svo mörg voru þau orð frá hinu lokaða landi, Sádí-Arabíu. Sitthvað er rotið í S-Arabíu Alhamedi hefur aðgang að Netinu um gervihnött (sem hann segir ólöglegt), öðruvísi gæti hann ekki bloggað án þess að upp um hann kæmist […]. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ✝ Jónas Svafár Ein-arsson fæddist í Reykjavík 8. septem- ber 1925. Hann lést á Stokkseyri 27. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Einar Þorsteinsson, f. 8. desember 1870, d. 7. maí 1956, fyrst bóndi á Sléttu í Mjóafirði, síðar verkamaður í Reykjavík, og seinni kona hans Helga Guðmundsdóttir, f. 10. júlí 1886, d. 22. mars 1948, bæði af Bergsætt. Dætur þeirra eru: 1) Sesselja, f. 29. september 1928, d. 9. júní 1972. 2)Sólveig, f. 24. októ- ber 1930, fyrrum húsfreyja á Teigi í Vopnafirði, nú búsett í Reykjavík. Hálfsystkini Jónasar samfeðra eru: 1) Ólafur, f. 8 sept- ember 1896, d. 23. maí1932. 2) Ásta, f. 20. febrúar 1900, d. 10. janúar 1961. 3) Guðlaug, f. 20. apríl 1905, d. 2. maí 1965. 4) Hall- dór Valgeir, f. 6. júlí 1907, d. 9. nóvember 1990. Eftir barnaskóla sótti Jónas nám við kvöldskóla KFUM 1940– 1941 og við héraðsskólann á Laugarvatni 1941–1942, þar sem hann lauk tveggja vetra námi á einum vetri. Hann vann síð- an við verslunar- störf og margvíslega vinnu bæði á sjó og í landi. Jónas Svafár var einn af brautryðj- endum atómskáld- skapar á Íslandi. Fyrsta ljóðabók hans, Það blæðir úr morgunsárinu, kom út 1952 og þótti marka tímamót. Á eftir fylgdu Geisla- virkt tungl, Klettabelti fjallkon- unnar, Stækkunargler undir smásjá og Sjöstjarnan í meyjar- merkinu, sú síðasta 1986. Jónas var einnig drátthagur og hélt tvær sýningar á teikningum sínum. Jónas bjó lengst af í Reykjavík. Hann dvaldi um tíma á dvalar- heimilinu Silfurtúni í Búðardal og síðastliðin tvö ár á dvalarheim- ilinu Kumbaravogi á Stokkseyri. Jónas var ókvæntur og barn- laus. Útför Jónasar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Kæri Jonni frændi. Það eru marg- ar minningar úr æsku minni sem tengjast þér og eru mér nokkrar í fersku minni. Ég man fyrst eftir þér þegar ég var fimm ára og þú 33 ára. Þú bjóst á háaloftinu í Þverholtinu, en þar var stundum kalt á nóttunni og þú einangraðir súðina með litlum vasabókum sem þú negldir þétt sam- an í tugavís. Þú kenndir mér að nota liti og teikna „abstrakt“, komst með pastelliti og teikniblöð sem ég gat dundað mér við tímunum saman. Og einn daginn þegar ég var átta ára, og „listaverkin“ voru orðin nokkuð mörg hjá mér, fannst þér að nú ætti að halda málverkasýningu, sem þú og gerðir – eftirminnilega. Ég dáðist mjög að teikningum þínum og hvað þú skrifaðir listavel og ég reyndi mikið að gera eins, en það gekk ekki sem skyldi. Meira að segja reyndi ég líka að yrkja með þér ljóð, en seinna sagðir þú mér að ljóð hefði orðið til úr einni svoleiðis æfingu, ljóðið um Strætó og hundinn Plato, sem segir voff voff: hann plato er hundur tveggja tíka og heitir voff voff líka en hefurðu séð hann strætó sem urrandi og glefsandi götuna smalar og ensku talar við kvikmyndaféð sem fer í prófin eða veisluhófin (Jónas E. Svafár.) Eitt sinn spurði ég þig af hverju þú hétir Svafár, en þá sagðirðu mér af slysi sem þú lentir í 19 ára gamall og að þú hefðir fengið höfuðhögg, sem varð þess valdandi að þú svafst mjög mikið í eitt ár og þá breyttirðu- nafninu Jónas Svavar í Jónas „Svaf- ár“. Líf þitt var oft erfitt og margt sem þú þurftir að reyna. Gáfur þínar voru einstakar, þú varst mikill lista- maður og skáld, róttækur og mjög vinstri sinnaður, sérkennilegur, margbrotin persóna. Eftir að mamma mín, Sesselja systir þín, dó, má segja að þú hafir misst akkerið í lífinu. Eftir það hittumst við sjaldn- ar, en þó komstu öðru hverju í stutt- ar heimsóknir til mín í gegnum tíð- JÓNAS SVAFÁR ✝ Þorbjörg Guð-mundsdóttir fæddist á Raufarhöfn 10. október 1923. Hún andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akur- eyri 28. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jónasson og Fanney Jóhannes- dóttir. Systkin Þor- bjargar eru Karl Her- mann, Halldóra, Haraldur, Maríus og Vilborg sem nú er lát- in. Þorbjörg giftist Kristmundi Björnssyni frá Grenivík, f. 17. nóv- ember 1925, sonur hjónanna Björns Kristjánssonar og Ingu Vil- fríðar Gunnarsdóttur. Systkin hans eru Ragnheiður, sem nú er látin, Jóhanna og Ingibjörg Krist- ín. Börn Þorbjargar og Kristmundar eru: 1) Guðmundur Björn, kvæntur Sigríði Bjarnadóttur, búsett í Kópavogi. Börn þeirra eru: a) Bryn- dís, gift Jóhannesi Sigtryggssyni. Þeirra barn er Guð- mundur; b) Krist- mundur, unnusta hans Margrét Guð- jónsdóttir. 