Morgunblaðið - 25.06.2004, Qupperneq 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Metaðsókn í Fjölbraut | Gengið hefur
verið frá inntöku nemenda í dagskóla Fjöl-
brautaskóla Suðurlands. Alls bárust 909
fullgildar umsóknir, fleiri en nokkru sinni
áður í sögu skólans. 25 nemendum var synj-
að um skólavist á næstu önn vegna ítrek-
aðrar lélegrar ástundunar og lítils náms-
árangurs en 884 nemendur fá tilboð um
skólavist næsta vetur.
Ekki er ólíklegt að nemendur verði um 20
til 30 fleiri í haust en áður hafa verið í skól-
anum. Frá því gengið var frá þessum mál-
um um miðja síðustu viku hafa borist
nokkrar umsóknir til viðbótar og fara þær á
biðlista, að minnsta kosti fyrst um sinn.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Nýr oddviti | Sigurbjartur Pálsson úr
Þykkvabæ var kjörinn oddviti Rang-
árþings ytra á síðasta fundi hrepps-
nefndar. Hann er fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins sem er
í meirihluta í hreppsnefnd
og tekur við af félaga sín-
um, Valtý Valtýssyni, sem
verið hefur oddviti frá sam-
einingu.
Varaoddviti var kjörinn Engilbert Ol-
geirsson í Holtum. Þá var Ingvar Pétur
Guðbjörnsson á Hellu kjörinn formaður
hreppsráðs og með honum í ráðinu eru
Sigurbjartur Pálsson og Viðar H. Stein-
arsson á Kaldbak.
Gáfu 1.600 pylsur | Pylsuvagninn á
Selfossi hélt upp á tvítugsafmæli sitt síð-
astliðinn sunnudag. Í tilefni dagsins
fengu gestir veitingar og gáfu eigendur
fyrirtækisins 1.600 pylsur og 1.700 gos-
dósir auk þess sem gefnar voru blöðrur
og bolir. Þá var ýmislegt til skemmtunar
gert.
„Þetta var alveg óskaplega gaman,“
sagði Ingunn Guðmundsdóttir, eigandi
Pylsuvagnsins, í samtali við Fréttavef
Suðurlands, sudurland.net. Hún sagði
viðskiptin mikil og sífellt vaxandi. Mest
sé þó að gera í góðu veðri þegar fólk vilji
frekar vera úti en fara inn og elda.
Eyrbekkingar efnatil Jóns-messuhátíðar á
Eyrarbakka laugardaginn
26. júní. Á dagskrá verða
meðal annars ljós-
myndasýningar þar sem
Erlingur Bjarnason sýnir
í búðargluggum, Magnús
Karel Hannesson sýnir í
Rauða húsinu og Linda
Ásdísardóttir í Sjóminja-
safninu. Í Óðinshúsi er
sýning fjögurra myndlist-
arkvenna. Jörg Sonder-
mann leikur á orgel Eyr-
arbakkakirkju og gengið
verður um götur með leið-
sögn. Þá eru Byggðasafnið
og Sjóminjasafnið opin til
kl. 22. Almennur söngur
verður í Húsinu og kveikt
verður í Jónsmessubrennu
um kl. 22 vestan við
bryggjuna á Eyrarbakka.
Hátíð
Njarðvík | Hópur af dug-
legum unglingum tók
áskorun umhverf-
issamtakanna Bláa hers-
ins og vann að hreinsun á
strandlengju og tjörn-
unum á Njarðvíkurfitjum.
Krakkarnir sem unnu að
hreinsuninni unnu sér inn
ákveðna fjárhæð vegna
ferðar á vinabæjarmót í
körfubolta sem fram fór í
vikunni í Trollhattan í
Svíþjóð. Þau stóðu sig
jafnvel þar og við hreins-
unarstarfið og sigruðu í
mótinu, bæði stúlkna- og
drengjaliðið.
Fitjarnar hreinsaðar
Jói í Stapa fór í ferðIðunnar um liðnahelgi og líkaði vel:
Indæla ég átti stund
er því kært að lýsa.
Kaffið mína kætir lund,
kannski fæðist vísa.
En fæðingin gengur ekki
alltaf jafn greiðlega fyrir
sig, – hann orti:
Bý ég einn við sorg og sút
sáru háður gjaldi
þarf að skipta öllum út
orðunum sem ég valdi.
Þegar fór að síga á seinni
hlutann orti Bjarni Valtýr
Guðjónsson:
Okkur gengur allt í haginn
er mín djarfa fullyrðing.
Sígur nú á sunnudaginn,
sólin gyllir Húnaþing.
Sigmundur Benediktsson
var þakklátur í ferðalok:
Ykkur leið mín liggur frá
látið margt var flakka.
