Morgunblaðið - 25.06.2004, Síða 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 17
Kraftaverk með hráfæði
Boutenko fjölskyldan (Victoria, Igor, Sergei og Valya) verður með
kynningu á hráfæði nk. mánudag kl. 16-18 í Odda 201, Háskóla
Íslands.
Þau segja þau frá margra ára reynslu sinni af þessu fæði og
hvernig þau hafa getað hjálpað sér og öðrum af margs konar
kvillum og vandræðum. Sýnishorn af hráfæði í boði.
Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 1.000.
Boutenko fjölskyldan mun einnig verða með kennslu í hráfæðis-
matargerð í fundaherbergi félagsvísindadeildar Háskóla Íslands nk.
þriðjudag kl. 16-18.
Þar munu þau kenna hvernig hægt er að gera hráfæðismatargerð
einfalda, auðvelda og fjölbreytta.
Aðgangseyrir kr. 3.000. Máltíð fylgir.
T
aílenskur efnahagur hefur náð sér á
strik eftir fjármálakreppuna miklu í
Asíu en hún hófst með hruni taí-
lenska bahtsins árið 1997. Upphaf
nýrrar aldar lofar góðu fyrir framtíð
Taílands því hagvöxtur hefur verið mikill og við-
skiptatengsl við önnur lönd aukin til muna.
Ný ríkisstjórn undir forystu hins fimm ára
gamla stjórnmálaflokks Thai Rak Thai (sem út-
leggst á íslensku „Taílendingar elska Taílend-
inga“) tók við völdum árið 2001. Dr. Kantathi
Suphamongkhon, kallaður „Kan“, er einn af
stofnendum flokksins og gegnir nú embætti ann-
ars tveggja farandviðskiptaráðherra Taílands.
Hann er einnig sérlegur sendifulltrúi forsætis-
ráðherrans og helsti ráðgjafi taílensku prinsess-
unnar.
Embætti farandviðskiptaráðherra er aðeins
þriggja ára gamalt og tilheyrir ekki sérstöku
ráðuneyti en á samstarf við ólík ráðuneyti, allt
eftir áætlunum stjórnarinnar, og heyrir undir
forsætisráðherrann. Kan hefur yfirumsjón með
viðskiptatengslum Taílands við 120 lönd í Evr-
ópu, Ameríku, Ástralíu og Nýja-Sjálandi og er
því á stöðugum ferðalögum um heiminn.
„Efnahagsástandið í Taílandi er mjög gott,
það besta í Suðaustur-Asíu í fyrra og það næst-
besta í Asíu allri. Hagvöxturinn var mjög góður
í fyrra eða 6,3 % og gengi gjaldmiðilsins er stöð-
ugt. Við vonumst til þess að hagvöxturinn fari í
7% á þessu ári,“ segir Kan. Það sýni að stjórnin
hafi tekið rétta stefnu með því að efla fram-
leiðslu í sveitum og styrkja smærri og miðlungs-
stór fyrirtæki.
Ætlar ekki að kaupa Liverpool
„Þar sem við lifum á tímum hnattvæðingar þá
viljum við viðhalda viðskiptatengslum okkar en
að sama skapi opna dyrnar fyrir nýjum vinum,“
segir Kan og nefnir sem dæmi nýgerða versl-
unarsamninga við Litháen, Rúmeníu og Búlg-
aríu.
Kan hefur orð á því að um 800 manns af taí-
lenskum uppruna búi á Íslandi og finnst mikið
til þess koma. Ákveðin tengsl hafi því þegar orð-
ið með löndunum. Taíland sé leiðin að stórum
markaði Suðaustur-Asíu og það sé því ástæða til
þess að Íslendingar skoði betur hvernig hægt sé
að auka vöruflutninga og viðskipti milli land-
anna. „Ég leit á innflutningstölur og sá að Ís-
land er í 129. sæti á lista yfir lönd sem flytja
vörur til Taílands. Það er ekkert sérstaklega
gott,“ segir Kan og hlær að því að það sé meira
flutt inn af vörum frá Liechtenstein en Íslandi.
Innflutningur á taílenskum vörum sé að sama
skapi mjög lítill á Íslandi, það séu aðallega föt,
bifreiðar og varahlutir, veiðarfæri og unnar
sjávarafurðir en mun fleira væri hægt að flytja
inn. „Ísland er land sem við ættum að auka
tengsl okkar við,“ segir Kan.
