Morgunblaðið - 25.06.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 25.06.2004, Síða 16
AÐ MINNSTA kosti 89 manns biðu bana og um 320 særðust í árásum íraskra uppreisnarmanna á bæki- stöðvar írösku lögreglunnar og Bandaríkjahers í nokkrum borgum í Írak í gær. Aðgerðirnar virðast hafa verið rækilega samhæfðar en talið er að þeim sé ætlað að skapa glundroða í aðdraganda fyrirhug- aðs valdaframsals í landinu nk. mið- vikudag. Íraskir og bandarískir embættismenn í Bagdad fordæmdu árásirnar í gær en vöruðu jafnframt við því að vænta mætti frekari árása á næstu dögum. Mest var mannfall í Mosul í Norður-Írak en þar dóu 44 og 216 særðust þegar nokkrar bílsprengj- ur sprungu í borginni, fréttum bar ekki saman um fjölda þeirra en þær eru taldar hafa verið á bilinu fjórar til sjö. Zarqawi sagður ábyrgur Fyrstu fregnir af árásum í gær bárust hins vegar frá Baquba, rétt norðan við Bagdad. Gerðu upp- reisnarmenn, sem báru höfuðklúta og voru vopnaðir árásarrifflum og sprengjuvörpum, árás á lögreglu- stöð borgarinnar, að sögn AFP- fréttastofunnar og biðu tveir banda- rískir hermenn bana og allt að tutt- ugu Írakar. Flestir Írakanna voru liðsmenn lögreglunnar, sem átt hef- ur samstarf við Bandaríkjamenn. Einnig var gerð árás á ráðhúsið í Baquba og heimili lögreglustjórans. Bandaríkjaher brást við aðgerðun- um með því að varpa sprengjum á vígi uppreisnarmannanna. Félagsskapur Abu Mussabs al- Zarqawis, sem er jórdanskur og er sagður hafa tengsl við al-Qaeda- hryðjuverkasamtökin, birti í gær yfirlýsingu á Netinu þar sem hann gengst við ábyrgð á árásunum. Íbúar Fallujah flýja borgina Baquba tilheyrir súnní-þríhyrn- ingnum svokallaða, svæði skammt norður og suður af Bagdad þar sem styrkur uppreisnarmanna er mest- ur. Það gera líka borgirnar Ramadi og Fallujah en þar voru einnig gerð- ar árásir í gærmorgun á íraskar ör- yggissveitir og bækistöðvar Banda- ríkjahers. Biðu a.m.k. 20 manns bana í aðgerðum uppreisnarmanna í borgunum tveimur. Kom til skot- bardaga kom milli bandarískra landgönguliða og uppreisnarmanna á götum Ramadi. Þá sögðu vitni að lögreglan hefði skotið til bana mann sem hugðist koma fyrir sprengju fyrir framan lögreglustöð í borg- inni. Skammt frá Fallujah tókst upp- reisnarmönnum að skjóta niður eina af þyrlum Bandaríkjahers en áhöfn þyrlunnar komst lífs af. Bandaríkjamenn gerðu í kjölfarið árásir á meintar bækistöðvar upp- reisnarmanna í borginni. Sjá mátti hvar óbreyttir borgarar flýðu borg- ina eftir skærur morgunsins. Síð- degis var þó allt með kyrrum kjör- um að sögn Mohammeds Abduls Latifs, yfirmanns írösku öryggis- sveitanna í Fallujah. Vilja skaða lýðræðisþróun Ónafngreindur fulltrúi banda- rískra ráðamanna í Bagdad sagði að líklegt væri talið að aðgerðirnar í borgunum fjórum hefðu verið sam- hæfðar en árásirnar áttu sér allar stað eldsnemma í gærmorgun. „Þetta er í fyrsta sinn sem þeir [uppreisnarmenn] ná að samræma aðgerðir sínar svo nákvæmlega,“ sagði Brian Paxton, majór í Banda- ríkjaher. „Þeir hafa haft áhuga á að setja strik í reikninginn hvað valda- framsalið varðar og nú loksins tókst þeim að ná saman mannskap til að láta til skarar skríða.