Morgunblaðið - 25.06.2004, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 25.06.2004, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ "stílhreint snilldarverk" HP Kvikmyndir.com www .borgarb io. is 1/2 HL Mbl  ÓÖH DV Frá framleiðanda Spider-Man Fjölskylda hans var myrt og hefnd hans er miskunnarlaus! Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.I. 16. FRUMSÝNING SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Jenna fékk ósk sína uppfyllta... og er allt í einu þrítug! Frábær mynd fyrir fólk á öllum aldri. HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.00 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS "stílhreint snilldarverk" HP Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.40. Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 16.Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15.Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. "..hreinn „gullmoli... Brilljant mynd.“ ÞÞ FBL 1/2 HL Mbl kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15.  ÓÖH DV Frá framleiðanda Spider-Man Fjölskylda hans var myrt og hefnd hans er miskunnarlaus! Þær eru illgjarnar. Hún er ný. Og fljótlega fær hún alveg nóg af þeim. Frábær og frumleg gamanmynd sem hefur svo sannarlega slegið í gegn í Bandaríkjunum Með Lindsay Lohan úr „Freaky Friday“  Ó.H.T Rás2  SV MBL  SKONROKK 30.000 manns á 19 dögum!!! Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. ETERNAL SUNSHINE Kvikmyndir.is FRUMSÝNING SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Jenna fékk ósk sína uppfyllta...og er allt í einu þrítug! Frábær mynd fyrir fólk á öllum aldri. Rauða ljónið  Addi Ása syngur og spilar fyrir dansi frá kl. 11.30 til 3.00. EM keppnin á öllum skjám. Ekki gleyma ódýrasta matseðlinum á landinu. Take away pantanir í síma 551 6600.  Forsa la miða hefst 30 . júní EIN af mínum uppáhaldskvikmynd- um er myndin Still Crazy, sem fjallar um rokksveit sem var á jaðri heims- frægðar á áttunda áratugnum, en leystist upp eftir vandræði og deilur. Áratugum síðar ákveða félagarnir að sjá hvort rokkið flæði enn um æðarn- ar og halda í víking. Fyrirmyndir sveitarinnar, Strange Fruit, voru margar og sóttu höfundar mynd- arinnar án efa meðal annars í Deep Purple þegar þeir skópu rokksveit- ina. Sá munur er kannski á hinni ímynduðu Strange Fruit og hinum raunverulegu Deep Purple að Purple hafa verið starfandi mestmegnis óslitið frá upphafi og haldið sér í formi, þrátt fyrir nokkrar manna- breytingar, sem var augljóst þegar þeir hófu leik sinn á miðvikudags- kvöldið. Hinir fornfrægu Mánar hituðu upp fyrir Purple við góðar undirtektir og þótti sumum í salnum það lýsa ákveðnu hugrekki að stökkva á sviðið eftir allmörg ár og skella sér á gamla snilld eins og „Frelsi“, „Söng Satans“ og „Þriðju heimsstyrjöldina“, sem áhorfendur kunnu vel að meta með tilþrifamikilli ljósasýningu og „Eld- gömlu Ísafold“ milli kaflanna. Mánar brugðust hvergi þrátt fyrir krefjandi prógramm og sýndu og sönnuðu hvers vegna þeir skipa þann sess sem þeir gera í íslenskri tónlistarsögu. Eftir stutt hlé stigu Purple-menn á svið við gríðarleg fagnaðarlæti. Sjálf- ur er ég frekar lágvaxinn þannig að ég sá hreinlega ekki neitt fyrr en góð- hjartaður sjúkragæslumaður og góð- kunningi laumaði mér á frábæran stað, þar sem ég gat bæði virt fyrir mér sveitina og áhorfendurna. Þá sá ég svolítið sem kom mér á óvart: Gríðarlegur fjöldi unglinga var á staðnum, ekki bara gamlir rokk- hundar og spekúlantar. Ég get svarið að ég sá fólk í tvenns konar göngu- grindum, svo breiður var áhorf- endahópurinn. Tólf til fjórtán ára strákar og stelpur veifuðu höndum, gerðu rokkmerkin og sungu með lög- unum sem þau þekktu og hlýddu at- hugul á hin, sem voru minna kunn- ugleg. Trú mín á mannkynið endurnýjaðist þegar ég sá ung- lingana í slíkum