Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 35
✝ Guðrún SigríðurSigurðardóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 28.
apríl 1925. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Garðvangi í
Garði 18. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðbjörg Brynjólfs-
dóttir húsmóðir, f.
22.10. 1897, d. 8.1.
1980, og Sigurður
Sigurðsson vélstjóri,
f. 13.6. 1895, d. 21.2.
1984. Þau bjuggu á
Austurgötu 19 í Keflavík. Systk-
ini Guðrúnar eru: Ólöf Lilja Sig-
urðardóttir, f. 14.7. 1921; Mar-
teinn Brynjólfur Sigurðsson, f.
24.7. 1923; María Sigurðardóttir,
f. 14.9. 1926, d 2.2. 1927; Friðrik
Hafsteinn Sigurðsson; f. 27.4.
1929, d. 25.6. 1993; Gunnlaugur
Kjartan Sigurðsson, f. 15.3. 1931.
Hálfsystir samfeðra: Ósk Sigur-
rós Sigurðardóttir, f. 2.2. 1920, d.
1955. Þau eiga þrjú börn. Barna-
börnin eru 13 og barnabarna-
börnin 24.
Guðrún fæddist í húsinu Árbæ
við Brekastíg í Vestmannaeyjum
en flutti með foreldrum sínum til
Keflavíkur um eins árs aldur. Um
tíu ára aldur flutti hún ásamt for-
eldrum sínum að Glóru í Hraun-
gerðishreppi og var þar fram að
fermingu að þau fara aftur til
Keflavíkur og hefur búið þar og í
Njarðvíkum síðan. Guðrún stund-
aði fiskvinnu þar til hún giftist
Jóni og þau stofnuðu heimili. Þá
varð hún heimavinnandi húsmóð-
ir þangað til börnin uxu úr grasi.
Þá fór hún aftur út á vinnumark-
aðinn, fór í fiskvinnu og vann síð-
an sem skúringakona í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja þar til
hún tók við sem matráðskona hjá
kennurum í fjölbrautaskólanum
þangað til heilsan fór að gefa sig
árið 1988.
Dúra var mjög mikið í fé-
lagslífi. Hún var í Kvenfélaginu í
Njarðvík, Slysavarnafélaginu í
Keflavík, St. Georgsgildinu og
Vestmannaeyingafélaginu á Suð-
urnesjum svo fátt eitt sé nefnt.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Keflavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
5.8. 1978.
Eftirlifandi eigin-
maður Sigríðar er
Jón Arason Valdi-
marsson, f. 5. febrúar
1922. Börn: 1) Bjarni
Valtýsson, f. 25.6.
1943, maki Esther
Ólafsdóttir, f. 10.5.
1945, d. 23.9. 1994,
þau áttu tvö börn og
Esther átti eina dótt-
ur fyrir. Núverandi
sambýliskona Bjarna
er Sigríður Dögg
Guðmundsdóttir, f.
12.8. 1944. 2) Helgi
Valdimar Jónsson, f. 1.3. 1946, d.
13.6. 1968, maki Dröfn Péturs-
dóttir, f. 1.9. 1946. Þau eiga tvö
börn. 3) Sigurbjörg Jónsdóttir, f.
9.8. 1950, maki Viðar Már Pét-
ursson, f. 11.1. 1944. Þau eiga
þrjú börn, 4) Ásdís Jónsdóttir, f.
26.3. 1955, fráskilin, á tvö börn,
seinni maki Donald Schults. 5)
Guðbjörg Jónsdóttir, f. 9.3. 1958,
maki Þórður Ragnarsson, f. 22.1.
Mágkona mín, Guðrún Sigurðar-
dóttir (Dúra), lést föstudaginn 18.
júní eftir löng og erfið veikindi 79
ára gömul.
Við Alli fórum í heimsókn til
Dúru á síðasta afmælisdag hennar
28. apríl sl. en þá var hún ósköp las-
in og veikburða. Erum við fegin að
hafa farið í þessa heimsókn því ekki
vissum við að það yrði í síðasta
skipti sem við hittum hana.
Dúra giftist Jóni bróður mínum
1. júní 1946 og áttu þau því 58 ára
brúðkaupsafmæli á þessu ári. Eru
því tengdir og vinskapur okkar
Dúru búinn að vara í tæp 60 ár.
Okkur Dúru kom alltaf mjög vel
saman en Dúra sagði oft að ég væri
búin að „rífa kjaft“ við sig frá því
ég var 15 ára. Ég svaraði henni þá
að hún hefði reynt að „kála mér“
þegar þau Jón voru í Smáratúninu.
