Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 54
DAGBÓK 54 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnust. og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 myndlist. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9– 12.30 bókband, kl. 9.30 boccia, kl. 10.30–10.55 helgistund, kl. 11 leik- fimi, kl. 13–16.30 smíð- ar og handavinna, kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9– 12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 13–16 bókband. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinna. Félagsstarfið Dal- braut 18–20. Kl. 9 postulín, kl. 13 handav. Handavinnusýning og basar verður föstud. 7. og laugard. 8. maí, kl. 13–17. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 smíðar og útskurður, kl. 13.30 boccia. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Gler- skurður kl. 9–16.30, leikfimi kl. 10–11, sönghópurinn kl. 13.30, dans kl. 15.15. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellsbæ, Hlað- hömrum, kl. 13–16 föndur og spil, kl. 12.30–15.30 tréskurð- ur, kl. 13.30–14.30 les- klúbbur, Vorboðar, æf- ingar kl. 17–19. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Karla- leikfimi kl. 13.10. Far- ið verður í skoð- unarferð út á Garðaholt á morgun, að skoða gamla býlið Krók. Rúta frá Kirkju- hvoli kl. 13. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Kl. 9, vídeókrókur, pútt kl. 10–11.30. Kl. 14 opið hús, í umsjá Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Brids kl. 13, félagsvist kl. 20. Farþegar í vest- fjarðaferð staðfesting fyrir 10. maí Gerðuberg, fé- lagsstarf. Sýning opin frá kl. 9–18, kl. 10.30 helgistund, frá hádegi spilasalur opinn. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handavinna, kl. 9.05 og 9.55 leik- fimi, kl. 9.30 glerlist og keramik, kl. 10.50 leik- fimi, kl. 13 gler og postulín, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Kl. 20 opnuð sýningin leikur að orð- um og litum. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 9.05 og kl. 9.55 leik- fimi, kl. 9 myndlist, kl. 10 ganga, kl. 13 birds, kl. 13–16 handavinna. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, perlu- saumur, kortagerð og hjúkrunarfræðingur, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé- lagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–13 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13–16 hannyrðir, kl.13.30–16 félagsvist. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun sundleikfimi kl. 9.30. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 sam- verustund og leir. Vesturgata. Kl. 9.15– 15.30, handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15– 11.45 enska, kl. 13–14 leikfimi, kl.13–16 kór- æfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 gler- skurður, perlusaumur og morgunstund, kl. 10 boccia, kl. 13 hand- mennt og bridge. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Kl. 9.15 leikfimi, kl. 10–12 verslunin. Þórðarsveigur 1–5 Grafarholti. Kl. 14 Bingó. Gullsmárabrids. Brids í félagsheimilinu í Gullsmára 13, kl .13, skráning kl. 12.45. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Ásgarði, Glæsibæ kl. 11. Kiwanisklúbburinn Geysir, Mosfellsbæ. Spilakvöld í Kiw- anishúsinu kvöld kl. 20.30 Kristniboðsfélag kvenna,Háaleitisbraut 58–60. Bæna- og vitn- isburðarstund kl. 17. Sjálfsbjörg Hátúni 12 kl. 19.30 skák Kvenfélag Grens- ássóknar. Árlega kaffisalan verður í safnaðarheimilinu sun- nud. 9. maí kl. 12–16, tekið á móti kökum frá kl. 10–12 sama dag. Kvenfélag Kópavogs. Vorferðin verður farin fimmtud. 13. maí að veitingastaðnum Skessubrunni í Svína- dal. Farið frá Hamra- borg 10, kl. 18. Skrán- ing í s. 554 3299 Svana eða 554 1726 Þórhalla. Kvenfélag Hallgríms- kirkju, aðalfundurinn er í dag, 6. maí kl. 20. Rætt verður um sum- arferð. Upplestur. Í dag er fimmtudagur 6. maí, 127. dagur ársins 2004. Orð dags- ins: Skylt er oss, hinum styrku, að bera veikleika hinna óstyrku og hugsa ekki um sjálfa oss. (Rm. 15, 1.)     