Morgunblaðið - 25.06.2004, Qupperneq 36
MINNINGAR
36 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ RagnheiðurKristín Björns-
dóttir fæddist í
Hafnarfirði 13. jan-
úar 1920. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Víðinesi 17. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Björn
Maríus Hansson og
Sigurborg Magnús-
dóttir. Ragnheiður
átti átta systkini og
eina hálfsystur.
Systkini hennar eru:
Jón Lúðvík Rósin-
krans Björnsson, f.
27. júní 1917, d. 3. apríl 1947,
Sigurður Rósinkrans Björnsson,
1941. Árið 1940 giftist Ragnheið-
ur Þorkeli Ágústi Guðbjartssyni,
f. 7. okt. 1915, d. 9. okt. 1981.
Þau voru barnlaus en ættleiddu
Huldu Björgu Lúðvíksdóttur og
Sveinbjörn Kristin Þorkelsson og
tóku jafnframt tvær dætur Huldu
í fóstur, þær Ragnheiði Kristínu
Björnsdóttur og Þjóðbjörgu
Hjarðar Jónsdóttur. Hulda Björg
er fædd 8. júlí 1945, en sambýlis-
maður hennar er Brynjar Röine.
Hún á sjö börn og átján barna-
börn. Sveinbjörn Kristinn er
fæddur 1. maí 1952 og sambýlis-
kona hans er Erna Hannesdóttir.
Ragnheiður Kristín er fædd 4.
ágúst 1964. Hún er gift Elís
Kjartanssyni og eiga þau þrjú
börn. Þjóðbjörg Hjarðar er fædd
4. júlí 1965. Sambýlismaður
hennar er Sigurþór Heimir Sig-
marsson en hún á þrjú börn og
þar af eitt með sambýlismanni
sínum.
Útför Ragnheiðar verður gerð
frá Kotstrandarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
f. 7. okt. 1918, d. 21.
febr. 1965, Halldór
Sölvi Björnsson, f. 6.
mars 1922, Svavar
Hafsteinn Björnsson,
f. 6. ágúst 1923, d.
21. júlí 1981, Jón
Böðvar Björnsson, f.
10. sept. 1924, d. 15.
jan. 1971, Unnur
Kristín Björnsdóttir,
f. 7. ágúst 1926, Sól-
veig María Björns-
dóttir, f. 9. des. 1927,
og Aðalbjörn Þorgeir
Björnsson, f. 6. nóv.
1931, d. 22. des. 2000.
Hálfsystir hennar er Elsa Jó-
hanna Gísladóttir, f. 24. jan.
Ragnheiður var fædd og uppalin í
Hafnarfirði. Hún stundaði nám í Kaþ-
ólska skólanum og Flensborg og vann
á fiskireitum, eins og margir ungling-
ar gerðu á þessum árum. Hún var
heilsulítil sem barn og oft síðar á lífs-
leiðinni. Sem elsta dóttir axlaði hún
snemma ábyrgð við skilnað foreldra
sinna. Á unglingsárum flutti hún með
móður sinni og systkinum til Reykja-
víkur. Þar vann hún við veitingastörf
fram til 1940, er hún giftist Þorkeli
Ágústi Guðbjartssyni frá Hjarðarfelli
í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi.
