Morgunblaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 14
ERLENT
14 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍSKI undirhershöfðing-
inn Geoffrey Miller, yfirmaður fang-
elsismála í Írak, bað í gær írösku
þjóðina afsökunar á illri meðferð
bandarískra hermanna á íröskum
föngum í Abu Ghraib-fangelsinu.
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sætir vaxandi
gagnrýni fjölmiðla og demókrata
vegna málsins en talsmaður George
W. Bush sagði í gær að forsetinn
bæri enn fullt traust til ráðherrans
og teldi ekki að hann ætti að segja af
sér.
„Ég vil persónulega biðja írösku
þjóðina afsökunar á gerðum nokk-
urra foringja og hermanna sem hafa
brotið gegn stefnu okkar og hugs-
anlega framið glæpi,“ sagði Miller
við fréttamenn sem skoðuðu Abu
Ghraib-fangelsið, nálægt Bagdad.
„Ég ábyrgist persónulega að þetta
gerist ekki aftur.“
Miller var gerður að yfirmanni
fangelsismála í Írak í síðasta mánuði
og hann kvaðst þegar hafa gert
veigamiklar breytingar á fangelsun-
um. „Við höfum bætt reglurnar. Ég
ábyrgist persónulega að við munum
fylgja þeim.“
Undirhershöfðinginn sagði að ver-
ið væri að endurskoða aðferðirnar
sem beitt væri við yfirheyrslur og
hann hefði þegar bannað fangavörð-
um að halda föngum vakandi dögum
saman áður en þeir væru yfirheyrð-
ir. Þá mætti ekki lengur halda föng-
unum í „þreytandi stellingum“ – til
að mynda að láta þá standa kyrra
með hendur yfir höfði í margar
klukkustundir – nema yfirmenn
hersins heimiluðu það sérstaklega.
Helmingi fanganna sleppt
Miller hét því að 3.200 fangar, sem
haldið hefur verið í tjaldi í brennandi
sólskini, yrðu fluttir á skuggsælli
stað á fangelsislóðinni. Hernámsliðið
hefur verið gagnrýnt fyrir að leyfa
ekki skyldmennum fanga að heim-
sækja þá mánuðum saman og Miller
sagði að frá og með mánudeginum
kemur ættu fangarnir rétt á tveimur
heimsóknum á mánuði.
Miller sagði að föngunum í Írak
yrði fækkað um helming og þeir sem
væru ekki lengur taldir hættulegir
öryggi Íraks yrðu látnir lausir.
Bandaríkjaher hefur leyst tíu
fangaverði frá störfum og ákært sex
þeirra fyrir að hafa pyntað og nið-
urlægt fanga í Abu Ghraib. Hafnar
hafa verið fimm rannsóknir á ásök-
unum um illa meðferð á föngum og
ein þeirra snýst um hvort leyniþjón-
ustumenn hafi hvatt fangaverði til
að niðurlægja fanga.
Rumsfeld krafinn svara
Donald Rumsfeld viðurkenndi í
fyrradag að málið hefði skaðað her-
námsliðið en neitaði því að varnar-
málaráðuneytið hefði brugðist of
seint við ásökunum um illa meðferð
á föngum í Írak. Hann sagði að
Bandaríkjaher hefði skýrt fjölmiðl-
um frá þessum ásökunum á hendur
hermönnum í janúar þótt málið hefði
ekki vakið mikla athygli fyrr en í
vikunni sem leið þegar bandarísk
sjónvarpsstöð sýndi myndir af pynt-
ingunum. „Við vissum ekki um um-
fang málsins.“
Rumsfeld og Richard Myers, for-
seti bandaríska herráðsins, sögðust
hvorki hafa lesið skýrslu um rann-
sókn málsins né fengið eintök af
myndunum sem sýndar voru í sjón-
varpi. Rumsfeld kvaðst þó í fyrradag
hafa lesið samantekt um niðurstöður
og tillögur rannsóknarmannanna.
Bush hefði ekki enn lesið hana.
