Morgunblaðið - 09.07.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 09.07.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ar gu s 04 -0 40 3 Það liggur fyrir að ánæsta ári verðaopnuð tvö ný hótel í miðbæ Reykjavíkur. Unnið er að því að breyta húsi Eimskipafélagsins og verður þar 71 herbergi samkvæmt fyrirliggjandi teikningum. Á horni Tún- götu og Aðalstrætis er verið að byggja hótel með 89 tveggja manna her- bergjum. Þá eru áform uppi um að reisa 200 her- bergja hótelturn við Grand hótel Reykjavík. Ekki liggur fyrir dagsetn- ing hvenær ráðist verður í þær framkvæmdir en mestum undirbúningi er lokið. Ljóst er að sé eingöngu horft til hótela þá fjölgar þeim um tvö á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári og herbergjum um 160. Ekki liggur fyrir hvaða breyting verður á fjölda herbergja gisti- heimila. Magnús Haraldsson, einn eig- enda gamla Landssímahússins við Austurvöll, segir nú verið að teikna og hanna nýtt hótel í hús- inu. Sú vinna sé langt komin en enn sé verið að breyta teikning- um. Þegar því er lokið verður óskað eftir samþykki skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkur- borgar fyrir breytingunum. Gangi það eftir segir Magnús að hægt verði að hefja framkvæmdir strax næsta vetur. Mikil fjölgun gistirýma Síðasta árið hefur gistirými hótela og gistiheimila á höfuð- borgasvæðinu aukist um tæp 20%. Munar þar mestu um stækkun Nordica hótel og Foss- hótel Barón við Barónsstíg og til- komu Hótel Plaza við Ingólfstorg. Á sama tíma hefur gistinóttum fjölgað um 5% fyrstu fimm mán- uði þessa árs. Þar af leiðandi hef- ur nýting á rúmum á hótelum í Reykjavík lækkað úr 55% árið 2000 í 44% á síðasta ári. Þorleifur Þór Jónsson, hag- fræðingur Samtaka ferðaþjónust- unnar, segir ekki æskilegt að svo mikil fjölgun gistirýma verði á stuttum tíma. Heppilegra sé að uppbyggingin eigi sér stað jafn- óðum og fjölgun ferðamanna. Hann segir engan stýra þessari þróun og framboðið aðlagi sig að eftirspurninni á næstu árum. Samkvæmt upplýsingum frá Þorleifi er hægt að líta á aukn- ingu í framboði á gistirými sem einfalda hagfræðijöfnu. Öðrum megin séu væntanlegar tekjur af hverju herbergi á ákveðnum tíma og hinum megin er kostnaður við að bæta herbergi við. Sá kostn- aður skiptist í hreinan bygging- arkostnað, þá verðhækkun sem geti orðið á húsnæði á tímabilinu og að endingu vaxtakostnað láns- fjármagns eða þann arð sem hægt er að hafa af eigin fé sé það til staðar í öðrum fjárfestingum. Séu tekjur hærri en gjöld er bætt við herbergi, annars ekki. Hagkvæm áform „Það eru stór áform komin langt, eins og stækkunin á Grand hóteli, sem hafa alla burði til að vera hagkvæm viðbót vegna þess að sameiginlegt rými nýtist vel. Það er mjög þungur rekstur að fara að breyta húsnæði í hótel í samkeppni við slíkt,“ segir Þor- leifur. Hann hefur áætlað vöxt ferða- þjónustunn- ar til ársins 2010 og ger- ir ráð fyrir svipuðum vexti og ver- ið hefur. Gangi það eftir muni gistinóttum í Reykjavík fjölga úr ríf- lega 700 þúsund 2003 í rúma milljón árið 2010. Eftirspurninni verði mætt með stækkunum og nýbyggingum þannig að senni- legt sé að hótelherbergjum fjölgi úr rúmlega 2.500 í 3.400 á sama tímabili. Stærri rótgrónu hótelin hafa í auknum mæli lagt meiri áherslu á íburð í bland við venjuleg her- bergi. Hótel Eimskip á að vera fjögurra stjörnu hótel með fjór- um tegundum herbergja; venju- legum, lúxus, minni svítum og tveimur glæsisvítum. 