Morgunblaðið - 25.06.2004, Síða 21

Morgunblaðið - 25.06.2004, Síða 21
MINN STAÐUR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 21 www.ils.is Peningar í stað húsbréfa Frá og með 1. júlí 2004 gefst viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs kostur á að taka peningalán, gegn ÍLS-veðbréfum. Hægt verður að taka ÍLS-lán til 20, 30 eða 40 ára og heimilt verður að stytta eða lengja lánstímann samkvæmt reglum sem Íbúðalánasjóður mun setja þar að lútandi. Íbúðalánasjóður býðst til að skipta samtals (eins og fram kemur hér fyrir neðan í hverjum flokki fyrir sig) allt að hámarksmagni útistandandi skuldabréfa í 1., 2., 3. og 4. flokki hús- og húsnæðisbréfa fyrir ný íbúðabréf á gjalddaga í febrúar 2024, í 5. og 6. flokki fyrir ný íbúðabréf á gjalddaga í apríl 2034 og í 7. flokki fyrir ný íbúðabréf á gjalddaga í júní 2044. Flokkur Skiptanleg skuldabréf Hámarksmagn sem tekið verður við 1 1. flokkur 1996 húsnæðisbréf 100% 2 2. flokkur 1996 húsbréf 85% 3 1. flokkur 1998 húsbréf 85% 4 1. flokkur 2001 húsbréf 85% 5 2. flokkur 1998 húsbréf 85% 6 2. flokkur 1996 húsnæðisbréf 100% 7 2. flokkur 2001 húsbréf 85% Frá 28.-30. júní býðst eigendum húsbréfa að skipta á þeim fyrir hin nýju, markaðsvænu ÍLS-veðbréf. Hafðu samband við banka þinn, sparisjóð eða verðbréfa- fyrirtæki og fáðu ráðgjöf vegna þessa. Ef magnið sem boðið verður í einhverjum flokki fer fram úr því hámarksmagni sem tekið verður við verða beiðnir vegna þess flokks lækkaðar hlutfallslega, eins og lýst er í minnisblaði um skuldabréfaskiptin. Endanlegt skiptaverð verður tilkynnt þann 28. júní. Stefnt er að uppgjöri þann 7. júlí 2004. Bankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtæki sjá um milligöngu skiptanna. Borgartún 21, 105 Reykjavík, sími: 569 6900, fax 569 6800, www.ils.is Áttu húsbréf? Breytt Íbúðalánasjóðslán N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 2 5 9 9 /sia .is Mývatnssveit | Lífið gengur enn sinn vanagang í Kísiliðjunni. Eftir nokkuð hefðbundið viðhaldsstopp í maí eru hjólin aftur tekin að snúast. Þorbergur Ásvaldsson kom hingað frá Ökrum í Reykjadal 1. maí 1970 til starfa í verksmiðjunni og hefur átt hér sinn starfsvettvang síðan, eða í 34 ár. Á þeim tíma hefur hann sinnt fjölbreyttum störfum. Nú er hann vaktformaður. Hér stendur hann við brennarann sem glæðir kís- ilgúrinn við 900°C og er það eitt síð- asta stigið í vinnsluferlinu. Þorbergur hefur verið slökkviliðs- stjóri Mývatnssveitar til margra ára og gegnt því starfi af röggsemi og festu. Hvað tekur við í lok ársins þegar verksmiðjan stöðvast er í sömu óvissunni hjá Þorbergi eins og öðrum starfsfélögum hans.    Í Kísiliðjunni í 34 ár Morgunblaðið/BFH mikli á Dalvík og margt fleira. Lögregluemb- ættin munu hafa nána samvinnu vegna þess- ara atburða og þá verður einnig enn aukin samvinna varðandi fíkniefnamál en nú þegar eru til þjálfaðir fíkniefnahundar á svæðinu sem auðvelda lögreglunni leit að fíkniefnum. Á fundinum kynnti Ástríður Grímsdóttir, sýslumaður í Ólafsfirði, lokaverkefni sitt og fleiri í stjórnunarnámi í Lögregluskólanum, þar sem fjallað er um umferðarslys á Norður- landi og þær tillögur höfundanna sem fram koma í verkefninu til þess að ráðast kerf- isbundið gegn þessum mikla vanda. Sauðárkrókur | Lögreglustjórar og yfirmenn lögreglu á svæðinu frá Hólmavík og til Þórs- hafnar hittust á Sauðárkróki nýverið. Ákveðið var að í allt sumar yrði í gangi eftirlit þar sem lögð yrði sérstök áhersla á einstaka þætti um- ferðarinnar, þannig að einn daginn tækju öll embættin á hraðakstri, annan á bílbelt- anotkun, ökuljósanotkun, ástandi ökumanna, tengivagna og svo framvegis. Í sumar verður mikið um að vera á Norður- landi, svo sem tvö landsmót UMFÍ á Sauð- árkróki, verslunarmannahelgi á Akureyri, Síldarævintýri á Siglufirði, Fiskidagurinn Samræmdar aðgerðir til að fækka umferðarslysum Morgunblaðið/Björn Björnsson Samvinna: Sýslumenn og yfirmenn lögreglu á Norðurlandi. LANDIÐ Selfoss | Nýbygging íþróttahúss Fjölbrautaskóla Suðurlands nálgast lokastig, búið er að leggja parket á salinn og er m.a. unnið að útfærslu á fyrirkomulagi á færanlegum mörk- um og körfum. Fræðslunet Suður- lands flytur í haust starfstöð sína í viðbótarkennsluhúsnæðið sem áfast er nýja íþróttahúsinu. Í athugun er að bjóða nám í meistaraskóla og e.t.v. í fagbóklegum áföngum húsa- smíðanáms samkvæmt eldri nám- skrá í samstarfi við Fræðslunetið og nýta til þess fjarkennslubúnað í útibúum þess á Kirkjubæjarklaustri, Vík, Hvolsvelli og Flúðum. Fræðslunet Suður- lands fær aukið rými

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.