rokkham. Flutningur Purple var óaðfinn- anlegur. Sveitin var gríðarlega þétt og vel samræmd, með allt á hreinu. En það þýddi líka að þeir höfðu nóg svigrúm til að gantast sín á milli, hlæja og gleðjast og leika sér við áhorfendur, sem kunnu svo sann- arlega vel að meta leikinn. Toppurinn á tónleikunum var þegar hljómborðs- leikarinn Don Airey tók sóló og skellti allt í einu „Á Sprengisandi“ inn í syrpuna. Ég hélt ég yrði ekki eldri og þakið ætlaði að rifna af höllinni þegar áhorfendur glöddust tak- markalaust yfir gríninu. Vissulega voru tilþrifin í söngnum ekki eins og þegar sveitin „var upp á sitt besta“, enda ekki við því að búast, menn eldast og það er eiginlega hálf- hallærislegt að sjá menn enn vera að rembast af vanmætti við hluti sem þeir ættu að vera löngu hættir að reyna. Það er þroskamerki að finna nýjan styrkleika með breyttum að- stæðum. Ian Gillan hefur sjálfur lýst því yfir að hann hafi dregið úr ýlfrinu til að halda röddinni, því hann geri sér grein fyrir því að aldurinn færist yfir. Þetta þykir mér skynsamleg ákvörðun og lýsa manni sem gerir sér grein fyrir takmörkum sínum og vill geta haldið áfram að gera það sem hann gerir vel; að gleðja áhorfendur með tónlist. Það er nákvæmlega þetta sem stendur upp úr eftir tónleika Deep Purple. Það gladdi mig ósegjanlega að sjá þessa menn svona hressa, með svona skemmtilega sýningu, syngj- andi og spilandi lögin sem þeir hafa sungið og spilað í þrjátíu ár eins og þeir væru að spila þau í fyrsta sinn, algjörlega ósjúskað, með sömu spila- gleðinni. Það fyllti mig trú á það að aldurinn er hugarástand, það er ekki hægt að tala um of gamla tónlist- armenn. Allar fýlupokaathugasemdir um ellibelgi segi ég úr lausu lofti gripnar. Deep Purple voru alveg jafn brjálaðir og þeir hafa nokkurn tíma verið og það var hrein unun á að horfa. Þetta voru rokkhundatónleikar af gamla skólanum, gítarneglur og kjuðar gefin út í salinn með látum og tekið í hendur áhorfenda eins og ekk- ert væri. Enn brjálaðir Tónleikar Laugardalshöll Deep Purple og Mánar í Laugardalshöll, miðvikudaginn 23. júní 2004.  Deep Purple Svavar Knútur Kristinsson Morgunblaðið/Sverrir Ian Paice lamdi húðirnar sem maskína væri. Útvarpsmaðurinn Tony Black-well, sem rekinn var fyrr í vik- unni fyrir að vera of duglegur að spila lög með Sir Cliff Richards, hefur ver- ið endurráðinn. Blackwell hafði rifið í beinni útsendingu minnisblað frá yf- irmönnum sínum sem fyrirskipuðu honum að róa sig í Richards- lögunum. Eitthvað fór það fyrir brjóstið á útvarpsstjórum og létu þeir hann flakka. Eftir það rigndi hins- vegar inn kvörtunum og hlustendur hringdu inn í hrönnum til að lýsa yfir stuðningi sýnum við Blackwell og Cliff Richards. Sáu stjórar sig því til- neydda til að endurráða þennan dáða útvarpsmann og fer hann í loftið á ný í dag …    Leikarinn Alec Baldwin varð ádögunum að lúta í lægra haldi í forræðisdeilu við fyrrum eiginkonu sína, Kim Basinger, um forræði yfir dóttur þeirra, hinni átta ára Ireland. Honum er þó leyfilegt að hitta dóttur sína aðra hverja helgi en verð- ur að hafa „kvenkyns aðstoðarmann“ við höndina með- an Ireland dvelst hjá honum. Þau Basinger og Baldwin voru gift í 10 ár en hefa staðið í forræð- isdeilunni síðan þau skildu fyrir tveimur árum …    BræðurnirLiam og Noel Gallagher í hljómsveitinni Oasis leggja mikla áherslu á að komið verði í veg fyrir fíkniefna- notkun baksviðs á fyrirhugðum tón- leikum sveitarinnar á tónleikahátíð- inni Glastonbury. Þeir segja að engin ólögleg efni megi sjást á tónleikum þeirra. Götublaðinu Daily Star finnst af- staða bræðranna athygliverð þar sem þeir hafi í gegnum tíðina komist í kastljós fjölmiðla fyrir slark og áflog. Þeir tímar eru nú að baki því Gallag- her-bræður eru orðnir ráðsettir feð- ur … Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.