Morgunblaðið - 25.06.2004, Page 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HART var tekist á um tillögur Þórólfs Árna-
sonar borgarstjóra um stofnun fimm þjónustu-
miðstöðva í hverfum Reykjavíkurborgar í borg-
arstjórn í gær, en tillagan var samþykkt með
atkvæðum meirihluta R-lista.
Þórólfur Árnason borgarstjóri mælti fyrir til-
lögunum, og sagði hann markmiðið með því að
koma upp þessum þjónustumiðstöðvum að efla
og bæta þjónustu við borgarbúa með því að
stytta boðleiðir, og nýta skattfé borgarbúa bet-
ur með betra skipulagi þjónustunnar. Einnig
munu þjónustumiðstöðvarnar gera borgina bet-
ur búna til samstarfs við íbúasamtök og aðra
aðila sem gjarnan hverfaskipta sinni þjónustu,
svo sem löggæslu, heilsugæslu og safnaðar-
starf.
Þórólfur sagði tillögur um þjónustumiðstöðv-
arnar fela í sér gagngera breytingu á skipulagi
þjónustu Reykjavíkurborgar, verið væri að
færa þjónustu við borgarbúa út í hverfin frá
miðlægum stofnunum borgarinnar. Hann sagði
víðtækt samráð hafa átt sér stað við starfs-
menn borgarinnar um þessa tillögu, og þegar
henni verði komið í framkvæmd verði haft fullt
samráð við starfsmenn og verkalýðsfélög
þeirra. Hann tók fram að ekki yrði um fækkun
starfa að ræða.
Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-lista,
benti á að tilraunir með þjónustumiðstöð af
þessu tagi hafi verið í gangi sl. sjö ár í Graf-
arvogi með þjónustumiðstöðinni Miðgarði, og
hefðu þær gefið góða raun. Því væri það sjálf-
sögð þjónusta við borgarbúa í öðrum hverfum
en Grafarvogi að byggja á þessari hugmynd og
stofna svipaðar miðstöðvar í öðrum hverfum
borgarinnar.
„Lagt í ferð án fyrirheits“
Minnihluti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn
gagnrýndi tillögurnar harkalega, og sagði Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokks, að hann hefði „sjaldan kynnst
óskynsamlegri tillögum“, og að þar væri „lagt í
ferð án fyrirheits“. Vilhjálmur sagði tillögu
borgarstjóra illa ígrundaða og ekki til þess
fallna að bæta samskipti við borgarbúa, og
lögðu sjálfstæðismenn í borgarstjórn til að af-
greiðslu tillögunnar yrði frestað þar til borg-
arstjórn kemur úr sumarfríi í september. Þeirri
tillögu var hafnað.
Vilhjálmur sagði fullyrðingar borgarstjóra
um víðtækt samráð ekki réttar. Rétt væri að
samráð hefði verið haft við upphaf verkefnisins,
en eftir það hefðu tillögurnar verið unnar al-
gerlega án samráðs við starfsmenn, en síðan
kynntar þeim sem orðinn hlutur áður en til-
lagan hefði verið samþykkt í borgarráði. Enn
fremur sagðist Vilhjálmur efast um að áætlanir
um kostnað vegna þessa verkefnis mundu
standast, og sagðist eiga von á meiri kostnaði
en borgarstjóri sæi fyrir.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks, benti á að eftir breytingar
sem gerðar hefðu verið á tillögunni áður en
borgarstjóri lagði hana fram væri að mestu um
að ræða starfsfólk félagsþjónustunnar sem
færðist í þessar hverfamiðstöðvar. Hún sagði
starfsfólk uggandi um störf sín þrátt fyrir að
sagt hefði verið að störfum yrði ekki fækkað.
