Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 44
MENNING
44 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
6.000 miðar seldir í forsölu
fös. 25. júní kl. 19.30, mið. 30. júní kl. 19.30,
fim. 1. júlí kl. 19.30, fös. 2. júlí kl. 19.30,
sun. 4. júlí kl. 17.00, lau. 10. júlí kl. 16.30
& lau. 10. júlí kl. 19.30.
Ósóttar pantanir seldar daglega
Sumarkvöld við orgelið
26. júní kl. 12.00:
Erling With Aasgård orgel
27. júní kl. 20.00
Erling With Aasgård
frá Noregi leikur verk
m.a. eftir Dupré, Duruflé,
Bach og Vierne.
1 . F o r s ý n i n g M i ð 0 7 . 0 7 2 0 : 0 0 U P P S E L T
2 . F o r s ý n i n g F i m 0 8 . 0 7 2 0 : 0 0 U P P S E L T
F r u m s ý n i n g F ö s 0 9 . 0 7 2 0 : 0 0 U P P S E L T
2 . s ý n . L a u 1 0 . 0 7 2 0 : 0 0 U P P S E L T
3 . s ý n . F i m . 1 5 . 0 7 2 0 : 0 0 Ö R F Á S Æ T I L A U S
4 . s ý n . F ö s . 1 6 . 0 7 2 0 : 0 0 L A U S S Æ T I
5 . s ý n . L a u . 1 7 . 0 7 2 0 : 0 0
Viðskiptavinir KB BANKA fá 30%
afslátt af fyrstu 8 sýningum á Hárinu
Forsala miða er hafin á mbl.is, miðasala
í Austurbæ opnar 30. júní næstkomandi
LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ
Staðartónskáld: Jón Nordal
Kl. 14:00 Hátíðardagskrá við upphaf 30. starfsárs
Gamla klukka í jörðu eftir Jón Nordal frumflutt.
Þátttakendur: Kammerkórinn Carmina,
hljóðfæraleikarar, Jón Sigurbjörnsson leikari og
sr. Guðmundur Óli Ólafsson fyrrum staðarprestur.
Kl. 15:00 Þýðan eg fögnuð finn
Verk byggð á trúarlegum söngarfi eftir Báru
Grímsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Elínu
Gunnlaugsdóttur og Misti Þorkelsdóttur.
Flytjendur: Sönghópurinn Gríma og
hljóðfæraleikarar.
Kl. 17:00 Kórverk eftir Josquin Desprez
Flytjendur: Kammerkórinn Carmina undir stjórn
Árna Heimis Ingólfssonar.
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ
KL. 15:00 Endurflutt dagskrá frá laugardegi kl.
17:00. Flytjendur: Kammerkórinn Carmina undir
stjórn Árna Heimis Ingólfssonar.
Kl. 17:00 Messa: Sr. Sigurður Sigurðsson
vígslubiskup predikar, Kammerkórinn Carmina
flytur tónlist eftir Josquin Desprez í messunni.
SUMARTÓNLEIKAR Í
SKÁLHOLTSSKIRKJU
26. júní - 2. ágúst 2004
í sumarsveiflu í kvöld
Hliðarsalur: EM á breiðtjaldi í beinni
Hljómsveit Geirmundar V.
GAGNRÝNANDI hins alþjóðlega
óperutímarits Opera Now fer fögr-
um orðum um uppsetningu Íslensku
óperunnar á Brúðkaupi Fígarós á
liðnum vetri í nýútkomnu júlí/ágúst-
hefti blaðsins. Þetta er í annað sinn á
skömmum tíma sem Opera Now
sendir mann út af örkinni til að fylgj-
ast með sýningu í Íslensku óperunni
en í fyrra sinnið var birtur lofsam-
legur dómur um uppsetninguna á
Macbeth á vormisseri 2003, ásamt
viðamikilli grein um starfsemi Ís-
lensku óperunnar.