Ögmundur Jónassonskrifar á ogmund- ur.is: „Í þjóðfélaginu hef- ur kviknað mikil umræða um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Ég tel mjög mikilvægt að þessi umræða fái að dafna og þróast en verði ekki kæfð niður með því að keyra frumvarpið í gegnum þingið með offorsi. Helgi Guðmundsson, hinn eini sanni hágé, spyr í pistli hér á síðunni í dag hver sé afstaða þingflokks VG til frumvarpsins. Ólína bein- ir einnig áleitnum spurn- ingum til okkar um af- stöðu Framsóknar til málsins. Ég hef lýst afstöðu minni í þingræðu í dag og í pistlum hér á síðunni. Ég tel að hér sé á ferðinni grundvallarmál sem verði að fá yfirvegaða umfjöll- un. Það er sérstakt að verða vitni að því að hægri menn skuli loksins viðurkenna að það geti gerst, að fjármagnið ráði of miklu í þjóðfélaginu. Betur hefðu þeir komið auga á það áður en þeir afhentu mönnum með „ráðandi stöðu á markaði“ meirihlutavald yfir stærstu bankastofnunum landsins. Það gerðu þeir þegar ríkisbankarnir, Landsbankinn og Bún- aðarbankinn voru einka- væddir en sem kunnugt mala þeir nú gullið fyrir nýja eigendur sína, sem beita þeim jafnframt óspart í valdatafli um áhrif í þjóðfélaginu. Engr- ar viðleitni hefur orðið vart af hálfu ríkisstjórn- armeirihlutans til að tryggja þar dreifða eign- araðild.     Mín skoðun varðandibankana var sú, að besta vörnin gegn sam- þjöppun á fjármálamark- aði væri eignarhald rík- isins á að minnsta kosti einum þjóðbanka. Á sama hátt tel ég, að heppileg- asta leiðin til að koma í veg fyrir einokun á fjöl- miðlamarkaði, sé að styrkja Ríkisútvarp í al- mannaeign. Áður en botn er fenginn í umræðu um framtíð þess tel ég ekki unnt að taka afstöðu til þess hvort og þá hvernig skorður skuli reistar gegn samþjöppun á fjölmiðla- markaði. Ég tel það vera mikinn ábyrgðarhlut að flana hér að lagasetningu. Í lesendabréfi hér á síð- unni í dag, sem vísað var til hér að framan, frá Ólínu, er vakin athygli á því að Davíð Þór Björg- vinsson, formaður nefnd- arinnar sem vann fjöl- miðlaskýrsluna, hafi skýrt frá því að hann geri sér ekki grein fyrir því hvaða áhrif löggjöfin kæmi til með að hafa á rekstur Norðurljósa, – regnhlíf- arinnar yfir Stöð 2, Bylgj- unni, Sýn, Fréttablaðinu, DV og fleiri fjölmiðlum. Aðvitað skiptir okkur máli hver verða afdrif þessara fjölmiðla. Þessi mál verður að skoða heild- stætt og af yfirvegun. Því miður bendir margt til þess að vilji standi ekki til þess af hálfu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.“ STAKSTEINAR Fjölmiðlafrumvarpið Skriðdrekar til skemmtunar? ÉG sá fréttir í blöðunum um að einhver vilji fara að flytja inn skriðdreka til notkunar í torfærum eða til skemmtunar. Mér finnst skriðdrekar alveg hræðileg vopn og eigi ekki heima hér á landi. Við þykjumst vera frið- söm þjóð og ekki veit ég hvað útlendingar segja þegar þeir sjá skriðdreka brölta hér í móunum. Friðarsinni. Íslenskumælandi bílstjóra ÉG FÓR í Hafnarfjarð- arstrætó inn í Kópavog þar sem ég skipti um vagn því ég þurfti að fara á ákveðinn stað í Kópavogi. Þegar í vagninn kom ætl- aði ég að fá upplýsingar hjá bílstjóranum um hvar ég ætti að fara úr vagn- inum en þá hvorki skildi hann né talaði íslensku. Varð þetta til þess að ég fór út á röngum stað og endaði það með því að ég varð að taka leigubíl til að komast á áfangastað. Finnst mér það algjört skilyrði að það sé ís- lenskumælandi fólk sem keyrir strætó. Farþegi. Hundar í miðbænum ÉG vil lýsa yfir óánægju minni með hversu mikið er af hundum í miðbæn- um. Þótt það sé bannað að vera með hunda í miðbæn- um fer fólk ekki eftir því. Ég sé daglega gengið með hunda á Laugavegi. Á Austurvelli í góðu veðri er oft jafnmikið af hundum og fólki og þar sé ég oft börn sem eru hrædd við hunda. Það vantar meira eft- irlit með þessu. Ein óánægð. Tapað/fundið Hattur í óskilum BLÁR hattur fannst í Goðheimum laugardaginn 1. maí. Innan í hattinum var verðlaunapeningur sem á setndur