Morgunblaðið - 25.06.2004, Page 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SENDISKRIFSTOFA Íslands í Úg-
anda var opnuð hinn 22. júní síðast-
liðinn. Er það í samræmi við
ákvörðun utanríkisráðuneytisins
og Þróunarsamvinnustofnunar Ís-
lands (ÞSSÍ) að gera umdæm-
isskrifstofur stofnunarinnar í Úg-
anda og Malaví að sendiskrifstofum
Íslands. Markmiðið með breyting-
unum er að efla enn frekar tengsl
Íslands við Úganda og Malaví í þró-
unarsamvinnu og styrkja stöðu um-
dæmisskrifstofa ÞSSÍ og starfs-
manna þeirra gagnvart
stjórnvöldum.
Umdæmisstjórar ÞSSÍ, Ágústa
Gísladóttir í Úganda og Þórdís Sig-
urðardóttir í Malaví, hljóta titil
staðgengils sendiherra en sendi-
herra Íslands gagnvart þessum
ríkjum, Benedikt Ásgeirsson, verð-
ur eftir sem áður staðsettur í Mós-
ambík. Árni Magnússon félags-
málaráðherra mun fyrir hönd
utanríkisráðherra opna send-
iskrifstofu Íslands í Malaví form-
lega hinn 30. júní næstkomandi en
hann verður staddur þar í op-
inberri heimsókn.
Tvær sendi-
skrifstofur í Afríku
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
dæmdi í gær 19 ára pilt í hálfs árs
fangelsi fyrir skjalamisnotkun,
vopnalagabrot, umferðarlagabrot,
fíkniefnabrot sem varðaði tilraun
til smygls á 125 grömmum af kók-
aíni, nytjastuld og þjófnað á ár-
unum 2002 og 2003. Dómurinn
gerði upptæk járnkylfu, hníf og
loftskammbyssu. Tekið var tillit til
ungs aldurs ákærða og sam-
vinnufýsi hans við að upplýsa mál-
ið. Þá kom fram í málinu að hann
væri hættur fíniefnaneyslu og leit-
aðist við að bæta ráð sitt. Hins veg-
ar varð ekki litið fram hjá því að
smygltilraun hans var alvarlegt
brot.
Málið dæmdi Gunnar Alexand-
ersson héraðsdómari. Verjandi
ákærða var Sigmundur Hannesson
hrl. og sækjandi Sigríður Josefs-
dóttir saksóknari hjá ríkissaksókn-
ara.
Hálfs árs fangelsi
fyrir ýmis brot
ÍSLENSKAR leiðbeiningar skorti
með 19 af 24 öryggishjálmum til at-
vinnunota, sem
skoðaðir voru í
úrtakskönnun
sem Vinnueft-
irlitið fram-
kvæmdi í sam-
starfi við
Löggilding-
arstofu. Úrtaks-
könnunin fór
fram árið 2003 í
tengslum við samnorrænt verkefni
um markaðseftirlit með persónu-
hlífum.
Heimsóttir voru 14 sölustaðir þar
sem skoðaðar voru 24 tegundir ör-
yggishjálma til atvinnunota og 12
hjálmar til einkanota, segir á vef-
síðu Vinnueftirlitsins. Af 24 hjálm-
um til atvinnunota kom í ljós að
með 19 hjálmum (79%) fylgdu ekki
notkunarleiðbeiningar á íslensku.
Á vefsíðu Vinnueftirlitsins segir
jafnframt að könnunin hafi leitt það
í ljós að veruleg breyting til batn-
aðar hafi orðið á markaðnum miðað
við fyrri samnorræn verkefnin sem
gerð voru árin 1995–1996 og 2000–
2001.
Leiðarvísi vantar á
öryggishjálma
KRISTJÁN Ra. Kristjánsson, sem
dæmdur var í 2 ára fangelsi fyrir
hylmingu í Landssímamálinu á mið-
vikudag, mun áfrýja dómi sínum til
Hæstaréttar. Ekki hefur verið
ákveðið hvort dómi Ragnars Orra
Benediktssonar verður áfrýjað en
hann fékk 8 mánaða fangelsi. Ekki
náðist í Helga Jóhannesson, lög-
mann Sveinbjörns Kristjánssonar,
sem er erlendis.
