Morgunblaðið - 09.07.2004, Page 21

Morgunblaðið - 09.07.2004, Page 21
MINN STAÐUR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 21 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AUSTURLAND FRÉTTARITARI Morgunblaðsins á Vopnafirði var við grenjavinnslu í fyrrinótt og tók þessa mynd af Há- reksstaðaleið. Það var næstum eins og tunglið væri svo þungt og mótt að það dytti til jarðar þá og þegar í sumarnótt- inni. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Keikt er það og kringlótt AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Egilsstaðir | Undirbúningur er haf- inn fyrir Þjóðahátíð Austfirðinga, sem haldin verður í Íþróttamiðstöð- inni á Egilsstöðum þann 12. sept- ember nk. Rauði kross Íslands á Austur- landi stendur fyrir hátíðinni, en hún er nú haldin í þriðja skipti seg- ir í fréttatilkynningu frá fram- kvæmdaaðilum hátíðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá síð- ustu þjóðahátíð voru á Austurlandi 364 íbúar af erlendum uppruna á fyrri hluta árs 2002. Ætla má að þessi tala hafi næstum fjórfaldast eftir að framkvæmdir hófust við Kárahnjúka, þó nákvæmar tölur liggi ekki fyrir að svo stöddu. Efla skilning og vinsemd Markmið þjóðahátíðar er að efla samgang og samskipti, skilning og vinsemd á meðal allra íbúa Austur- lands, innfæddra sem aðfluttra. Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir hve mikil verðmæti eru fólgin í þeirri menningarlegu fjölbreytni sem býr í mannauði þessa lands. Á hátíðinni verður fjölbreytt skemmtidagskrá flutt á sviði, svo sem dans, söngur og hljóðfæra- leikur. Á svæðinu mun fólk af ólík- um þjóðernum kynna land sitt og menningu á margvíslegan hátt. Hægt verður að bragða á þjóð- legum réttum og fræðast í máli og myndum um menningu þjóðanna sem búa á Austurlandi. Verkefnis- stjóri hátíðarinnar er María Ósk Kristmundsdóttir. Þjóðahátíð Austfirðinga með RKÍ í bígerð Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Til þess fallin að auka samkennd íbúa: Þjóðahátíð Austfirðinga verður haldin í þriðja skipti á Egilsstöðum í september. Reykjavík | Tveir vinnuhópar í Vinnuskóla Reykjavíkur eru í sumar eingöngu skipaðir ungmennum af erlendu bergi brotnum. Þetta er í fyrsta skipti sem hópar innan Vinnuskól- ans eru þannig skipaðir og er þetta gert í til- raunaskyni. Eitt helsta markmiðið með þessum hópum er að koma ungmennunum betur inn í sam- félagið með því að kynna þeim landið, menn- inguna og þær tómstundir sem í boði eru. Vissu ekki af tilvist Vinnuskólans Að sögn Arnfinns U. Jónssonar, skólastjóra Vinnuskóla Reykjavíkur, er það er almenn stefna hjá Vinnuskólanum að blanda ung- mennum í almenna hópa. „Hins vegar verðum við að meta það hverju sinni hvort tilefni sé til þess að setja á laggirnar sérhópa. Þegar við settum starfið af stað í byrjun sumars var okk- ur bent á það að í móttökuskólunum væru ein- staklingar sem ekki gætu tjáð sig á íslensku og vissu þar að auki ekki af tilvist Vinnuskólans,“ segir Arnfinnur en ungmennin eru á aldrinum 14–16 ára og eru öll úr móttökudeildum Breið- holtsskóla, Háteigsskóla og Austurbæjarskóla. „Í samráði við námsráðgjafa þessara skóla var ákveðið að setja ákveðna einstaklinga úr þessum skólum í sérhópa. Hóparnir sem um ræðir eru skipaðir ungmennum af erlendu bergi brotnum sem ekki geta skilið eða tjáð sig nægilega vel á íslensku. Við mátum það svo að þessir ákveðnu einstaklingar væru þannig staddir að þetta myndi gagnast þeim betur,“ segir Arnfinnur. Leiðbeinendur sem starfa með sérhópunum hafa reynslu af vinnu með börnum af erlendum uppruna og samskiptum við þau. Linda Rós Alfreðsdóttir, leiðbeinandi annars sérhópsins, segir að starfið hafi gengið mjög vel það sem af er sumri. „Þetta hefur gengið mjög vel og for- eldrar jafnt sem ungmennin eru ánægðir með þetta fyrirkomulag,“ segir Linda. Vinnuhópar í Vinnuskóla Reykjavíkur fá að jafnaði tvo formlega fræðsludaga á þeim tíma sem þeir dvelja í skólanum en hóparnir sem hér um ræðir fá níu fræðsludaga. Á fræðslu- dögum fá þeir sérstaka fræðslu um íslenskt samfélag og kynntar eru fyrir þeim helstu stofnanir Reykjavíkurborgar. Nokkuð hefur borið á því að ungmenni viti ekki af tilvist Vinnuskólans og starfsemi hans. Af því tilefni hafa verið settar á heimasíðu Vinnuskólans upplýsingar á átta tungumálum um Vinnuskólann og hvernig eigi að haga um- sókn í skólann. Tveir hópar Vinnuskólans eingöngu skipaðir ungmennum af erlendu bergi brotnum Morgunblaðið/Þorkell Ungmennin létu vel af vinnunni í Vinnuskóla Reykjavíkur. TENGLAR ........................................................... www.vinnuskoli.is Markmiðið er að koma ungmennunum vel inn í samfélagið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.