Morgunblaðið - 25.06.2004, Page 11

Morgunblaðið - 25.06.2004, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 11 ÚR VERINU TÖLUVERT hefur verið um að salt- fiskbirgðir hafi safnast upp hjá framleiðendum hérlendis í sumar. Hafa kaupendur erlendis haldið að sér höndum til að þrýsta á um verð- lækkanir en einnig sjá framleiðend- ur á Íslandi fram á hærra verð fyrir saltfiskinn með haustinu, einkum stærri fiskinn. Gunnlaugur Karl Hreinsson, framkvæmdastjóri GPG á Húsavík, segir sumarmánuðina jafnan vera hvað erfiðasta fyrir saltfiskseljendur en telur þó að markaðurinn sé nokk- uð þyngri nú en oft áður. „Neytend- ur í Evrópu velja að fá sér ís eða bjór frekar en saltfisk á heitum sumar- dögum. Það hefur verið töluverður þrýstingur á verðlækkanir um all- nokkra hríð. Það hefur því verið nokkuð erfiðara að selja fiskinn og menn freistast til að safna birgðum, kannski einkum þeir sem vinna meira af smáum fiski því það er auð- veldara að selja stóran fisk. Stærri fiskurinn er ákveðinn lykill á þessum markaði og er gjarnan notaður til að selja smærri fiskinn. En sumrin eru ekki góður sölutími fyrir saltfisk. Aftur á móti finnst mér eins og markaðurinn hafi verið nokkuð þyngri í sumar en oft áður og meiri þrýstingur á lægra verð. En þó er það alls ekki svo að það hafi skapast neitt örvæntingarástand. Menn eru ýmsu vanir á þessum markaði,“ segir Gunnlaugur. Þórarinn Kr. Ólafsson, vinnslu- stjóri í fiskverkuninni Þrótti ehf. í Grindavík, segir sumarið alltaf erfitt fyrir saltfiskseljendur en telur að birgðasöfnun nú skýrist fyrst og fremst af væntingum um hærra verð í haust. Ekki mikil neyzla á sumrin „Það er ekki mikil neysla á salt- fiski í Evrópu þessa dagana og því þurfa kaupendur að geyma þann fisk sem þeir kaupa fram á haustið. Þeir halda því að sér höndum í augnablik- inu. Einnig eru uppi væntingar um að verð á saltfiski hækki með haust- inu, einkum á stærri fiski enda eru kaupendur þá að búa sig undir jóla- söluna. En nú verður væntanlega minna framboð af stórum fiski frá Íslandi, því í haust tekur gildi reglu- gerð sem bannar 9 tommu riðil í net- um sem hafa tekið hvað mest af stóra fiskinum. Þetta mun hafa þau áhrif að minna berst af stærri fiski á land. Því má ætla að margir fram- leiðendur haldi stærri fiskinum í sumar, enda líklegt að verð á honum hækki í haust þegar framboðið minnkar.“ EM í fótbolta hafði áhrif Þórarinn segir að saltfisksala hafi gengið óvenjuvel í vor, sem rekja megi beint til Evrópukeppninnar í knattspyrnu sem haldin er í Portú- gal þessa dagana en Portúgal er stærsti saltfiskmarkaður Íslend- inga. „Það eru gríðarlega margir ferðamenn í Portúgal vegna keppn- innar, meðal annars frá þjóðum sem borða mikið af saltfiski, svo sem Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Við fundum greinilega fyrir því að það var auðveldara að selja saltfisk til Portúgals í vor en í fyrra, enda vant- aði þá fisk fyrir ferðamennina. Það hægist oft á sölunni á sumrin en núna var sölutímabilið þremur til fjórum vikum lengra en venjulega og reyndar fór ekki að hægjast um fyrr en keppnin byrjaði. Því miður eru Spánverjar og Ítalir fallnir út úr keppninni en Grikkir eru enn þá með og verða vonandi sem lengst,“ segir Þórarinn. Þyngri salt- fiskmarkaður Morgunblaðið/Hjörtur Birgðir hafa safnast upp víða í sumar GULLBERG VE 292 fann loðnu í fyrrakvöld fyrst skipa í sumar um 80 sjómílur norður og norðaustur af Hornbjargi, en Gullbergið er eitt fimm íslenskra loðnuskipa sem er nú við loðnuleit norður af landinu. Gull- bergið var komið með um fullfermi, 1.250 tonn í gærkvöldi, þegar Morg- unblaði ræddi við skipstjórann Eyjólf Guðjónsson, er þeir voru um 90 mílur norðaustur af Horni. „Heyrðu það liggur bara vel á mér. Þetta er góð loðna sem við erum að dæla um borð núna, sennilega 55 stykki í kílói, en við erum með ágætis kast á síðunni, sem líklega dugir til að fylla skipið.“ Eyjólfur segir að erfitt sé að meta hve mikið sé af loðnu á þessum slóð- um, því mjög erfitt sé að mæla hana. Til þess þurfi hátíðni asdik, sem ekki séu öll spip með slíkan búnað. Það sé þó ljóst að töluvert sé að loðnu, en þeir eigi eftir að fara á vænlegasta svæði töluvert vestar, en þeir hafi ekki komizt þangað vegna íss fyrr í túrnum. Í gærkvöldi voru Ísleifur og Harpa einnig búin að fá afla og Björg Jónsdóttir var að kasta nokkru norð- an en Gullbergið var. