Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 2
„VIÐ duttum í lukkupottinn, fylltum skipið í fjórum köstum. Það var samt ekki mikið að sjá á svæðinu og önnur skip fengu minna,“ sagði Jón Ax- elsson, skipstjóri á loðnuskipinu Júpiter ÞH, en skipið landaði full- fermi, um 1.300 tonnum, í heimahöfn á Þórshöfn í gær, fyrstu loðnu sum- arvertíðarinnar. Aflinn fékkst djúpt norður af Húnaflóa og þó að þar hafi ekki orðið vart við mikið af loðnu sagðist Jón nokkuð bjartsýnn á fram- haldið. „Það er lítið að marka þetta núna, það leitast illa á þessum árstíma og erfitt að sjá loðnuna. Við köstuðum á frekar daufar lóðningar en fengum samt upp í 500 tonna köst. Þessi loðna er þokkalega stór en hún er átulaus. Sennilega er hún að ganga fram af landgrunninu í leit að æti. Mér þykir líklegt að loðnan sé núna komin inn í grænlensku lögsöguna og þá verður að sækja hana þangað. Ég trúi að minnsta kosti ekki öðru en að eitthvað finnist. Menn eru sammála um að ástandið sé svipað og í fyrra en þá var loðnan vestarlega í Græn- landssundi um þetta leyti árs.“ Jón kannast við umræður um að draga verði úr loðnuveiðum til að skilja eftir nóg af æti fyrir þorskinn. Hann sagði hins vegar nóg til skipt- anna, bæði fyrir þorska og menn. „Skipstjórar eru almennt sammála um að það verði hægt að gera ágæta sumarvertíð, enda sé gríðarlegt magn af loðnu í sjónum. Skilyrði í hafinu hafa aftur á móti verið mjög óvenjuleg síðustu ár og fiskurinn heldur sig á öðrum slóðum en venju- lega,“ sagði Jón. Júpiter ÞH landaði fyrstu sumarloðnunni á Þórshöfn „Duttum í lukkupottinn“ Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Boðið var upp á tertur í tilefni dags- ins en á þær var letrað: „Júpiter – fyrsta loðnan.“ Jón Axelsson skip- stjóri og Magnús Helgason, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, með terturnar góðu. FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FJARÐAÁL RÍS Friðsamleg mótmæli voru við af- leggjarann á álverslóðinni í Reyð- arfirði í gær þegar fyrsta skóflu- stunga að Fjarðaáli var tekin. Fjöldi boðsgesta var viðstaddur skóflu- stunguna og miklar öryggisráðstaf- anir voru gerðar á staðnum. Við at- höfnina var tímamótunum fagnað og sérstakri ánægju lýst með framgang verkefnisins til þessa. Engar einbreiðar brýr Einbreiðum brúm verður fækkað á næstu tólf mánuðum og stefnt er að því að engar slíkar brýr verði á hring- veginum. Þetta er meðal verkefna í átakinu Breytum þessu! sem ætlað er að fækka alvarlegum umferð- arslysum á þjóðvegum. Sturla Böðv- arsson setti átakið og minntist m.a. á að árlega deyja á milli 20 og 30 Ís- lendingar í umferðarslysum. Blóðbað í Írak Að minnsta kosti ellefu manns lágu í valnum eftir að uppreisnarmenn gerðu sprengjuárás á höfuðstöðvar íraskra þjóðvarðliða í borginni Sam- arra norður af Bagdad í gær. Hermt var að fimm bandarískir hermenn, tveir þjóðvarðliðar og a.m.k. fjórir uppreisnarmenn hefðu fallið. Tugir manna særðust. Olíuverð snarhækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu snar- hækkaði í gær eftir að Tom Ridge, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, varaði við því að al-Qaeda fyrirhugaði hryðjuverk til að trufla bandarísku forsetakosningarnar í nóvember. Morðingi Lindh á geðdeild Sænskur áfrýjunarréttur úrskurð- aði í gær að Mijailo Mijailovic, morð- ingi Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, skyldi vistaður á geðdeild í stað þess að afplána fangelsisdóm til lífstíðar. Y f i r l i t Í dag Úr verinu 11 Bréf 30 Viðskipti 14 Minningar 31/37 Erlent 18 Skák 39 Höfuðborgin 21 Brids 39 Akureyri 22 Dagbók 40 Austurland 22 Víkverji 40 Suðurnes 26 Velvakandi 42 Landið 24 Staksteinar 54 Forystugrein 26 Staður og stund 42 Viðhorf 28 Menning 43/49 Daglegt líf 28 Ljósvakamiðlar 50 Umræðan 29/30 Veður 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                 ! " #          $         %&' ( )***                             +   HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum, þar af tveimur ungum dætrum sínum. Ákærði var dæmdur til að greiða annarri dótt- ur sinni 700 þúsund krónur í miskabætur, og hinni 100 þúsund krónur. Þá var hann dæmdur til að greiða þriðju stúlkunni 400 þúsund krónur í bætur. Ákærði neitaði sök en dómurinn lagði í flestum tilfellum framburð stúlknanna til grundvallar. Ákærða var gefið að sök að hafa beitt aðra dóttur sína kynferðis- legu ofbeldi í þrjú skipti á árunum 1995–1997 þegar stúlkan var 12–14 ára. Þá var hann ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hinni dóttur sinni þegar hún var 14 ára með því að þukla á brjóstum hennar. Þriðja stúlkan var 13 ára þegar ákærði beitti hana kynferðislegu ofbeldi árið 2003. Málið dæmdu héraðsdómararnir Hjörtur O. Aðalsteinsson, Hjördís Hákonardóttir og Símon Sigvalda- son. Verjandi ákærða var Brynj- ólfur Eyvindsson héraðsdómslög- maður og sækjandi Sigríður Jósefsdóttir, saksóknari hjá ríkis- saksóknara. Þriggja ára fang- elsi fyrir kynferðis- brot ÞINGEYINGAR úr HSÞ voru að ganga frá tjaldbúðum sínum á Sauð- árkróki í gær þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Tjöld- in á tjaldstæðinu eru mismunandi, allt frá litlum tveggja manna göngu- tjöldum upp í nýjustu gerðir af felli- hýsum og húsbílum. Þingeyingar eru fjölmennari en oftast áður, keppendur frá HSÞ eru 120 talsins og svo er mikill fjöldi sem fylgir með, foreldrar og aðrir sem sjá um allt sem sjá þarf um á móti sem þessu. Matur er á borðum í sam- komutjaldinu sem stendur á miðju svæði hvers ungmennafélags og hjá Þingeyingum er glæsilegt hlið við tjaldið, hlið sem hefur fylgt HSÞ nokkur undanfarin landsmót. Það stendur mikið til hjá HSÞ í kvöld því þá er ætlunin að grilla ofan í allan mannskapinn og sagði Haraldur Bóasson, formaður frjálsíþróttaráðs, að þar færu nokkrar skjátur sem væri búið að slátra og krydda og allt væri klárt nema að eftir ætti að taka holuna sem grillað væri í. Morgunblaðið/Eggert Fjörugir Þingeyingar í blíðunni á Sauðárkróki ÞAU liggja ekki á lausu Max-sófasettin sem smíðuð voru í trésmiðj- unni Víði á sjötta og sjö- unda áratugnum, enda hinar mestu gersemar. Í þeim lá mikil vinna þar sem þau voru handgerð. Sófasettin eru kennd við hönnuð sinn, Þjóðverj- ann Max Jeppesen, en tréskerinn Wilhelm Backman skar út tré- verkið. Nú er eitt Max- sófasett á lausu þar sem eigandinn, Ásta Dís Óladóttir, er að fara til Dan- merkur í doktorsnám og treystir sér ekki til að flytja það með sér. „Að því er ég best veit er þetta eina upprunalega settið á landinu. Ég erfði það eftir ömmu mína og nöfnu, sem erfði það eftir móður sína og langömmu mína, en hún keypti það árið 1953. Þá kostaði það svipað og Volkswagen-bjalla, svo þetta var þó nokkur fjárfesting. Af þessum sökum er ekki átakalaust fyrir mig að láta það frá mér. Áklæðið er upprunalegt og það sér varla á sófasett- inu og böndin og gormarnir eru eins og ný. Ég hafði samband við bólstrara sem þekkir vel Max-sófasettin og hann sagði mér að ef þetta sófasett væri framleitt í dag, þá myndi það kosta um eina og hálfa milljón,“ segir Ásta Dís sem starfar við Háskóla Íslands og setti auglýsingu um sófasettið inn á vef starfsmanna þar og fékk mjög mikil viðbrögð. Hverjum hlotnast hnossið? ÁKVEÐIÐ verður í dag hvort tveggja vikna gæsluvarðhaldsúr- skurður karlmannsins sem liggur undir grun um að hafa fyrirkomið fyrrverandi sambýliskonu sinni verð- ur kærður til Hæstaréttar. Hann er í einangrun í fangelsinu á Litla-Hrauni og hefur verið yfirheyrður vegna grunsamlegs hvarfs konunnar. Ekk- ert hefur til hennar spurst síðan að- faranótt sunnudags. Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir, að sögn lög- reglu. Hún vinnur áfram að málinu, m.a. með vettvangs- og tæknirann- sókn við Stórholt í Reykjavík þar sem fundust vísbendingar. Sakborn- ingur tekur afstöðu til kæru í dag ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.