Morgunblaðið - 25.06.2004, Page 25
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 25
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
Er
vin
nin
gu
r í l
ok
inu
?
fiú sér› strax
hvort fla› leynist óvæntur
gla›ningur í Engjaflykkninu
flínu!
Er vinningur
í lokinu?
Tveir ferðavinningar fyrir fjóra; Flug,
bíll og gisting í Billund og tveggja
daga aðgangur í Legoland • Samsung
myndavélasímar • Gjafabréf í Kringluna
26” reiðhjól og margt, margt fleira.
www.ms.is
æsibæ
Sími 562 5110
Opið virka daga 10-18 laugardaga 10-16
Einstakt tækifæri til að
versla dragtir og kjóla
fyrir brúðkaup og
önnur tækifæri!
Mikil verðlækkun!
Dragtir og
kjólar frá 7900
Xylitol er notað í stað sykurs.
fyrir þá sem hugsa
um heilsuna
Fæst í heilsubúðum
www.xylitol.is
Hollt
Í bakstur og
matargerð
Verndar tennur
Verndar gegn
beinþynningu
Xylitol
Kirkjulundi 17 (v/Vífilsstaðaveg), 210 Garðabæ
Sími: 898 4699 • www.simnet.is/gardhusgogn
OPIÐ: mán.-fös. 13:00-18:00 og lau: 11:00-16:00
Úrval vandaðra
garðhúsgagna
Borð 1m * 1,60 úr áli og tekki. Fjórir
stólar úr áli, tekki og plasti sem stenst
íslenska veðráttu.
Tilboð kr.
69.000 stgr.
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
KAUPMANNAHÖFN| Ólívuolía, suðrænt krydd og gjafavörur
Oliviers & Co.
Store Regnegade 2 - 1110 Kbh K
Sími: 45-33-13-03-33
www.oliviers-co.co.uk
Oliviers & Co.: Stendur við Store Regne-
gade í miðborg Kaupmannahafnar.
SÉRVERSLUNIN Oliviers & Co hefur
opnað sína fyrstu verslun á Norðurlöndum
við Store Regnegade 2, í Kaupmannahöfn.
Þar er boðið upp á kaldpressaða matarolíu
frá Frakklandi, Ítalíu og Spáni en fyrirtækið
er nú með 62 verslanir í 11 löndum austan
hafs og vestan. Boðið er upp yfir þrjátíu teg-
undir af ólívuolíu, sem henta með salati, fiski
og ýmsum kjötréttum. Verslunin selur einn-
ig ýmsar tegundir af „tapenade“ eða ólívu-
og tómatmauki, sinnepi og suðrænum
kryddblöndum fyrir utan mismunandi teg-
undir af ediki, balsamik-, sherry-, fíkju- og
valhnetuedik.
Ýmis önnur gjafavara er á boðstólum svo sem
sérlega mild handsápa úr ólívuolíu, skálar undir sal-
at, innkaupakörfur og flöskur og glös fyrir ólívuolíu
og edik. Fyrir þá sem ekki eiga leið um Kaup-
mannahöfn er bent á vefsíðuna en þar er að finna
upplýsingar um póstverslun Oliviers & Co.
Góðgæti frá
Miðjarðarhafi
Í GÖMLUM ævintýr-
um er okkur gjarnan
kennt að varast hégóma, yf-
irborðsmennsku og annað hjóm á
lífsgöngunni. Til dæmis þykir
fáum til eftirbreytni sú hegðun
stjúpsystra Öskubusku að höggva
af sér tá og hæl til að reyna að
passa í skóinn hennar þegar
prinsinn leitaði rétta eigandans.
En samkvæmt netmiðli Evening
Standard virðist mannskepnan
seint læra af mistökum ann-
arra, jafnvel þeirra sem
birtast í fornum ævintýr-
um, því nú á ofanverðri
tuttugustu og fyrstu
öld gerast sérstakar
fótaaðgerðir mjög
svo vinsælar í
henni Ameríku.
Aðgerðirnar eru
framkvæmdar í
þeim tilgangi ein-
um að betur passi
tískuskórnir.
Láta konur þann-
ig ýmist stytta á
sér tærnar, sverfa
af fótbeinum og
fleira í þeim dúr, til
þess að komast í tá-
mjóa skó eða aðra sem
þannig eru í laginu að
breyta þarf sköpulagi fóta
svo þeir fari vel á fæti.
Þrælar tískunnar
Þannig fékk fótsnyrtir nokkur í
New York til sín viðskiptavin sem
vildi láta fjarlægja tá af fæti til að
passa betur í skó hins þekkta
Manolo Blahnik og þá lét kona í
Kaliforníu taka af sér tánegl-
urnar og húðflúra í staðinn fag-
urbleikar neglur. Iona nokkur
Frank segir kinnroðalaust frá því
að hún hafi látið stytta á sér
tærnar: „Ég eyði þúsundum doll-
ara á ári í skó en ég skammaðist
mín alltaf fyrir ólögulegar tærn-
ar. Skurðaðgerðin var vissulega
óþægileg en ég er hæstánægð
með árangurinn.“
Læknar fordæma harðlega
Að láta stytta á sér tá er aðgerð
sem felur í sér að skorið er inn að
tábeini, skorið á sinar, miðjuliður
táar fjarlægður og liðamótin fest
saman að nýju. Herlegheitin kosta
allt frá 270.000 krónum til
400.000 króna.
En áhættan er mikil: Sýking-
arhætta, taugaskaði og margra
mánaða endurhæfing ef aðgerðin
tekst ekki eins og til er ætlast.
En þrátt fyrir að fóta- og ökkla-
skurðlæknar í Ameríku hafi op-
inberlega fordæmt slíkar „fót-
snyrti–aðgerðir“ halda þúsundir
kvenna áfram að láta stytta á sér
tærnar eða meðhöndla fætur sína
á annan máta til að geta tiplað um
í támjóum og hælaháum skóm.
Morgunblaðið/Kristinn
khk@mbl.is
Allt fyrir útlitið?
HEILSA