Ragnheiður og Þorkell bjuggu
fyrstu ár sín í Reykjavík en fluttu svo
vestur að Hjarðarfelli árið 1951,
reistu sér nýbýli og bjuggu þar fram
til ársins1962. Ragnheiður tók virkan
þátt í kvenfélags- og kirkjukórsstarfi
sveitarinnar. Hún hafði snemma aflað
sér þekkingar á fatasaumi og hélt
námskeið í saumaskap. Hún hýsti far-
skóla í nokkra vetur á Hjarðarfelli og
einnig vann hún við eldhús og veit-
ingastörf á nokkrum hótelum og
greiðastöðum, þegar hún fylgdi Þor-
keli vegna atvinnu hans víða um land-
ið. Árið 1962 fluttu þau til Hvera-
gerðis. Þorkell var forstöðumaður
Ullarþvottastöðvar SÍS í Hveragerði
til margra ára og vann Ragnheiður
ýmis störf þar. Einnig vann Ragn-
heiður í iðnfyrirtæki þeirra hjóna
ásamt því að eiga og reka vefnaðar-
vöruverslun í nokkur ár. Á þessum
árum var Ragnheiður virk í kirkju-
kóra- og kvenfélagsstarfi Hvera-
gerðis. Ragnheiður varð ekkja árið
1981 og flutti ári síðar í Kópavog. Á
næstu árum vann hún í mötuneyti hjá
SÍS og við fatabreytingar í Herra-
ríkinu í Reykjavík, þrátt fyrir að vera
öryrki til margra ára. Árið 1996 flutti
Ragnheiður á Selfoss og þaðan í hús
Blindrafélagsins við Hamrahlíð í
Reykjavík árið 2000. Þar veiktist
Ragnheiður alvarlega og flutti þá á
hjúkrunarheimilið Víðines árið 2002,
þar sem hún dvaldi til dánardags.
Í lyndiseinkunn á Ragnheiður
margt sameiginlegt með fornum
köppum Íslendingasagnanna. Hún
var ákveðin og jafnvel stíf og bein-
skeytt á köflum en samt oftast sáttfús
þegar á reyndi. Hún var ávallt glæsi-
lega til fara og bar sig tignarlega.
Ragnheiður var mikill húmoristi og
vinur vina sinna þegar á reyndi. Hús
hennar var ávallt opið fyrir ættingj-
um og vinum og bjuggu því margir á
heimili hennar í lengri eða skemmri
tíma.
Ragnheiður hafði mikla unun af
tónlist og var tónlistarsmekkur henn-
ar breiður, allt frá dægurlögum til
klassískrar tónlistar. Hún var jafn-
framt virk í kórastarfi og hafði fallega
söngrödd. Þá hafði hún einnig áhuga
á stökum, bóklestri og spilum.
Ragnheiður var kristin. Hún efað-
ist um margt í kristindómnum fram-
an af, en trú hennar styrktist á síð-
ustu árum. Hún var þó aldrei mikið
gefin fyrir flókna kristsfræði og að-
hylltist fremur einfaldan kristindóm
með Gamla testamentis áherslum.
Ragnheiður var glæsileg kona og
verður hennar ávallt minnst af þeim
sem þekktu hana fyrir ákveðni, sjálf-
stæði, kímnigáfu, frásagnargleði og
hjálpsemi. Guð varðveiti sálu hennar.
Þorkell Ágúst Óttarsson.
Elsku mamma mín, á þjóðhátíðar-
daginn kvaddir þú. Þennan sama
morgun vaknaði sú þörf hjá mér að
fara í kirkju, enda ærin ástæða, en ég
vissi það ekki þá. Þennan sama dag
kom Unnur systir þín uppá land, m.a-
.til að heimsækja þig. Ég gladdist yfir
þessum fréttum því þið Unnur höfðuð
ekki sést í einhver ár. Á leið minni til
vinnu stoppaði ég við Litlu kaffistof-
una og sló á þráðinn upp í Víðines til
að frétta hvernig þú hefðir það. Svar-
ið var að að þú hefðir það mun betra
en í gær, sem sagt ekki eins slæm af
bakverknum sem hafði komið skyndi-
lega tveimur dögum áður. Þú hefðir
komið fram og borðað og værir nú að
leggja þig, ég bað um að þú yrðir vak-
in og gerð sæt og fín þar sem þú ættir
von á gestum. Ég bað fyrir kveðju til
þín, mamma mín, með þeim skila-
boðum að ég myndi koma til þín dag-
inn eftir. Það liðu varla nema fimm
mínútur frá því að ég lagði á að hringt
var frá Víðinesi og mér tilkynnt að þú
hefðir verið að skilja við. Mamma
mín, þetta var mér áfall í ljósi þess að
um fimm mínútum áður vissi ég ekki
betur en að þér liði vel og allt væri í
lagi. Ég er mjög þákklát fyrir þá góðu
stund sem við áttum saman tveimur
vikum áður þegar við fórum á kaffi-
hús, völdum á þig varalit og krem og
keyptum ramma utanum fermingar-
barnamyndina sem þér hafði borist af
fermingarbarnamótinu sem þið
Sveinbjörn höfðuð nýlega verið á í
Hafnarfirði.