Í sólaryl við sundin blá
samfylgdina þakka.
Indæl stund
pebl@mbl.is
TVENNAR kosningar um sameiningu
sveitarfélaga fara fram næstkomandi
laugardag, samhliða kosningum til emb-
ættis forseta Íslands. Verði hvor tveggja
sameiningin samþykkt mun sveitarfélög-
um á landinu fækka úr 104 í 100, að því
er fram kemur á vef Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
Kosið verður um sameiningu Hríseyj-
arhrepps og Akureyrarkaupstaðar á
laugardaginn. Þá verður kosið um sam-
einingu fjögurra sveitarfélaga á Fljóts-
dalshéraði en það eru Austur-Hérað þar
sem Egilsstaðir eru stærsti byggða-
kjarninn, Fellahreppur þar sem Fella-
bær er þéttbýliskjarninn og sveita-
hrepparnir Fljótsdalshreppur og
Norður-Hérað.
Unnt er að greiða atkvæði utan kjör-
fundar hjá sýslumönnum um allt land og
á kjörstöðum í viðkomandi sveitarfélög-
um á kjördag, 26. júní.
Tvennar
kosningar um
sameiningu
Reykjanesbær | Bæjarstjórn Reykjanes-
bæjar hefur samþykkt að skora á mennta-
málaráðherra og stjórnendur Tæknihá-
skóla Íslands að huga
vel að kostum
Reykjanesbæjar við
ákvörðun um stað-
setningu og upp-
byggingu Tæknihá-
skóla Íslands.
Ályktun þessa efn-
is var flutt af Kjart-
ani Má Kjartanssyni,
bæjarfulltrúa Fram-
sóknarflokksins, á
fundi bæjarstjórnar á dögunum en allir
bæjarfulltrúarnir stóðu að henni.
Í ályktuninni segir að á Suðurnesjum sé
nægt landrými. Þar séu einnig mörg öflug
fyrirtæki og stofnanir sem gætu talist
heppilegir samstarfsaðilar skólans, svo
sem Hitaveita Suðurnesja og Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja. Auk þess er vakin
athygli á því að alþjóðaflugvöllur sé í
næsta nágrenni og ýmis stór verkefni í
farvatninu, til dæmis í orkugeiranum og á
iðnaðarsvæðinu í Helguvík.
„Bæjarstjórn Reykjanesbæjar er því
sannfærð um að Reykjanesbær sé mjög
vænlegur kostur sem framtíðarstaður fyr-
ir Tækniháskóla Íslands,“ segir í álykt-
uninni.
Litið verði til
Reykjanesbæjar
um staðsetningu
♦♦♦
Hella | Rangárþing ytra samdi ný-
lega við þrjú íþrótta- og ungmenna-
félög í sveitarfélaginu, Umf. Heklu,
Íþróttafélagið Garp og Umf. Fram-
tíðina, um að sveitarfélagið styrkti
félögin. Sveitarfélagið leggur fram
peningastyrk, lætur í té endur-
gjaldslaus afnotum af íþrótta-
húsnæði og tækjum og kostar slysa-
tryggingar íþróttaiðkenda
félaganna upp að 16 ára aldri.
Á móti munu félögin taka að sér
að efla íþrótta- og æskulýðsstarf,
sem er liður í forvörnum fyrir börn
í sveitarfélaginu, jafnframt því að
taka að sér ýmsa vinnu í sambandi
við íþróttakeppnir og mót.
Vonast aðilar samninganna til
þess að þeir verði til þess að styrkja
allt æskulýðs-, tómstunda- og
íþróttastarf í Rangárþingi ytra á
komandi árum.
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Undirritun: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson sveitarstjóri (t.h.) skrifaði und-
ir samninga ásamt fulltrúum íþróttafélaga, Ingvari P. Guðbjörnssyni, Sæ-
rúnu Sæmundsdóttur, Berglindi Kristinsdóttur og Nínu Maríu Morávek.
Samningar um eflingu
íþrótta- og æskulýðsstarfs
Vestmannaeyjar | Þýska skemmtiferðaskipið
Hanseatic var það fyrsta sem kom til Eyja í sumar
þegar það lagðist að bryggju á dögunum. Alls er
búist við sex skipum en tvö þeirra munu koma tví-
vegis. Ferðamennirnir nýttu tímann í skoð-
unarferð um Heimaey.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Loks skemmtiferðaskip
Ferðafólk
Athvarf fyrir geðfatlaða | Bæjarráð
Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi
sínum erindi félagsmálastjóra um að hefja
undirbúning að rekstri athvarfs fyrir geð-
fatlaða í bænum. Starfsemin á að hefjast
haustið 2005. Miðað er við að til þess verði
notað það fjármagn sem sparast við breyt-
ingar á rekstri gæsluvalla.