2) Viðar, kvæntur Dóróþeu Reimarsdóttur, bú- sett á Dalvík. Börn þeirra eru: a) Reimar, unnusta hans er Guðný Bragadóttir; b) Guðrún Soffía; c) Þorbjörg. 3) Fanney, búsett í Edinborg. Útför Þorbjargar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þorbjörg tengdamóðir mín hefur nú yfirgefið þessa jarðvist og lokið er baráttu hennar við erfiðan sjúkdóm. Í vetur þegar ljóst var að hverju stefndi sagði hún við mig að hún væri búin að eiga 80 góð ár og ekki væri réttlátt að fara fram á meira. Þessi orð hennar hafa vakið mig til umhugsunar um ævi hennar. Hvernig voru árin hennar Obbu, konu sem fædd var á fyrsta fjórðungi síðustu aldar? Þorbjörg var fædd á Raufarhöfn, litlu þorpi í Norður-Þingeyjarsýslu. Þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum og systkinum. Það varð fljótt hennar hlutverk að taka þátt í vinnu á heim- ilinu. Ekki heyrði ég Obbu oft tala um skólagöngu sína á Raufarhöfn en hún talaði um heimahaga sína með þeim hætti að yfir þeim var einhver æv- intýrablær. Þannig voru bernsku- minningar hennar frá heimaslóðum, ljúfar og glaðlegar. Obba fór ung að vinna utan heimilis og sinnti ýmsum störfum til sjávar og sveita. Það sem einkenndi frásagnir hennar fá þessum árum var hvað alls staðar hafði verið gaman, hvort sem var í Leirhöfn, Hrísey, Grenivík eða Hafnarfirði. Ekki spillti það minning- unni frá þessum árum að hún kynnt- ist mannsefninu sínu, Kristmundi, ungum sjómanni frá Grenivík. Það varð hlutverk Obbu að verða sjó- mannskona. Þau hófu búskap á Grenivík þar sem hún vann hjá lækn- ishjónunum og hann stundaði sjó. Fljótlega fluttu þau svo til Akureyrar og bjuggu þar síðan. Að vera sjómannskona þýddi að hún varð að vera í hlutverki húsmóð- ur og húsbónda og sjá um uppeldi og heimilisrekstur á meðan eiginmaður- inn var langdvölum á sjó. Oft minntist Obba á þennan tíma og hvað langur tími gat liðið án þess að börnin sæju föður sinn. Frásagnir hennar frá þessum árum lýstu ábyrgðartilfinn- ingu og stolti og hún taldi að þetta væri sjálfsagt hlutverk hverrar sjó- mannskonu. Hún minntist oft á að hún væri stjórnsöm og líklega er það rétt. Hún gat staðið fast á meiningu sinni ef því var að skipta og tók til sinna ráða ef með þurfti. Því var það oft sem vinir og vandamenn hentu gaman að stjórnseminni og hún tók fullan þátt í því glensi. Stundum sagði hún upp úr eins manns hljóði: „Jæja, ég skal ekki stjórna.“ Sjómannskona varð að stýra börnum og búi og sinna öllu því sem sinna þurfti. Mikil breyting varð á högum þeirra hjóna þegar Kristmundur kom í land og þau fóru að njóta lífsins meira saman en áður hafið gefist kostur á. Helsta áhugamál þeirra, fyrir utan að fylgjast með sínu fólki, börnum og barnabörnum, var að ferðast. Í 12 ár fóru þau til útlanda nánast á hverju ári og eignuðust góða vini í þessum ferðum. Umræður um ferðirnar ent- ust langt fram á vetur og vinir og fé- lagar höfðu samband, ræddu þær ferðir sem þegar höfðu verið farnar og undirbúning næstu ferðar. Hvar sem Obba hafði verið og við hvaða aðstæður virtist svo sem til yrðu vinir og kunningjar sem oft komu í heimsókn. Það sýnir best hve mikla ánægju hún hafði af því að vera með fólki. Aldur virtist ekki skipta þar máli því í eldhúsi mátti sjá börn, ungmenni á framhaldsskólaaldri, miðaldra fólk og gamalt. Hún var tilbúin að greiða götu fólks og leggja ýmislegt á sig í þeim efnum. Oft voru næturgestir á heimili hjónanna sem þurftu á aðstoð að halda svo sem að fá húsaskjól fyrir og eftir sjúkrahúsvist. Obba og Kristmundur nutu þess að eiga börn og barnabörn og eitt barna- barnabarn höfðu þau eignast. Þegar ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna voru þar tíðir gestir börn sem áttu heima í nágrenninu og mér fannst oft að Obba og Kristmundur gegndu þar hlutverki afa og ömmu. Þegar ég lít yfir farinn veg get ég ekki annað en tekið undir þau orð með tengdamóður minni að hún hafi átt góð 80 ár, þó að það hafi ekki verið ár allsnægta í veraldlegum skilningi. Þar skipti mestu að hún mundi góðu stundirnar. Hér skal þökkuð samfylgdin og þau góðu ár sem við áttum. Blessuð sé minning Obbu. Sigríður Bjarnadóttir. ....kjörin settu á manninn mark meitluðu svip og stældu kjark. (Örn Arnarson.) Þessi orð skáldsins koma mér í hug þegar ég hugsa til mótunarára Þor- bjargar tengdamóður minnar eða Obbu eins og hún var ætíð kölluð. Hún var fædd á Raufarhöfn á ÞORBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.