Morgunblaðið - 09.07.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 09.07.2004, Síða 1
FYRSTU skóflustungur að Fjarðaáli, álveri Alcoa, voru teknar í gær á jörðinni Hrauni við Reyð- arfjörð í blíðskaparveðri að við- stöddum boðsgestum. Miklar ör- yggisráðstafanir voru gerðar á staðnum og var gestum ekið í rút- um frá Reyðarfirði. Friðsöm mót- mæli voru við afleggjarann að ál- verslóðinni, sem skipulögð voru af Náttúruvaktinni, baráttuhópi fyrir náttúruvernd og virkara lýðræði. Við athöfnina sagði Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls, að merkum áfanga væri náð og dag- urinn í gær væri stór í sögu Aust- fjarða og landsins alls. Álverið myndi ekki aðeins skapa tekjur á Austfjörðum heldur fyrir þjóðina alla. Á framkvæmdatíma til ársins 2007 munu skapast um 2.300 árs- verk og allt að 750 ný störf, þar af um 450 við álverið. Vegna fram- kvæmdanna er reiknað með að landsframleiðsla aukist á árunum 2003 til 2006 um 3% og árlegur hagvöxtur á tímabilinu verði 1,5% meiri en ella. Guðmundur Bjarnason, bæjar- stjóri í Fjarðabyggð, sagði við at- höfnina að ekki aðeins sveitarfélagið þyrfti að standa sig í uppbyggingu þjónustu á svæðinu heldur ríkis- valdið einnig, s.s. í heilbrigðis- og menntamálum og löggæslu. Til þess þyrfti aukna fjármuni og aukna starfsemi. Benti hann á að tekju- skattur ríkisins af starfsmönnum við byggingu álversins yrði um 4 milljarðar króna. Með þeim fjár- munum mætti fjármagna opinbera þjónustu á svæðinu. Valgerður Sverrisdóttir sagði við Morgunblaðið, spurð um við- brögð við orðum Guðmundar, að þessi vinna væri þegar hafin innan samstarfsnefndar stjórnvalda, heimamanna, Alcoa og Bechtel. Mikilvægt væri að ræða um þessar aðstæður og bregðast á einhvern hátt við. Átti hún ekki von á öðru en að ríkisstjórnin myndi í fjárlaga- gerð sinni taka tillit til aðstæðna á Austurlandi. 750 ný störf skapast vegna álvers Alcoa Ríkið þarf að standa sig í uppbyggingu, segir bæjarstjóri Fjarðabyggðar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Álskóflum beitt í Reyðarfirði SKÓFLUSTUNGUR teknar að nýju álveri Fjarðaáls í Reyðarfirði: Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Bernt Reitan, for- stjóri frumframleiðslu hjá Alcoa, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra og Andy Greig, yfirmaður hjá Bechtel. Tómas Már Sigurðs- son, forstjóri Fjarðaáls, fylgist með álengdar.  Stór dagur/26–27 STOFNAÐ 1913 185. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ást, vin- átta og hár Lífspeki trúðsins Atvinnutrúður heldur námskeið á Íslandi Daglegt líf Íþróttir Víkingar úr fallsæti  Styrkleika- listi í handbolta  Hörð keppni í línubeitingu og gróðursetningu Hippastemmning verður við völd í Austurbæ í kvöld Menning Efa ágæti dagvistunar BRESKA stjórnin er að endurmeta fyrri áætlanir sínar um barnagæslu og leikskóla vegna vaxandi vísbendinga um að dag- vistun barna yngri en tveggja ára geti leitt til andfélagslegrar hegðunar og árásargirni. Breska stjórnin hefur lagt á það mikla áherslu að konur hverfi sem fyrst aftur til vinnu eftir barnsburð en nú ætlar hún að venda sínu kvæði í kross í þeim efnum og lengja barns- burðarleyfið. Var búist við því í gær að Margaret Hodge, sem fer með málefni