Morgunblaðið - 09.07.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 09.07.2004, Síða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÓDYSSEIFSKVIÐA HÓMERS Í NÝRRI ÚTGÁFU GLÆSILEG ÞÝÐING SVEINBJARNAR EGILSSONAR BIRTIST HÉR Í NÝRRI ÚTGÁFU SVAVARS H. SVAVARS- SONAR SEM JAFNFRAMT SKRIFAR EFTIRMÁLA. VERKINU FYLGJA NAFNASKRÁR OG SKÝRINGAR AUK KORTS SEM SÝNIR HRAKNINGA ÓDYSSEIFS UM MIÐJARÐARHAFIÐ. KOMIN ÚT Í KILJU! ÖNDVEGISVERK HEIMSBÓKMENNTANNA VERÐ: 1.980 KR. BJARTUR „BREYTUM þessu!“ er heiti umferð- aröryggisáætlunar í tíu liðum sem Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra hratt úr vör í gær og sem ætl- að er að fækka alvarlegum slysum á þjóðvegum landsins. Einbreiðum brúm verður fækkað, hraðaeftirlit aukið og unnið að því að banna lausagöngu búfjár. „Á hverju ári deyja milli tuttugu og þrjátíu Íslendingar í umferðar- slysum. Auk þess slasast tugir svo al- varlega að þeir verða aldrei samir á eftir. Það er óeðlilegt og óásættan- legt,“ sagði samgönguráðherra í ræðu sinni á blaðamannafundi í gær. Myndavélaeftirlit verði aukið Í samtali við Morgunblaðið sagði hann að stóra málið væri að hægja á umferðarhraðanum og fá fólk til að aka á löglegum hraða. „Við verðum að auka eftirlitið með ökuhraðamæl- ingum og myndatökum. Það mun verða sett af stað átak í því og það þarf að gerast í samvinnu við lög- regluna,“ sagði Sturla. Hann sagði að reynslan, t.d. í Hvalfjarðargöng- unum, sýndi að myndavélaeftirlit hefði þau áhrif að ökumenn gættu sín betur. Áður en langt um líður yrði væntanlega sagt frá innkaupum og uppsetningu á myndbúnaði. Í ræðu sinni sagði ráðherra að myndavélar sem mæla hraða á ákveðnum vegaköflum væru sér- staklega áhugaverðar. „Þá vinna tvær myndavélar saman, önnur tek- ur mynd í upphafi vegarkaflans og hin í lokin. Síðan er reiknaður út meðalhraði bílsins. Slíkar mynda- vélar gætu haft mikil áhrif í dreif- býli þar sem eftirlit er lítið en hrað- inn oft þeim mun meiri.“ Sturla nefndi einnig tölvukubba í hvern bíl, þráðlausan ökurita sem fylgist með aksturslagi, sem er lausn sem nú er orðin tæknilega fram- kvæmanleg. „Þetta er lausn sem vert er að skoða með tilliti til um- ferðaröryggismála um leið og þar getur legið framtíðarlausn í gjald- töku á vegakerfinu. Hins vegar er alveg ljóst að kerfi eins og þetta yrði að taka tillit til persónuverndarsjón- armiða. Slíkt kerfi mætti aldrei vera hægt að nota til að fylgjast með ferð- um fólks,“ sagði Sturla. Engar einbreiðar brýr verði á hringveginum Einbreiðum brúm verður fækkað og er gert ráð fyrir að á næstu 12 mánuðum verði 20 einbreiðar brýr aflagðar. Aðspurður sagði Sturla að enn væru margar einbreiðar brýr eftir, en að í endurskoðaðri sam- gönguáætlun sem lögð verður fram næsta vetur yrði sett fram áætlun um hvenær stefnt er að því að ein- breiðar brýr verði algjörlega horfn- ar af hringveginum. Þá verður lögð áhersla á að ná samkomulagi við sveitarstjórnir um allt land til að banna lausagöngu bú- fjár og hrossa. „Ég mun leggja mjög hart að sveitastjórnum að koma til samstarfs við Vegagerðina og Um- ferðarstofu