“ Fréttaskýrendur segja að upp- reisnarmennirnir hafi með aðgerð- um sínum tekist að sýna að þeir búi yfir talsverðum styrk og að þeir séu færir um að valda uppnámi. Þetta hljóti að vera áhyggjuefni fyrir bandarísku hernámstjórnina í Bag- dad og forsætisráðherra írösku bráðabirgðastjórnarinnar, Iyads Allawis, sem heitið hefur því að tryggja öryggi íraskra borgra. Allawi sagði að markmið ódæð- ismannanna væri að skaða lýðræð- isþróunina í landinu. Þeim yrði hins vegar ekki kápan úr því klæðinu. „Við munum ráða niðurlögum þeirra,“ sagði hann. Hátt í 100 biðu bana í samhæfðum árásum Uppreisnarmenn sagðir vilja skapa glundroða í að- draganda valda- framsals í Írak Bagdad. AFP, AP. Íraskir uppreisnarmenn í Fallujah fögnuðu í gær ákaft eftir að hafa lent í átökum við bandaríska her- menn í borginni.      ) *#+, & , #, &  *, % - . &+ /,  & # #, #  %&&   %   ( &$    #   - . . )8> @O8./>J %3 (0 ' )8. 1        $&  ' && 0 .2# "3 #''  3" *& *" &'"3$ B %4 !4 3 *   % *& *"B -!  + '"+4 '3   + /$   %4 F5 * %!   '" 4& '"3+ &"3$ B %4 !  % "##  3  +!    - 2 '3  %! F ( + '"+F(3  +   % 4 3 F  +5 "3  '" ( ( (+=% &' & 5   $  %4 + (  ' *&" 3 '*!- ( ( "3 3%>!%%  +* # "  # ""  '*& *" &' +!    * '' 3%3 4- + ' '+ : ' & "+  (  3"  &'"3 +!    Reuters Írakar vinna að því að ná brunn- um líkamsleifum manns út úr bílflaki í Mosul í gær. ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ HÚS UM HELGINA BORGARHÓLL - HEILSÁRSEINBÝLISHÚS VIÐ MEÐALFELLSVATN Í KJÓS Sveitasæla við Meðalfellsvatn í Kjós, 30 mín. akstur frá Rvík. Ca 90 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 2.500 fm eignarlóð. MÖGU- LEIKI Á STÆKKUN LÓÐAR. Forstofa, hol, opið eldhús, 2 herbergi, baðherbergi, stofa og borðstofa. Hellulögð suðurverönd með skjólvegg. Frábært útsýni yfir sveitina og yfir vatnið. Góðar innrétt- ingar, parket og flísar. Heilsárshús með tilheyrandi þjónustu frá Kjósarhreppi, m.a. skóli o.s.frv. Húsbréfalánshæft. Verið að kanna með hitaveitu frá Hvammsvík. V. 14,9 m. 4043 Eigendur sýna húsið frá kl. 14 til 18 laugardag og sunnudag. RÍKISFJÖLMIÐLARNIR í Víetnam hafa varað knattspyrnusjúklinga við að vaka hálfa eða heilu nóttina yfir leikjum í Evr- ópumótinu. Segja þeir, að slíkar vökur geti valdið andlegri og líkamlegri vanheilsu. „Að vaka á nóttinni og vinna daginn eftir getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, til dæmis mikið lystarleysi,“ sagði víet- namska ríkisfréttastofan. „Hróp og öskur geta skaðað hálsinn og jafnvel valdið berkjubólgu.“ Knattspyrna er vinsælasta íþróttagreinin í Víetnam. Í heimsmeistaramótinu í Japan og Suður-Kóreu 2002 neyddust fyrirtæki og opinberar stofnanir til að leyfa starfs- fólki að fylgjast með leikjunum í vinnutím- anum til að koma í veg fyrir miklar fjar- vistir. Nú fara hins vegar allir leikir fram að næturlagi að víetnömskum tíma og kvarta vinnuveitendur hástöfum yfir ömurlegri frammistöðu svefngenglanna. Framsýnir foreldrar „ÆVI mín“, minningabók Bill Clintons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur vakið nokkra furðu á Nýja-Sjálandi eða öllu held- ur það, sem hann segir um nafn konu sinn- ar, Hillary. Heldur hann því fram, að hún hafi verið skírð í höfuðið á Sir Edmund Hillary, hinum fræga, nýsjálenska fjall- göngumanni, sem fyrstur varð til að sigrast á Everest-fjalli. Sannleikurinn er hins veg- ar sá, að