Áfrýja héraðsdómi
MIKILLAR óvissu gætir meðal íbúa í Þingeyj-
arsýslum þar sem ekki hefur enn tekist að
ljúka fjármögnun nýrrar starfsemi við Mývatn
sem koma átti á fót í kjölfarið á lokun Kísiliðj-
unnar. Á fundi forsvarsmanna stéttarfélaganna
og framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar í vikunni
kom fram að stefnt er að því að ljúka fjármögn-
uninni sem fyrst en óvíst er hvenær það verður.
Óvissan hefur slæm áhrif á fólk og dæmi
um að það sé komið með aðra vinnu
Að sögn Aðalsteins Baldurssonar, formanns
Verkalýðsfélags Húsavíkur, gætir mikillar
óvissu meðal íbúa í Þingeyjarsýslum vegna
málsins. „Þessi óvissa hefur slæm áhrif og fólk
er farið að hugsa sér til hreyfings og dæmi eru
um að menn séu komnir með aðra vinnu. Óviss-
an er nú þegar farin að hafa áhrif á atvinnu-
ástandið og verður einungis verri eftir því sem
lengri tími líður. Við munum fylgjast vel með
þessu máli og viljum fá niðurstöðu sem fyrst,“
segir Aðalsteinn.
Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútu-
staðahrepps, segir að sú óvissa sem ríki sé
vissulega til óþæginda, jafnt fyrir íbúana og
sveitarfélagið. „Það eru ávallt einhverjar breyt-
ingar á högum fólks en þetta hefur auðvitað
áhrif og veldur óróa sem veldur því að fólk er
farið að leita fyrir sér annars staðar. Því má
ekki gleyma að það liggur fyrir að kísilgúrverk-
smiðjan hættir starfsemi og öllum verður sagt
þar upp störfum. Þá hafa forsvarsmenn Kís-
iliðjunnar sagt að þó að nýtt fyrirtæki hefji hér
starfsemi sé ekki tryggt að það ráði sama
starfsfólkið aftur. Um er að ræða nýtt fyrirtæki
og annars konar störf að einhverju leyti,“ segir
Sigbjörn og bætir því við að hann sé bjartsýnn
á að það takist að fjármagna hina nýju starf-
semi.
„Almennt séð langar fólk ekkert til þess að
flytjast héðan en þegar fólk hefur ekki vinnu
hlýtur það að leita annað. Það hefur þó mikil
áhrif fyrir svo lítið samfélag,“ segir Sigbjörn en
í Skútustaðahreppi búa um 450 manns.
„Fólk er farið að leita
fyrir sér annars staðar“
Kísilgúrverksmiðjunni við Mývatn verður lokað.
Atvinnuástand ótryggt því fjármögnun duftverksmiðju við Mývatn er ólokið
GESTUR, elsti sérsmíðaði vélbát-
urinn sem varðveist hefur hér á
landi var sjósettur til reynslu í
Bolungarvík fyrr í vikunni eftir
viðgerðir sem hafa staðið yfir í
tvö ár.
Hátíðarsigling um Djúpið
Heimir Hansson, hjá Byggða-
safni Vestfjarða, segir í samtali
við Morgunblaðið að báturinn
hafi reynst mjög vel.
Gestur fer svo í formlega
vígsluferð á morgun og fer bát-
urinn þá í sérstaka hátíðarsigl-
ingu frá Bolungarvík kl. 10 á
laugardagsmorgun til Ísafjarðar,
Súðavíkur og síðan út í Vigur,
sem er hin gamla heimahöfn
Gests. Þar verður boðið upp á há-
tíðarkaffi af þessu tilefni. Að
sögn Heimis mun bátur frá ferða-
þjónustu á Vestfjörðum sigla með
Gesti og flytja boðsgesti út í Vig-
ur. Gestur var smíðaður í Bolung-
arvík árið 1906.
Elsti sérsmíðaði
vélbáturinn sjósettur
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Gestur frá Vigur á reynslusiglingu.
EKKI er talið nauðsynlegt að
breyta landabréfum og fræðibókum
þegar í stað vegna niðurstaðna
nýrra mælinga á hæð Hvannadals-
hnúks, hæsta tinds Íslands. Komið
hefur í ljós, að hnúkurinn er 2.111
metrar á hæð, en hingað til hefur
verið stuðst við 100 ára gamla
mælingu danska landmælinga-
mannsins J. P. Koch á vegum
danska herforingjaráðsins, en hann
mældi Hvannadalshnúk 2.119
metra háan.
