Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 29 Asni klyfjaður gulli „Enginn múr er svo hár að asni klyfjaður gulli komist ekki yfir hann.“ Þetta á vel við í íslensku sam- félagi. Ef þú átt peninga kemstu allt og ef þú ert nægilega mikill asni ferðu allt, yfir alla og lítur á lýðræði og mannréttindi sem sér- hagsmunamál, ætlað þinni asnahjörð. Þessi „asnahópur“ teygir sig nú í ótrúleg- ustu áttir og mega Ís- lendingar hafa sig alla við að skilja tengsl hópsins. Langflestir nenna því ekki og telja þessi mál ekki koma sér við. „Asnarnir“ eru allir karlkyns og stórhættulegir jafnréttisbaráttunni sem er að sögn sérfræðinga á und- anhaldi. Nú eru það sérhagsmunir við- skiptablokkar og fjölmiðlafjötrar hennar sem og ótvíræð tengsl henn- ar við forsetann sem neyða kjós- endur til þess að hugsa upp á nýtt. Eigum við að treysta þessum for- seta aftur? Flestir hafa áttað sig á að asni er alltaf asni sama hvað hann á mikið af peningum. En greinilega ekki allir. Íslenski „asninn“ opinberast best í nýlegu heimsmeti okkar á stjarn- fræðilegum hækkunum á gengi hlutabréfa í íslenskum útrásarfyr- irtækjum. Erlendir hagfræðingar halda að við séum að grínast. Íslensku „asn- arnir“ fá lán út á einhverjar við- skiptalegar væntingar, eða „good- will“ í erlendum bönkum og nú er forsetinn óbeint að skrifa undir lánin fyrir vini og vandamenn í skjóli fornra ónýttra lagaákvæða, verra þó, í skjóli friðhelgi embættis for- seta. Hvað er það? Tækifærismennskan er algjör. „Jafnaðarmenn“ í álögum viðskiptablokka Fjölmiðlalögin koma í veg fyrir hringamyndun, fákeppni og vald- níðslu eigenda. Andstæðingar lag- anna eru bandamenn viðskipta- blokka og telja sig geta myndað ríkisstjórn með efnamönnum. Fréttablaðið og formaður Blaða- mannafélagsins (starfsmaður Norð- urljósa) hafa í raun meðvitað mynd- að skoðanir almennings á fjölmiðlalögunum án þess að kynna þau. Allir ættu að kynna sér þessi lög því vald fjölmiðlanna er hættumest lýðræðinu. Nú er verið að misbeita þessu valdi. Valdaafsalið hefur farið fram; Jón Ólafsson þoldi ekki dagsljósið og flutti „þýfið“ úr landi og þá má for- setinn spyrja sjálfan sig, þola nýir eigendur Norðurljósa það betur? Það er kórvilla að halda að þessi lög séu slæm. Þau eru góð. Stjórnarandstaðan er að láta blekkjast enda komu engin hald- bær rök gegn frum- varpinu sjálfu heldur var málsmeðferðin bor- in á borð fyrir almenn- ing nokkurn veginn orðrétt upp úr Frétta- blaðinu. Þeir einir lögsækja og vanvirða ríkið sem hafa vald eigin fjöl- miðla og fjármagn til þess sem og nú einnig forsetinn. Stjórnmálamenn á Íslandi vissu að atkvæðið sem þú settir í kjörkass- ann í síðustu alþingiskosningum var í raun valið um auðhringa. Ingibjörg Sólrún innsiglaði það að vísu í Borg- arnesræðunni en allt of fáir tóku mark á þeirri viðvörun hennar um tengsl Samfylkingarinnar við ákveð- in fyrirtæki. Þar var skóflustungan tekin að litaðri framtíð varafor- mannsins í stjórnmálum. Flytja fjölmiðla sína úr landi Alþjóðlegar eftirlitsstofnanir eins og t.d. The World Trade Organization hafa ekki náð að framfylgja reglu- gerðum í alþjóðaviðskiptum. Það er augljóst hér að stóru fyrirtækin eru með skammbyssuhlaupið bak við eyrað á stjórnvöldum og hóta að flytja reksturinn úr landi, þangað sem eftirlitið er veikt. Við þekkjum dæmi um þetta í ýmsum greinum framleiðslu og verslunar á Íslandi og ekki óalgengt að menn flytji rekstur til landa sem við köllum vanþróuð, en eru fyrst og fremst