það afrek vann hann 29. maí 1953, næstum sjö árum eftir að Hillary Clinton kom í heiminn. Eru Nýsjálendingar hneykslaðri á þessu en því, sem Clinton segir um ævintýri sitt með Monicu Lew- insky, og grunar, að hann sé að fara dálítið frjálslega með sannleikann. Samstaða á Ítalíuþingi Á ÍTALSKA þinginu er jafnan hver höndin uppi á móti annarri og sjaldgæft er, að stjórn og stjórnarandstaða sameinist um nokkurn hlut. Það hefur þó gerst núna. Fulltrúar allra flokka hafa sameinast í for- dæmingu sinni á ítalska landsliðinu í knatt- spyrnu og háðulegri útreið þess í Evr- ópumótinu. Hneykslast þeir einkum á tveimur mönnum, þeim Francesco Totti, sem settur var í tveggja leikja bann fyrir að hrækja á andstæðing, og þjálfaranum, Giovanni Trapattoni. „Ég er ánægður með, að liðinu skuli hafa verið sparkað burt. Í því er allt of mikið af börnum en of lítið af fullorðnum mönnum,“ sagði einn öldungadeildarþingmaður vinstri manna. Hægrimaður nokkur sagði, að leik- mennirnir væru ofdekraðir og oflaunaðir þótt þeir kynnu lítið fyrir sér. „Tveir þriðju þeirra eiga ekkert erindi í landslið.“ Vítislogar í neðra DANI nokkur hefur farið í mál við sjúkra- húsið í Kjellerup eftir að kviknaði í kynfær- um hans í aðgerð þegar hann leysti vind. Læknar voru að fjarlægja fæðingarblett af afturenda hans með rafeindaskurðhníf þeg- ar hann leysti vind og neisti hljóp skyndi- lega í eistu hans sem höfðu verið þvegin upp úr sótthreinsandi vökva. Maðurinn, sem er þrítugur, segist ekki geta stundað kynlíf með eiginkonu sinni og hafa þurft að taka sér frí frá vinnu. „Þegar ég vaknaði var eins og vítislogar brenndu liminn og punginn,“ sagði maðurinn. Hann krefst bóta vegna tekjumissis og þjáninga. ÞETTA GERÐIST LÍKA Fótboltasjúk- lingar varaðir við Reuters KANO, ársgamall órangútankrakki, fær hér ljúfan koss frá móður sinni er haldið var upp á afmælið með veislu í dýragarði í Jakarta í Indónesíu. Hann á afmæli í dag VINNUVEITENDUR boðuðu í gær verkbann á norsku olíubor- pöllunum og komi til þess, mun öll olíuvinnsla Norðmanna stöðvast. Er hún þrjár milljónir fata á dag. Noregur er þriðja mesta olíuút- flutningsríki í heimi. Verkbannið, sem á að koma til framkvæmda næsta þriðjudag, var ákveðið eftir að talsmenn verkfallsmanna höfðu boðað aukn- ar aðgerðir frá og með mánudegi. Sagði Per Terje Vold hjá Samtök- um norska olíuiðnaðarins, að verk- fallsdeilan, sem hófst fyrir viku, væri í hnút og engar líkur á lausn. „Kröfurnar eru óaðgengilegar og verkbannið þess vegna neyð- arúrræði af okkar hálfu,“ sagði Vold en venjulega hafa norsk stjórnvöld verið fljót að binda enda á verkföll í þessum mikil- vægasta atvinnuvegi í landinu. Þau hafa þó ekki látið neitt uppi um áform sín nú. Lífeyrisgreiðslur og atvinnuöryggi Deilan snýst einkum um aukn- ar lífeyrisgreiðslur og atvinnuör- yggi og lögðu 207 verkamenn niður vinnu fyrir viku. Á mánu- dag verða þeir orðnir 325 og komi til verkbanns leggst öll vinna niður. Verð á Norðursjávarolíu hækkaði lítillega í gær vegna verkfallsins en almennt er búist við, að norska stjórnin bindi enda á það. Boða verkbann í olíuvinnslu Norðmanna Framleiðsla gæti stöðvast en búist er við að stjórnin grípi inn í Ósló. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.