Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 10. B.i. 16. Blóðbaðið nær hámarki. HP Kvikmyndir.com „Gargandi snilld“ ÞÞ FBL „Öllum líkindum besta skemmtun ársins“ HL MBL  „Algjört Kill Brill“ ÓÖH DV  Skonrokk Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 16. FRÁ HANDRITAHÖFUNDI PANIC ROOM BYGGÐ Á SÖGU STEPHEN KING Magnaður spennutryllir sem fær hárin til að rísa! HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.00 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS „Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna“ Þ.Þ. Fbl. Sýnd kl. 3.40 og 5.50. Með íslensku taliKl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 8 og 10.40. Til að tryggja réttan dóm réðu þeir utanaðkomandi sérfræðing En það var einn sem sá við þeim... Eftir metsölubók John Grisham Með stórleikurunum John Cusack, Gene Hackman, Dustin Hoffman og Rachel Weisz Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.10, 8 og 10.50. B.i. 16. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 16. Blóðbaðið nær hámarki. kl. 5.10, 8 og 10.50. B.i. 16. HP Kvikmyndir.com „Gargandi snilld“ ÞÞ FBL „Öllum líkindum besta skemmtun ársins“ HL MBL  „Algjört Kill Brill“ ÓÖH DV  Skonrokk  SV MBL Hinn frábæri Jim Caviezel (Thin Red Line, High Crimes og Passion of the Christ) er mættur í svakalegum spennutrylli með mögnuðum bílahasaratriðum. Blóðþyrstur raðmorðingi á 1972 El Dorado drepur konu hans. Eltingaleikurinn hefst fyrir alvöru þegar hann ákveður að hefna dauða hennar! Frá leikstjóra The Hitcher  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Harmoniku- unnendur Vesturlands og í Húna- vatnssýslum spila laugardag kl. 22 á harmonikkuballi . Caprí-tríó sunnudag kl. 20 til 23.30.  ÁSLÁKUR, Mosfellsbæ: Tilþrif laugardag.  BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Hljómsveit hússins laugardag.  CAFE ROSENBERG: Tónleikar með Þel fimmtudag kl. 20.30.  CATALINA, Hamraborg 11, Kópa- vogi: Örvar Kristjánsson föstudag og laugardag.  CELTIC CROSS: Spilafíklarnir á neðri hæðinni föstudag. Á efri Ómar Hlynsson trúbador. Spilafíklarnir á neðri hæðinni laugardag. Á efri Ómar Hlynsson trúbador.  DÁTINN, Akureyri: Dj Andri fimmtudag kl. 22 til 01. Dj Leibbi föstu- dag kl. 00 til 04.  FELIX: Dj Kiddi Bigfoot föstudag. Dj Andri laugardag.  GAUKUR Á STÖNG: Jagúar með tónleika fimmtudag kl. 21. Bang gang með tónleika föstudag kl. 21. Buff laug- ardag.  GLAUMBAR: Ari & Gunni til kl 23. Dj Þór Bæring eftir það fimmtudag. Dj Steini föstudag. Dj Þór Bæring laug- ardag.  GRANDROKK: Tónleikar með Lokbrá og Touch kl. 22. Margir ættu að vera farnir að þekkja Lokbrá því hið skemmtilega lag „Nosirrah Egroeg“ er búið að vera mikið spilað á bæði Rás 2 og X-inu. Touch er ný og efnileg hljóm- sveit sem er að halda eina af sínum fyrstu tónleikum opinberlega. Hljóm- sveitin leikur mest frumsamið efni og er tónlistin hennar kraftmikil og mel- ódísk. Ókeypis inn. 9-11’s á föstudag kl. 23. Megas + Súkkat = Megasukk. kl. 22 laugardag.  H.M. KAFFI, Selfossi: Majones fimmtudag. 3-some föstud. og laugard.  HÓTEL BORG: Kvartettinn Skófíl- ar sunnudag á Múlanum í Gyllta saln- um.  HRESSÓ: Einar Ágúst og Gunni Óla fimmtudag. Atli skemmtanalögga föstudag og laugardag.  HVERFISBARINN: Dj Guns föstu- dag. Dj Kiddi Bigfoot laugardag.  KAFFIBAR SELFOSS: Gunnar Óla og Einar Ágúst laugardag.  KAFFI LIST: Kvartett Sigurðar Rögnvaldssonar fimmtudag kl. 21.30 til 00.  KAFFI MJÓDD: Tros föstudag. Tú og ég laugardag.  KAPITAL: Einóma, Adrone, Fone- tik, Imanti, Midijokers, Dj Richard Cuellar, Tómaz THX og Exos föstudag á 360 gráðu kvöldi.  KLÚBBURINN VIÐ GULLINBRÚ: Geirmundur laugardag.  KRINGLUKRÁIN: Stuðbandalagið frá Borganesi föstudag og laugardag.  LAUGAVEGUR 22: Einar Sonic fimmtudag kl. 22. Sævar og Ýr á ann- arri hæð föstudag. Palli og Biggi Maus á annarri hæð laugardag.  NASA VIÐ AUSTURVÖLL: Ís- lenski fáninn föstudag kl. 23. Straumar og Stefán laugardag kl. 23.  NESKIRKJA: Lokatónleikar hjá Félagi harmonikuunnenda sunnudag kl. 17. Hljómsveitir félagsins leika und- ir stjórn Reynis Jónassonar og Guð- mundar Samúelssonar.  NIKKABAR, Hraunberg 4: Tveir Einfaldir föstudag og laugardag.  PLAYERSPORT BAR, Kópavogi: SSSÓL föstudag. Sixties laugardag.  PRAVDA: Áki Pain föstudag á neðri hæðin Bling & Ghetto. Áki Pain laug- ardag. DJ Valdo á neðri hæðinni.  