um að girða vegi og banna lausagöngu búfjár meðfram þjóðvegum. Ég tel að það sé mikil ábyrgð sem fylgir því hjá sveitar- stjórnum að leyfa þetta,“ sagði Sturla. Einnig er hafin vinna við útfærslu á reglugerð vegna svokallaðrar „ökugerðishugmyndar“, en í þeirri reglugerð er öllum sem taka bílpróf skylt að taka tíma á sérstökum æf- ingasvæðum sem nefnast ökugerði. Þar er ætlunin að nemendur öðlist skilning á því hversu bjargarlausir þeir eru t.d. í hálku ef ekið er hraðar en aðstæður leyfa. Þá verða slysa- rannsóknir efldar og vegamerk- ingar bættar, sérstaklega leiðbein- andi hraðamerkingar á erfiðum vegaköflum á borð við krappar beygjur. Sturla sagði að alltof margir er- lendir ferðamenn lendi í slysum á þjóðvegunum. Muni Umferðarstofa gefa út sérstakt myndband fyrir þá svo hægt verði að undirbúa þá betur en nú er gert. Umferðareftirlit aukið með hraðamælingum Morgunblaðið/Þorkell Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti „Breytum þessu“, aðgerða- áætlun í tíu liðum, sem er ætlað að fækka alvarlegum slysum á þjóðvegum landsins. Mikilvægast telur ráðherra að dregið verði úr umferðarhraða. ÁSKRIFENDUM Morgunblaðs- ins býðst nú sú nýjung hjá Frí- þjónustu blaðsins að sækja blað sitt á flestum sölustöðum Morg- unblaðsins úti um landið, gegn framvísun Fríþjónustumiða. Áskrifendur sem vilja nota þessa þjónustu þurfa að hafa samband við áskriftardeild til að fá Fríþjón- ustumiðana senda. Þetta er sér- staklega handhægt fyrir þá áskrifendur sem ekki ætla sér að dvelja lengi á sama stað í fríinu. Jafnframt býðst sú nýjung að láta senda blaðið til vina eða ætt- ingja meðan á fríinu stendur. Undanfarin sumur hefur áskrif- endum staðið til boða að láta safna blaðinu fyrir sig á meðan þeir eru í fríi eða að fá blaðið sent á nýjan dvalarstað svo fremi blaðberi sé á staðnum eða póstur borinn út. Þá býðst áskrifendum áfram að fá blaðið sent plastað og merkt á valda sölustaði blaðsins nærri helstu sumardvalarsvæðum. Ný þjónusta fyrir áskrif- endur Morgunblaðsins „Ó, AÐ við hefðum aldrei sést. Elsku vinurinn góði.“ Undir nýrri auglýs- ingaherferð Umferðarstofu, sem er ætlað að draga úr umferðarhraða, hljóma vísur Vatnsenda-Rósu meðan flogið er yfir götur og vegi þar sem sést móta fyrir andlitum fólks á öll- um aldri þrykktum í malbikið. Þessi andlit tákna fórnarlömb umferðar- slysa. Herferðinni er ætlað að vekja fólks til umhugsunar um umferðar- hraða og er vonin sú að boðskapur- inn skili sér í betri og öruggari um- ferð. Auglýsingarnar munu birtast í sjónvarpi, útvarpi, dagblöðum og á biðskýlum strætisvagna. Samkvæmt upplýsingum Umferð- arstofu er umferðarhraði meðal helstu orsaka banaslysa og annarra alvarlegra umferðarslysa, sam- kvæmt niðurstöðum slysarann- sókna. Allar rannsóknir sýna að til að ná árangri í baráttunni gegn um- ferðarslysum skipti miklu máli að umferðareftirlit sé markvisst. Sam- hliða auglýsingaherferðinni mun Umferðarstofa hvetja öll lögreglu- umdæmi landsins til samstarfs til að ná sem mestum árangri í baráttunni við hraðakstur. Líkur á slysi margfaldast eftir