Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ sem eitur í hans beinum. Minnis- stætt er að lokinni umdeildri sam- þykkt okkar SUS-verja á þeim tíma, að einhver úr okkar hópi, sem var á öndverðum meiði, sagði þetta íhalds- sömustu samþykktina í sögu SUS. – Já, svaraði Haraldur Blöndal að bragði með sýnilegri velþóknun. „Og það er gott. Íhaldssemi er dygð.“ Þessi orð urðu fleyg og algengt orðatiltæki í munni okkar vina hans upp frá þessu. Þetta lýsir Haraldi býsna vel. Hann var að sönnu tals- maður íhaldssamra gilda. Jafnframt hikaði hann ekki við að synda gegn straumnum ef honum bauð svo við að horfa í þágu þess málstaðar sem hann taldi sannan og réttan. Hann hafði líka lag á að sjá hlutina í öðru samhengi en blasti við augum við fyrstu sýn. Skoðanir hans mótuðust líka af skarpri rökhyggju hans; nokkuð sem örugglega hefur nýst honum vel í lögmennskunni, ævi- starfi hans. Þó stundum hafi strjálast um sam- verustundir okkar í erli dagsins, eins og gengur, héldum við alltaf góðu sambandi og vinskap. Það var ætíð gott að hitta hann eða heyra frá hon- um, þegar svo bar undir, þiggja frá honum góð ráð og njóta skarpra og frumlegra greininga hans á viðburð- um stjórnmálanna. Í þeim efnum tók honum enginn fram. Við ótímabært andlát míns gamla vinar sendi ég börnum hans, systk- inum og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Veri minning þessa góða og hjartastóra manns ætíð blessuð. Einar K. Guðfinnsson. HARALDUR BLÖNDAL Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, HÓLMFRÍÐUR ÁSTA BJARNASON, Sléttuvegi 7, sem lést í Hátúni 12 fimmtudaginn 29. apríl, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstu- daginn 7. maí kl. 15.00. Kristján Helgason, Sveinn Hólmar Guðmundsson, Jón Páll Bjarnason, Nökkvi Svavarsson, Máni Svavarsson, Atli Eyþórsson. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við fráfall og útför BALDURS SKARPHÉÐINSSONAR frá Dagverðarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra, Borgarnesi. Sigríður Skarphéðinsdóttir, Þuríður Skarphéðinsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞRÚÐAR (Dúu) GUÐMUNDSDÓTTUR, Hjalla, Ölfusi. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins- deildar 11E Landspítala. Finnbogi G. Vikar, Guðmundur K. Vikar, Guðný Snorradóttir, Lilja Vikar, Þorsteinn Hauksson, Erna Vikar, Unnur Vikar, Friðrik Kjartansson, Sigrún Vikar, Benedikt Sigurjónsson, Reynir Kristjánsson, Lilja Sveinsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, andaðist á Hrafnistu þriðjudaginn 4. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 11. maí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Halldór Kristinsson, Guðmundur Kristinsson, Edda Kristinsdóttir. Okkar ástkæri bróðir, vinur og stjúpfaðir, SVERRIR DAVÍÐSSON fyrrv. sjómaður, Bláhömrum 2, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut þriðjudaginn 4. maí. Eyjólfur Davíðsson, Ásgerður Birna Björnsdóttir, Anný Jóhannsdóttir, Sína Magnúsdóttir, Sævar Magnússon, Valdís Fransdóttir. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GUNNVÖR S. GÍSLADÓTTIR, Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Dalbraut 18, lést aðfaranótt miðvikudagsins 5. maí. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Friðjón B. Friðjónsson, Guðbjörg S. Runólfsdóttir, Jón S. Friðjónsson, Margrét Kristjánsdóttir, Gísli J. Friðjónsson, Hafdís Alexandersdóttir, Jórunn Friðjónsdóttir, Thor Thors. Elsku afi minn, ég ákvað að skrifa nokkur orð til minningar um þig og okkar samband. Það er ótrúlega skrýtið að hugsa til þess að þú sért dáinn, þú varst hjá mér og Agli manninum mínum síðast á föstudaginn langa í afmælinu hans Gabríels. Það er svo stutt síðan. Það var alltaf gaman að koma til þín í heimsókn, þú fylgdist svo vel með öllu sem var að gerast bæði í þjóðfélaginu og fjölskyldunni. Ég gat alltaf talað við þig um málefni líð- andi stundar. Ég dáðist alltaf að dugnaðinum í þér. Þú varst orðinn 79 ára og varst enn að vinna við að beita. Þú vildir vinna á næturnar svo þú gætir átt GÍSLI GUÐJÓN GUÐJÓNSSON ✝ Gísli GuðjónGuðjónsson fæddist í Villingadal á Ingjaldssandi 26. september 1924. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut föstu- daginn 16. apríl síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Akra- neskirkju 23. apríl. daginn fyrir þig og ömmu, aðallega til að geta sinnt henni og keyrt hana í þau verk- efni sem hún þurfti að sinna. Þegar þú varst lagð- ur inn á spítalann, mjög kvalinn og veikur, þá var amma það eina sem komst að hjá þér. Þú hafðir miklar áhyggjur af henni og þér leið ekki vel fyrr en hún var komin til þín og hélt í höndina á þér. Þá sá maður hvað þið elskuð- uð hvort annað heitt og hún var það síðasta sem þú talaðir um áður en þú sofnaðir svefninum langa. Það var líka alltaf rosalega gaman að koma með strákana okkar til þín, þá Ketil og Gabríel. Þú léttist allur í lund og vildir ekkert meira en fá að spjalla við þá. Það var nefnilega ein- hvern veginn alltaf þannig að þú naust þín best í kringum afabörnin þín. Elsku afi minn, þín er sárt saknað. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu og Egils og við munum ávallt minnast þín með hlýhug. Elsku amma mín og aðrir ná- komnir, megi Guð styrkja okkur öll á þessum erfiða tíma. Ástarkveðjur. Egill og Benedikta afastelpa. Elsku afi, það er komið að kveðju- stund. Það er svo sárt að kveðja þig á þessari stundu því allar góðu minn- ingarnar hrannast upp. Ég var nú svo mikið hjá þér og ömmu á Vest- urgötunni og fór alltaf til ykkar í há- deginu og eftir skóla þegar mamma var að vinna. Svo man ég að þú lagðir þig alltaf á gólfinu til að hlusta á há- degisfréttir. Ég fékk stundum að koma til þín í vinnuna og horfa í ofninn í sements- verksmiðjunni. Ég man ekki eftir þér öðruvísi en að þú varst alltaf að vinna og alveg þar til þú veiktist nú fyrir stuttu. Á jólunum, þegar ég var lítil, komstu aðeins í matinn og til að taka upp pakkana og um áramótin til að skjóta upp flugeldum. Síðan varstu aftur rokinn í vinnuna. Eftir að við mamma fluttum til Reykjavíkur kom ég oft upp á Akra- nes um helgar og var hjá ykkur. Það voru ófáar ferðirnar með Akraborg- inni þá. Svo var ég hjá ykkur einn vetur og kláraði 9. bekk þegar mamma fór til Ástralíu. Það var mjög gaman því þá var ég byrjuð að fara á sveitaböllin. Þegar ég nefni sveitaböll þá minnist ég þess hvað þér þótti gaman að dansa, syngja og spila í lúðrasveit- inni. Ég stalst stundum til þess að blása í lúðrana þína. Ég man hvað það var gaman að horfa á ykkur ömmu dansa því þið snertuð varla gólfið. Í útilegum söngst þú með í öllum lögunum án þess að vera með texta og þá sér- staklega þegar þú söngst „Undir blá- himni“. Það var eitt af þínum uppá- haldslögum. Um verslunarmannahelgi fyrir tveimur árum komst þú til okkar á Laugarvatn þar sem við gistum í tjöldum en þú á hóteli. Þar naustu þín til hins ítrasta við söng og gleði og að vera með okkur. Sama ár þótti mér vænt um þegar þú og amma vor- uð hjá okkur á aðfangadag og þú fékkst að borða rjúpur í fyrsta sinn. Elsku afi, þú varst rólyndis maður sem átti sér enga óvildarmenn. Þú varst frábær fyrirmynd okkar allra og alltaf til staðar ef eitthvað bjátaði á. Viltu vaka yfir mér, án þín er allt svo tómlegt hér, ég mun aldrei gleyma þér. Þú kær verður ætíð mér. (S.H.) Elsku afi, með þessum fáu orðum vil ég þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar og góðu minningarnar sem ég á um þig. Ég, Victor og Frið- rik kveðjum þig, elsku afi minn, og þökkum þér fyrir allt. Þín Lilja. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. JÓN GAUTI BIRGISSON ✝ Jón Gauti Birgis-son fæddist í Reykjavík hinn 23. nóvember 1959. Hann lést á Líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 13. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskapellu 21. apríl. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Okkur langar til að kveðja þig með þess- um fátæklegu orðum og þakka þér fyrir alla vináttuna og skemmti- legu stundirnar sem við áttum saman, hvort sem um var að ræða mat- arboð, klippingar, tölvuviðgerðir, hestaferðir eða útreiðartúra. Við gátum setið hér heilu og hálfu tímana og rætt um allt milli himins og jarðar, þú með blátt strípuefni í hárinu að laga tölvuna hans Arnars meðan ég eldaði mat handa okkur. Þér fannst ekkert mál að sitja með blátt strípuefni í hárinu þótt fleiri bættust í hópinn í matarboð- ið, þannig varst þú, ekkert upptek- inn af útlitinu, en alltaf mátti ég klippa þig ef ég hafði orð á því við þig. Mikill söknuður er í hjörtum okkar núna, við höfum öll misst svo mikið, því þú varst einstakur vinur og gott að hafa þig sem nágranna, elsku Gauti. Við Mási bróðir höfum þekkt þig í svo langan tíma og þú varst svo samofinn okkar fjölskyldu frá því við vorum bara börn því feður okk- ar voru vinir og síðast en ekki síst þið pabbi, elsku Gauti. Ykkar vin- átta var einstök. Allt í gegnum hestamennsku sem var þitt líf og yndi. Við sjáum þig nú ríðandi á græn- um engjum guðs á fallegum gæð- ingi. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, Hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæll á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Magnús R. Magnússon, Brynja Magnúsdóttir, Einar Hólm og synir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.