Þá var hlegið að öllu saman enda
góðlátlegt grín okkar á milli.
Heimili Jóns og Dúru var eins og
mitt annað heimili á unglingsárun-
um. Ég byrjaði snemma að skreppa
á Austurgötuna og vera hjá Bjarna
og Helga heitnum svo þau gætu t.d.
skroppið í bíó. Í minningunni finnst
mér ég hafa verið hjá þeim í tíma
og ótíma og alltaf var sama elsku-
lega viðmótið og aldrei fann ég að
ég væri óvelkomin, þetta var bara
svona og hefur alltaf verið.
Við Alli söknum Dúru en hugg-
um okkur við að nú líði henni vel,
hún sé laus við veikindi og þján-
ingu.
Við Alli sendum Jóni bróður,
börnum hans og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Kolbrún Valdimarsdóttir.
Þar kom að því, þú ert búin að
kveðja. Eins og ég sakna þín mikið
og vil fá þig aftur samgleðst ég þér
að vera komin á betri stað. Á stað
þar sem ekkert hrjáir þig, þar sem
þú kemst í heimsókn til allra ætt-
ingjanna þegar þú vilt, jafnvel þótt
þeir séu á fjórðu hæð í lyftulausri
blokk, og þar sem þú getur borðað
sætabrauð án þess að vera skömm-
uð. Allir vinir mínir og kunningjar
sem hafa hitt ykkur afa hafa sagt
hversu þeir öfundi mig af ykkur,
svona eiga afi og amma að vera í út-
liti og anda. Þið voruð bæði roskin
þegar ég kom í heiminn og kannast
ekki við ykkur öðruvísi en grá-
hærð. Þú hafðir alltaf fallegt hár og
fannst gaman að segja mér söguna
af því þegar kona spurði þig á förn-
um vegi hvar þú hefðir fengið
svona fínar strípur í hárið og átti
þá við gráa lokka sitt hvorum meg-
in á höfðinu. Að bragði svaraðir þú
að þær væru fengnar hjá Guði.
Það er ótrúlegt hversu mikið þú
hefur hrist af þér og hversu lífsglöð
þú hefur verið þrátt fyrir veikindin.
Mér fannst voðalega gott að koma í
heimsókn, spjalla við matarborðið,
jafnvel fá eitthvað í gogginn og svo
þegar ég fór að faðma ykkur bless.
Ég man eins og ég væri nýfarinn
þegar við föðmuðumst seinast, ég
held við höfum bæði vitað að þetta
væri síðasta knúsið. Nú lifi ég með
þær góðu minningar sem lífið hefur
séð okkur fyrir og man þig lífsglaða
með nýlagað hárið og fallega brosið
sem kætti alla, og veit að þú vakir
yfir okkur öllum. Ég sakna þín
meira en orð fá lýst en jafnframt vil
ég óska þér góðrar ferðar hvert
sem henni er heitið. Saknaðar-
kveðjur.
Ragnar Þórðarson.
Elsku Dúra mín, með nokkrum
orðum langar okkur að þakka þér
fyrir hvað þú hefur alltaf reynst
okkur og öllum börnunum okkar
vel. Alltaf hafa amma og afi í Kefla-
vík skipað sérstakan sess í okkar
fjölskyldu. Amma og afi í Keflavík
voru dugleg að heimsækja okkur
þegar við bjuggum fyrir norðan, og
alltaf var geysimikil tilhlökkun að
fá ykkur í heimsókn. Það voru
nokkuð sérstök fjölskyldubönd sem
bundu okkur saman, en þau voru
traust og innileg. Við fundum öll
sem þekktum þig að þú varst orðin
þreytt. Þín vegna fannst okkur gott
að þú fékkst hvíldina, en við hugs-
um um Jón afa sem nú hefur ekki
Dúru sína lengur hjá sér nema í
huganum. Við sendum honum sam-
úðarkveðjur og hlýjar hugsanir.
Dröfn og Páll.
Elsku amma Dúra, það var alltaf
svo gott að koma í heimsókn til
ykkar afa. Þið afi pössuðuð okkur
systurnar alltaf þegar pabbi og
mamma fóru til útlanda. Það var
svo gaman að hlusta á allar plöt-
urnar og fá að hjálpa til í eldhúsinu.
