Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 65 Ekki eiga við hattinn hans ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. texti. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i.12 ára KEFLAVÍK kl. 8 og 10.30 B.i.12 KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. Kötturinn með hattinn Fyrsta stórmynd sumarssins ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. Með L i ndsay Lohan úr Freaky Friday Frábær gamanmynd um Dramadrottninguna Lolu sem er tilbúin að gera ALLT til að hitta „idolið“ sitt! EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.10. B.I. 16 ÁRA. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. Mögnuð mynd byggð á sönnum arburðum. Með Orlando Bloom (Lord of the Rings, Pirates of the Caribbean), Heath Ledger (A Knight’s Tale), Naomi Watts (The Ring), og Óskarsverðlaunahafinn Geoffrey Rush (Shine). Það eru 4 leiðir inn í Drekafjöll, en það er ekki allt sem sýnist! Frábær fjölskyldu og ævintýramynd l i i i í j ll i ll i ! j l l i Með íslen sku tali F r u m s ý n d á m o r g u n „Frábærar reiðsenur, slagsmálatrið i, geggjaðir búningar og vel útfærðar tæknibrellur“ Fréttablaðið Viggo Mortenson í magnaðri ævintýramynd byggð á sannri sögu! Stranglega bönnuð innan 16 ára. SV. MBLVE. DV  Tær snilld. Skonrokk. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. KRINGLAN Sýnd kl. 6. Ísl tal. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.30. KRINGLAN Sýnd kl. 6. ísl tal ÁLFABAKKI Kl. 4 og 6. Enskt tal kl. 4. ísl tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i.12 ára AKUREYRI Sýnd kl. 6. ísl tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i.12 ára Þú átt fótum þínum fjör að launa! KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Lortur hyggst frumsýna heimildarmynd í fullri lengd um Sigur Rós í haust. Liðsmenn Lorts voru í slagtogi með Sigur Rós á síðasta ári og fylgdu sveitinni meðal ann- ars á Hróarskelduhátíðina og á Glastonbury-hátíðina og öfluðu myndskeiða bæði uppi á sviði og á bak við það. Sigur Rós mun þá eftirláta myndinni tónlist sem verður sér- staklega samin af tilefninu. Leikstjórn var í höndum þeirra Bjarna Þórs Sigurbjörnssonar og Hafsteins Gunnars Sigurðssonar en um klippingu sá Kristján Leif- ur Pálsson. Ragnar Ísleifur Bragason, einn Lortsmanna, sá um viðtöl í mynd- inni, hélt dagbókarfærslur sem bregður þar fyrir og sá um ým- isleg skipulagsatriði. „Þannig var að við sem stönd- um að myndinni þekkjum strák- ana í Sigur Rós ágætlega,“ út- skýrir Ragnar. „Sérstaklega Maríu Huld í Aminu og kærasta hennar, hann Kjarra. Það má segja að þetta hafi fæðst í róleg- heitum en hugmyndin kom upp fyrir um einu og hálfu ári síðan. Þeir ákváðu svo að við værum nógu góðir gæjar til að það væri óhætt að hleypa okkur með á túr.“ Lortsmenn brugðu sér því á Evróputúr sveitarinnar síðasta sumar og fylgdu sveitinni um í tæpar tvær vikur. „Þetta var spilað dálítið eftir eyranu, við bara tókum vélarnar með okkur, vorum með grófar hugmyndir og svo var bara látið vaða,“ segir Ragnar. „Samstarfið við meðlimi Sigur Rósar og þá aðila sem voru með þeim í túrnum gekk frábærlega enda einstök ljúfmenni á ferð- inni.“ Lortur gerir heimildar- mynd um Sigur Rós Atriði úr myndinni. Jónsi reynir sig við trommusettið. www.lortur.org PRINCE / Musicology Hann neitar að hér sé á ferð ein- hver endurkoma – réttilega því hann fór aldrei neitt, gaf síðast út plötu í fyrra (N.E.W.S.) og hefur gefið út einar tíu plötur á síðustu tíu árum. En það má samt kannski segja að hann sé kom- inn aftur í gamla formið, og þá meina ég gamla formið því tónlistin hér er að mörgu leyti afturhvarf til áranna þegar Prince var enn einn af þeim allra stærstu í bransanum og beðið var eftir hverri plötu frá honum með mikilli eftirvæntingu. Kannski er það vegna þess að hann er búinn að semja frið við útgáfufyrirtækin og kominn á mála hjá Sony, trúlega þó frekar vegna þess að maðurinn hefur öðlast andlegan frið eftir að hafa frelsast. En þetta er samt engin trúartónlist, bara ekta Prince-popp; sálarfönk á borð við titillagið (hans besta lag í háa herrans tíð), sýrufönk, grípandi eðalpopp („Cinnamon Girl“), sálar- ballöður („Call My Name“) og rokk- ballöður („A Million Days“). Þið sem voruð Prince-boltar hér áður fyrr og eruð næstum búin að gleyma honum, prófið þessa.  LAMBCHOP / Awcmon-Noyoucmon Kurt Wagner er séní. Um það verður ekki deilt. En séní eiga það stundum til að taka upp á brjál- æðislegum hlut- um sem e.t.v. ná ekki mikilli átt fyrir okkur með- aljónana. Þessi meðaljón hefði t.d. fremur viljað fá eina magra og rétt fitusprengda Lambchop-plötu heldur en að þurfa að að naga í gegn- um feitustu bitana til að komast að kjötinu góða á þessum tveimur mis- tæku plötum. En séní er hann Wagn- er og það sýnir hann ítrekað hér – á báðum plötunum. Þótt gefnar séu út í sitthvoru lagi þá er ekki annað hægt en að líta á þær sem heild, fyrri og seinni hlið á sömu plötu. En sé maður neyddur til að gera upp á milli barna sinna, þá er fyrri hliðin ögn kjötmeiri og safaríkari.  Erlend tónlist Skarphéðinn Guðmundsson mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.