Morgunblaðið - 06.05.2004, Page 33

Morgunblaðið - 06.05.2004, Page 33
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 33 NÝ uppskera af íslensku græn- meti er að koma í verslanir þessa dagana og er nokkuð um nýjungar á markaði. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, bendir á nokkrar nýjar tegundir af salati sem hægt verður að rækta allt árið. „Þessi ræktun er ennþá á tilraunastigi en hefur fengið mjög góð viðbrögð og von er á þessum tegundum á markað á næstunni. Konfekttómatar eru annað dæmi, þeir eru sambland af sjérrítómötum og plómu- tómötum og munu verða í tak- mörkuðu magni. Einnig má nefna íslenskan kúrbít sem til- raunastöð Garðyrkjuskólans er að rækta og þá er paprikan fyrr á ferðinni en venja hefur verið til vegna tilrauna með ræktun undir raflýsingu. Íslenskt kletta- salat er líka komið á markað og næsta haust er von á radísum, sem ekki hafa verið til,“ segir hann. Gunnlaugur nefnir líka úti- ræktun á íslensku ísbergsalati og salat sem gerðar hafa verið tilraunir á sem lofa mjög góðu. Er þar um að ræða salattegund sem mikið er ræktuð í Finnlandi og mun verða á boðstólum allt árið, að hans sögn. Hollara, ferskara, bragðbetra „Þá má benda á salatþrennu í potti sem fólk getur rifið niður beint á diskinn en þar erum við að keppa við innflutta pokasal- atið. Í stuttu máli sagt er sér- staða íslenska grænmetisins þrí- þætt. Það er í fyrsta lagi hollara þar sem ræktunin er án auka- efna. Í öðru lagi er það ferskara, þar sem það kemur beint frá bónda, og í þriðja og síðasta lagi er það bragðbetra þar sem það er fullþroskað er það fer á markað,“ segir Gunnlaugur Karlsson að síðustu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Tómattínsla í gróðurhúsinu á Jörfa. Ýmsar nýj- ungar hjá garðyrkju- bændum Fyrsta voruppskeran af íslensku grænmeti Úrslitin í spænska boltanum beint í símann þinn Úrslitin í enska boltanum beint í símann þinn Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.