Svo núna seinni árin þegar mað-
ur kom í heimsókn með barna-
barnabörnin vildir þú alltaf fá þau í
fangið á þér til að kyssa þau og
knúsa, sama á hvaða aldri lang-
ömmubörnin voru.
Takk fyrir alla hjálpina með
Steinunni Maríu, ég hefði ekki get-
að komist í gegnum þennan tíma án
ykkar hjálpar.
Elsku hjartans amma, megi Guð
geyma þig og varðveita.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þeirri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Jón afi, pabbi, Silla, Ásdís
og Guðbjörg, megi Guð styrkja
ykkur og okkur öll í sorginni.
Þín ömmubörn
Guðrún og Karen.
Elsku amma, við eigum margar
góðar og skemmtilegar minningar
um þig og þann tíma sem við áttum
með þér og afa. Minningar sem
gott er að eiga þegar hugurinn leit-
ar til þín. Fjarlægð og sérstök fjöl-
skyldutengsl hafa gert böndin
sterkari og okkur ríkari.
Takk fyrir allt, elsku amma, allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman.
Pétur, Helga, Pála og Margrét.
GUÐRÚN
SIGURÐARDÓTTIR
✝ AðalsteinnHjálmarsson
fæddist í Reykjavík 7.
nóvember 1930.
Hann lést fimmtu-
daginn 17. júní á
Gjörgæsluldeild
Landspítala. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Kristín Ingmarsdótt-
ir, ættuð úr Eyjafirði,
f. 26. ágúst 1895, d. 3.
september 1984, og
Hjálmar Þórður Jóns-
son frá Stokkseyri, f.
26. mars 1905, d. 2.
september 1977.
Systkini Aðalsteins eru: Ingimar,
lést í frumbersku. Anna, f. 2. júní
1927, d. 11. október 2002, og Guð-
björg Jóna, f. 23. nóvember 1939.
Hinn 2. október 1951 kvæntist
Aðalsteinn eftirlifandi eiginkonu
sinni Margréti Sigríði Árnadóttur
og varð þeim fjögurra barna auð-
ið. Þau eru: 1) Árni, f. 20. júní
1951, varð bráðkvaddur 22 sept-
ember 1997, hann var þrígiftur.
Börn hans eru: Anna Margrét,
Ágúst Páll, Almar, Árný, Aron,
Margrét Sigríður og Benjamín. 2)
Hjálmar Kristinn, f. 4. september
1954, kvæntur Margréti Björns-
dóttur. Börn þeirra eru: Aðal-
steinn og Kristín
Ásta. 3) Ásta, f. 28.
apríl 1962, gift Aðal-
steini Guðmunds-
syni. Börn þeirra
eru: Guðmundur,
Berglind og Alfreð.
4) Ólafur, f. 22. októ-
ber 1963. Börn hans
eru: Olga Helena og
Kristín Helga.
Aðalsteinn ólst
upp í foreldrahúsum
í Austurbæ Reykja-
víkur. Að loknu
grunnnámi stundaði
hann verklegt nám í
Ræsi og útskrifaðist með ágætis-
einkunn sem bifvélavirki úr Iðn-
skólanum í Reykjavík árið 1950.
Aðalsteinn hóf störf hjá Scania í
kringum 1960 og starfaði hann hjá
þeim í átta ár og aflaði hann sér
þekkingar á sínu sviði erlendis á
vegum fyrirtækisins. Árið 1968
hóf hann störf hjá Vökli og starf-
aði þar sem verkstjóri á bílaverk-
stæði. Á árinu 1987 hóf hann störf
hjá Jöfri hf. í Kópavoginum og
starfaði hann jafnt á verkstæði
sem og á skrifstofu við ýmis störf.
Útför Aðalsteins verður gerð
frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Aðalsteinn Hjálmarsson féll í
valinn eftir langvinn og erfið veik-
indi á gjörgæsludeild Landspítal-
ans.
Dánarbeðurinn var baðaður
hlýrri sól þjóðhátíðardagsins sem
gluggatjöld sjúkrastofunnar megn-
uðu ekki að varpa skugga á. Sú
birta og hlýja sem umlykja spor
þessa mæta manns munu að lokum
þerra tár á vöngum þeirra sem
syrgja hann svo sárt. Að loknu
lífshlaupi Alla eins og hann var oft
kallaður er margs að minnast og
þakka fyrir. Hann var maður
góðra verka og því tómarúmi sem
fráfall hans skilur eftir sig verður
ekki lýst með orðum.