Þörf á nánara samráði
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjáls-
lynda flokksins, tók undir tillögu sjálfstæð-
ismanna um að fresta bæri afgreiðslu tillög-
unnar þar til eftir sumarleyfi borgarstjórnar,
og benti á að þær tillögur sem borgarstjóri
lagði fram væru ekki þær sömu og kynntar
voru í upphafi. Í bókun Ólafs vegna málsins
segir að málið þarfnist nánara samráðs við
starfsfólk borgarinnar, auk þess sem þörf sé á
umsögn nefnda og ráða um tillöguna.
Á fundi borgarstjórnar var full sátt meiri- og
minnihluta um þann hluta tillögu borgarstjóra
sem laut að aukinni rafrænni þjónustu og því
að komið verði upp símaveri til að einfalda
samskipti við borgina og nýta betur starfs-
krafta sérfræðinga hennar, og var sá þáttur til-
lögunnar einnig samþykktur.
Tillögur R-listans um þjónustumiðstöðvar samþykktar í borgarstjórn
Gagnger breyting á skipu-
lagi þjónustu borgarinnar
Oddviti sjálfstæðis-
manna segist sjaldan
hafa kynnst óskyn-
samlegri tillögum
MEÐALLESTUR Morgunblaðsins síðustu vikuna
í maí 2004 mældist 51,2%, meðallestur Frétta-
blaðsins var 69,3% og meðallestur DV 19,5%,
samkvæmt nýrri fjölmiðlakönnun Gallup, sem
gerð var dagana 22.–28. maí 2004 og náði til dag-
blaða og sjónvarpsstöðva. Ekki var í könnuninni
spurt um gæði viðkomandi fjölmiðla. Í úrtaki
voru 1.200 Íslendingar á aldrinum 12–80 ára.
Svarhlutfall var 62,7%. Í könnun Gallup í mars
síðastliðnum var meðallestur Morgunblaðsins
53,4%, meðallestur Fréttablaðsins 66,3% og DV
20,5%.
Um 73,9% lásu Morgunblaðið eitthvað í um-
ræddri viku, og um 90,7% lásu eitthvað í Frétta-
blaðinu. 42,8% lásu eitthvað í DV.
Sjónvarpsáhorf var einnig mælt í könnuninni,
og kom þar í ljós að 94,4% horfðu eitthvað á Rík-
issjónvarpið í vikunni, 80,2% á Stöð 2 og Stöð 2+
og 72,8% á Skjá einn. 24,8% horfðu eitthvað á
Popp Tíví, og 19,3% á Sýn. Vinsælasti dag-
skrárliður Sjónvarpsins voru fréttir, íþróttir og
veður með 42,3% áhorf, hjá Skjá einum horfðu
flestir á CSI, eða 24%, og 30,2% horfðu á fréttir
Stöðvar 2.
51,2% lesa Morgunblaðið á hverjum degi
ÁTAKSHÓPUR Höfuðborgarsamtakanna og
Samtaka um betri byggð afhenti borgarstjórn-
arfulltrúum upplýsingar um tillögur hópsins um
breytt fyrirkomulag við færslu Hringbrautar við
upphaf borgarstjórnarfundar í gær.
Samtökin hafa komið fram með málamiðl-
unartillögu, en í henni felst að Hringbraut verði
lögð í opinn stokk á 600 metra kafla milli
Bústaðavegar og Njarðargötu. Borgarstjórn-
arfulltrúum voru einnig afhent gögn um tillögu
átakshópsins um mislæg gatnamót með hring-
torgi á mótum Bústaðavegar og Miklubrautar.
Tillögu vísað aftur
til borgarráðs
Málefni Hringbrautarinnar voru rædd lítillega
á borgarstjórnarfundinum sjálfum. Ólafur F.
Magnússon, fulltrúi Frjálslynda flokksins í
borgarstjórn, lagði til að borgarstjórn vísaði til-
lögu hans, um að gerð yrði úttekt á kostnaði og
fýsileika hugmynda átakshópsins, til embættis-
manna borgarinnar. Hann hafði áður tekið málið
upp í borgarráði, en þar var málinu vísað til
skipulags- og byggingarnefndar og samgöngu-
nefndar. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn studdu
tillögu Ólafs, en að tillögu Alfreðs Þorsteins-
sonar, fulltrúa R-lista, var málinu vísað aftur til
borgarráðs.
