Morgunblaðið - 25.06.2004, Síða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SAMKEPPNISRÁÐ telur ekki ástæðu til íhlut-
unar vegna hugsanlegra samsteypuáhrifa í kjöl-
far samruna Fréttar ehf. við Norðurljós hf. frá
því í janúar. Samkeppnisráð lítur svo á að
Frétt, sem gefur út Fréttablaðið og DV, og Ís-
lenska útvarpsfélagið, sem rekur m.a. Stöð 2 og
Sýn, Bylgjuna og fleiri sjónvarps- og útvarps-
stöðvar, starfi á ólíkum mörkuðum. Samkeppn-
isráð telur ekki ástæðu til að ógilda samruna
Fréttar og Norðurljósa, eins og greint var frá í
Morgunblaðinu í gær.
Alla jafna ekki skaðleg áhrif
Í fréttatilkynningu frá Samkeppnisstofnun,
sem send var út vegna ákvörðunar samkeppn-
isráðs, segir að Íslenska útvarpsfélagið, dótt-
urfélag Norðurljósa, og Frétt starfi á ólíkum
samkeppnismörkuðum fjölmiðlunar, þ.e. annars
vegar í útvarps- og sjónvarpsrekstri og hins
vegar í útgáfu dagblaða. Afleiðingin af samruna
Fréttar og Norðurljósa að þessu leyti sé því
hvorki sú að saman renni raunverulegir eða
hugsanlegir keppinautar (láréttur samruni) né
tengsl í þeim skilningi að annar þessara aðila
framleiði vörur eða þjónustu sem hinn notar í
starfsemi sinni (lóðréttur samruni). Þótt slíkur
samruni sé alla jafna ekki talinn hafa skaðleg
áhrif á samkeppni, bendir samkeppnisráð þó á
að í undantekningartilvikum hafi verið talið að
um neikvæð samkeppnisáhrif gæti verið að
ræða, svonefnd samsteypuáhrif, þar sem öflugt
fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu á einhverjum
markaði (mörkuðum) nýtir sér stöðu sína til
þess að ná sterkri stöðu á öðrum markaði.
Tvenns konar sjónarmið
Í ákvörðun samkeppnisráðs segir að meðal
fræðimanna í samkeppnisrétti Evrópusam-
bandsins séu tvenns konar sjónarmið um það að
hvaða marki grundvöllur kunni að vera til að
banna samruna vegna samsteypuáhrifa. „Fyrra
viðhorfið er það að eina mögulega ástæðan fyrir
slíkri niðurstöðu sé að samruninn geri mögu-
legt að nýta markaðsráðandi stöðu á einum
markaði til hegðunar á öðrum markaði sem hafi
skaðleg áhrif á neytendur, þ.e. vogaraflshegðun
(e. leveraging). Í vogaraflshegðun getur t.d. fal-
ist samtvinnun (e. tying) eða sú háttsemi að
selja í einu lagi sem „pakka“ ólíkar vörur (e.
bundling). Samkvæmt þessu viðhorfi er mat á
samsteypuáhrifum því sambærilegt mati á lóð-
réttum samruna og felur í sér greiningu á
möguleikum á því að nýta sér markaðsráðandi
stöðu á ákveðnum markaði til að styrkja stöðu
sína á ótengdum markaði og áhrif þessa á neyt-
endur.
Síðara sjónarmiðið er að samsteypuáhrif geti
verið víðtækari og nái einnig til þess hvort hið
sameinaða fyrirtæki hafi samkeppnislegt for-
skot vegna yfirburða í fjárhagslegri stöðu (e.
deep pockets) eða stærðarhagkvæmni. Flestir
hallast þó að því að eina réttmæta ástæðan til
að ógilda samruna vegna samsteypuáhrifa séu
vogaraflshegðun, enda hafi samkvæmt öðrum
kenningum ekki tekist að sýna fram á tengsl
milli samruna og skaðlegra áhrifa á neytendur.“
Fram kemur í ákvörðun samkeppnisráðs að í
frumathugun Samkeppnisstofnunar hafi verið
bent á að þær samkeppnishömlur, sem hugs-
anlega gæti orðið um að ræða í þessu máli,
myndu væntanlega fela í sér misnotkun á mark-
aðsráðandi stöðu. Þess vegna hefði ekki verið
nauðsynlegt í þessu máli að fjalla um þann
möguleika, þar sem bannregla 11. gr. sam-
keppnislaga ætti við í slíkum tilvikum óháð
þessum samruna.