Demókratar í Bandaríkjunum
beina nú spjótum sínum að Rums-
feld og krefjast svara við því hversu
mikið hann vissi um málið áður en
það komst í hámæli. „Ef svörin reyn-
ast ófullnægjandi ætti að koma til af-
sagna,“ sagði Joseph Biden, þing-
maður demókrata í öldungadeild
Bandaríkjaþings.
„Hver einasta ákvörðun sem tekin
hefur verið í málefnum Íraks frá falli
Saddams Husseins hefur reynst
röng,“ bætti Biden við.
Washington Post sagði í forystu-
grein að Rumsfeld hefði lagt
„grunninn að glæpunum í Abu
Ghraib fyrir rúmum tveimur árum
þegar hann kom á því fyrirkomulagi
að föngum frá Afganistan var ekki
aðeins haldið í einangrun, án ákæru
og réttarhalda, heldur einnig án
nokkurs eftirlitskerfis sem hafði ein-
hverja þýðingu. Rumsfeld lét sig
engu varða að þetta var brot á Genf-
arsáttmálunum og hélt því fram að
fyrirkomulagið væri nauðsynlegt til
að afla mikilvægra upplýsinga. En
þetta bauð einnig heim hættu á illri
meðferð.“
Blaðið bætti við að draga ætti þá
embættismenn, sem stóðu fyrir fyr-
irkomulaginu, til ábyrgðar.
Yfirmaður fangelsa í Írak biður landsmenn afsökunar á illri meðferð á föngum
„Ábyrgist persónulega að
þetta gerist ekki aftur“
Abu Ghraib, Washington. AFP, AP, Los Angeles Times.
Rumsfeld varnarmálaráðherra sætir
vaxandi gagnrýni í Bandaríkjunum
Reuters
Víða í múslimaríkjum hefur illri meðferð bandarískra hermanna á föngum
í Írak verið mótmælt, hér Tyrkir í Istanbúl. Konan með pokann yfir höfð-
inu heldur á spjaldi með áletruninni „Lýðræði að hætti Bandaríkjanna“.
ÖLDRUÐ kona gengur hjá vett-
vangi þar sem grískir rannsókn-
arlögreglumenn eru að störfum
þar sem þrjár tímasprengjur
sprungu fyrir aftan lögreglustöð í
Aþenu í gær.
Sprengingarnar ollu töluverðu
tjóni en engan sakaði þó. Svæðið í
kringum lögreglustöðina var lok-
að af eftir að ónafngreindur mað-
ur hringdi í dagblað og varaði við
sprengingunum. Lögregla fann
fjórðu sprengjuna og gerði
óvirka.
Veldur tilræðið grískum yfir-
völdum áhyggjum nú er aðeins
100 dagar eru í að Ólympíu-
leikarnir verða settir í Aþenu.
AP
Sprengt í Aþenu
RÚMLEGA 200 múslimar hafa ver-
ið myrtir og um 120 er saknað eftir
árás herflokka kristinna manna á bæ
í miðri Nígeríu. Einn helsti leiðtogi
múslima í Nígeríu sagði í gær að
„fjöldamorð“ hefði verið framið.
Abdulkadir Orire, framkvæmda-
stjóri Jama’atu Nasril Islam, helstu
samtaka múslima í landinu, sagði að
yrði ekki brugðist við og ofbeldið
stöðvað mætti búast við því að við-
líka óhæfuverk yrðu framin víðar í
landinu.
Í máli Orires kom fram að 200 til
250 manns hefðu verið myrtir á
sunnudag í áhlaupinu á bæinn Yelwa
sem er um 300 kílómetra austur af
borginni Abuja. Um 120 manna væri
saknað, ekki væri vitað hvort við-
komandi hefðu einnig verið drepnir
eða væru í felum. Í þeim hópi væri að
finna konur og börn. Sagði hann
mikla spennu enn ríkja og ógerlegt
væri að segja til um hversu margir
hefðu týnt lífi. Kristnu herflokkarnir
hefðu beitt vélbyssum þegar fjölda-
morðið var framið. Vitni segja að
mennirnir hafi ekið inn í bæinn á
tveimur jeppum sem báru þungar
vélbyssur. Þeir hafi hafið skothríð á
óbreytta borgara en liðsmenn her-
flokkanna hafi farið um myrðandi og
brennandi, vopnaðir rifflum og
sveðjum.