Blaðamaður stenst ekki mátið og spyr Kan
hvort vinur hans forsætisráðherrann ætli að
kaupa enska knattspyrnufélagið Liverpool.
„Á þessari stundu held ég að hann ætli að láta
einkafyrirtækjum það eftir. Ákveðið fyrirtæki
hefur áhuga á því, ekki stjórnin, fyrirtæki í
skemmtanaiðnaðinum sem tengist honum ekki.
Hann hefur gaman af knattspyrnu, að ég held,“
segir Kan. Taíland vilji vera sýnilegt í al-
þjóðlegu viðskiptalífi og hluti þess sé að kaupa
þekkt vörumerki.
Land brossins
Nú hafa Taílendingar orð á sér fyrir að vera
með eindæmum glaðlyndir og gestrisnir. Hver
er leyndardómurinn á bak við þá gleði?
„Taíland hefur alla tíð gengið undir viðurnefn-
inu ,,land brossins“ og það tengist sennilega
búddhatrúnni og menningu landsins. Trúin á
endurholdgun er sterk og því er alltaf von um
betri framtíð. Ef einhver er t.d. fátækur á hann
von um ríkidæmi í næsta lífi láti hann gott af
sér leiða í þessu lífi,“ segir Kan.
Hann segir hefð vera fyrir gestrisni í landinu
og því að líta á björtu hliðarnar. Taílendingar
trúi mikið á spádóma, fari til að mynda frekar
til stjörnuspekings en sálfræðings. „Þú getur
alltaf litið hlutina björtum augum, þetta er
spurning um skynjun frekar en atburðina
sjálfa,“ segir Kan að lokum brosandi, enda frá
„landi brossins“.
„Alltaf von um betri framtíð“
Dr. Kantathi Suphamongkon,
farandviðskiptaráðherra Taí-
lands, kom í brúðkaupsferð til
Íslands í vikunni. Helgi Snær
Sigurðsson ræddi við hann um
hagvöxt, Liverpool og leynd-
ardóminn á bak við taílenska
brosið.
Morgunblaðið/Ásdís
Farandviðskiptaráðherra Taílands, dr. Kant-
anthi Suphamonkhon og eiginkona hans, Sop-
arvan ‘Nook’ Chanta.
helgisnaer@mbl.is
ÞAU Christer og Ulla eru með elgskúabú í Norður-
Svíþjóð og framleiða aðeins osta, um 300 kíló á ári. Það
er að vísu ekki mikið en verðið er hátt, um 72.000 ísl.
kr. kg. Er osturinn, sem er að sjálfsögðu hið mesta lost-
æti, aðeins seldur til dýrustu hótela og veitingahúsa.
Þau hjónin eru með 14 elgi en aðeins þrjár mjólkandi
kýr og þær mjólka aðeins frá maí til september, um
fjóra lítra hver á dag. Elgir vega oft um 500 kg.
Hér er ferðafólk að klappa einni kúnni en þær heita
Gullan, Helga og Juna.
AP
Himinhátt verð fyrir elgsostinn
PÓLSKA þingið lýsti í gær stuðningi
við ríkisstjórn Mareks Belka for-
sætisráðherra, sem tók við til bráða-
birgða er Leszek Miller og vinstri-
stjórn hans sagði
af sér í byrjun
maí. Hefði
traustsyfirlýsing
þingsins ekki fen-
gizt nú hefði verið
boðað til nýrra
þingkosninga
hinn 8. ágúst
næstkomandi.
Alexander
Kwasniewski forseti fól Belka að
taka við sem forsætisráðherra eftir
að hinn vinsældum rúni Miller sagði
af sér daginn eftir inngöngu Pól-
lands í Evrópusambandið 1. maí sl.
Þingið felldi beiðni Belkas um
traustsyfirlýsingu er hann bar slíka
fyrst upp hinn 14. maí. Síðan þá hef-
ur landið verið án fullstarfhæfrar
ríkisstjórnar. Aðstæður snerust
Belka í hag er klofningsflokkar úr
stjórnarflokknum SLD (sem er arf-
taki pólska kommúnistaflokksins)
fóru illa út úr Evrópuþingkosning-
unum 13. júní sl. Þá sáu þeir að það
yrði þeim ekki hagfellt að þingkosn-
ingar færu fram nú og kusu frekar
að gefa stjórn Belkas tækifæri.