Mini- Tromp Hamars. Uppl. í síma 588 5959. Dýrahald Kettlingar fást gefins FALLEGIR, kassavanir og þrifnir kettlingar fást gefins. Þeir verða 8 vikna núna 8. maí. Blíðir og góð- ir og auðvitað mikill leikur í þeim. Upplýsingar í síma 898 2659. Láka vantar heimili LÁKA, sem er 3 ára skag- firskur högni, vantar nýtt heimili vegna flutnings foreldranna. Hann er gelt- ur, kelinn og skemmtileg- ur. Upplýsingar gefur Þórarinn í síma 898 5506. Lítil svört kisa týnd LÍTIL svört kisa týndist frá Grettisgötu 4, Reykja- vík, miðvikudaginn 28. apríl. Hún er með rauða ól og merkt og ákaflega mannelsk. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 847 1347. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 ofboðslegur, 8 málmi, 9 sól, 10 spil, 11 votlendið, 13 líkamshlutar, 15 álft- ar, 18 kindar, 21 hand- festa, 22 aula, 23 korns, 24 óhræsinu. LÓÐRÉTT 2 ræktuð lönd, 3 eld- stæði, 4 eimyrjan, 5 alda, 6 fánýti, 7 brumhnappur, 12 greinir, 14 hæða, 15 róa, 16 kærleikshót, 17 yfirhöfn, 18 fjöldi, 19 sigruð,20 prestur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 sýkna, 4 sægur, 7 klárs, 8 myldi, 9 alt, 11 leif, 13 unnt, 14 ylgur, 15 svil, 17 töng, 20 orm, 22 túlar, 23 jaðar, 24 renna, 25 regni. Lóðrétt: 1 sýkil, 2 kjáni, 3 ausa, 4 sumt, 5 gælin, 6 reist, 10 logar, 12 fyl, 13 urt, 15 sýtir, 16 illan, 18 örðug, 19 garri, 20 orka, 21 mjór. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... Víkverji las á dögunum að íslenskbörn séu með þeim feitustu (eða þyngstu) í Evrópu þrátt fyrir að mataræði þeirra hafi heldur batnað og skipulögð íþróttaiðkun þeirra hafi aukist. Ástæðan er, ef marka má fréttir af málinu, að kyrr- setuþættir vega æ þyngra í lífi þeirra. Þetta kemur Víkverja, sem á dóttur á unglingsaldri, ekki mjög á óvart. Þrátt fyrir að hún sé í kjör- þyngd hefur ekki farið fram hjá Vík- verja hversu vel hún virðist kunna við sig í láréttri stellingu fyrir fram- an sjónvarpið, oft langtímum saman. Þegar hún svo kannski rís upp við dogg er það oftar en ekki til þess að ganga eins og fimm skref að heim- ilistölvunni í stofunni og setjast þar yfir einhverja tölvuleiki. Ungling- urinn er ekki ýkja mikið fyrir að vera úti við og þá sjaldan það gerist stingur Víkverji vanalega upp á því við hana að hún taki með sér dálítið af innilofti í bréfpoka svo hún fái ekki aðsvif. x x x Þótt Víkverji vilji síst af öllu dragaúr ábyrgð foreldra á uppeldi barnanna þykir honum algerlega einboðið að hreyfing barna á skóla- tíma verði aukin með einum eða öðr- um hætti. Í þeim efnum þarf ekki endilega að festa í stundaskrá fleiri- skipulagða íþróttatíma, margt annað kæmi til greina. Miðað við rann- sóknir og þann raunveruleika sem við Víkverja blasir myndi hann, fyrir hönd dótturinnar, ekki sýta það þótt eins og tveimur til fjórum bóknáms- tímum á viku væri fórnað á altari aukinnar hreyfingar skólabarna. Hitt er svo annað mál að allar breytingar í skólakerfinu sem með einum eða öðrum hætti snerta starf kennara virðast ævinlega vera ákaf- lega erfiðar og viðkvæmar svo stundum stappar nærri fáránleika ef vel er að hugað. Þessi orð eru engan veginn mælt af illvilja í garð kenn- arastéttarinnar því um tíma taldist Víkverji meira að segja til hennar. x x x En Víkverji vill þó ekki trúa þvífyrirfram að þessi breyting þyrfti að standa í kennurum grunn- skólanna. Gönguferð með nem- endum í 40 mínútur í stað hefðbund- innar kennslustundar af og til ætti ekki að vera tiltökumál, hvorki fyrir nemendur né kennara. Nema þá auðvitað að í takt við botnlausa virð- ingu fyrir sérhæfingu af öllu tagi verði sett fram krafa um sérstaka „göngukennara“ og að fag þeirra verði lögverndað. Að öllu gamni slepptu snýst málið einfaldlega um að byrja að taka á máli sem að óbreyttu getur skemmt mjög líf kynslóðarinnar sem er að vaxa úr grasi. Og eins og nefnt hefur verið þarf fyrsta skrefið ekki að vera flók- ið í framkvæmd. Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.