eftirlitslaus. Nú er okkur neytendum, kjósendum hótað að þeir flytji fjölmiðlana úr landi, bæði af forseta og eigendum. Það duga því engin fjölmiðlalög lengur ef við kjósum forsetann yfir okkur aftur. Stjórnvöld á blóðvellinum Það er stöðugt kvartað undan af- skiptum ríkisstjórnarinnar af við- skiptablokkum, en hvað vilt þú, kjós- andinn og neytandinn? Viltu að forsætisráðherra fylgist með eða ekki? Ef honum koma átökin í við- skiptalífinu ekki við, átök sem hafa meiri áhrif á stöðu lands og þjóðar en nokkuð annað, nú hvað þá? Við getum ekki bæði átt forsætisráð- herra sem gerir og gerir ekkert. Við eigum forsætisráðherra sem gerir ýmislegt umdeilanlegt en að hindra fákeppni hlýtur að vera í hans verkahring. Landráð heitir það að leggja Ís- land undir sig. Ríkisstjórnin á heiður skilinn fyrir að fylgjast nú loksins með á blóðvell- inum. En hún á líka skilið skömm í hattinn fyrir að hafa byrjað of seint á spillingarvaktinni. Skrautpappír forsetans Synjun forsetans á fjölmiðlalög- unum (þó svo að hann kalli það öðru nafni) er ekki bara stríð á hendur ríkisstjórninni heldur líka dónaskap- ur við okkur sem kusum þessa rík- isstjórn til valda. Það má færa þessa ákvörðun hans í skrautpappír til þjóðarinnar en upp úr stendur að hann hafnaði lögunum í eiginhags- munaskyni. Forsetinn stendur vörð með vin- um sínum um fákeppni í fjölmiðla- rekstri og gefur andstæðingum Dav- íðs Oddssonar byr undir báða vængi. Er það hlutverk forsetans að grafa undan forsætisráðherra? Lygin á sér mörg andlit og ber er hver að baki nema sér bróður eigi, en þetta! Kjósum allt annað yfir okk- ur en svona augljósa valdaspillingu „asnahersins“. Leggjum eigin hagsmuni til hliðar í þessu máli og kennum forsetanum slíkt hið sama á laugardaginn. Vantraust á forsetann Jónína Benediktsdóttir skrifar í tilefni forsetakosninga ’Leggjum eigin hags-muni til hliðar í þessu máli og kennum forset- anum slíkt hið sama á laugardaginn. ‘ Jónína Benediktsdóttir Höfundur er íþróttafræðingur. Í FRÉTTASKÝRINGU í Morg- unblaðinu 23. júní á bls. 8 er rifjað upp atvik í íslenskri stjórnmálasögu sem ætti ekki að gleymast heldur vera til ævarandi áminningar um það ofbeldi sem ríkisvaldið beitir þegna sína á stundum. Fréttaskýr- andi rifjar það upp að Matthías Bjarnason hafi hótað afsögn í embætti sam- gönguráðherra þegar þáverandi forseti Ís- lands, Vigdís Finn- bogadóttir, tók sér um- hugsunarfrest áður en hún undirritaði lög um verkfall flugfreyja sem þá stóð yfir. Grein- arhöfundur telur að at- vikið hafi átt sér stað á kvenréttindadaginn 19. júní 1985. Það er rangt. Ríkisstjórnin valdi enn „heitari“ dag til þess að beita konur kúg- unarvaldi og lítillækka forsetann. 24. október 1985 Dagurinn var 24. október. Þann dag voru 10 ár liðin frá því að tugþús- undir íslenskra kvenna lögðu niður vinnu og kröfðust jafnréttis og virð- ingar á við karlmenn. Á Lækjartorgi hafði fjölmennasti baráttufundur Ís- landssögunnar, 24. október 1975, vakið heimsathygli og blásið íslensk- um konum þreki og þori í brjóst, fundurinn fæddi af sér kvenna- framboð og leiddi til þess að Vigdís var kosin forseti fimm árum síðar. Kjör Vigdísar vakti sömuleiðis heimsathygli og var lengi vel það eina sem útlendingar vissu um Ís- land og Íslendinga. Það var landið og þjóðin sem fyrst allra hafði kjörið konu til forseta í lýðræðislegum kosningum. Vigdís varð alþjóðleg stjarna. Íslenskar konur knésettar Þegar ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar valdi 24. október til þess að láta konuna í embætti for- seta Íslands undirrita lög gegn fá- mennri kvennastétt var það ögrun við allar íslenskar konur og kvenna- hreyfingu og eitt versta verk þeirrar stjórnar. Táknræn merking þess var sú að traðkað væri á íslenskri kvennabaráttu og henni sýnd fyllsta lítilsvirðing. Íslenskt karlveldi beitti því ofbeldi sem því var tiltækt. Það að Vigdís skyldi verða knésett urðu sár vonbrigði þeim konum sem treystu á eða vonuðu að hún myndi beita áhrifa- valdi sínu og virðingu embættisins þeim til varnar og tefja málið í það minnsta fram á 25. Þjóðfélagið stóð á önd- inni fram yfir hádegi 24. október og konur fögnuðu hverri mínútu sem forsetanum tókst að standa af sér þrýst- inginn frá ríkisstjórn- inni. Spennan var svo mikil að minnti á um- sátursástand. Þegar fréttin um samþykki Vigdísar barst út grétu margar konur. Íslenskar konur höfðu verið beygðar í duftið af ríkisstjórn lands- ins. Vörn gegn ofríki ríkisstjórna Á miðnæturgöngu í Reykjavík lengsta dag ársins rakst ég á miða á húsvegg í Bankastræti þar sem gat að lesa þessa tilvitnun í 18. aldar hugsuðinn Thomas Paine. „Það er skylda hvers föðurlandsvinar að verja land sitt fyrir ríkisstjórn þess.“ Það er auðvitað ekki tilviljun að óþekktur vegfarandi lími þessa visku á vegg um þessar mundir. Rík- isstjórn Davíðs Oddssonar hefur í þaulsetu sinni ítrekað farið fram af mikilli hörku gegn andstæðingum sínum og ákveðnum þjóðfélags- hópum og skellt skollaeryum við hvers kyns andófi og málefnalegri gagnrýni. Að auki gengu forsætis- ráðherra og forseti alþingis ásamt forseta Hæstaréttar freklega inn á valdsvið forseta Íslands í tengslum við 100 ára afmæli heimastjórnar í febrúar í ár. Táknræn merking þess var lítilsvirðing við þjóðina og rétt hennar og aðferð til að kjósa sér for- seta að vild. Það er nauðsyn hverju lýðræð- isríki að leiðir til að tempra ofríki ríkisstjórna séu fyrir hendi og unnt sé að beita ólíkum aðferðum eftir að- stæðum og eðli átaka og deilumála. Synjunarvald forseta Íslands er einn slíkur varnagli, fólginn í stjórn- arskrá landsins. Meðferð Vidísar Finnbogadóttur og Ólafs Ragnars Grímssonar á þessu valdi við ólíkar kringumstæður og sú umræða og þær tilfinningar sem atvikin hafa vakið, sýna að málskotsrétturinn er mikilvægt pólitískt varnartæki með sterkt táknrænt gildi. Forseti Ís- lands er ekki aðeins sameining- artákn þjóðarinnar, í embætti for- setans felst einnig vörn gegn ofríki þeirra sem ríkjum ráða. Málskotsréttur gegn ofríki Steinunn Jóhannesdóttir gerir athugasemdir við fréttaskýringu ’Ríkisstjórnin valdi enn„heitari“ dag til þess að beita konur kúgunar- valdi og lítillækka for- setann.‘ Steinunn Jóhannesdóttir Höfundur er rithöfundur. FORSETI lýðveldisins, tákn þess og skjöldur er eina embættið sem þjóðin sjálf á Íslandi kýs í per- sónubundinni kosningu. Forsetinn er okkar fulltrúi og sendiboði, óháð persónu á hverjum tíma. Það er aðför að lýðræði, stjórnskipan og atkvæðisrétti okkar þegar for- sætisráðherra, dómsmálaráð- herra og forseti alþingis langtím- um og árum saman niðurlægja embættið og forseta Íslands með óviðeigandi háttsemi, tali og ítrek- uðu skítkasti. Lítilsvirðingu þess- ara forystumanna gegn forseta okkar, Ólafi Ragnari Grímssyni, virðast ennþá engin takmörk sett. Sjálfir bera þessir þrír stjórn- málamenn einungis fá prósent at- kvæðisbærra landsmanna á bak við sig persónulega. Sjálfir upp- skáru þeir í síðustu kosningum minna fylgi en áður, persónulega! Sjálfir ætla þeir sjálfum sér samt máttinn og dýrðina til að eyði- leggja ímynd forsetaembættis okkar Íslendinga. Þremenningarnir eru greini- lega í háttum „börn síns tíma“. Frekar ættu þeir að þekkja sinn vitjunartíma í pólitík í stað þess að búa til nýja ímynd, „stjórnmála- bulluna!