Morgunblaðið - 25.06.2004, Side 23

Morgunblaðið - 25.06.2004, Side 23
MINN STAÐUR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 23 SJÓMINJASAFNIÐ í Reykjavík fékk nýlega afhent einstakt líkan af Kútter Björgvin RE 18, skútu sem smíðuð var 1885 og keypt til Íslands 1900. Meðal eigenda var Ellert K. Schram skipstjóri. Það var Ágúst Schram, barnabarn Ellerts, sem gaf sjóminjasafninu líkanið, sem er nokkurs konar þrívítt málverk af skútunni, auk sjónauka sem var í eigu Ellerts. Munirnir eru að sögn Helga M. Sigurðssonar, starfs- manns Sjóminjasafnsnefndar, afar verðmæt viðbót í safnið, enda munir úr reykvískri útgerðarsögu strjálir. Kútter Björgvin var um níutíu brúttólestir og á honum var um tuttugu og fimm til þrjátíumanna áhöfn. Fyrstu þrjátíu árin var hann án hjálparmótors, en fékk einn slík- an í fyrri heimsstyrjöldinni. Skútur voru í raun millistigið milli árabáta og togara, en Íslendingar notuðu þær sem skakskip. Ellert ritaði árið 1936 endurminningar frá skútuöld þar sem hann sagði m.a.: „Það var oft gaman þegar fiskur var nógur að sjá milli 20 og 30 menn standa í einni röð við borðstokkinn og ham- ast við að draga og bylta inn fisk- inum; var þá oft handagangur mik- ill og væri gaman að geta sýnt það á kvikmynd.“ Stóð einn við stýrið í stormi Ágúst segir tíma hafa verið kom- inn til að koma þessum erfðagrip á viðeigandi stað. „Þessi mynd var búin að vera hjá mér í fjörutíu ár, en Kristján Schram föðurbróðir minn sagði mér að þegar tíminn væri kominn myndi þessi mynd eiga heima á safni. Nú er hún komin á réttan stað,“ segir Ágúst og bætir við að fjöldi skemmtilegra sagna sé til af afa sínum, Ellerti. „Einhvern tíma, þegar Ellert var úti á sjó á Kútternum, var afar vont í sjóinn. Ellert vildi ekki missa neinn mann í sjóinn, þannig að hann skipaði öll- um undir þil og læsti þá niðri. Síðan stóð hann einn við stýrið í tuttugu og fjóra til þrjátíu tíma og sigldi skipinu heim. Hann sagði að ef skip- ið sykki, þá færu þeir allir hvort eð er, en hann vildi ekki missa einn mann útbyrðis. Svo var hann líka gríðarlega handsterkur og þegar ég heimsótti hann níræðan, lék hann sér alltaf að því að kreista á mér höndina og ég hafði ekkert í hann, stálpaður pilturinn. Svo reykti hann pípu alla tíð, en notaði aldrei píputóbak, heldur skar hann niður dýra vindla og notaði í píp- una.“ Ómetanlegir munir brenndir Helgi segir stöðu minjamála á sviði útgerðar og siglinga ekki nógu góða. „Það er búið að fleygja svo mörgum áhugaverðum hlutum,“ segir Helgi. „Því er sérlega brýnt að munir í eigu einstaklinga skili sér til okkar.“ Undir þetta tekur Agnar Jónsson, skipasmiður og samstarfs- maður Helga, en hann starfaði lengi við viðgerðir á skipum. „Það var mjög sorglegt að sjá öll þau skip sem voru einfaldlega brennd með öllu í,“ segir Agnar og bætir við að sumir munirnir hafi verið ómet- anlegir. „Sagan hefur verið þurrk- uð út að miklu leyti.“ Agnar tekur sem dæmi skip sem hann man eftir að hafa skoðað. Þar mátti sjá sögu smíða skipsins í myndum niðri í lúk- ar og var meðal annars mynd af miklum fögnuði niðri við höfnina þar sem lúðrasveitir blésu og fólk gladdist yfir smíði skipsins. „Þetta eru ómetanleg verðmæti sem glöt- uðust þegar þetta skip var brennt og þessi saga er nú horfin og enginn fær að sjá þetta.“ Um leið og Helgi og Agnar þakka Ágústi kærlega fyrir framlagið vilja þeir koma því á framfæri við fólk að minjar um sjómennsku og útgerð í Reykjavík séu á mörgum sviðum af afar skornum skammti og mikið vanti upp á að heilsteypt mynd fáist af útgerðarsögu. Því sé mikilvægt að þeir sem búa yfir minjum fargi þeim ekki, heldur komi þeim til minjavarða. Sjóminjasafninu afhent líkan af Kútter Björgvin RE 18 Mikilvægt að mun- ir skili sér til safna Morgunblaðið/Jim Smart Ágúst Schram, Helgi M. Sigurðsson og Agnar Jónsson með líkanið og sjónauka Ellerts K. Schram. Ræktaðu garðinn þinn Stóra garðabókin er langstærsta verk sem komið hefur út hérlendis um garðyrkju. Á meistaralegan hátt sameinar hún fræðilega nákvæmni og einfalda framsetningu efnisins. Bókin hentar því vel fólki sem langar að spreyta sig á garðrækt í fyrsta sinn, en jafnframt er hún mikil fróðleiksnáma fyrir alla þá sem búa að langri reynslu í garðyrkju. Þessi alfræði garðeigandans hefur verið ófáanleg um skeið en er nú aftur komin í verslanir og býðst öllum sem vilja rækta garðinn sinn á ótrúlegu verði. Athugið að upplagið er takmarkað. • Allt um skipulagningu garða • Skýr og góð ráð um ræktun og umhirðu allra helstu plantna • Hvenær og hvernig á að klippa runna og tré? • Vinnubrögðum lýst í smáatriðum með skýringarmyndum • Leiðbeiningar um ræktun í garðskálum og sólstofum Í Stóru garðabókinni er fjallað um ræktun og umhirðu allra plantna: tré, runna, rósir, fjölæringa, sumarblóm, lauka, steinhæðaplöntur og margt fleira. Áreiðanlegar og handhægar upplýsingar sem leiðbeina öllum gróðurunnendum við garðyrkjustörfin. Takmarkað upplag! 540 blaðsíður 3000 litmyndir 300 teikningar Loksins fáanleg aftur! Ótrúlegt tilboðsverð kr. 4.990 Upphaflegt verð kr. 9.990

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.