Morgunblaðið - 09.07.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 09.07.2004, Síða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÆNSKUR áfrýjunarréttur úr- skurðaði í gær að Mijailo Mijailovic, morðingi Önnu Lindh, utanríkisráð- herra Svíþjóðar, skyldi vistaður á geðdeild í stað þess að fara í fangelsi til lífstíð- ar. Sneri réttur- inn þar með dómi undirréttar sem hafði krafist lífs- tíðarfangelsis. Í úrskurðinum kemur fram að enn sé litið svo á að um morð hafi ver- ið að ræða en sagt að Mijailovic þurfi vist á geðdeild í stað þess að sitja á bak við lás og slá það sem eftir er. Mijailovic „þjáðist af alvarlegum geð- sjúkdómi er hann framdi glæpinn og hann þjáist enn af sjúkdómnum,“ seg- ir í úrskurðinum. Lindh lést af sárum sínum eftir að Mijailovic stakk hana margsinnis með hnífi í magann, bringuna og handlegginn í verslun í Stokkhólmi 10. september í fyrra. Mijailovic var dæmdur í lífstíðar- fangelsi í héraðsdómi í Stokkhólmi í mars en áfrýjaði með þeim rökum að hann hefði ekki ætlað að drepa Lindh þrátt fyrir að hann hefði veitt henni banvæna áverka. Í dómnum kemur hins vegar fram að sannað hafi verið að honum hafi verið alveg sama um hvort hún lifði árásina af eða ekki og því hefði verið rétt að líta svo á að hann hefði ætlað að drepa hana. Morðingi Önnu Lindh Geðdeild í stað lífstíð- arfangelsis Stokkhólmi. AFP. Mijailo Mijailovic LÍTILL strákur hleypur um með leikfanganautið sitt í miðborg Pamplona á Spáni þar sem hin ár- lega San Fermin-hátíð fer nú fram. Bolahlaupið sem er helsta aðdrátt- arafl hátíðarinnar fer nú fram í miðborginni á hverjum morgni þá viku sem hátíðin stendur yfir. Þar hlaupa sex stór og þung naut um þröngar götur borgarinnar og mörg hundruð manns á undan þeim sem reyna að forðast að verða fyrir hornum nautanna eða lenda undir fótum þeirra. Þessi gutti tekur þátt í hátíðinni með sínum eigin bola enda engin ástæða til að sitja heima þótt maður sé ekki hár í loftinu. Reuters Hlaupið í Pamplona TALSMENN Hvíta hússins hafa hótað að beita neitunarvaldi á fjár- veitingafrumvarp nái lagabreyting- artillaga fram að ganga sem skerðir heimildir bandarísku alríkislögregl- unnar (FBI) til að fylgjast með íbú- um landsins, kennda við s.k. Föð- urlandslög eða Patriot Act. Bernie Sanders, þingmaður full- trúadeildar Bandaríkjaþings, hyggst leggja lagabreytingartillögu fyrir þingið í dag þess efnis að að- gangur FBI að upplýsingum um lestrarvenjur fólks verði afnuminn. Tillagan tengist frumvarpi til fjár- veitinga upp á 40 milljarða dollara, um 2.900 milljarða ísl. kr., til handa þremur ráðuneytum. Fjárlagaskrif- stofa forsetaembættisins í Wash- ington sagðist frekar beita neitun- arvaldi á breytingartillöguna en að leyfa breytingar á Föðurlandslög- unum. Föðurlandslögin voru samþykkt af Bandaríkjaþingi skömmu eftir árásirnar 11. september 2001 og veita framkvæmdavaldinu víðtækar heimildir til eftirlits með þegnum landsins. Hvíta húsið ver njósna- heimildir ÞEIR eru ringlaðir að sjá þegar þeir koma inn í réttarsalinn, einn í einu. Þeir eru ellefu talsins, æðstu mennirnir í stjórn Saddams Husseins sem ásamt foringja sínum koma fyrir dómara í her- stöð í Bagdad. Það er augljóst að þeim léttir eftir að hafa tal- að við dómarann í nokkra stund enda hafa þeir ekki haft hugmynd um við hverju þeir mættu bú- ast. Þess hefur verið vandlega gætt að þeir fái engar fréttir af því sem gerst hefur í Írak síðustu mánuðina, að því er fram kemur í grein blaða- mannsins Johns F. Burns í The New York Times. „Hvernig gátu þessir einstaklega venjulegu karlar, sem enginn myndi veita athygli undir öðrum