Morgunblaðið - 25.06.2004, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 25.06.2004, Qupperneq 41
Lausn á þraut 2. Norður ♠94 ♥65 ♦ÁK643 ♣7643 Vestur Austur ♠75 ♠1083 ♥KDG10874 ♥3 ♦D107 ♦G9852 ♣9 ♣G1052 Suður ♠ÁKDG62 ♥Á92 ♦– ♣ÁKD8 Lausn: Það hefði verið gott að sjá spaðatíuna í blindum, en þá væri svo sem engin þraut að vinna slemmuna. Nú þarf að finna leið til að komast inn í borð. Auðvitað kemur til greina að drepa á hjartaás og spila meira hjarta í öðrum slag í því augnamiði að trompa þriðja hjartað með níunni. En eftir sagnir er mun líklegra að austur sé með lengd í spaða og þar með tíuna. Sé svo, má senda hann inn á þriðja (eða fjórða) spaðann þegar hann á ekkert nema tígul eftir. Leiðin er þessi: Hjartaás, síðan ÁK í spaða. Þegar báðir fylgja eru þrír efstu teknir í laufi. Ef austur heldur í hæsta laufið er þriðja trompið tekið og austri síðan spilað inn á laufgosa. En austur gæti tekið upp á því að afblokkera laufið – henda G10. Gott og vel. Þá er laufáttan tekin og verkinu lokið með spaðatvist- inum. Austur lendir inni og verður að spila tígli. Stig: Hjartaás og meira hjarta gefur 4 stig, því vissulega gæti vestur átt spaða- tíuna. En fyrir að spila upp á tromp- innkastið á austur fæst fullt hús stiga, eða 10. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 41 Ámorgun verður haldin í annað sinn svo-kölluð Bláskógablíða, en svo nefnistkynningarátak sem sveitarstjórn Blá-skógabyggðar stendur fyrir. Blá- skógablíða er verkefni sem var hrundið af stað í fyrsta skipti síðasta sumar, en markmið hátíða- haldanna er að kynna sveitarfélagið og það sem það hefur upp á að bjóða. Bláskógabyggð er ungt sveitarfélag sem varð til við samruna Biskupstungna, Laugardals- hrepps og Þingvallasveitar. Hverjum er hátíðin ætluð? Bláskógablíða er í raun ætluð öllum. Þar sem sveitin okkar skartar mörgum þekktustu ferða- mannastöðum landsins, svo sem Gullfossi, Geysi, Þingvöllum og Laugarvatni, eru gestakomur tíð- ar. Nú gefst kostur á að kynnast sveitinni nánar. Hverjir eru helstu dagskrárliðir Blá- skógablíðu? Það verður ýmislegt skemmtilegt hægt að gera í sveitinni þennan dag og tilvalið fyrir fjöl- skylduna að taka daginn snemma, kjósa og skella sér svo í góðan laugardagsbíltúr í Blá- skógabyggð. Dagskráin er fjölbreytt og reynum við að höfða til allrar fjölskyldunnar. Meðal dag- skrárliða má nefna kynningu á fornleifarann- sóknum í Skálholti (klukkan 11) og á Þingvöllum (klukkan 13). Göngur verða á báðum stöðum undir leiðsögn staðkunnugra. Skálholtstónleikar hefjast þennan dag, þetta er í 30. sinn sem þeir eru haldnir. Reykhúsið í Útey ætlar að leyfa gestum og gangandi að skoða starfsemina, sem þar fer fram, milli kl. 13 og 15. Galleríið á Laug- arvatni verður opið að vanda. Eldsmiðurinn Böðvar víkingur verður á staðnum og sýnir hvernig víkingar unnu járnhluti hér fyrr á öld- um. Bæjarlækurinn við Eyvindartungu hefur verið virkjaður og nýttur til rafmagnsframleiðslu og gefst gestum kostur á að skoða virkjunina frá kl. 14–16. Hestamannafélagið Logi stendur fyrir fjölskyldudegi í Hrísholti klukkan 13. Karnival- stemning verður við Gufubaðið á Laugarvatni, en þar verða sett upp mögnuð leiktæki fyrir börnin. Minnstu gestirnir okkar geta svo kynnt sér dýraflóru landsins með heimsókn í dýragarð- inn í Slakka. „Kjósum Bláskógabyggð?