Gagnrýnandinn Neil Jones var
viðstaddur frumsýninguna á Brúð-
kaupi Fígarós 29. febrúar sl. Í um-
sögninni segir hann m.a.: „Í þessari
nýju uppfærslu voru lykilpersónur
klæddar í sterka liti sem andstæða
við fínlega pastellitina í öðrum bún-
ingum og milda liti í leikmynd. Þar
sem mikið er um samsöng í óperunni
vill það oft brenna við að það verður
heldur lítið úr einstaka persónum en
í þessari uppfærslu voru öll helstu
hlutverkin sungin og leikin af glæsi-
brag. Bergþór Pálsson skapaði stór-
kostlegan greifa, ónytjung sem hafði
greinilega ekki eins og algengast er
fæðst með silfurskeið í munninum
heldur gleypt hana í heilu lagi. Ekki
að undra að bæði Figaro og Súsanna
virtust þekkja hann allvel og leyfðu
sér að hæða hann opinskátt á stund-
um. Auður Gunnarsdóttir var aftur á
móti andstæðan, hin skynsama
greifafrú með báða fætur á jörðinni
og hafði mátt þola margt. Hulda
Björk Garðarsdóttir söng hlutverk
Susönnu ákaflega fallega. Sveigj-
anleiki raddarinnar hæfði hlutverk-
inu fullkomlega. Ólafur Kjartan Sig-
urðarson söng Figaro af miklum
krafti. Hann hefur kraftmikla blæ-
brigðaríka rödd sem var í góðu
formi, þó honum hætti stundum til
þess í fyrsta þætti að beita sér um of
til að undirstrika sterkar tilfinn-
ingar. Hann reyndist stundum nokk-
uð grimmur gagnvart Cherubino
sem Sesselja Kristjánsdóttir gerði
heldur of kvenlegan fyrir minn
smekk. Þrátt fyrir það söng hún
hlutverkið sannarlega mjög vel og
arían „Voi che sapete“ hentaði fögr-
um mjúkum hljómi raddar hennar
fullkomlega.
Ætti fleiri áhorfendur skilið
Sigríður Aðalsteinsdóttir skóp
skemmtilega en nokkuð ósannfær-
andi unga Marcellinu en Davíð
Ólafsson var fremur ráðsettur Bart-
olo. Snorri Wium var stórkostlega
tilgerðarlegur og veimiltítulegur
Don Basilio.
Sviðið í Íslensku óperunni er mjög
lítið og ekki hægt að lyfta leikmynd-
inni, sem er vissulega mikil ögrun
fyrir leikmyndahönnuði að finna
lausn á. Geir Óttarr Geirsson og
Þorvaldur Böðvar Jónsson sem sam-
an hönnuðu leikmyndina leystu
þessa annmarka á undursamlegan
hátt með leikmynd sem ýmist var
verönd eða herbergi og allt var þetta
gert með örfáum skiptingum. Leik-
stjórinn Ingólfur Níels Árnason
nýtti sér snilldarlega þetta takmark-
aða rými og með markvissri leik-
stjórn tókst honum að láta atburða-
rásina renna áfram. Frá fyrsta takti
lék hljómsveitin af eldmóði og fjöri
undir stjórn Christophers Fifield.
Þetta var vissulega kraftmikil
uppfærsla á Brúðkaupi Fígarós og
hefði átt fleiri áhorfendur skilið
heldur en rúmast á þeim u.þ.b. átta
sýningum sem Íslenska óperan sá
sér fært að bjóða.“
Ópera | Opera Now fjallar lofsamlega um Brúðkaup Fígarós
„Sungið og leikið af glæsibrag“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ólafur Kjartan Sigurðarson söng Fígaró af miklum krafti.
ÞRÍR Íslendingar taka þátt í nor-
rænu samtímalistahátíðinni Mom-
entum í Moss í Noregi sem nú
stendur yfir. Alls taka 39 lista-
menn þátt í aðalsýningunni, en
einnig eru á hátíðinni fjöldi
tengdra viðburða og málþinga.
Sýningin fjallar um pólitískan og
samfélagslegan veruleika Norður-
landanna.
Þetta er í þriðja sinn sem nor-
ræn samtímalistahátíð er haldin í
Moss og hefur hún skipað sér fast-
an sess í norrænu listalífi, og vakið
athygli langt út fyrir Norður-
löndin. Sýningarstjórar eru Per
Gunnar Tverbakk (Noregur) og
Caroline Corbetta (Ítalía). Meðal
íslensku þátttakendanna er Magn-
ús Sigurðarson með verk sitt
„Greining hins augljósa“. Í miðju
sýningarsalar hefur hann, ásamt
fjölda aðstoðarmanna, byggt upp
risastórt dagblaðaverk og sáð í
það lúpínufræjum. Ragnar Kjart-
ansson sýnir innsetningu sem sam-
anstendur af skútuteikningum,
skemmdu korni og myndbandi þar
sem útfært er ofbeldi dansks ný-
lenduherra gagnvart ósiðmennt-
uðum skítugum Íslendingi á fyrri-
hluta síðustu aldar. Erla S.
Haraldsdóttir hefur í samvinnu við
sænska listamanninn Bo Melin
gert tölvubreyttar og martrað-
arkenndar ljósmyndir af götu-
myndum í Moss, sem þau sýna á
fjölda upplýstra auglýsingaskilta í
miðbænum, undir titlinum „Hér,
þar og allstaðar“.
Sýningunni Momentum í Moss
lýkur 27. júní.