Ekki ástæða til íhlutunar
vegna samsteypuáhrifa
Samkeppnisstofnun telur að
ekki hafi verið ástæða til að
ógilda samruna Norðurljósa
og Fréttar vegna skaðlegra
áhrifa á neytendur
ÞETTA HELST …
VIÐSKIPTI
SÍMINN hefur undanfarið eitt ár
sett upp móðurstöðvar eða senda
fyrir farsíma í sextán ferjum og far-
þegaskipum í Evrópu. Stöðvarnar
tengjast símakerfi í landi gegnum
gervihnött og gera farþegum skip-
anna kleift að tala í farsíma þótt
skipið sé utan þjónustusvæða síma-
fyrirtækja í landi.
Birgir Óskarsson hjá Símanum
sagði í samtali við Morgunblaðið að í
raun mætti segja að þarna væri hluti
af venjulegu farsímakerfi Símans
kominn á flot. „Kerfið virkar þannig
að í raun er eins og viðkomandi far-
þegar séu staddir á Íslandi og tali í
gegnum farsímanet Símans,“ segir
Birgir. „Í augnablikinu er það meira
að segja svo að merki Símans kemur
upp á skjá farsíma farþeganna, en
við erum að reyna að breyta því í þá
átt að merki viðkomandi skipafélags
birtist í staðinn.“
Birgir segir að vegna samninga
við önnur símfyrirtæki megi far-
símasendarnir ekki starfa á þjón-
ustusvæðum annarra fyrirtækja.
„Þess vegna eru nemar í stöðvunum
sem slökkva á þeim þegar skipið
siglir inn í þjónustusvæði annarra
fyrirtækja og kveikir á þeim þegar
siglt er út aftur.“
Hagnaður Símans af þessu kemur
í gegnum svokallaða reikisamninga
sem fyrirtækið hefur gert við erlend
farsímafyrirtæki, sem þýðir að Sím-
inn fær greitt fyrir hverja einingu
sem berst í gegnum móðurstöðv-
arnar. Eins og stendur er aðallega
um að ræða ferjur og farþegaskip á
innhöfum í Evrópu, á Adríahafi,
Eystrasalti og Norðursjó, en Birgir
segir töluverðan vöxt í þjónustunni
og að Síminn leitist nú við að fjölga
skipum með farsímasenda frá fyr-
irtækinu.
Morgunblaðið/Kristinn
Nýr markaður Síminn lítur á farþegaskip sem nýjan markað.
Síminn leggst í víking
Boðið upp á farsímaþjónustu um borð
í ferjum og farþegaskipum í Evrópu
● ADIDAS Roteiro-boltinn, sem not-
aður er í Evrópumeistarakeppninni í
knattspyrnu, er nú þegar orðinn mest
seldi fótbolti í
heimi, að sögn
Adidas í Þýzka-
landi. Í frétta-
tilkynningu segir
að gert sé ráð fyr-
ir sex milljónir Ro-
teiro-bolta verði
seldar á árinu.
Adidas hefur
framleitt bolta
fyrir flest stærstu
knattspyrnumót
heimsins frá
1970 og segir Roteiro-boltann slá alla
aðra út í vinsældum. Boltinn er sá
fyrsti, sem Adidas framleiðir fyrir stór-
mót, sem er ekki saumaður heldur
bræddur saman.
Günter Pfau, framkvæmdastjóri
hjá Adidas, segir að hinir frábæru leik-
ir í keppninni sýni hvað fagmenn geti
gert með boltann. „Við höfum fram-
leitt fótbolta frá 1963 og erum sann-
færð um að þessi sé sá bezti sem við
höfum búið til,“ segir Pfau.
Sex milljón Roteiro-
boltar seldir
Fótboltastjarnan
David Beckham með
metsöluboltann.
● ÍSLENDINGURINN Jón Stephenson
von Tetzchner, stofnandi netvafrafyr-
irtækisins Opera, hefur efnazt bezt af
þeim ungu at-
hafnamönnum,
sem stofnað hafa
upplýsingatækni-
fyrirtæki í Noregi
á undanförnum
árum, að sögn
Finansavisen.