Belka sagðist myndu biðja það um
nýja traustsyfirlýsingu viku eftir að
stjórnin leggur fram fjárlög næsta
árs í október.
Belka
heldur
velli
Marek Belka
Varsjá. AFP.
YFIRVÖLD í Bandaríkjunum
hafa ákært tvo menn fyrir að
stela 92 milljónum netfanga hjá
netþjónustufyrirtækinu Americ-
an Online, AOL, en þau átti að
nota til að senda fólki alls konar
ruslpóst.
Mennirnir tveir, sem nú hafa
verið handteknir, eru Jason
Smathers, hugbúnaðarsérfræð-
ingur hjá AOL, og Sean Dun-
away, sem keypti netfangalist-
ann af Smathers og seldi hann
síðan aftur mönnum, sem aug-
lýstu náttúrulyf. Átti það að
auka kyngetu karla og stækka
getnaðarliminn. Dunaway
keypti síðar uppfærðan lista af
Smathers fyrir 7,2 millj. ísl. kr.
og seldi aftur.
Málið gegn þeim félögum er
eitt það fyrsta, sem höfðað er í
krafti laga gegn ruslpósti en
þau gengu í gildi í janúar síðast-
liðnum. Þeir Smathers og Du-
naway eiga yfir höfði sér fimm
ára fangelsi og 18 millj. kr. sekt.
Við þetta má bæta, að fyr-
irtækið sjálft, AOL, hefur verið
dæmt og sektað í Frakklandi
fyrir ólöglega viðskiptahætti.
Voru til dæmis sumir samningar
þess þannig, að það gat sagt
þeim upp fyrirvaralaust en við-
skiptavinurinn ekki nema hann
greiddi sekt.
Stálu 92
milljónum
netfanga
Notuð til að senda ruslpóst
New York. AFP.
RÍKISSTJÓRN sósíalista á Spáni
hefur ákveðið að leggja til hliðar
mjög umdeilda áætlun um gríðar-
mikið kerfi til að flytja vatn frá
norðri til suðurs.
Áætlunin sem samþykkt var í
stjórnartíð José María Aznar, þáver-
andi forsætisráðherra Þjóðarflokks-
ins, kvað á um að lögð yrði 900 kíló-
metra löng leiðsla til að flytja vatn
frá Ebro-fljóti í norðausturhluta
Spánar til þurrkasvæða í suðaustur-
hluta landsins. Þar, einkum í Alm-
ería í austurhluta Andalúsíu og í
Murcía suður af Valencía, ríkir gríð-
arlegur vatnsskortur.
Helstu samtök spænskra um-
hverfissinna, Ecologistas En Acción,
fögnuðu ákvörðun stjórnar José
Luis Zapatero, forsætisráðherra
Spánar, en sögðu áform stjórnvalda
ekki duga til að leysa þann vanda
sem mikil vatnsnotkun, m.a. vegna
örrar uppbyggingar á þeim slóðum,
hefði skapað. Umhverfissinnar hafa
undanfarin þrjú ár barist af hörku
gegn áætluninni.
Í stað vatnsveitunnar hyggjast
stjórnvöld byggja 15 sjóeimingar-
stöðvar, sem hreinsa salt úr sjó og
gera vatnið hæft til notkunar og
neyslu, meðfram austurströndinni.
Fullyrti María Teresa Fernandez,
aðstoðarforsætisráðherra Spánar,
að þær ásamt betri nýtingu vatns
myndu duga til að bæta ástandið.
Stjórn Aznars áætlaði að kostnað-
urinn við vatnsveituna yrði rúmir
350 milljarðar króna. Eimingar-
stöðvarnar munu kosta minna, trú-
lega rétt rúma 300 milljarða, og
hyggjast stjórnvöld leita eftir fjár-
veitingu frá Evrópusambandinu sem
neitaði að koma að fyrri áætluninni.
Sósíalistar komust til valda á
Spáni eftir kosningar sem fram fóru
í mars. Þeir höfðu lýst sig andvíga
áætluninni og eitt fyrsta verk Zap-
ateros forsætisráðherra var að
fresta frekari vinnu á grundvelli
hennar.
Spænska ríkisstjórnin tekur af skarið
Hætt við umdeilda vatnsveitu
Madríd. AFP. AP.