Þrír Íslendingar
taka þátt í Momentum
ÓLAFI Jóhanni Ólafs-
syni er líkt við rithöf-
undana Kazuo Ishig-
uro og P.G. Wodehouse
í dómi í breska blaðinu
Sunday Telegraph um
skáldsögu hans Höll
minninganna sem ný-
lega kom út þar í landi
hjá Faber og Faber.
Gagnrýnandi
Sunday Telegraph seg-
ir í upphafi umsagnar
sinnar að með Höll
minninganna hafi Ólaf-
ur Jóhann Ólafsson
skipað sér á bekk með
Kazuo Ishiguro og P.G.
Wodehouse með því að skrifa um
einkaþjón skáldsögu sem verði að
teljast mikið bókmenntaverk. Síðan
bætir hann því við að það sé erfitt
að komast hjá því að
leiða hugann að Anth-
ony Hopkins við lestur
bókarinnar því að
Kristján Benediktsson
sé nærgætinn og yfir
honum sé reisn, hann
veiti smáatriðum at-
hygli og bæli ástríður
sínar. Þar vísar hann
greinilega til frammi-
stöðu Hopkins sem
einkaþjóns í kvik-
myndinni „Remains of
the Day“ eða „Dreggj-
um dagsins“ sem gerð
var eftir frægri sögu
Kazuo Ishiguro.
Gagnrýnandi blaðsins telur sögu-
svið bókarinnar einn skemmtileg-
asta þátt hennar en það er kastali
Hearsts blaðakóngs í San Simeon
sem byggður var á um 100.000
hektara búgarði í Kaliforníu. Gagn-
rýnandinn segir Ólafi Jóhanni tak-
ast frábærlega upp í að lýsa því um-
hverfi.
Undir lok umsagnarinnar segir í
blaðinu: „Þetta er bók um þrá og yf-
irbót, þrungin tilfinningu um það
sem er óumflýjanlegt og uppgjöf,
tilfinningu um að örlögin stjórni
okkur og leiði áfram hvernig sem
allt veltist.“ Gagnrýndaninn bætir
því síðan við að Höll minninganna
sé skemmtilega margslungin, –
jafnmargslungin fyrir lesandanum
og lausnin er sögumanni bók-
arinnar.
Áður hefur bókin hlotið mikið lof
í bandarískum fjölmiðlum og má
nefna að gagnrýnandi Chicago
Tribune sagði að svona ætti að
skrifa bækur.
Bókmenntir | Ólafur Jóhann fær góða dóma í Bretlandi
Ólafur Jóhann Ólafsson
Líkt við rithöfundana Kazuo
Ishiguro og P. G. Wodehouse
ÞÝSKA ríkið á yfir höfði sér mála-
ferli vegna listaverka sem stolið
var af fórnarlömbum helfararinn-
ar. Skaðabótakrafan, sem lögð er
fram af hálfu Samtaka fórnar-
lamba helfararinnar um skaðabæt-
ur vegna listaverka og meist-
arastykkja, hljóðar upp á átján
milljarða Bandaríkjadala, eða um
þrettán hundruð milljarða,
1.314.000.000.000, íslenskra króna.
Málsóknin er höfðuð á grundvelli
þess að þýska ríkið, frá því í síðari
heimsstyrjöldinni til dagsins í dag,
hafi hagnast á listaverkum sem
tekin voru eignarnámi í helförinni.
Til stendur að höfða sambærilega
málsókn gegn öðrum ríkjum, þar á
meðal Austurríki, Frakklandi og
Bandaríkjunum.
Stjórnvöld halda ekki eftir
illa fengnum eignum
Talsmaður þýsku ríkisstjórn-
arinnar sagði að fjármálaráðu-
neytið tæki allar lögsóknir alvar-
lega, en biði þess að kæran væri
formlega lögð fram. „Þýska ríkið
hefur þegar skilað milljónum lista-
verka. Það heldur einungis eftir
þeim verkum, þar sem eigandinn
er óþekktur,“ sagði hann.
Bandaríski lögfræðingurinn Ed
Fagan, sem sækir málið, segir um
2.000 verk enn í vörslu stjórn-
valda. Þýska fjármálaráðuneytið
staðfesti að það ætti enn verk sem
tryggð væru fyrir 73 milljónir
Bandaríkjadala. „Það er ekki hlut-
verk stjórnvalda að stela eða halda
eftir illa fengnum eignum,“ sagði
Fagan.
Ed Fagan er kunnastur fyrir að
hafa gert samkomulag við sviss-
neska banka um 1,25 milljarða
Bandaríkjadala, rúmlega níutíu
milljónir íslenskra króna, til eftir-
lifenda helfararinnar.
Hundruð milljarða
vegna stolinna verka
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111