Magnús Tumi Guðmundsson, for-
maður Jöklarannsóknafélags Ís-
lands, segir nákvæmni fyrri mæl-
ingarinnar ekki meiri en svo að
ekki sé hægt að segja fyrir um
breytingar á hæð jökulsins miðað
við mælinguna núna.
Enn samt hærri
en Kebnekaise
„Óvissa í mælingu Kochs var 5
til 10 metrar, en nú er óvissan ein-
ungis um einn metri,“ sagði Magn-
ús í samtali við Morgunblaðið. „Til
þess að fara út í breytingu á op-
inberri hæð Hvannadalshnúks
þyrfti að staðfesta þessa hæð með
frekari mælingum. Trúlega er ein-
hver árstíðasveifla í hæð hnúksins
þar sem efsta lag hans er 20–30
metra hjarnfönn, sem breytist ef-
laust nokkuð. Það er sjálfsagt að
rannsaka þetta betur áður en farið
er út í að breyta opinberu tölunni.
Hins vegar er varla spurning um
hvort tölunni verður breytt, heldur
hvenær af því verður,“ sagði Magn-
ús ennfremur.
Talan 2.119 metrar hefur verið
birt víðs vegar, meðal annars í
samanburði við hæsta tind Svíþjóð-
ar, Kebnekaise Sydtopp, sem lengi
vel var talinn 2.117 metra hár, og
væri því hærri en Hvannadals-
hnúkur telst nú. Svo þarf þó ekki
að vera þar sem nýjustu mælingar
á Kebnekaise segja hann aðeins
2.104 metra háan, og nær hnúk-
urinn því enn að vera hærri.
Ákveðið var að framkvæma mæl-
inguna nú með GPS-mælitækjum í
tilefni af því að hundrað ár voru
liðin frá mælingu Kochs. Var hún
framkvæmd í árlegri vorferð Jökla-
rannsóknafélagsins í byrjun júní.
Mælingar voru gerðar með tveimur
GPS-mælitækjum, og var viðmið-
unarstöð föst GPS-mælistöð Land-
mælinga Íslands á Höfn í Horna-
firði. Stefnt er að því að stunda
frekari mælingar á hæð Hvanna-
dalshnúks á vegum Jöklarann-
sóknafélagsins í samvinnu við
Landmælingar Íslands.
Hvannadalshnúkur, hæsti tindur Íslands, er samkvæmt nýjustu mælingum
átta metrum lægri en talið var. Hann var áður mældur fyrir öld.
Hæð Hvannadalshnúks ekki
breytt strax á landakortum
Nýjar mælingar segja hæsta tind Íslands 2.111 metra
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
RÚMLEGA 770 umsóknir hafa
borist um nám við Háskólann í
Reykjavík. 450 nýnemar munu
hefja nám við skólann í haust og
því verður að hafna rúmlega 320
umsóknum. Alls munu 1450–1500
nemendur sitja skólann næsta
skólaár og er það mesti fjöldi nem-
enda frá stofnun skólans.
Tvær nýjar brautir verða í boði í
Háskólanum í Reykjavík á næsta
ári, meistaranám í fjármálum og
tungumálatengt viðskiptanám. 33
umsóknir bárust í meistaranám í
fjármálum og 34 sóttu um tungu-
málatengt viðskiptanám. Gert er
ráð fyrir því að 25 nemendur hefji
meistaranám í fjármálum og 30
tungumálatengt viðskiptanám. Þá
er mikil aukning frá því í fyrra í
meistaranám í tölvunarfræði en í
fyrra hófu 5 manns nám á þeirri
braut en nú hefja 10 manns nám.
Mest aðsókn er í lagadeildina en
165 sóttu um en einungis 90 verða
teknir inn.
Helmingi umsækjenda hafnað
Á þessu vori bárust nær nítján
hundruð umsóknir um nám við
Kennaraháskóla Íslands en ein-
ungis helmingi þess hóps verður
boðin skólavist. Nemendur við
Kennaraháskóla Íslands eru nú
um 2.400 og þeim hefur fjölgað
verulega á síðustu árum. Alls bár-
ust 1.500 umsóknir um nám í
grunndeild og hefur 685 verið boð-
ið að hefja nám. 334 umsóknir bár-
ust um nám í framhaldsdeild og
var 218 umsækjendum boðið að
hefja nám.
Mikil aðsókn
í Kennarahá-
skóla Íslands
og HR