Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. SÍMINN hefur undanfarið ár sett upp móðurstöðvar eða senda fyrir farsíma í sextán ferjum og farþegaskipum í Evrópu. Stöðvarnar tengjast símakerfi í landi gegnum gervihnött og gera farþegum skipanna kleift að tala í farsíma þótt skipið sé utan þjónustusvæða símafyrirtækja í landi. Eins og stendur er um að ræða ferjur og farþegaskip á innhöfum í Evrópu, á Adría- hafi, Eystrasalti og Norðursjó.  Síminn/12 Síminn á sjóinn ÁRNI Þór Sigurðsson var endurkjörinn forseti borgar- stjórnar við upphaf borgar- stjórnarfundar í gær með samhljóða at- kvæðum allra borgarfull- trúa, en eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta skipti sem allir borgarfulltrú- ar greiða fulltrúa meirihlutans atkvæði sitt. „Ég lít þannig á að þetta sé góður stuðningur við þau störf sem ég hef unnið að undanfar- in tvö ár sem forseti og þær breytingar sem ég hef beitt mér fyrir á starfsháttum í borgarstjórn og aðstöðumálum borgarfulltrúa,“ sagði Árni Þór að fundi loknum. Hefð hefur verið fyrir því að minnihluti sitji hjá við kosn- ingu forseta borgarstjórnar, en sjálfstæðismenn og fulltrúi Frjálslynda flokksins í borg- arstjórn rufu þá hefð að eigin sögn vegna ánægju með hvernig Árni Þór hefur sinnt starfi forseta, og því hvernig hann hefur beitt sér fyrir breytingum á starfsháttum borgarstjórnar. Gerir fundina áheyrilegri Árni segist vonast til að þær breytingar á fyrirkomulagi borgarstjórnarfunda sem hann hefur beitt sér fyrir geti kom- ist á þegar borgarstjórn kem- ur saman á ný eftir sumarfrí, en áður þarf félagsmálaráðu- neytið að fjalla um málið. Breytingarnar miða að því að gera borgarstjórnarfundi markvissari og áheyrilegri fyr- ir borgarstjórnarfulltrúa jafnt sem almenning. Samstaða um kjör for- seta borg- arstjórnar  Opið/11 Árni Þór Sigurðsson NEFND forstjóra Landspítala – háskólasjúkra- húss (LSH), segir í nýrri skýrslu um ferliverk, að efla þurfi verulega starfsemi dag- og göngu- deilda spítalans. Jafnframt telur hún að skoða þurfi vel möguleika á að auka þjónustu, sem veitt er í heimahúsum, til að draga úr þörf fyrir innlögn á LSH og stytta legutíma. Leggur nefndin til fjölmargar tillögur í þessu sambandi í fyrrgreindri skýrslu. Meðal annars leggur hún til að leitað verði eftir því við heilbrigðisyfirvöld að fjármögnun vegna göngudeildarþjónustu á LSH verði breytt „og upp teknar verktengdar greiðslur til spítalans vegna göngudeildarverka í stað árlegra heildargreiðslna“, eins og segir í skýrslunni. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, fagnar skýrslunni og segir hana „stefnumótandi skjal fyrir spítalann“. Stjórnarnefnd spítalans hefur fjallað um skýrsluna og tekur undir efni hennar. Magnús segir næstu skref að kynna hana fleiri aðilum sem málið snertir. Hann leggur áherslu á að breiður hópur áhrifafólks innan spítalans hafi verið í nefndinni sem samdi skýrsluna. Formaður nefndarinnar er Jóhannes M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri lækninga. „Það má segja að sífellt vaxandi þjónusta án innlagn- ar verði dýrari fyrir einstaklingana þó svo hún verði ódýrari fyrir samfélagið,“ segir hann að- spurður, en þegar sjúklingar eru lagðir inn á spítala, þ.e. verða yfir nótt, þá borga þeir ekkert fyrir þjónustuna. Á hinn bóginn greiða sjúkling- ar fyrir svokölluð ferliverk, en það eru þau verk sem unnin eru á göngudeildum og dagdeildum. Í markmiðskafla skýrslunnar segir: „Starf- semi dag- og göngudeilda þarf að efla svo hægt sé að mynda eðlilegt flæði milli mismunandi þjónustustiga á LSH, þ.e. sjö daga-, fimm daga- og dag- og göngudeilda til að bæta þjónustu við sjúklinga og hagræða í rekstri.