Að verki munu hafa verið menn
sem tilheyra Tarok-þjóðflokknum.
Þeir hafa löngum deilt um yfirráð yf-
ir landi við nágranna sína sem til-
heyra þjóðflokkum Hausa og Fulani.
Hefur iðulega komið til mannvíga af
þessum sökum.
!
!"#$ "
% $$$$
&
'( $$ &
" #$# %
& ' $ $$ ( )( & * & #
+ &*$
$
"
,
"
-
.
"-$
$
*
$ *(
/0 +
)
* 1 $
Fjöldamorð
í Nígeríu
Kano í Nígeríu. AFP.
Á SAMA tíma og Silvio Berlusconi,
forsætisráðherra Ítalíu, fagnar sigri
liðs síns, AC Milan, í efstu deild
ítölsku knattspyrnunnar, getur hann
fagnað öðrum merkisatburði í
stjórnmálunum. Hann er frá og með
deginum í gær forsætisráðherra
þeirrar ríkisstjórnar, sem lengst hef-
ur setið á Ítalíu frá því síðari heims-
styrjöldinni lauk árið 1945. Að því er
kemur fram á vef BBC hefur Berlus-
coni tekist að halda ríkisstjórninni
saman í 1.060 daga. Fyrra metið
setti ríkisstjórn sósíalistans Bettino
Craxi fyrir átján árum.
Frá lokum seinni heimsstyrjaldar
hafa 59 ríkisstjórnir setið á Ítalíu og
var gjarnan talað um hring- eða
veltihurð stjórnmálanna á Ítalíu.
Frá því að Silvio Berlusconi tók
við völdum í maí árið 2001 hefur
hann þurft að berjast fyrir lífi stjórn-
arinnar. Samstarfsflokkar hans hafa
verið honum óþægur ljár í þúfu,
einkum hið þjóðernissinnaða Norð-
urbandalag.
Stjórnarandstöðuflokkarnir, sem
eru til vinstri og á miðju stjórnmál-
anna, hafa á sama tíma átt í basli og
skortur á afgerandi forystu þykir
hafa bætt gráu ofan á svart. And-
stöðuflokkarnir eru ósammála um
margt og hefur það, að sögn stjórn-
málaskýrenda, gert líf forsætisráð-
herrans bærilegra fyrir vikið.
Ágreiningur um Berlusconi sjálf-
an hefur mjög sett svip sinn á valda-
tíma ríkisstjórnar hans. Berorðar yf-
irlýsingar hans hafa oft farið fyrir
brjóstið á fólki bæði heima og er-
lendis. Þá hafa ásakanir á hendur
forsætisráðherranum um hags-
munaárekstra hundelt hann allan
hans stjórnmálaferil en Berlusconi
er, sem kunnugt er, einn auðugasti
maður Ítalíu og á m.a. stærstu fjöl-
miðlasamsteypur landsins.
Stjórn Berlusc-
onis setur met
Frá stríðslokum hefur engin stjórn
á Ítalíu setið eins lengi samfleytt
AP
Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.
NORSKA lögreglan handtók
síðdegis í gær sjö manns í mið-
borg Óslóar. Tengjast handtök-
urnar rannsókn á bankaráninu í
Stafangri í apríl. Í kjölfarið hef-
ur verið lýst eftir einum manni í
tengslum við ránið. Lögreglan
var fámál um aðgerðirnar í gær,
að sögn norskra fjölmiðla, en
segir að fólkið sem handtekið
hafi verið tengist ekki banka-
ráninu beint heldur umfangs-
miklu fíkniefnamáli.
Lögreglumaður lét lífið þeg-
ar hópur ræningja réðst inn í
dreifingarmiðstöð bankanna í
Stafangri 5. apríl og hafði á
brott með sér stórfé.
Handtökur
í Ósló