kringumstæðum, kúgað 25 milljóna þjóð svo gjörsamlega að enginn bauð þeim birginn í heil 35 ár?,“ spyr Burns. Kannski er það ótti þeirra í réttarsalnum sem gerir það að verkum að þeir virðast svo smáir. Þegar maður nær kverkataki á þjóð, eins og Stalín, Hitler og Maó gerðu – stytturnar ógnvekjandi, yfirgnæfandi veggspjöld og foringinn að ávarpa risastórar hersýningar – verður þetta allt að undarlegum raunveruleika. Þannig var Saddam. Hann horfði á fólk frá hverju götuhorni, veggjum allra vinnu- staða og heimila, þar til fólk hafði fengið á til- finninguna að hann hefði vakandi auga með öllu. „Heyrði um efnavopnaárásina í útvarpinu“ Saddam kemur fyrstur inn í salinn. Hann virð- ist dauðþreyttur og kraftlaus, er óstöðugur á fót- unum og augun flöktandi. Eftir hálftíma er hann þó orðinn nokkuð samur við sig, rífst hástöfum við dómarann og gerir lítið úr hlut sínum í efna- vopnaárásinni á Halabja 1988, segist hafa heyrt „eitthvað um hana í útvarpinu“. Hann virðist sá eini af sakborningunum sem telur að enn sé ástæða til að berjast. Hinir skálk- arnir haga sér öðruvísi, virðast óttaslegnir og eru mun samvinnuþýðari, að því er fram kemur í Los Angeles Times. Þeir reyna að koma sér í mjúkinn hjá dómurunum. „Þetta eru frábær réttindi,“ segir Abid Hamid Mahmud al-Tikriti, fyrrum lífvörður og ritari Saddams, skælbros- andi við dómarann eftir að búið er að lesa upp réttindi sakborninganna í réttarsalnum. Ali Hassan Al-Majid, eða Efnavopna-Ali, brosir líka og þakkar dómaranum hvað eftir annað. Sumir kvarta þó yfir að hafa ekki mátt hafa samband við fjölskyldur sínar. Dramatíkin ligg- ur í loftinu þegar Barzan al-Tikriti, hálfbróðir Saddams, hreytir allt í einu út úr sér við vörð sem ætlar að leiða hann út: „Ekki snerta mig. Þetta er niðurlægjandi. Viljið þið segja honum að snerta mig ekki með höndunum.“ Bara að hlýða skipunum Rétt eins og nasistaforingjarnir gerðu í rétt- arhöldunum í Nürnberg keppast undirsátarnir við að fría sig ábyrgð. Hashim Ahmed, fyrrum varnarmálaráðherra, segist einungis hafa hlýtt skipunum þegar hann tók þátt í fjöldamorðum og Tariq Aziz aðstoðarforsætisráðherra segist ekki eiga að svara til saka fyrir ákvarðanir „for- ystunnar“, þ.e.a.s. Saddams, sem leiddu til þess að saklausir borgarar voru teknir af lífi. Muhammad Hamza al-Zubaydi, fyrrum for- sætisráðherra, biður dómarann um að hjálpa sér að muna hvenær hann gegndi hvaða embættum. Hann sé nefnilega „úrvinda eftir flugið“. Þetta er eina vísbendingin allan daginn um stóra leyndarmálið: Hvar Saddam og félagar hafa ver- ið í haldi. Þar sem enginn þeirra minntist á það fyrir rétti má telja líklegt að þeir hafi sjálfir enga hugmynd um hvar þeir hafa verið, ekki einu sinni hvort þeir hafa verið í Írak eða annars staðar í heiminum. Óttaslegnir og auðmjúkir Reuters Hashim Ahmed, fyrrverandi varnarmálaráð- herra Íraks, auðmjúkur og brosandi. EIN af farsímaverksmiðjum Siem- ens-fyrirtækisins í Þýskalandi samdi nýlega við stéttarfélag staðarins um að vinnuvikan yrði lengd úr 35 stund- um á viku í 40 stundir. Fyrirtækið sagði að ef tillagan yrði ekki sam- þykkt myndi framleiðslan verða flutt til Ungverjalands þar sem laun eru mun lægri. Að sögn bandaríska dag- blaðsins The New York Times mun kaup verða óbreytt þrátt fyrir fleiri vinnustundir og ýmsar aðrar sporslur verða einnig lagðar af. Nýleg skoðanakönnun í Þýska- landi gefur til kynna að rúmlega helmingur landsmanna álíti að lengri vinnuvika gæti minnkað atvinnu- leysi. Lenging vinnuvikunnar er mik- ið rædd í fleiri Evrópulöndum, ekki síst í Frakklandi þar sem sett voru lög fyrir nokkrum árum um að vinnu- vika