“ Í takt við framfarir Þá segir að greiður aðgangur skuli vera að þjónustu á göngudeildum, jafnt sérfræðilækna sem annarra starfsmanna spítalans. Jóhannes segir að styrking göngudeildar- og dagdeildar- þjónustu sé þróun sem átt hafi sér stað hér á landi sem og erlendis. Sú þróun taki mið af mik- illi þróun innan læknisfræðinnar, t.d. vegna tækninýjunga og nýrra lyfja. Í skýrslunni er m.a. lagt til að uppbygging sérhannaðs húsnæðis fyrir ferliverkastarfsemi verði eitt af forgangsverkefnum við hönnun og byggingu nýs húsnæðis spítalans. „Húsnæðið verði í nánum tengslum við legudeildarhúsnæði spítalans, rannsóknardeildir og myndgreining- ardeildir og ætlað fyrir bráðamóttöku, göngu- og dagdeildir og minni háttar skurðaðgerðir.“ Skýrsla nefndar forstjóra Landspítala – háskólasjúkrahúss um ferliverk Starfsemi göngu- og dag- deilda verði verulega efld Dýrara fyrir einstak- lingana en ódýrara fyrir samfélagið VÉDÍS Vaka Kristjánsdóttir, 6 ára gömul stelpa, hefur haft í nógu að snúast und- anfarinn mánuð en hún hefur haft eftirlit með þresti sem gerði sér hreiður í blóma- potti í garði ömmu hennar við Ofanleiti í Reykjavík. Þrösturinn verpti fimm eggj- um í hreiðrið og fór svo að lokum að þrír ungar komust á legg. Védís Vaka segir að hún hafi haft svo- litlar áhyggjur af þrastarmömmunni þar sem verið var að mála húsið við Ofanleiti. Að þessu sinni var ekki málað svæðið fyr- ir ofan blómapottinn en eins og Védís Vaka segir hefði annars kannski verið málaður goggurinn á einum fuglanna. „Mamman var hrædd en ég sagði henni bara að vera róleg.“ Védís Vaka segist ekki viss um hvort það verði hreiður á sama stað á næsta ári en ef svo fer muni hún ábyggilega passa vel upp á að þrast- armamma verði ekki fyrir óþarfa ónæði. Ungur fuglabóndi við Ofanleiti SEINKA varð síðari hluta frumsýningar söngleiks- ins FAME í Vetrargarði Smáralindar í gærkvöldi meðan sýningargestir horfðu spenntir á síðustu mínútur leiks Portúgala og Englendinga á EM í fót- bolta. „Stemningin var rosaleg og mikið skríkt,“ sagði Skarphéðinn Guðmundsson, blaðamaður Morgunblaðsins, sem var meðal gesta á sýningunni. „Áhorfendur voru ekki komnir inn í salinn þegar hléið átti að vera búið, svo það var ekki hægt að byrja aftur. Um leið og leiknum lauk fóru allir inn í sal og sýningin gat hafist að nýju,“ sagði Skarphéð- inn ennfremur. Löngu var uppselt á frumsýninguna sem og næstu sýningar. Söngleikurinn byggist á samnefndri kvikmynd Alans Parkers frá 1980. Þau Ragnhildur Steinunn og Jónsi voru að vonum kát að frumsýningu lokinni. Morgunblaðið/Þorkell Frami eða fótboltinn? Ekki hægt að hefja sýninguna eftir hlé vegna EM ÞÓ AÐ Ísland eigi ekki fulltrúa í Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu, sem nú fer fram í Portúgal, er ekki þar með sagt að keppnin sé Íslendingum algerlega óviðkom- andi. Íslenskir saltfiskframleið- endur nutu góðs af keppninni í Portúgal, því að í aðdraganda henn- ar var óvenju góð sala á saltfiski til landsins. „Það hægist oft á sölunni á sumr- in en núna var sölutímabilið þrem- ur til fjórum vikum lengra en venjulega og reyndar fór ekki að hægjast um fyrr en keppnin byrj- aði,“ segir Þórarinn Kr. Ólafsson, vinnslustjóri í fiskverkuninni Þrótti ehf. í Grindavík. EM hefur áhrif á saltfisksölu  Þyngri/11 EKKI er talið nauðsynlegt að breyta landabréfum og fræðibókum þegar í stað vegna niðurstaðna nýrra mælinga á hæð Hvannadalshnúks, hæsta tinds Íslands. Komið hefur í ljós, að hnúkurinn er 2.111 metrar á hæð, en hingað til hefur verið stuðst við 100 ára mælingu danska land- mælingamannsins J. P. Koch á vegum danska herforingjaráðsins, en hann mældi hnúkinn 2.119 metra háan. Óvissan í þeirri mælingu var 5 til 10 metrar, en nú er óviss- an einungis um einn metri. Hvannadals- hnúkur lægri en áður var talið  Hvannadalshnúkur/4 ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.