Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 11 REYKJAVÍK • AKUREYRI Sláttuorf Þau mest seldu. Tilvalin í garðinn og sumarbústaðinn. Verð frá kr. 11.500.- ÚR VERINU FÁTT nýtt kom fram á fundi strandríkja við Norðaustur-Atl- antshaf um skiptingu veiðiheimilda úr kolmunnastofninum sem hófst í Brussel í gær. Fundinum lýkur í dag. Fundurinn í Brussel er haldinn að frumkvæði Evrópusambandsins en sambandið hefur fram til þessa þótt sýna hvað mesta óbilgirni í viðræðunum. Hefur sambandið krafist 58% hlutdeildar í kol- munnakvótanum, þrátt fyrir að vera með einna minnstu veiði- reynsluna. Norðmenn hafa aftur á móti krafist 37% hlutar en Íslend- ingar, Færeyingar og Rússar yfir 20% hlutdeildar hver þjóð. Á síð- asta samningafundi námu heildar- kröfurnar alls um 158%. Kolbeinn Árnason, lögfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu, fer fyr- ir samninganefnd Íslands. Hann segir fátt nýtt hafa komið fram á löngum fundum í gær. Hann segir að á fundunum hafi verið farið yfir stöðu mála en er ekki sérlega bjartsýnn á að lausn takist að þessu sinni. „Það er beðið eftir frumkvæði Evrópusambandsins í málinu, en það hefur sagst vera tilbúið að draga úr sínum kröfum. Hvað það þýðir á einfaldlega eftir að koma í ljós,“ segir Kolbeinn. Ríkin hafa um árabil deilt hart um skiptingu kolmunnakvótans en hvorki hefur gengið né rekið í við- ræðum um nýtingu þessa smá- vaxna þorskfisks. Hefur afli farið verulega umfram það sem fiski- fræðingar telja ráðlegt að veiða. Kolmunnafli síðasta árs í Norð- austur-Atlantshafi var þannig um 2,3 milljónir tonna sem er um 760 þúsund tonnum meiri afli en árið 2002 og nærri helmingi meiri afli en árið 1998 þegar kolmunnaveið- ar hófust að gagni. Fiskifræðingar höfðu lagt til að afli síðasta árs færi ekki yfir 600 þúsund tonn. Fiskifræðingar vara við því að kolmunnaafli þessa árs fari yfir 925 þúsund tonn og leggja til að ekki verði veitt meir en 1.075 þús- und tonn á næsta ári. Flest bendir aftur á móti til þess að aflinn í ár verði síst minni en í fyrra. Verðmætið rúmlega milljarður Íslendingar hófu ekki að veiða kolmunna að gagni fyrr en árið 1997 en þá var aflinn 10 þúsund tonn. Reyndar veiddu íslensk skip talsvert af kolmunna í lok 8. ára- tugar síðustu aldar, mest árið 1978 þegar aflinn varð nærri 35 þúsund tonn. Veiðarnar lágu síðan nánast alveg niðri mestan hluta 9. áratug- arins og hófust ekki að nýju fyrr en undir lok þess 10. og jukust þá hratt. Afli íslenskra skipa á þessu ári er nú orðinn um 225 þúsund tonn en á síðasta ári veiddu Íslendingar samtals um rúm 500 þúsund tonn og hefur aflinn aldrei verið meiri. Útflutningsverðmæti kolmunnaaf- urða nam á síðasta ári rétt ríflega einum milljarði króna, samkvæmt skýrslum Hagstofu Íslands. Nán- ast allur kolmunnaafli Íslendinga var veiddur innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu í fyrra. Norðmenn veiddu mest allra þjóða af kolmunna í fyrra, samtals um 835 þúsund tonn. Þá komu Ís- lendingar með 501 þúsund tonn, Rússar með um 355 þúsund tonn, Færeyingar með um 330 þúsund tonn og þá aðildarríki Evrópusam- bandsins sem veiddu samtals um 300 þúsund tonn. Kolmunnafli Norðmanna á þessu ári er nú orðinn hátt í 700 þúsund tonn sem er lítilsháttar minna en á sama tíma í fyrra. Hamlar verðmætasköpun Segja má að óvissa um framtíð- arskiptingu veiðiheimilda úr kol- munnastofninum í Norðaustur-Atl- antshafi hafi haft hamlandi áhrif á meiri verðmætasköpun úr kol- munnaaflanum. Strandríkin hafa sett sér einhliða kvóta og keppast við að veiða sem mest þau mega til að sýna fram á sem mesta veiði- reynslu þegar kemur að viðræðum um nýtingu stofnsins. Kolmunnakvóti Íslands var þannig aukinn um 220 þúsund tonn, í 713 þúsund tonn, í síðasta mánuði í kjölfar þess að Evrópu- sambands ákvað að auka leyfileg- an afla aðildarríkjanna um 90% eða úr 400.000 tonnum í 750.000 tonn. Þetta er svipuð þróun og varð á síðasta ári þegar ESB jók kolmunnaheimildir sínar einhliða um 250.000 tonn. Í kjölfarið ákváðu Norðmenn, Íslendingar og Færeyingar að auka einnig sínar veiðar. Tekist á um skiptingu aflaheimilda úr kolmunnastofninum í Norðaustur-Atlantshafi Fátt nýtt komið fram         !    !! !" !# !$ #%& #%! "%& "%! !%& !              Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Kapphlaup Kolmunnaafli íslenskra skipa er nú orðinn 225 þúsund tonn. FLUGVÉLAR Atlanta lenda með ólympíueldinn í Aþenu í dag eftir fimm vikna ferðalag með viðkomu í 27 löndum um allan heim. Kyndillinn mun næsta mánuðinn fara um borgir og bæi Grikklands og enda í Aþenu á nýjan leik 12. ágúst daginn áður en leikarnir sjálfir hefjast. Að sögn Jóhanns Kárasonar, sölustjóra hjá Atlanta, hefur ferðin gengið mjög vel og tímaáætlanir staðist. Hann segir að rík áhersla hafi verið á það lögð að áætlanir vélanna stæðust enda mikill við- búnaður hvarvetna sem þær lentu. Vélarnar hafa víðast hvar stopp- að í einn dag og hafa íþróttamenn og ýmis þekkt andlit á hverjum stað skipst á að hlaupa með kyndil- inn þann daginn. Þotur Atlanta hafa á ferð sinni fengið viðurnefnin Seifur og Hera af erlendum fréttamönnum sem fylgt hafa vélunum en auk þeirra hafa fjölmargir starfsmenn ólymp- íuhreyfingarinnar verið með í för, alls um 200 manna fylgdarlið. Nú var í fyrsta sinn flogið með eldinn til Afríku og S-Ameríku og þar með í fyrsta sinn til allra heimsálfanna fimm sem hringirnir í ólympíufánanum tákna. Vélarnar flugu til 34 borga á leið sinni um heiminn og þar á meðal voru allar þær borgir sem haldið hafa sum- arólympíuleikana frá því að þeir voru endurvaktir árið 1896 í Aþenu. Það skilyrði var sett fyrir flutn- ingnum að ef eldurinn, sem var geymdur í sérstöku keri í vélunum meðan á flugi stóð, slokknaði á leið- inni yrðu vélarnar að snúa við til Aþenu og kveikja hann aftur. Ekki hefur þó komið til þess. "#$%&'(&)*'+,# *-%%"./0$1%2(# 3  4(%' $  5                        ! "# $    06    4(%' %    & ( "   $&*   +   , - . " / 0" # "7   65   & . &  & &   & . &  & & 0&   1& . &  0& && 2 3 & & . )& 2 & . &  0& &&"  & &- &  . 3   4.  .&5667+ &&89& &2&)&)0& 2 &)& 0+&:  &&2& &2&   0 +     "  89:;9" 7 <  !3= 7  5  75   8 5 7 9:; Eldurinn til Aþenu í dag Ólympíueldurinn fór í fyrsta sinn til Afríku og S-Ameríku stendur hægt að hringja í styrkt- arnúmer göngunnar. Þessi númer eru 900 5000 fyrir 1000 kr. stuðn- ing og 900 5005 fyrir 500 kr. stuðn- ing. Féð sem safnast verður nýtt í lagfæringar á nýju húsnæði Ás- garðs og Atvinna með stuðningi mun leggja áherslu á kynningu og fræðslu starfsmanna. SÖFNUNARÁTAKIÐ „Gefum öll- um tækifæri“ hófst í morgun þegar tveir göngugarpar, þeir Guð- mundur Jörundsson og Pálmi Rafn Hreiðarsson, lögðu upp í söfn- unargöngu frá Smáralind. Þeir Guðmundur og Pálmi ætla sér að ganga frá höfuðborgarsvæðinu til Akureyrar á sjö dögum og mun all- ur ágóði renna óskiptur til Atvinnu með stuðningi í Reykjavík og Ás- garðs, handverkstæðis í Mos- fellsbæ. Kynning á söfnunarátakinu mun fara fram í Smáralind í dag. Að sögn Guðmunds Jörunds- sonar, annars göngugarpanna, eru þeir félagar bjartsýnir á að komast yfir þessa vegalengd á sjö dögum enda hafa þeir æft sig eins vel og kostur er. „Undirbúningur okkar hefur gengið vel en við stefnum á að ganga í 12 tíma á hverjum degi og komast yfir 60 km. Þá mun bíða okkar fellihýsi í lok dags á hverjum áfangastað en við berum sjálfir næringu fyrir hvern dag og fatnað í bakpokum,“ segir Guðmundur en þeir félagar áttu sjálfir frumkvæði að göngunni og ákváðu að styðja þessi tvö úrræði fyrir fatlaða. Margþætt dagskrá mun fara fram samhliða göngunni en styrkt- artónleikar verða haldnir í Dóm- kirkjunni hinn 13. júlí þar sem fram koma meðal annarra Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Hinn 14. júlí verða haldnir styrktartónleikar í Smáralind og Sambíóin og aðstandendur söng- leiksins Fame munu gefa miða á sýningar til styrktar verkefninu. Að sögn Árna Más Björnssonar, forstöðumanns Atvinnu með stuðn- ingi í Reykjavík, hafa mörg fyr- irtæki lýst yfir vilja til að styrkja söfnunargönguna en opnaður hefur verið söfnunarreikningur í Íslands- banka við Gullinbrú og er númer reikningsins 528-26-123456. Jafn- framt verður á meðan göngunni Söfnunarganga til styrktar Atvinnu með stuðningi og Ásgarði Hyggjast ganga um 60 kílómetra á dag Morgunblaðið/Þorkell Göngugarparnir Guðmundur Jör- undsson og Pálmi Rafn Hreiðarsson. Röng mynd Röng mynd var birt með frétt um Helga Einar Harðarson, hjartaþega, í frétt í Morgunblaðinu í gær. Rétt mynd birtist því hér en hin fyrri var af bróður hans Ár- manni Harðarsyni. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.