skyldi ekki vera lengri en 35 stundir. Segja franskir ráðamenn að áhrifin hafi ekki orðið þau að draga úr atvinnuleysi en stytting vinnuvik- unnar hafi orðið til að draga úr þrótti atvinnulífsins og þannig fækkað störfum. Yfirmaður seðlabanka Evrópu- sambandsins, Jean-Claude Trichet, fagnar því að Þjóðverjar ætli að vinna meira. „Allt sem eykur sveigj- anleika á vinnumarkaði, eykur fram- leiðni, er skref í rétta átt,“ sagði hann nýlega. Aðrir benda á að kosturinn við lengri vinnuviku og færri frídaga sé að þá geti fyrirtækin minnkað launakostnað án þess að fækka starfsmönnum og án þess að laun þeirra lækki. Stórfyrirtæki eins og DaimlerChrysler, Robert Bosch og Continental í Þýskalandi hafa að sögn AFP-fréttastofunnar gefið í skyn að þau hyggist feta í fótspor Siemens. Ennfremur er verið að ræða lengri vinnuviku við opinbera starfsmenn. Gerhard Schröder Þýskalands- kanslari, sem er jafnaðarmaður, hef- ur beitt sér fyrir því að dregið verði úr ýmsum kostnaði sem gerir þýska starfsmenn mun dýrari en kollega þeirra í öðrum löndum, til dæmis eiga þeir rétt á sex vikna sumarleyfi ár- lega eða 30 virkum dögum, mun fleiri en í flestum ríkjum sem Þjóðverjar keppa við á alþjóðlegum mörkuðum. En Schröder á í vök að verjast vegna dvínandi stuðnings í skoðana- könnunum. Verkalýðshreyfingin, sem lengi hefur verið einn öflugasti bakhjarl flokks Schröders, hótar honum nú köldu stríði ef hann taki undir sjónarmið atvinnurekenda sem vilja margir fækka sumarleyfisvikun- um í fimm. Talsmenn atvinnurekenda segja að of mikill launakostnaður eigi sök á viðvarandi atvinnuleysi í Þýskalandi og stöðnun í efnahagnum sem áður var öfundarefni annarra Evrópu- þjóða. Ekki rétta lausnin? En fleiri en verkalýðsfélögin segja að lausnin sé ekki að Þjóðverjar vinni meira. Sumir hagspekingar segja að ráðstafanir af þessu tagi geti einfald- lega valdið því að færri starfsmenn þurfi til að vinna verkin og því verði einhverjum sagt upp. Karl Brenke, sérfræðingur hjá hinni virtu hag- fræðihugveitu DIW, segir að helsti efnahagsvandi Þjóðverja sé lítil eft- irspurn innanlands og verði fólk neytt til að vinna lengur án þess að fá hærri laun fyrir vikið muni eftirspurn ekki aukast í kjölfarið. Þýska fyrirtækið Siemens hefur lengt vinnuvikuna úr 35 í 40 stundir Sama kaup, meiri vinna SKÆRULIÐASVEITIR tamíl- tígra (LTTE), sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki tamíla í norðaustur- hluta Sri Lanka, neituðu í gær ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárás- inni sem gerð var á lögreglustöð í höfuðborg landsins á miðvikudag. Tígrarnir kenna liðhlaupum úr sínum röðum, sem notið hafi stuðn- ings hers og lögreglu, um árásirnar. Sérfræðingar telja þó að árásin sé viðvörun frá LTTE til stjórnvalda vegna stuðnings við liðhlaupana. Deildarstjóri stjórnmálafræðideild- ar við háskólann í Colombo, Jayad- eva Uyangoda, segir árásina skila- boð til forseta landsins, Chandrika Kumaratunga. „Taki hún (forsetinn) ekki mark á þeim skilaboðum, er hætt við því að landið falli aftur í gamla farið, stigvaxandi átök,“ segir Uyangoda. Friðarviðræðum var slegið á frest í apríl 2003. Alþjóðlegu mannréttindasamtök- in Amnesty International segja LTTE nú neyða fjölda barna til að ganga til liðs við samtökin og taka þátt í skæruhernaði. Foreldrar þeirra séu barðir með prikum og hús þeirra brennd reyni þeir að bjarga börnunum. Sjálfsmorðssprengjuárásir hafa einkennt skæruhernað tamíl-tígra frá árinu 1987, alls 241 árás. LTTE samþykkti vopnahlé í febrúar 2002. Tamíl-tígrar neita ábyrgð Colombo. AFP, AP. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.