Mamma mín, ég minnist góðu
stundanna sem við höfum átt saman
og þakka þér fyrir þær. Ég hef lært
svo margt af þér, mamma mín, og öll
okkar samskipti hafa á endanum
styrkt mig og lagt grunninn að þeirri
manneskju sem ég er. Með þér er
gengin sérstök kona. Kona sem alltof
snemma bar ábyrgð, sem gekk móður
minni, mér, Björgu og Sveinbirni í
móður stað. Kona sem var skörp,
dugleg, hafði góðan húmor, eldaði
besta mat í heimi, kona sem hafði
skoðanir á öllum hlutum og margt
margt fl. Þú átt þér stað í hjarta mínu.
Hvíl þú í friði, elsku mamma mín,
hjartans þakkir fyrir allt.
Þín
Ragnheiður Kristín.
Móðir mín er látin. Ég vil með
þessum kveðjuorðum þakka þér,
mamma mín, fyrir samfylgdina. Þú
tókst mig upp á arma þína þegar ég
var lítill og umkomulaus, fæddur af
annarri konu sem ekki gat vegna að-
stæðna alið önn fyrir mér. Þú gafst
mér það sem mest er um vert í veröld-
inni, móðurást.
RAGNHEIÐUR
KRISTÍN
BJÖRNSDÓTTIR
Það var einn fagran
haustdag árið 1951 að
í Steinahlíð mættu
átta ungar stúlkur til
að setjast á skólabekk
í Uppeldisskóla Sumargjafar.
Þetta var sjötti hópur leikskóla-
nema og hafði skólinn þá aðsetur
sitt í þröngum húsakynnum Steina-
hlíðar. Skólastjóri var Valborg Sig-
urðardóttir en í forstöðu leikskól-
ans var Ida Ingólfsdóttir. Það er
ekki ofsögum sagt að við minnumst
oft hve heppnar við vorum að setj-
ast að fræðiborði Valborgar og
matarborði Idu en morgunverðar
og hádegisverðar nutum við með
mikilli ánægju. Við nemarnir skipt-
umst á að vera í verknámi hjá Idu
eftir að bóknámi lauk sem var fyrri
hluta dags. Þarna hófust mín kynni
af Idu sem haldist hafa óslitið æ
síðan. Ida hafði hlotið menntun
sína í Svíþjóð og var ein af fyrstu
fóstrunum í stéttinni.
Að horfa á Idu í barnahópnum
var ákaflega lærdómsríkt og sjá
hvernig hún gaf sig alla í starfið
með börnunum. Ósjaldan var ein-
hver á höndum eða í pilsfaldinum.
Það var pláss fyrir alla. Eftir vetr-
arnámið sundraðist nemahópurinn
og var haldið í verklegt nám á hin-
um ýmsu leikskólum. Ég fór ekki
langt, varð sumarnemi hjá Idu. Í
Steinahlíð var heimili hennar svo
ekki var langt að fara í vinnuna.
Þetta vissu foreldrarnir og stund-
um var ekkert verið að flýta sér að
ná í börnin. Aldrei var gert veður
út af því og ef nauðsyn var á umsjá
yfir nótt hljóp Ida í skarðið. Mörg
voru þau börn sem fengu sitt upp-
eldi hjá henni og var ekki gerður
IDA
INGÓLFSDÓTTIR
✝ Ida Ingólfsdóttirfæddist á Innra-
Hólmi í Innri-Akra-
neshreppi 15. desem-
ber 1912. Hún lést á
Droplaugarstöðum
hinn 3. júní síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá
Lágafellskirkju í
Mosfellsbæ 14. júní.
greinarmunur á
hvernig aðstæður
voru hjá foreldrum.
Markmið Idu var að
koma öllum til ein-
hvers þroska, sýna
ástúð og fræða. Til að
gera börnunum daga-
mun voru ýmsar uppá-
komur og ekki taldi
Ida eftir sér að greiða
kostnað úr eigin vasa.
