Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 171. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Skipstjóri á skemmtibát Til sjós á ný eftir alvarlegt slys fyrir 2 mánuðum | Minn staður 22 Fólkið og Íþróttir í dag Fólkið | Sumarstörf í sólinni  Hátalarar í vasann Grínstuttmynd  Íþróttir | Fremsti og frægasti dómarinn  Völler hættur  Fyrsta mark Veigars HINN herskái al-Qaeda-tengdi hópur Jórdanans Abu Mussab al-Zarqawi sendi frá sér yfirlýsingu, sem birt var á vefsíðu íslamista í gær, þar sem hann lýsir ábyrgð á hendur sér á hrinu hryðju- verkaárása í Írak sem bönuðu a.m.k. 92 mönnum. „Með hjálp Guðs hrintu bræður okkar í Tawhid wa al-Jihad [Sameiningu og heilögu stríði] í fram- kvæmd umfangsmikilli árás í nokkrum héruðum landsins,“ segir í yfirlýsingunni, sem var und- irrituð af „hernaðararmi „Tawid wal Jihad“ í Írak“. Ekki reyndist unnt að ganga strax úr skugga um sannleiksgildi yfirlýsingarinnar. Talsmenn hernámsyfirvalda sögðu að minnsta kosti 92 menn hafa týnt lífi í árásunum, sem hóf- ust í dögun í gærmorgun í borginni Baquba og breiddust síðan eins og eldur í sinu til fleiri staða í „súnní-þríhyrningnum“ norður og vestur af Bag- dad. Bílsprengjur sprungu í Mosul í N-Írak. Sveitir róttæka klerksins Moqtada Sadr lýstu yfir vopnahléi í gær og sögðust tilbúnar til að tryggja að ekki verði framin hryðjuverk á mik- ilvægum stöðum næstu tvær vikur. Reuters Íraskur unglingur ber slasaðan dreng frá vett- vangi bílsprengjutilræðis í Mosul í N-Írak í gær. Menn Zarqaw- is lýsa ábyrgð á árásum Dubai. AFP.  Hátt í 100/16 FERÐIR vegna læknisaðgerða erlendis voru 153 í fyrra en Tryggingastofnun (TR) greiðir allar slíkar ferðir, læknismeð- ferðir, ferðakostnað og uppihald sjúklings og samþykktra fylgd- armanna. Kostnaður almanna- trygginga vegna þessara að- gerða nam tæplega hálfum milljarði króna eða um 493 milljónum króna. Flestar að- gerðirnar erlendis í fyrra voru vegna hjartasjúkdóma eða líf- færa- og beinmergsígræðslna. 28 einstaklingar fóru utan vegna hjartaaðgerða á síðasta ári, þar af 18 börn. TR er í sam- starfi við ýmis erlend sjúkrahús og hefur auk þess gert samn- ferðir hingað heim en ferðum út hafi engu að síður fjölgað und- anfarinn áratug, m.a. vegna þess að hægt er að framkvæma aðgerðir sem ekki var mögulegt áður. Hlutfall læknisaðgerða sem Íslendingar njóti erlendis hafi þó væntanlega lækkað. Þetta sé líka spurning um lífs- gæði einstaklingsins, ekki að- eins það hvort hann sé frískur eða veikur. Lífsgæðin hvað þetta varðar séu orðin miklu meiri en áður var. Spurð um ferðakostnað vegna aðstandenda segir Guð- laug að hann sé greiddur fyrir sjúklinginn og síðan fyrir sam- þykkta fylgdarmenn. inga við nokkur þeirra um að- gerðir fyrir Íslendinga. Í fyrra fóru 132 Íslendingar í aðgerðir á sjúkrahúsum erlend- is, samanborið við 123 einstak- linga 2002 og 134 árið 2001 en þá var fjöldi ferða 163 sem út- skýrir mikil útgjöld á því ári. Sjúklingarnir sem sendir eru utan eru á öllum aldri, allt frá nokkurra daga gömlum börnum og upp í áttrætt en algengast er þó að fólkið sé á miðjum aldri eða yngra en mun sjaldgæfara er að