barna í bresku stjórninni, myndi tilkynna að barns- burðarleyfið yrði aukið úr sex mánuðum í eitt ár. Kom þetta fram í The Guardian. Ástæðan fyrir þessari stefnubreytingu er sú að niðurstaða rannsókna víða um heim er mjög lík og bendir til að dagvistun barna yngri en tveggja ára geti haft slæm áhrif á tilfinninga- og félagslegan þroska þeirra. Þetta snýst hins vegar við séu börnin orðin þriggja ára eða eldri. Ástæðan fyrir þessum óhollu áhrifum á börnin er meðal annars sögð sú að þau fái ekki nógu mikla athygli og umönnun nema starfsfólkið á dagvistunarheimilunum sé þeim mun fleira. Annað er að heimilunum helst mjög illa á fólki enda launin lág og kröf- ur til starfsreynslu og þekkingar því litlar. Margaret Hodge Olíuverð snarhækkar New York. AFP. HEIMSMARKAÐSVERÐ á olíu snarhækkaði í gær eftir að Tom Ridge, banda- ríski heimavarnaráðherr- ann, varaði við því að al- Qaeda hefði í hyggju að fremja hryðjuverk í Banda- ríkjunum til að trufla for- setakosningarnar þar í nóv- ember. Viðmiðunarverð á hrá- olíu á markaðnum í New York hækkaði um 1,25 dollara í 40,33 dollara á fatið. Er þetta í fyrsta skipti frá 1. júní sem olíuverðið fer yfir 40 dollara. Brent-hráolía úr Norðursjó hækk- aði um 1,16 dollara í 37,77 í London. Ridge sagði að bandarísk yfirvöld hefðu fengið „trúverðugar upplýsingar“ um að al- Qaeda ráðgerði hryðjuverk í Bandaríkjunum fyrir kosningarnar, hugsanlega í tengslum við landsfund demókrata í Boston 26. til 29. júlí eða landsfund repúblikana í New York 30. ágúst til 2. september. Tom Ridge AÐ MINNSTA kosti ellefu manns lágu í valnum eftir að uppreisn- armenn skutu allt að 38 sprengjum á höfuðstöðvar íraskra þjóðvarð- liða í borginni Samarra norður af Bagdad í gær. Bandarískir hermenn héldu vörð um bygginguna þegar árásin var gerð. Fimm þeirra féllu og tuttugu særðust. Tveir þjóðvarðliðar biðu einnig bana og fjórir særðust. Bandarísk- ir hermenn og íraskir þjóðvarð- liðar héldu uppi hörðum árásum á uppreisnarmennina í nokkrar klukkustundir. Talsmaður Banda- ríkjahers sagði að fjórir uppreisn- armenn hefðu fallið þegar her- þyrla skaut flugskeyti á byggingu í borginni. Læknar sögðu að fjögur lík hefðu verið flutt á sjúkrahús í Samarra en ekki var ljóst hvort það voru lík mannanna fjögurra sem féllu í flugskeytaárásinni. Um 30 óbreyttir borgarar særðust, að sögn læknanna. Heilbrigðisráðuneytið í Bagdad skýrði frá því í gær að 388 Írakar hefðu beðið bana og 1.680 særst í átökunum í Írak í júnímánuði ein- um. Blóðugur bardagi í Írak Samarra. AFP. Nær 400 Írakar féllu í júnímánuði Reuters Alþjóða- dómstóllinn úrskurðar um múrinn PALESTÍNSKUR drengur á reiðhjóli í bakgarði heimilis síns nálægt umdeildum múr sem Ísr- aelar eru að reisa til að aðskilja Jerúsalem frá Vesturbakkanum. Alþjóðadómstóllinn í Haag birtir í dag úrskurð sinn um hvort að- skilnaðarmúrinn, sem liggur um- hverfis svæði Palestínumanna á Vesturbakkanum, sé lögmætur. Nasser al-Qidwa, fulltrúi Palest- ínumanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, kvaðst í gær vera bjart- sýnn á að dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að múrinn væri ekki lögmætur. Úrskurðurinn er ekki bindandi. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.