því sem hraðinn eykst Í upplýsingum frá Umferðarstofu segir að ekki sé ólíklegt að hægt væri að fækka banaslysum og öðrum alvarlegum slysum um allt að 30% ef hraðatakmarkanir væru virtar. Líkur á slysi aukast eftir því sem umferðarhraðinn er meiri. Umferð- arstofa tekur dæmi af götu þar sem hámarkshraði er 60 km/klst. Við hverja fimm kílómetra sem menn aka hraðar en 60 tvöfaldast hættan á að óhapp eigi sér stað. Þannig er hún tvöfalt meiri á 65 km/klst, fjórföld á 70 km/klst, átta sinnum meiri á 75 km/klst og svo framvegis. Helstu orsakir banaslysa of mikill ökuhraði Vilja vekja fólk til umhugsunar                                   Hér sjást tvö andlit þrykkt í veginn við einbreiða brú en þær geta verið mjög hættulegar í umferðinni – og þeim mun hættulegri eftir því sem hraðinn er meiri. EINKAHLUTAFÉLAGIÐ Múla- virkjun er að hefja framkvæmdir við tveggja megavatta virkjun í Straum- fjarðará á Snæfellsnesi, skammt fyrir neðan útfall hennar úr Baul- árvallavatni. Samningar voru undir- ritaðir í fyrradag, annars vegar við Sparisjóð Mýrasýslu um fjármögn- un og hins vegar við Hitaveitu Suð- urnesja um orkukaup. Múlavirkjun ehf. er í eigu þriggja aðila, eigenda jarðanna Dals og Hofsstaða í Eyja- og Miklaholtshreppi og Bjarna Ein- arssonar á Tröðum í Snæfellsbæ. Aðdragandi framkvæmdanna er tvö ár. Alls veittu sautján aðilar um- sögn sína og ellefu leyfisveitendur eru að virkjuninni. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hannaði virkj- unina í aðalatriðum, en að auki komu Birkir Guðmundsson og fleiri að því máli. Vélabúnaður verður keyptur frá Austurríki. Framkvæmdir munu hefjast nú eftir helgina við vegar- lagningu að athafnasvæðinu og gangsetning virkjunarinnar er svo áætluð hinn 30. mars 2005. Tímamótasamningur fyrir HS Við undirskriftirnar kom fram hjá forsvarsmönnum Múlavirkjunar að Sparisjóður Mýrasýslu stæði vel við slagorðið „hornsteinn í héraði“ með því að fjármagna virkjunina, en kostnaður er áætlaður 288 milljónir króna. Þá lýstu þeir ánægju með áræði og framsýni Hitaveitu Suður- nesja, sem gerir tólf ára orkukaupa- samning við virkjunina. Forstjóri Hitaveitu Suðurnesja kvað fyrirtækið gera þennan samn- ing til þess að hagnast á honum. Það væri mikilvægt, að orkutökunni væri hægt að stýra frá HS, en hún hlypi frá 900 kw til 2300 kw á álags- tímum. Hann sagði, að hér væri um tímamótasamning að ræða. Hann væri sá fyrsti í nýju umhverfi þar sem sama væri hvaðan orkan er tek- in. Lýsti hann ánægju HS með samninginn. Framkvæmdir munu hefjast í næstu viku Ólafsvík. Morgunblaðið. YFIRBORÐ Baulárvallavatns, sem hér sést, verður óbreytt, en vatns- söfnun verður í Hraunsfjarðarvatni. Fallhæð er 85 metrar og vatnsöryggi verður með því besta sem gerist. Stöðvarhúsið verður um 1,5 km neðan við útfall Baulárvallavatns og verður það eina, sem verður sýnilegt af þjóðveginum um Vatnaleið, sem liggur þvert yfir Snæfellsnes í átt að Stykkishólmi. Morgunblaðið/RAX Fallhæðin verður 85 metrar Samið um fjármögnun og orkusölu Múlavirkjunar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.