aldraðir fari í aðgerðir er- lendis. Guðlaug Gísladóttir á sjúkra- tryggingasviði TR segir að sí- fellt sé verið að flytja fleiri með- 500 milljónir í aðgerðir ytra Fjöldi læknisaðgerða á Íslendingum erlendis skýrist af framförum ÁSGEIR Haraldsson, yfirlæknir Barnaspítala Hringsins, segir að í stórum dráttum megi skipta þeim börnum sem fara utan í aðgerðir í þrjá hópa. Hann segir að stærsti hópurinn séu börn með hjarta- galla og nefnir Ásgeir að um helmingur að- gerða sé fram- kvæmdur hér- lendis, en um 20–30 börn þurfa að fara í slíkar aðgerðir árlega. Næst- stærsti hópurinn séu börn sem þurfi á líffæra- ígræðslum að halda og undir þann minnsta heyri vandamál sem skoð- uð eru í hverju tilviki fyrir sig. Hann segir þróunina vera í þá átt að fleiri aðgerðir verði hægt að framkvæma hér. Stærsti hóp- urinn börn með hjartagalla ÓTRÚLEGA spennandi viðureign Portúgala og Englendinga á EM lauk með sigri gestgjafanna eftir vítaspyrnukeppni. Ricardo, markvörður Portúgala, skoraði úr sjöundu spyrnu þeirra og sendi Englendinga heim. Heimamenn fögnuðu innilega, en, sorg Englendinga var mikil. / Íþróttir Reuters Fögnuður Portúgala TYRKNESKA lögreglan handtók í gær tvo karla og konu sem grunuð eru um að tengjast spreng- ingu sem varð í strætisvagni í Istanbúl. Fjórir létu lífið, þ.á m. kona sem talið er að hafi haldið á sprengjunni, og um 15 manns særðust. Fyrr í gær sprakk lítil sprengja nálægt hóteli í höfuð- staðnum Ankara þar sem búist er við að George W. Bush Bandaríkjaforseti muni gista er hann kemur þangað á morgun til viðræðna við tyrk- neska ráðamenn. Sprengjan olli engum mann- skaða. Grunur beinist að marxistasamtökum. Bush mun sækja leiðtogafund Atlantshafs- bandalagsins, NATO, er hefst í Istanbúl á mánu- dag. Talsmenn forsetans sögðu ekki ráðgert að breyta ferðaáætlun hans, þrátt fyrir tilræðin. Sprengjutilræði í Tyrklandi Istanbúl. AP, AFP. BAUGUR Group mun í dag ganga frá samningum um kaup á ráðandi hlut í brezku tízkuverzlanakeðj- unni Karen Millen og Whistles, samkvæmt heimildum brezka blaðsins The Times, sem birti frétt þessa efnis á vef sínum í gær- kvöldi. Að sögn The Times er kaupverðið rúmlega 100 milljónir punda, eða yfir 13 milljarðar ís- lenzkra króna. Fram hefur komið að Baugur væri í viðræðum við Kevin Stan- ford, fyrrverandi maka Karen Mill- en, hönnuðarins sem keðjan er kennd við, um kaup á 60% hlut hans. The Times segir að gera megi ráð fyrir að söluhagnaður Stanfords nemi 60 milljónum punda, tæplega átta milljörðum króna. Að fullu í eigu Íslendinga? Fyrir eiga íslenzkir fjárfestar 40% í fyrirtækinu. Þeirra á meðal eru KB banki og Sigurður Bollason og Magnús Ármann, sem samhliða kaupum sínum í fyrirtækinu árið 2001 réðust til stjórnunarstarfa hjá fyrirtækinu. Kaupi Baugur allan hlut Stanfords, eiga íslenzkir fjár- festar því fyrirtækið að fullu. Karen Millen rekur um 75 verzl- anir í Bretlandi undir eigin nafni og 50 undir nafni Whistles. Þá eru reknar verzlanir undir nafni keðj- unnar víða um heim samkvæmt sérleyfissamningum, m.a. hér á landi. Baugur nær Karen Millen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.