“ Kjósum Bláskógabyggð er kjörorð okkar í ár, ástæðan er ekki endilega sú að forsetakosningar séu þennan sama dag og að við séum að henda okkur í kosningabaráttuna. Okkur langar ein- faldlega til að fólk hugsi um okkur þegar það er að velja sér sveitarfélag til búsetu, hvort heldur er sem heilsársíbúar eða frístundaíbúar. Bláskógablíða | Hverjum er hátíðin ætluð? Kjósum Bláskógabyggð  Daníel Máni Jónsson er verkefnisstjóri Blá- skógablíðu. Hann er fæddur 1983 í Reykja- vík en fluttist við 10 ára aldur í Bláskógabyggð og hefur ekki getað slit- ið sig frá sveitinni síð- an. Daníel Máni er stúd- ent frá Mennta- skólanum við Hamra- hlíð og stundar nú nám við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík www.blaskogabyggd.is Glansmynd ÉG HORFÐI á hátíðarhöldin 17. júní á Austurvelli í sjónvarpinu. Formað- ur þjóðhátíðarnefndar hélt þar ræðu og talaði m.a. um hversu gott velferð- arkerfi væri hér og hversu vel væri hugsað um þá sem minna mega sín. Hér á landi búa á milli 20 og 30 þús- und manns við mikla fátækt í allri vel- sældinni. Þetta fólk eygir enga út- gönguleið úr þeim fátæktargildrum sem það situr fast í. Það er því móðg- un við þetta fólk að draga upp slíka glansmynd af velferðarkerfinu á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Fátæktin hefur því miður verið vandlega falin hér á landi og það virðist sem stjórn- völd hafi lítinn áhuga á að lagfæra ástandið, sem sífellt versnar. Sigrún Á. Reynisdóttir, formaður samtaka gegn fátækt. Þakkir til FÍS HINN 10. júní sl. bauð Félag ís- lenskra símamanna (FÍS) eft- irlaunadeild símamanna í frábæra ferð um Suðurland. Ég vil gjarnan koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra sem skipulögðu ferðina sem var bæði fróðleg og skemmtileg. Í ferðinni hjálpaðist allt að: Gott veður og fínar veitingar í veitingastaðnum Hafinu bláa og hrossaræktarbúinu Hestheimum. Þá fræddumst við mik- ið í ferðinni en með okkur var leið- sögumaður sem var afar fróður um sögu lands og þjóðar. Bestu þakkir til FÍS. Dóra Ólafsdóttir, Akureyri. Tillitssemi FYRIR stuttu síðan voru breytingar gerðar á myndasögum Morgun- blaðsins. Eftir breytingarnar fór nokkuð að bera á óhóflegu ofbeldi í hinum lengri myndasögum. Þótti mér þörf á að benda ritstjórn Morg- unblaðsins á þetta og vil ég þakka að- stoðarritstjóra fyrir skjót viðbrögð í þessu máli. Þakklátur lesandi. Taska og jakki töpuðust AÐFARANÓTT sunnudagsins 20. júní sl. týndust svört taska og brúnn dieseljakki á skemmtistaðnum Sólon. Í töskunni var kortahulstur, gsm- sími, snyrtivörur o.fl. Þessir hlutir skipta eigendann máli og er sárt saknað. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 895 1444 eða 587 2716. Leðurhanskar fundust SVARTIR leðurhanskar fundust á bílastæði í Lágmúla 17. júní sl. Upp- lýsingar í síma 848 3030. Bjartur er týndur SÍAMSKÖTTURINN Bjartur er týndur. Hann er ljós á lit og með blá augu. Hann hvarf frá heimili sínu Skútagili 5, 603 Akureyri 20. júní sl. Þeir sem hafa orðið varir við Bjart eru beðnir að hafa samband í síma 461 4361. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Rc6 4. O-O Bd7 5. He1 Rf6 6. c3 a6 7. Bf1 Bg4 8. h3 Bxf3 9. Dxf3 g6 10. Dd1 Bh6 11. Ra3 O-O 12. d4 Bxc1 13. Hxc1 cxd4 14. cxd4 d5 15. e5 Re4 16. Rc2 Db6 17. Dd3 Hac8 18. b3 Fóstbræðurnir Jóhann Sigurðsson og Helgi Ólafsson (2524) höfðu frum- kvæði að því að hópur íslenskra leikara og skákmanna sýndu listir sínar á Ís- lendingaslóðum í tilefni af aldarafmæli heimastjórnar og 60 ára lýðveld- isafmælinu. Eftir mergjaða leiksýn- ingu þjóðleikhúsmanna á verki Böðv- ars Guðmundssonar um Vestur-Íslendinga var haldið at- skákmót þar sem Helgi varð hlut- skarpastur. Staðan kom upp á mótinu og hafði sigurvegarinn svart gegn Irw- in Lipnowski (2257). 18... Rxe5! 19. dxe5 Dxf2+ 20. Kh2 Hc3 21. Dxd5 Hxh3+! og hvítur gafst upp enda verð- ur hann mát eftir 22. Kxh3 Dg3#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 lau. kl. 11-14 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Komið og gerið góð kaup Flottar tilboðsslár Tvenns konar verð 1.500 kr. og 500 kr. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930LJÓSMYNDIR mbl.is ÓLAFSFJÖRÐUR breytir um svip á tveggja daga Blúshátíð sem sett verður í dag. Það er Djass- klúbbur Ólafsfjarðar og Blúsfélag Reykjavíkur sem sameinast í fimmta sinn undir þessum hatti og troða sjö hljómsveitir upp þessa tvo daga. Magnús Ólafsson, formaður Djassklúbbs Ólafs- fjarðar segir mikinn áhuga vera fyrir blúsinum á Ólafsfirði. „Hér eru starfræktar átta hljómsveitir allt árið um kring og myndast hér mikil stemming á svona há- tíð. Undanfarin ár hafa um 500 manns alstaðar að af landinu sótt okkur heim og má kannski segja að þetta sé nokkurs konar árshá- tíð blúsara. Við vorum sjö sem stofnuðum Djassklúbbinn á sínum tíma en okkur vex ásmegin og er félagatalan nú um 40, sem er nokkuð gott í ellefu hundruð manna samfélagi.“ En hvað er svona skemmtilegt við blúsinn? „Blús er ekki bara tónlist, blús er hugarástand og gefur okkur hljóðfæraleikurum færi á nánu sambandi við hljóð- færin í frjálsum spuna. Þegar best lætur ná góðir tónlistarmenn að renna saman við hljóðfærið sitt. Nokkrir slíkir skemmta á há- tíðinni, en alls verða hér sjö hljómsveitir.“ Hvers konar blús verður leik- inn? „Blúsinn er sprottin uppúr mikilli þjáningu en strákarnir eru hér til að skemmta fólki og halda aftur af hinum melankólísku tón- um. Fluttur verður léttur rythma- blús sem enginn fær staðist.“ Á morgun stíga á svið Blús- kompaníið með Magga Eiríks og Pálma Gunnars í broddi fylk- ingar, ásamt gestum og Dóri Braga & Gummi P. sem hafa fengið með sér fríska gutta frá Ólafsfirði til að taka lagið með sér. Útimarkaður verður starf- ræktur á morgun og ómar þá fjörðurinn af fögrum blústónum, því tónlist verður flutt utandyra. Dóri Braga & Gumma P. starf- rækja Blúsvinnustofu og boðað verðurtil alls herjar grillveislu. Þar mætir hver með sitt hljóð- færi og sterkar líkur á að þá spretti fram 20–30 manna blús- sveit. Hátíðinni lýkur með dans- leik Mannakorns. Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson eru meðal blúsara á Ólafsfirði. Fjörðurinn ómar af blústónum Blúshátíð á Ólafsfirði hefst kl. 21. Í kvöld leika Vinir Dóra ásamt KK, Páll Rósinkranz & Kalli Bjarni, Dóri& KK ásamt ungliðum Ólafsfjarðar. Dans- leikur með Kalla Bjarna og hljómsveit kl. 24.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.