SJALLINN, Akureyri: Björgvin Halldórsson og Brimkló laugardag kl. 23 til 04. Dj Andri á Dátanum. FráAtilÖ Lokbrá leikur á Grandrokk í kvöld ásamt Touch. KK eða Kristján Kristjánsson er blús- ari mikill og hefur nú sett saman blús- band sem mun troða upp á Borginni í kvöld. Það er Blús- félag Reykjavíkur sem stendur að tón- leikunum. KK Blús- band er skipað þungavigtarmönnun en ásamt KK, sem mun sjá um söng, gítar- og munn- hörpuleik leika þeira Ásgeir Ósk- arsson á trommur, Tómas Tómasson á bassa, Sigurgeir Sigmundsson á gítar og Þórir Baldursson á Hammond. „Þetta er í fyrsta sinn sem þetta band kemur fram,“ segir KK. „Ég hef t.d. aldrei spilað blús með Tómasi en hann stjórnaði upptökum á Bein leið og Hotel Föryoar sem KK Band gerði. Ás- geir var með mér í fyrsta KK bandinu og ég og Þórir spil- uðum einu sinni blús saman í Kaffileik- húsinu sem dúett. Hann er alger „grúv“-hundur!“ KK segir að menn séu bara í „fíling“, ekkert sé búið að æfa, í mesta lagi verði rennt í gegn- um þetta í hljóðpruf- unni. „Ég læt þá bara fá lagalista og segi þeim í hvaða tónteg- und þetta er. Svo verður bara talið í!“ KK Blúsband spilar á Hótel Borg „ … bara talið í!“ Tónleikarnir eru á Hótel Borg og hefjast stundvíslega klukkan 21.00. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. KK á von á því að stemn- ingin verði sveitt í kvöld. BOÐIÐ verður upp á óperusöng í fyrsta skiptið á bresku tónlistarhá- tíðinni í Glastonbury í ár. Meðlimir í Ensku þjóðaróperunni munu flytja Valkyrjur Wagners fyr- ir hátíðargesti en alls verða flytj- endur að verkinu yfir hundrað tals- ins. Tilgangurinn með framtakinu er að freista þess að óperutónlistin eignist nýja unnendur. Uppselt er á hátíðina, alls 112 þúsund miðar seldir, en helstu númer verða Sir Paul McCartney, Oasis og Muse. Reuters McCartney verður aðalmaðurinn á Glastonbury, þótt Wagner fái að gægjast inn. Ópera á Glastonbury HAFNFIRÐINGNUM Jóni Sigurðssyni og félaga hans fannst barnamyndamarkaðurinn á Íslandi heldur fátæk- legur og ákváðu þeir því sjálfir að stofna dreifingarfyr- irtækið Thorsfilm ehf. sem einbeitir sér að dreifingu barnamynda hér á landi. Fyrsta myndin sem þeir völdu var spænska teiknimyndin Drekafjöll sem frumsýnd var í Háskólabíói um helgina. „Okkur fannst vera lítið úrval fyrir börn svo við ákváðum að einbeita okkur að þeim hópi. Við eigum báðir börn og þekkjum hvernig það er þegar mann langar til að fara með þau í bíó. Þá eru kannski ein, tvær, þrjár mynd- ir sem hægt er að velja um og þau kannski búin að sjá þær allar,“ útskýrir Jón. Þeir stofnuðu fyrirtækið í fyrra og hófu strax að leita að myndum sem þeir gætu dreift hér á landi. „Við feng- um sendan fjölda mynda víðs vegar að en spænska mynd- in varð ofan á. Þetta er skemmtilegt ævintýri um baráttu góðs og ills með drekum og þessháttar ævintýrafígúrum sem eru í uppáhaldi hjá börnum,“ segir hann og bætir við að mikil gróska sé í teiknimyndagerð á Spáni. Út í djúpu laugina Jón er lærður leikari en segist lítið hafa komið nálægt leiklistinni. Hann hefur þó tekið þátt í áhugamannaleik- húsi, m.a. nokkrum uppfærslum með Leikfélagi Hafn- arfjarðar. Hann starfaði áður hjá póstinum í heimabæ sínum en segist alltaf hafa verið gagntekinn af kvik- myndum og kvikmyndagerð. „Við vissum í rauninni lítið hvað við vorum að fara út í og má segja að við höfum hent okkur í djúpu laugina strax. Tæknihliðin var okkur til dæmis lokuð bók þótt við vitum talsvert um þetta núna. En við fengum gott fólk til að vinna með okkur og þetta gekk mjög vel.“ Fengu styrk Aðspurður um framhaldið segir Jón að þeir stefni á að dreifa fleiri myndum og þeir séu núna að leita eftir góðu efni. „Við ætlum nú samt að bíða og sjá hvernig þessi mynd gengur enda er mjög dýrt að standa í þessu, tal- setning á íslensku er til dæmis mjög kostnaðarsöm.“ Hann bendir á að þeir hafi fengið styrk til verkefnisins frá MEDIA sem sé sjóður á vegum Evrópusambandsins. Sjálfur hefur Jón gaman af því að horfa á góðar barna- myndir og á sér sínar uppáhalds myndir í þeim flokki. „Það var ógleymanlegt þegar maður sá Lion King í bíó og svo var Toy Story frábær. Þá var fyrir nokkru sýnd hérna japönsk teiknimynd sem hét Nemó litli sem var góð.“ Nýtt fyrirtæki dreifir kvikmyndum fyrir börn Jóni Sigurðssyni finnst vanta efni fyrir börn. Lion King í uppáhaldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.