101 hótel er einnig frekar lítið gæðahótel með 38 herbergjum. Þorleifur segir erfitt að segja fyrir um hvaða tegund gistingar verði ofan á í framtíðarhótelbygg- ingum. Þó sé líklegt að áhersla verði lögð á aðstöðu sem henti hinum almenna ferðamanni án þess að lagt sé í þann íburð og að- stöðu sem oft einkenni dýrustu hótelin. Það sé væntanlega ekki markaður fyrir nema eitt slíkt hótel á landinu og það verði vænt- anlega reist í tengslum við tón- listar- og ráðstefnuhús við Aust- urhöfn. Samhliða byggingu tónlistar- húss og ráðstefnumiðstöðvar við Austurhöfnina í Reykjavík, sem á að vera tilbúin til notkunar 2009, er stefnt að því að reisa hótel í háum gæðaflokki. Ekki liggur fyrir hver muni reka hótelið. Áform Austurhafnar-TR, sem er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborg- ar, er að reisa fjögurra stjörnu hótel sem gæti verið með 196 venjuleg herbergi. Fréttaskýring | Gistirými eykst mikið Fleiri lúxus- herbergi Gamla Landssímahúsinu breytt í hótel – eftir að fá samþykki borgarinnar Plaza, nýtt hótel við Aðalstræti. Færri bjóða heimagistingu  Ferðafólki bjóðast fleiri gisti- möguleikar en á hótelum og gistiheimilum. Má nefna far- fuglaheimili, orlofshús og heima- gistingu. Athygli vekur að fram- boð rúma í heimagistingu hefur minnkað frá árinu 2000 þegar 1.358 rúm voru í boði en 818 árið 2003 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Gististöðum hefur líka fækkað á sama tíma úr 137 í 106. Fjöldi rúma á farfuglaheim- ilum og orlofshúsum stendur nánast í stað. bjorgvin@mbl.is ,-. ,-% ,-/ ,-0 ,-1 ,-2   3!       4!'  ! 4    /%-- /--- %&-- %2-- %0-- %%-- %--- .&-- NÚ er tími sóleyja á Norðurlandi og kýrnar á Höllu- stöðum í Blöndudal kunna vel við sig innan um þær. Reyndar er brennisóley ekki vinsælt fóður búpenings. Einmitt þess vegna kemur þeim svo vel saman hér, blómunum og kúnni. Í erli nútímans er jórtrandi kýrin til að minna á að tími er til alls sem skiptir máli. Morgunblaðið/BFH Kýr í blómahafi á Höllustöðum ALÞJÓÐLEG samtök um vetnis- orku, International Association for Hydrogen Energy, veittu Braga Árnasyni, prófessor við Háskóla Ís- lands, nýlega Jules Verne-verðlaun- in fyrir að hafa með samstarfi há- skóla, stjórnvalda og atvinnulífs unnið að því að gera Ísland að fyrsta landi veraldar er byggist á vetnis- hagkerfi árið 2030. Bragi tók við verðlaununum á heimsráðstefnu um vetnisorku sem fram fór í Yokohama í Japan um síðustu mánaðamót. „Þetta er mjög merkilegt. Þetta er alþjóðleg viðurkenning,“ segir Bragi, sem segir að þetta þýði að Háskóli Íslands sé leiðandi í rann- sóknum á vetnisorku í heiminum og hagnýtingu vetnisorku. Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti á 1.100 manna samkomu í Japan. Bragi segir að honum hafi ekki orðið neitt sér- staklega við að heyra af verð- laununum. „Ég er nú búin að fá svo- lítið af svona dóti áður, íslenskum og þýskum fálka- krossum og hinu og þessu,“ segir Bragi. Í fréttatilkynningu frá HÍ segir að í hinu alþjóðlega vísinda- samfélagi sé skólinn talinn leiðandi á sviði rannsókna og hagnýtingar vetnisorku, sem sé ekki síst fyrir einstakt frumherjastarf Braga Árnasonar. Jules Verne-verðlaunin fyrir vetnisrannsóknir Bragi Árnason prófessor. ALLIR hestar Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins í Laugardal fóru í hagagöngu austur fyrir fjall síðast- liðinn þriðjudag. Hestarnir eru búnir að þjóna sínu hlutverki vel yfir vet- urinn en aðalhlutverk þeirra er fyrir börnin sem sækja garðinn. Hestarnir sem fóru í sumarfrí eru hryssurnar Sigurrós og Dagvör og folinn Fylkir. Skjóni og Skuggi frá Hestamiðstöðinni í Hindisvík munu leysa þeirra hlutverk í hestateym- ingunni fyrir gesti húsdýragerðsins. Þá er Hegri frá Ríp kominn aftur í húsdýragarðinn en hann er ekki al- veg fulltaminn og getur því ekki sinnt hestateymingu. Hryssan Skerjála, frá Efri-Brú, er einnig í heimsókn ásamt tæplega mánaðar- gömlu folaldi sínu, Lipurtá. Hestar fá sumarfrí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.