Nematíminn í verk-
náminu var fljótur að
líða og ekki var verra
að upplifa sumarið í
umhverfinu. Elliðaár-
vogurinn ósnortinn og gróður þar
sem var hægt að fela sig, hlaupa og
stökkva út um tún og móa.
Allt í einu var þessum áfanga
lokið og annar leikskóli tekinn við
nemanum. Eftir tveggja ára skóla-
göngu var komið að útskrift og
gott var þá að taka við skírteininu í
Steinahlíð. Ida átti sinn þátt í að
gera stundina hátíðlega. Ómetan-
legt var að hafa fengið að stíga
fyrstu sporin á leikskólakennara-
brautinni hjá Idu og kynni okkar
voru orðin það sterk að þarna urðu
ekki slitin bönd. Þó að lengra væri
oft á milli en áður hélst samband
okkar og Ida varð vinur fjölskyld-
unnar. Utan vinnutíma kunni hún
að njóta lífsins, hvort sem var að
ferðast eða gleðjast með glöðum.
Heimsóknir og vinafundir voru tíð-
ir og alltaf minnast börnin mín
þess þegar Ida bauð til veislu. Það
var ekki í kot vísað að njóta þess
sem á borð var borið og geta leikið
sér með dótið.
Minningarnar hrannast upp og
ekki er hægt að lýsa í fáum orðum
hve mikilvægt það var mér að fá að
vera samferðamaður Idu, fylgjast
með hennar starfsferli, fylgja
henni í íbúðina á Austurbrún og
geta átt með henni góðar stundir í
heimsóknum á Droplaugarstöðum.
Það var gaman að gleðjast með
henni á níutíu ára afmælinu og alla
vináttu Idu vil ég þakka. Hér er
gengin merkiskona sem leitt hefur
marga höndina og veitt stuðning.
Minning hennar mun lifa.
Margrét G. Schram.
Fjölmargir Reykvíkingar eiga
góðar minningar um fóstruna frá-
bæru, hana Idu í Steinahlíð og
gildir það jafnt um börnin, sem hjá
henni dvöldu og foreldra þeirra.
Hún var forstöðukona og fóstra í
Steinahlíð í 33 ár, og farsælt starf
hennar grundvallaðist á góðri
menntun og og persónutöfrum.
Þegar Ida var tuttugu og
tveggja ára lá leið hennar til Sví-
þjóðar, og þegar þangað var komið
fór hún fljótlega að vinna á barna-
heimilum. Störf hennar þar leiddu
til þess að hún komst að við virtan
uppeldis- og fóstruskóla. Hún vann
á ýmsum stofnunum í Stokkhólmi
bæði fyrir veikluð börn og heil-
brigð börn. Leiðin lá svo aftur
heim til Íslands að stríði loknu árið
1946.
Heim komin vann hún fyrst í
Tjarnarborg og á Hörðuvöllum í
Hafnarfirði , en árið 1949 hófst
starfsemi Sumargjafar í Steinahlíð
og 1951 flutti Ida heimili sitt þang-
að. Hún hafði aðeins eitt herbergi
uppi á lofti fyrir sig og eigur sínar,
en börnin og heimilshaldið fylltu
þetta fremur litla en snotra ein-
býlishús að öðru leyti.
Það er nánast óskiljanlegt, þegar
horft er til baka, hvering hægt var
að búa 40–50 börnum góða dagvist
og bjóða upp á notalegan heim-
ilismat í öllum þrengslunum í
Steinahlíð.
Eldhúsið var ekki stærra en eld-
húsið í fyrstu íbúðinni,sem ég og
maðurinn minn, Bjarni Benedikts-
son, eignuðumst og bjuggum í,
þegar við vorum svo lánsöm að fá
vist fyrir snáðana okkar, tveggja
og þriggja ára hjá Idu. En Ida rak
engu að síður rausnarbú í Steina-
hlíð með aðstoð góðra samstarfs-
kvenna. Þar var tekið slátur á
haustin og soðin sulta. Rifsber,
rabarbara og annan gagnlegan
gróður mátti finna í hinni stóru
landareign, sem fylgdi húsinu sem
Sumargjöf hafði fengið að gjöf og
náði niður undir Elliðavog.