Ég kynntist tengdaföður mínum
og nafna fyrir rúmum 20 árum.
Alli var prúðmenni mikið sem lét
ekki bugast. Hann lifði með og að-
lagaði líferni sitt einkennum og af-
leiðingum alvarlegs sjúkdóms í
tæpan aldarfjórðung með slíku
jafnaðargeði, yfirvegun og skyn-
semi að aðdáunarvert verður að
teljast. Þessi hæfileiki var vafalítið
endurspeglun á góðri greind, sam-
viskusemi og þeirri vandvirkni
sem einkenndu öll hans störf.
Alli starfaði lengst af sem bif-
vélavirki og var bæði virtur og við-
urkenndur á því sviði. Hjálpsemi
var honum í blóð borin og nutu
margir afraksturs handlagni hans
sem átti sér fá takmörk.
Að eðlisfari var Alli hæglátur
maður, nokkuð dulur en tilfinn-
inganæmur undir niðri. Fólki leið
vel í návist hans.
Hann fylgdist með afkomendum
sínum af miklum áhuga. Hann
hafði tíma aflögu sem hann var
óspar á að veita barnabörnum sín-
um. Rósemi, natni og eðlislæg
hlýja í orði og verki einkenndu
samskipti hans við börnin. Þótt
ásýnd hans sé nú horfin börnunum
í daglegu lífi lifa áfram ljúfar
minningar um einstakan afa.
Að leiðarlokum eru margir sem
hugsa hlýtt til Alla. Ég þakka
samfylgdina, hans góðu fordæmi
og kveð hann með djúpum sökn-
uði.
Blessuð sé minning Aðalsteins
Hjálmarssonar.
Aðalsteinn Guðmundsson.
Fögur er foldin,
heiður er Guðs himinn,
indæl pílagríms ævigöng.
Fram, fram um víða
veröld og gistum
í Paradís með sigursöng.
Kynslóðir koma,
kynslóðir fara,
allar sömu ævigöng.
Gleymist þó aldrei
eilífa lagið
við pílagrímsins gleðisöng.
Fjárhirðum fluttu
fyrst þann söng Guðs englar,
unaðssöng, er aldrei þver:
Friður á foldu,
fagna þú, maður,
frelsari heimsins fæddur er.
(Matthías Joch.)
Við vottum ömmu, Hjalla, Ástu
og Óla okkar dýpstu samúð. Guð
veri með ykkur.
Anna Margrét og Almar.
AÐALSTEINN
HJÁLMARSSON
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og bróðir,
EINAR EIRÍKSSON
bóndi,
Miklholtshelli,
Hraungerðishreppi,
verður jarðsunginn frá Hraungerðiskirkju föstu-
daginn 25. júní kl. 14:00.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Jónína Einarsdóttir, Gísli Hauksson,
Eiríkur Einarsson, Eva Einarsson,
Guðmundur Einarsson,
Már Einarsson, Ingibjörg Ágústsdóttir,
Margrét Einarsdóttir, Sigurður Þ. Ástráðsson,
Gunnar Einarsson, Christine Devolder,
Bjarni Einarsson, Kolbrún I. Hoffritz,
Bjarni Eiríksson
og afabörn.
Kveðja frá
Knattspyrnu-
félaginu Víkingi
Víkingar kveðja í
dag góðan félaga sem í fjölda ára
var ötull stuðningsmaður félagsins.
Vilberg keppti á yngri árum í
knattspyrnu og handknattleik við
góðan orðstír. Hann tók síðan mjög
VILBERG
SKARPHÉÐINSSON
✝ Vilberg Skarp-héðinsson fædd-
ist í Reykjavík 11.
desember 1921.
Hann lést á Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúsi í Fossvogi
8. júní síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Fossvogskirkju
18. júní.
virkan þátt í öðru fé-
lagsstarfi. Vilberg var í
fjölmörg ár kjörinn til
trúnaðarstarfa innan
félagsins, í aðalstjórn, í
stjórn fulltrúaráðs og
til formennsku í stjórn
knattspyrnudeildar.
Fyrir farsælt fram-
lag sitt var Vilberg
sæmdur heiðursmerkj-
um Víkings, síðast
gullmerki með lárvið-
arsveig á 75 ára af-
mæli félagsins árið
1983.
Víkingar þakka Vil-
berg samfylgdina og kveðja góðan
félaga með virðingu og söknuði og
senda fjölskyldu hans hugheilar
samúðarkveðjur.
Þór Símon Ragnarsson.