Blaðið greinir frá
því að margir
hinna ungu upp-
lýsingatæknifrumkvöðla hafi að und-
anförnu fengið verðmiða á eignir sín-
ar, ýmist af því að þeir hafi sett
fyrirtæki sín á markað eða selt þau
frá sér. Opera fór nýlega á markað og
er í umfjöllun blaðsins talin virði um
800 milljóna norskra króna, eða um
8 milljarða íslenzkra króna. Þar af er
eignarhlutur Jóns metinn á um 170
milljónir, yfir 1,7 milljarða ÍSK. Næstir
á eftir honum koma Erlend Bruvik,
stofnandi Stocknet, sem er talinn
eiga um 150 milljónir NOK, og Eilert
Hanoa, stofnandi Mamut, sem á um
70 millj. NOK.
Jón í Opera
efnaðastur
!
!"#
$%%& !"#
$" ' (
)* +%
,- %
#
.$+%
/ +%
)*
0 *
0 1*
,#
% -
234
2 "3" 1( -
+
2&*"3
'&'4 '- 5
4
6"
!"
#
-*-( -
-7*
1
%3 %'" )*
1( -
-! %
1*"*
'
"'3" " 8"9*-!
:3#
'
:*"+ 7-3 %'"
:*"+ 9'" $' +
: '- 5
;9 4-
< '+!
.* +%"
.&"
/-
/-=%
9'"
>?4
2)1
2*
*
2*(" -7*2"'" *
2=#*
@
@ 5
3
'&'
A
*"&'
;! 3 33
B2=+
$ %# & #'(
"" +%%
1
% *
C5- '
/ 3
)*
2(*%
@=%
-=
A( 5
-7*)*
2'
'% '
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
$ 5
- (
-5
'% '
B
B
B
B B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
D E
D E
DBE
B
B
DE
DBE
B
DE
B
D E
DBE
D E
B
B
DE
B
D E
DE
B
DE
B
D E
DB E
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
:
*
'%
#
@
*+!'*!%
."#2*
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
A
'%
#
F% 1&*
'%
#
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
B
● MÁR Másson hefur verið ráðinn
viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í
Kaupmannahöfn. Í Stiklum, vefriti
viðskiptaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins, segir að í ljósi aukinnar
eftirspurnar eftir aðstoð við-
skiptaþjónustu ráðuneytisins við ís-
lenzka viðskiptaaðila í Danmörku
hafi verið ákveðið að endurvekja
stöðu viðskiptafulltrúa.
Már Másson er með BSc-gráðu í
alþjóðaviðskiptum frá Viðskiptahá-
skólanum í Kaupmannahöfn og er að
ljúka meist-
aranámi í mark-
aðsfræði og
stjórnun við sama
skóla. Hann hefur
m.a. verið skrif-
stofustjóri Al-
þjóðaverzl-
unarráðsins á
Íslandi og verk-
efnastjóri Dansk-
íslenzka verzlunarráðsins í Kaup-
mannahöfn.
Nýr viðskiptafulltrúi í Kaupmannahöfn
Már Másson
● Samanlagt markaðsvirði félaga í
Kauphöllinni nemur nú u.þ.b. 850
milljörðum króna og hefur því aukist
um rúmlega 190 milljarða frá byrjun
ársins eða um 29%. Eru þá bæði tal-
in félög á Aðallista og Tilboðsmark-
aði Kauphallarinnar. Kemur þetta
m.a. fram í Hálf-fimm fréttum KB
banka frá því í gær.
Í fréttabréfinu segir einnig að virð-
isaukning markaðarins skýrist fyrst
og fremst af hækkun á markaðsvirði
KB banka, Landsbankans og Ís-
landsbanka en samanlögð verð-
mætaaukning bankanna þriggja
nemur 132 milljörðum króna frá ára-
mótum.
Ekki urðu neinar grundvallarbreyt-
ingar á erlendum mörkuðum í gær,
nema hvað Nikkei vísitalan japanska
hækkaði um 1,4%. Markaðir í Evrópu
hækkuðu lítillega og bandarískir
markaðir lækkuðu um nokkrar
kommur.
Skráð fyrirtæki um
850 milljarða virði
> G
2HI
1@2C
JK
LL ,0K
.1K
>
%%
MLCK
J!N<!