Neðst í Steinahlíðarlandi var
geitagirðingin og það voru ekki
amalegir dagar, þegar farið var
alla leið niður í geitagirðingu.
Stundum var farið í lengri leið-
angra, jafnvel í rútu en þá seildist
Ida í eigin vasa til að borga.
Hún var hagsýn fyrir hönd Sum-
argjafar en örlát á eigið fé og tíma.
Hún átti það til að hjálpa fátækum
einstæðum mæðrum með jólaföt á
börn og lá undir grun um að greiða
stundum dagvistargjaldið sjálf, ef
verulega illa stóð á. Það kom líka
fyrir að börn fengu að gista hjá
Idu, ef á þurfti að halda.
Ég vann á Veðurstofunni, þegar
synir mínir voru hjá Idu, en það
var Valborg Bentsdóttir skrifstofu-
stjóri, sem greiddi götu mína þang-
að með því að hringja inn í Steina-
hlíð, og ræða sannleikanum
samkvæmt um vandræði Veður-
stofunnar, sem ekki mætti missa
veðurfræðing úr starfi.
Ég gleymi ekki fyrstu samfund-
um okkar Idu á fallegum sumar-
degi bæði konan og staðurinn heill-
uðu mig. Það fór að vísu svo að
báðir drengirnir grétu sárt, þegar
faðir þeirra kvaddi þá fyrsta morg-
uninn og honum leist ekki á blik-
una, en þegar ég hringdi í Steina-
hlíð um hádegisbil voru þeir farnir
að leika sér inni á gólfinu hjá Idu,
og þeir höfðu ekkert á móti því að
fara til hennar aftur næsta morg-
un.
Áður en á löngu leið var Ida orð-
in góður heimilisvinur okkar hjóna
og kom þar margt til. Hún var
glaðvær og það var gaman að ræða
við hana.
Við þrjú áttum sömu vonir um
betra þjóðfélag, vorum sósíalistar
og herstöðvaandstæðingar.
Steinahlíðarár drengjanna liðu
hratt, en sambandið við Idu var
áfram traust og mikilvægt, og þeg-
ar þeir tóku í fyrsta sinn á móti
gestum á eigin heimilum var Ida að
sjálfsögðu meðal þeirra.
Ég veit að mörg Steinahlíðar-
börn og foreldrar eiga sambæri-
legar reynslusögur. Sú venja
komst á að Steinahlíðarforeldrar
og aðrir vinir Idu stóðu fyrir fjöl-
mennum veislum á stórafmælum
hennar. Þar var alltaf glatt á hjalla
og þar mátti heyra margar góðar
sögur um samskipti barna, foreldra
og fóstru. Sambandið við Idu var
oft þannig að það rofnaði ekki, þeg-
ar barnið varð aldurs vegna að
ljúka dvöl sinni á staðnum, og hún
varð t.d. tíður gestur í ferming-
arveislum.
Ida kvaddi Steinahlíð, þegar hún
varð sjötug fyrir meira en tuttugu
árum og nú eru Steinhlíðarbörnin
hennar orðin fullorðið fólk, pabbar
og mömmur og jafnvel afar og
ömmur.
Síðustu ár ævinnar sat Ida í
hjólastól á hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum. Hún var þakk-
lát því hæfa og góða fólki, sem þar
annast sjúklinga, og tók með áhuga
og gleði þátt í öllu, sem þar var
gert til að lífga upp á tilveruna.
Það vildi svo til að í síðasta sinn
sem ég leit inn til hennar voru
fóstrur með leikskólabörn í heim-
sókn. Það var ánægjuleg stund.
Þökk sé Idu fyrir það dýrmæta
ævistarf, sem hún vann. Blessuð sé
minning hennar.
Adda Bára Sigfúsdóttir.
Horfin er Ida héðan
úr heimi til móts við
skapara sólar og stjarna
sjálfur mun færa henni frið.
Fræðari og fóstra barna
upphafin er á æðra svið.
Þangað sem öll um síðir
stefnum á sömu mið
söknum og syrgjum á meðan.
Auður, Hermann og börn.
HINSTA KVEÐJA
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.