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur út til mælinga árdegis í dag. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifrææð- ingur, segir að það sé eitthvað að ger- ast, menn hafi orðið varir við loðnu á nokkuð stóru svæði, en eins og er sé ekki meira um það að segja. „Það voru hvalatalningamenn á flugi á þessum slóðum, sem sáu töluverða hnúfubakavöðu og við gerðum síðan þeim á Gullverginu viðvart og héldu þeir þangað,“ segir Hjálmar. Hann segir að skipin hafi orðið vör við loðnu töluvert vestar og einnig austar, en hún hafi ekki verið veið- anleg. „Við förum út klukkan 10 á föstudagsmorgun og byrjum að skoða svæðið út af sunnanverðum vestfjörð- um og fikrum okkur svo norður og austum um og þá kemur þetta í ljós.“ Gullberg VE er komið með fullfermi af loðnu, sem fékkst um 90 mílur norðaustur af Horni. Það liggur bara vel á mér Gullberg VE með fyrstu loðnu sum- arsins í loðnuleitarleiðangri ESKJA hf. hefur nú tekið á móti síðasta farminum af fjórum af þorskseiðum til áframeldis í Mjó- eyrarvík. Seiðin eru um 50 þúsund og voru alin í Ísafjarðardjúpi, í eld- isstöðinni Háafelli, sem Eskja á hlut í. Þorskseiðin voru 140 g þegar tekið var við þeim og eru ársgömul. Seiðin verða alin í tvö ár til við- bótar og þeim síðan slátrað. Reikn- að er með að þau 50 þúsund seiði sem í kvínni eru munu skila um 200 tonnum af matfiski. Eskja ætlar að taka þorskseiði til eldis árlega og byggja þannig upp nýja búgrein við Eskifjörð. Fiski sem safnað hefur verið til áfram- eldis í kvíum við Skeleyri á að fara að slátra og gefur líklega milli 80 og 90 tonn af fiski. Eskja tekur á móti 50.000 þorskseiðum í áframeldi Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hugað að fimmtíu þúsund fiskseið- um: Eskja með öflugt áframeldi á þorski í Mjóeyrarvík við Eskifjörð. Það má segja að leikfélagiðhafi búið við ákveðnaóvissu í allmörg ár,“ segirÁrni Þór, sem undanfarið hefur beitt sér fyrir farsælli lausn málefnaLeikfélags Reykjavíkur (LR). „Það hafa verið átök og erf- iðleikar innan þess á köflum á und- anförnum árum. Reykjavíkurborg ber að mínu mati ríkar skyldur gagnvart leik- félaginu og þeirri starfsemi sem fram fer í Borgar- leikhúsinu al- mennt. Hins vegar hafa líka verið uppi þau sjónar- mið að það þurfi að verða ákveðin breyting á rekstrar- formi Borgarleikhússins og aðkomu leikfélagsins sem félagsskapar að því.“ Nú hefur félagið verið opnað fyrir almenning og hver sem er getur gerst félagi. Árni Þór segir að með opnuninni hafi LR tekið ákveðin skref í því að breyta sinni starfsemi og koma til móts við borgina og það hafi að hans dómi opnað fyrir mögu- leikana á samningnum sem gerður var við leikfélagið. „Ég lýsti þeirri skoðun í umræðum um fjárhags- áætlun í desember síðastliðnum að ég teldi óhjákvæmilegt að auka framlög til leikfélagsins umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætl- uninni. Þessi samningur endurspegl- ar það að það var rétt mat hjá mér,“ segir Árni og bætir við að hann sé feginn að sú niðurstaða hafi náðst. „Nú er félagið sjálft opnað, svo það er breiðari vettvangur. Áður var það hópur starfsmanna og leikara sem skipaði leikfélagið, en borgin átti enga sérstaka aðkomu að leik- félaginu,“ segir Árni. Þá hefur verið komið á fastri samráðsnefnd milli borgar og leikfélags þar sem borgin á tvo fulltrúa, en annar þeirra er for- maður menningarmálanefndar. „Það er mjög eðlilegt að tengja menning- armálanefndina við þessa starfsemi í Borgarleikhúsinu. LR er væntan- lega stærsta einstaka menningar- verkefni sem borgin styrkir. Síðan hefur borgin haft áhrif á það líka að fleiri aðilar geti komið inn í Borg- arleikhúsið. Það eykur fjölbreytnina og nýtinguna á húsinu, sem mér finnst mjög jákvætt.