“ Í takt við höfuðin þrjú dansa limirnir. Þekktur og valinkunnur fréttamaður, margfaldur frétta- stjóri, nú útvarpseigandi, hefur verið einn harðasti skjaldsveinn forsætisráðherra og margnotað þætti sína við að lofa meistarann, æði oft á kostnað annarra. Í útvarpi Sögu sýnir gamall fréttahaukur hvernig eigendur geta hagnýtt sér eigin miðil við að dreifa einsleitum áróðri yfir land og lýð, jafnvel atandi aðra auri. Skjaldsveinn forsætisráðherra, útvarpseigandinn og þáttastjórn- andinn kallar forseta Íslendinga: „mannkerti, manngerpi, forseta- fíflið“ o.s.frv. og „mesta pólitíska óþverra sem Ísland hefur alið“ og … „maður á ekki að gera þess- um manni það til geðs að yfirleitt tala um hann“ og segir forseta ís- lenska lýðveldisins að lokum í beinni útsendingu að „halda kjafti“. Þegar forsætisráðherra, dómsmálaráðherra, forseti alþing- is og fjölmiðlakanóna missa sig ítrekað aftur og aftur mánuðum/ árum saman niður í skítlegt tal og lítilsvirðingu fyrir æðsta embætti okkar þegnanna er eitthvað veru- lega illt að hjá þeim innvortis … þetta lyktar sem hreinræktaður SKÍTAMÓRALL. Guð gefi þeim styrk til að höndla það sem þeir fá engu um breytt, gæfu og kjark til að sætta sig við það sem þegnarnir kjósa og greind til að skilja þrönga stigu lýðræðisins. Ólafur Ragnar Grímsson er frá- bær fulltrúi íslensku þjóðarinnar! Atkvæði greidd Ólafi Ragnari í þessum forsetakosningum eru stuðningur við forsetaembættið og gildi þess. Stuðningur við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, er um leið vantraust á hroka og lít- ilsvirðingu gagnvart embætti for- seta lýðveldisins, forseta fólksins! Gleðilegan kosningadag. Vegum skítamóralinn Höfundur er markaðsstjóri. Pálmi Pálmason Í GREIN sem birtist í Mbl. 23. júní sl. lýsir varaformaður Sam- fylkingarinnar því hvernig hún telur að skilja eigi margumtalaða 26. gr. stjórnarskrárinnar. Þar kemst hún að þeirri niðurstöðu að þar sé smáorðið „það“ lykilatriði, þar sem það vísi til lagafrum- varpsins en ekki til laganna. Þetta telur hún sanna að það sé laga- frumvarpið sem eigi að leggja undir þjóðaratkvæði en ekki lögin. Þetta er einfaldlega vitleysa. Forseti Íslands fær ekki laga- frumvörp til undirskriftar. Vara- þingmaðurinn hlýtur að vita að lagafrumvörp eru lögð fram á Al- þingi. Í meðförum þingsins eru oftar en ekki gerðar breytingar á frumvörpum, fjallað um efni þeirra í nefnd eða nefndum og umræðum í þinginu. Þegar frum- varp hefur síðan verið samþykkt, með eða án breytinga, er það af- greitt til ríkisstjórnarinnar sem lög frá Alþingi er leggur síðan lög- in fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar. Þannig eru það lög, sem löglega kjörið Alþingi hefur samþykkt á stjórnskipulega rétt- an hátt, sem lögð eru fyrir forseta Íslands til samþykktar eða synj- unar, en ekki lagafrumvarp, enda er talað um að lögin falli úr gildi ef samþykkis er synjað við atkvæða- greiðslu allra kosningabærra manna. Það eru því að sjálfsögðu lögin sem lögð verða í dóm kjósenda til samþykktar eða synjunar – ekki lagafrumvarpið. „Það“ Ingibjörg Sólrún Höfundur er lögfræðingur. Kristján Torfason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.