Morgunblaðið - 25.06.2004, Side 40

Morgunblaðið - 25.06.2004, Side 40
Grettir Smáfólk Smáfólk GRETTIR! ÞAÐ ER EKKI KOMINN TÍMI TIL ÞESS AÐ VAKNA! AF HVERJU VARSTU ÞÁ AÐ ÖSKRA? ÞAÐ TÓKST! ANSANS! HÉRNA STENDUR JÓI SVALI Á VELLINUM Á SUNNU- DEGI... ÞAÐ ER ALLT LOKAÐ... ÞAÐ ERU ALLIR FARNIR HEIM... ENGAR GELLUR... EKKERT! ÞAÐ BAUÐ ENGINN JÓA SVALA HEIM Í KAFFI ÞANNIG AÐ HANN NEYÐIST TIL ÞESS AÐ FÁ SÉR HAMBORGARA OG GOS Í SJOPPU... OJ! ALDREI VERÐA ÁSTFANGINN AF SNJÓKORNI! Tittur © GLENAT SJÖ, TVÖ! ÉG ER MEISTARI! KOMDU! GAMAN AÐ VERA HJÁ ÖMMU ÞINNI EKKI HAFA HÁTT HÚN ER AÐ LEGGJA SIG MA ... MANNÆTU- FISKUR Í KRUKKUNNI! AMMA HLYTUR AÐ HAFA VEITT HANN! SVONA SKEPNA ÉTUR AF MANNI HENDINA Á NOKKR- UM SEK- ÚNDUM ÍIII ... Í ALVÖRU PASSAÐU ÞIG ... ÉG ÆTLA AÐ GEFA HONUM TYGGJÓ. SJÁÐU BARA ... HANN SNERTIR ÞAÐ EKKI ... ÞETTA ER GILDRA PASSAÐU ÞIG! HANN GERIR MIG DAUÐ- HRÆDDAN ... VIÐ VERÐUM AÐ SLEPPA HONUM... HANN ER ALLTOF HÆTTULEGURGETUM VIÐ EKKI HENT HONUM Í KLÓSETTIÐ ERTU SNAR HANN GÆTI BITIÐ Í TIPPIÐ Á AFA ÞÍNUM UPPS! ÞETTA ER BETRA SVONA! SEM BETUR FER VARS ÞÚ HÉRNA VIÐ ERUM HETJUR! ÞAÐ VERÐUR EKKI BITIÐ Í TIPPIÐ Á AFA! Dagbók Í dag er föstudagur 25. júní, 177. dagur ársins 2004 Víkverji hefur aldreiskilið hvers vegna fólk nennir að horfa á karla, eða konur, sparka bolta sín á milli í 90 mínútur. Líklega vantar eitthvert keppnisgen í Víkverja, en hann hefur aldrei botnað upp né niður í því hvers vegna allt þjóðfélagið fer úr skorðum þegar heims- meistarakeppni eða Evrópumeistaramót er í sjónvarpinu. Víkverji hefur þó ákveðið að taka fót- boltann í sátt, eftir að hafa í áraraðir eldað við hann grátt silfur. Hann hefur séð að fótbolti er eins og Euro- vision, það er einfaldlega miklu skemmtilegra að taka þátt í gleðinni og spenningnum, fyrst samfélagið er á annað borð umturnað vegna þess- arar keppni. En mikið verður annars gott þegar lífið kemst aftur í fyrra horf! x x x Víkverji týndi dagbókinni sinnifyrir nokkrum vikum og lýsti raunum sínum hér í blaðinu. Hvern- ig hann gleymdi að mæta þangað sem hann hafði mælt sér mót og gleymdi að sinna þeim verkefnum sem hann hafði tekið að sér. Hugulsamur lesandi færði Víkverja Fram- kvæmdabókina 2004 að gjöf. Víkverji hefur því tekið gleði sína á ný og er aftur farinn að stjórna lífi sínu og verður því vonandi ekki jafngleyminn og hann var dagbók- arlaus. Vill Víkverji færa þessum lesanda kærar þakkir fyrir hugulsemina. x x x Víkverji er mjög ánægður meðgóða veðrið sem hefur leikið við íbúa suðvesturhornsins síðustu daga og finnur hvernig hver sólargeisli kætir og léttir lund hans og skap. Hann mætir hverjum nýjum sól- ardegi fagnandi og er bjartsýnn á að þetta sumar eigi eftir að verða mjög gott. Víkverji er nýkominn úr nokkurra daga dvöl í Svarfaðardal, sem hann telur fallegastan allra íslenskra dala. Tignarleg fjöllin gnæfa yfir, enn með snjó niður í miðar hlíðar og jaðrakaninn leikur við hvern sinn fingur. Þannig á lífið að vera! Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Reykjavík| Hann finnst varla sá rafmagnsgítareigandi sem ekki hefur spreytt sig með æði misjöfnum árangri á upphafsgítarstefinu fræga í „Smoke On The Water“ sem Richie Blackmore pikkaði upp fyrir góðum þrjátíu árum síðan og gerði ódauðlegt. Þótt Blackmore sé fjarri góðu gamni þá kemur maður í manns stað. Hér á landi er staddur sem aðalgítarleikari rokkhetjanna í Deep Purple, Steve Morse, náungi sem af mörgum er álitinn einn af færustu gítarleikurum í faginu. Gítarleikurum landsins, lærðum og leikmönnum, bauðst í gær, stuttu fyrir seinni tónleika Deep Purple, það einstaka tækifæri að læra nokkrar vel valdar gítarbrellur af þessum mikla gítargaldramanni í æfingarsal FÍH. Morse notaði líka tímann vel, sýndi listir sínar og benti mönnum á hvernig þeir gætu náð betri tökum á Purple-sólóunum. Morgunblaðið/Jim Smart Í gítarlæri hjá galdramanni MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: En hann sagði við þá: „Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er.“ (Lúk. 20,25.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.