Afhentu borgarfulltrúum gögn
Morgunblaðið/Eggert
Dóra Pálsdóttir og Örn Sigurðsson afhenda hér Gísla Marteini Baldurssyni, varaborgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokks, tillögu Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð um Hringbrautina.
FORSETAKJÖR
BALDUR Ágústsson forsetafram-
bjóðandi stóð ekki fyrir skipulögðum
framboðsfundum í gær en notaði tím-
ann í stað þess til að svara fjölmiðlum
og mætti m.a. í útvarpsviðtöl á Út-
varpi Sögu og FM 957 í gærmorgun.
Hrafnhildur Hafberg, kosninga-
stjóri Baldurs, segist vera bjartsýn
fyrir kosningarnar og ánægð með
góða útkomu í skoðanakönnunum að
undanförnu. Hún segir Baldur og
stuðningsmenn hans alls ekki útiloka
sigur í kosningunum, þrátt fyrir að
mikill munur hafi verið á Baldri og
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ís-
lands, í könnunum. Hrafnhildur
reiknar með að útkoma kosninganna
verði önnur en niðurstöður skoðana-
kannana segja til um.
Í fyrrakvöld stóð Baldur fyrir
menningarkvöldi í kosningamiðstöð
sinni þar sem trúbadorinn Sigvarður
Ari söng frönsk sönglög, Hulda Dögg
Proppé söng og Hjalti Rögnvaldsson
las upp úr verkum Þórbergs Þórðar-
sonar.
Í gærkvöldi var svo boðið upp á lif-
andi tónlist í kosningamiðstöðinni og
léku Dáðadrengir, RVK-Spirits og
107-Raftónlist fyrir gesti.
Baldur Ágústsson
Baldur Ágústsson var í viðtali hjá
Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi
Sögu í gærmorgun.
Stefnt að sigri
ÁSTÞÓR Magnússon stóð fyrir fram-
boðsfundi á Netinu í fyrrakvöld og
þegar Morgunblaðið hafði samband
síðdegis í gær var Ástþór að búa sig
undir annan slíkan fund um kvöldið.
Hann segir fundinn á miðvikudag
hafa mælst vel fyrir og fjöldi manns
hafi mætt og rætt við hann á Netinu.
„Fólk var mjög hrifið af þessu og
svona fundir eru dæmi um raunveru-
legt lýðræði í hnotskurn,“ segir Ást-
þór, sem heimsótti heimilisfólk á
Hrafnistu í Hafnarfirði í gær ásamt
Natalíu Wium, eiginkonu sinni.
Ástþór segist meðal annars hafa
gefið vistmönnum bókina Virkjum
Bessastaði sem hann gaf út fyrir
kosningarnar 1996 og er bókin enn í
fullu gildi, að sögn Ástþórs. Hann
sýndi gestum einnig bréf frá hjálp-
arsamtökum í Betlehem þar sem
skorað er á þjóðina að taka undir þær
hugmyndir að beita forsetaembætt-
inu til að leysa deilurnar fyrir botni
Miðjarðarhafs.
Spurður hvort hann sé bjartsýnn
fyrir kosningarnar segist Ástþór
neita að trúa því að fimmtungur kjós-
enda ætli að vera svo tómhjartaður að
skila auðu þegar þeir geti stutt frið og
svarað kalli um hjálp frá Betlehem.
Einnig segist hann ekki trúa því að
svo margir ætli að kjósa mann með
hjarta úr steini sem hafi ítrekað ýtt
honum frá sér og ekki viljað lyfta litla
fingri til að hjálpa sér í baráttunni fyr-
ir friði í heiminum.
Ástþór Magnússon
Morgunblaðið/Þorkell
Ástþór Magnússon hélt kosn-
ingafund á Netinu í gærkvöldi
og fyrrakvöld.
Netfundur
dæmi um lýð-
ræði í hnotskurn