“ Svipur borgarinnar breytist Skipulagsmál hafa einnig verið of- arlega á baugi og mynd borgarinnar er að breytast mjög, ekki síst strand- lengjan frá Kringlumýrarbraut að Granda. Nýtt skipulag Mýrargötu- svæðis er í kynningu, Borgartúnið tekur örum breytingum, sem og Skuggahverfið, auk þess sem gert er ráð fyrir uppbyggingu ráðstefnu- og tónlistarhúss á Austurbakka. Þetta segir Árni vera stóran hluta af þeirri þéttingu byggðar sem R-listinn hef- ur unnið að, ekki aðeins í ytri hverf- um heldur einnig í miðbænum. Mýrargötusvæðið sé sérstaklega mikilvægt í þessu samhengi, því þar myndist tenging milli miðborgarinn- ar, nýrrar íbúabyggðar og atvinnu- svæðanna á Granda. Einnig eru uppi áform um nýtt Sjóminjasafn Reykja- víkur að Grandagarði 8, sem mynda mun sterk tengsl milli hafnar og mið- bæjar. „Ég tel að þetta sé það verk- efni sem er mest spennandi í mið- borginni um þessar mundir. Svæði eins og þetta eru mjög þýðingarmikil í því sambandi að efla og styrkja miðborgina. Þarna hefur verið slipp- ur í hundrað ár og auðvitað munu margir sakna þess, en á móti kemur að við fáum þarna svæði sem tengir saman líf við höfnina og miðborgina með bæði íbúðum, þjónustu af ýms- um toga, afþreyingu og auðvitað hafnarstarfsemi. Þetta er mjög flók- ið verkefni, en um leið mjög spenn- andi og ögrandi.“ Árni segir vissulega styr hafa staðið um skipulagsmál undanfarin misseri, en alltaf séu uppi mismun- andi sjónarmið í skipulagsmálum og ekki hægt að fara eftir öllum þeim athugasemdum sem gerðar eru, enda séu hagsmunir oft ósamrýman- legir. Það sé í raun í eðli skipulags- mála að fólk verði óánægt, þar sem yfirleitt verði einhverjir halloka í því ferli. „Og stundum er millivegurinn sú leið sem enginn er ánægður með þegar upp er staðið,“ segir Árni. „Á endanum verður borgin þó að taka ákvörðun og taka ábyrgð á henni.“ Meiri fagmennska í pólitík Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingarinnar, hefur deilt hart á R-listann og sagt hann skorta póli- tíska forystu. Árni segist ekki deila skoðunum Helga um meint forystu- leysi R-listans. „Ég tel að það sé ágætis pólitísk forysta fyrir Reykja- víkurlistann þó hún sé með öðrum hætti heldur en hún var meðan Ingi- björg Sólrún Gísladóttir var borgar- stjóri,“ segir Árni þór. „Ég held að hún sé ekki veikari þó við höfum skipað málum með þessum hætti. Við tókum þá ákvörðun, þegar Ingi- björg Sólrún ákvað að söðla um og fara yfir í landsmálin, að ráða ópóli- tískan borgarstjóra. Það var ekki auðvelt tímabil sem R-listinn gekk í gegnum en sýnir samt styrk hans að okkur tókst að leysa þau mál.“ Í gær var Árni Þór endurkjörinn forseti borgarstjórnar auk þess sem aftur var kosið í borgarráð. Í þessum kosningum felst að visst mat er lagt á störf embættismanna borgar- stjórnar. Athygli vakti að Sjálfstæð- ismenn og fulltrúi frjálslyndra, Ólaf- ur F. Magnússon, greiddu Árna Þór atkvæði sín, en hefð hefur verið fyrir því að minnihlutinn sitji hjá. Árni Þór segist telja mikilvægt að auka fagmennskuna í hinu pólitíska starfi. „Stundum er litið á pólitík og fag- mennsku sem andstæður. Ég hef tal- ið mikilvægt að auka fagmennskuna í kringum hið pólitíska starf og líka að treysta undirstöður pólitísks starfs innan borgarinnar,“ segir Árni. „Þess vegna hefur mér fundist mikilvægt að bæta starfsaðstæður borgarfulltrúa, svo þeir geti tekið á móti fólki í viðtöl og haft góðan að- gang hér að öllum gögnum sem varða borgarmálin. Sömuleiðis hefur mér fundist mikilvægt að breyta fyr- irkomulagi borgarstjórnarfunda, þannig að menn setji ákveðin mál á dagskrá, að tekin séu fyrir ákveðin mál sem eru til umfjöllunar í borg- arkerfinu og fram fari lýðræðisleg umræða um þau og tekin ákvörðun um þau í kjölfarið í stað þess að ræða í belg og biðu öll þau mál sem heyra undir hverja fundargerð fyrir sig. Það er afskaplega ómarkvisst og óá- heyrilegt fyrir almenna áheyrendur. Það er mikil samstaða um þessar breytingartillögur og allir borgar- fulltrúar sammála um þær eftir því sem ég best veit og ég held að þær horfi til bóta.“ Opið leikfélag verði grundvöllur betra samstarfs Árni Þór Sigurðsson var í gær endurkjörinn forseti borgarstjórnar. Svavar Knútur Kristinsson ræddi við Árna Þór um LR, skipulagsmál og fagmennsku. svavar@mbl.is Árni Þór Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.