Morgunblaðið - 09.07.2004, Page 24

Morgunblaðið - 09.07.2004, Page 24
MINNSTAÐUR 24 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Húsavík | Þegar félagarnir Héð- inn Jónasson og Hjalti Hálf- dánarson, skipverjar á rækju- bátnum Hinna ÞH, voru að landa á dögunum í Húsavíkurhöfn bar að erlenda ferðamenn. Þeir sýndu rækjunni áhuga þar sem hún var ísuð í körum og bauð Héðinn þeim að bragða. Hrifust þeir af rækjunni og þáðu slatta í poka. Er þetta raunverulegt dæmi um að ferðafólkið kann að meta at- vinnulífið á stöðunum sem það sækir. Morgunblaðið/Hafþór Ferðamenn bragða á úthafsrækju á kajanum LAGÐUR verður grunnur að eflingu ferðaþjónustu í strandhéruðum við Norður-Atlantshaf og í Helsingja- botni og markaðssetja svæðin. Þetta er aðalmarkmið Norce-verkefnisins um strandmenningu og ferðaþjón- ustu sem stjórnað er hér á landi. Verkefnið hófst fyrir frumkvæði Íslendinga og var samþykkt af Norð- urslóðaáætlun Evrópusambandsins. Það tekur þrjú ár og er varið til þess 107 milljónum kr. á þessu tímabili. Þátttakendur eru fimmtán frá strandhéruðum á Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Finn- landi, Orkneyjum, Hjaltlandseyjum og Nýfundnalandi. Atvinnuþró- unarfélag Norðurlands vestra er í forsvari og Rögnvaldur Guðmunds- son hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar er verkefnis- stjóri. Rögnvaldur segir að þrjú svæði séu undir hér á landi, Breiðafjörður, Húnaflói og strönd Þingeyjarsýslu en unnt sé að yfirfæra verkefnið á önnur strandhéruð þótt þau séu ekki beinir aðilar. Komið verður upp tengslaneti og mynduð samstaða milli svæðanna. Samstarf við ferðaþjónustu Fyrsti samráðsfundur þátttakend- anna var nýlega haldinn á Húsavík í tengslum við ferðalag um svæðin sem áhersla er lögð á hér á landi. Rögn- valdur segir að það hafi komið er- lendu þátttakendunum á óvart hversu þróuð ferðaþjónustan á Húsa- vík er orðin. Hvalaskoðunin, Byggða- safnið og Hvalasafnið vöktu athygli þeirra. Ýmsar hugmyndir hafa komið upp í vinnu hópsins, til dæmis hvern- ig hægt er að bæta aðstöðu til nátt- úruskoðunar, kynna matarmenningu strandhéraða, handverk og skemmt- anir sem tengjast sjó og strönd. Hann tekur fram að verkefnið sé unnið í nánu samstarfi við ferðaþjón- ustufyrirtæki. „Hægt er að ýta undir ýmislegt og vekja áhuga heima- manna þannig að þeir geti nýtt þessa vinnu áfram í samvinnu við ferða- þjónustuna, eftir að Evrópuverkefn- inu lýkur. Þannig vonumst við til þess að hægt verði að auka áhuga ferða- fólks á þessum svæðum og þar með efla atvinnulífið. Ekki veitir af því mörg svæðanna hafa átt undir högg að sækja,“ segir Rögnvaldur. Nýta strandmenningu til að laða að ferðafólk Sauðárkrókur | Formaður fram- kvæmdanefndar um gerð íþrótta- mannvirkja á Sauðárkróki afhenti nú í landsmótsviku landsmótsnefnd hið nýja íþróttasvæði til notkunar. Það var Viggó Jónsson, sem verið hefur í forsvari fyrir framkvæmd- unum, sem afhenti Bjarna Jónssyni, framkvæmdastjóra landsmóts- nefndar, völlinn formlega en hann kostar 150 til 200 milljónir. Í máli Viggós kom fram að fram- kvæmdir hófust við endurbyggingu svæðisins í ágúst 2002 og því hefur tekist á tiltölulega stuttum tíma að framkvæma þær breytingar og end- urbætur sem orðnar eru. Sagði Viggó að hér væri einn tæknilega best búni íþróttavöllur á landinu nú kominn, með hitalögnum í hlaupa- brautum, fjórum langstökks- gryfjum, ljósleiðaratengingum um vallarsvæðið, hlaupabrautum fyrir skemmri vegalengdirnar þannig að unnt er að hlaupa til bæði norðurs og suðurs, og tvöfalt efnislag á atrennu- braut fyrir spjótkast. Þá hefði knatt- spyrnuvöllurinn allur verið lagður með sérstöku undirlagi þannig að hann gæti orðið sem bestur. Kostnaður við gerð vallarins er orðinn 150–200 milljónir, en einnig kom fram hjá Viggó að sjálf- boðaliðar hefðu lyft grettistaki við þessa framkvæmd. Þegar Bjarni Jónsson veitti vellinum viðtöku sagðist hann þess fullviss að á hon- um yrðu fjölmörg frábær íþrótta- afrek unnin á komandi dögum. Ný íþróttamannvirki afhent landsmótsnefnd Einn best búni íþróttavöll- ur landsins Morgunblaðið/Björn Björnsson Afhending: Bjarni Jónsson, formaður landsmótsnefndar, þakkar fram- kvæmdastjóra framkvæmdanefndar, Viggó Jónssyni, fyrir vel unnin störf. LANDIÐ Gott 382 fm atvinnuhúsnæði á tveim- ur hæðum, 191 fm hvor hæð. Góð aðkoma og fjöldi bílastæða. Eignin gæti hentað vel undir verslun, þjón- ustu, skrifstofur, félagsstarfsemi, listamann eða heildsölur. Húsnæðið er laust nú þegar. Tilboð óskast. 3727. HÁHOLT 4 - MOSFELLSBÆ Höfum verið beðin að útvega 2ja herb. þjónustuíbúð. Ýmsir staðir koma til greina. Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir fasteignasali. 2JA HERB. ÞJÓNUSTUÍBÚÐ ÓSKAST BOSTON 26” 21 gíra Shimano. Hátt stýri, breiður hnakkur með dempara. Bretti, bögglaberi og standari Tilboð kr. 23.700 Herrada gar Rincon 26” Létt „oversize“ álstell, 24 gíra Shimano Alivio og stillanlegur demparagaffall. Tilboð kr. 35.900 Með diskabremsum. Tilboð kr. 38.900 GSR AluxX F/S 26” Létt ál fjallahjól 21 gíra með demparagaffli. Shimano gírar. Frábær kaup. Tilboð kr. 25.900 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 07 .2 00 4 Apollo 26” 21 gíra Shimano/GripShift. Verð áður kr. 24.900 Tilboð kr. 18.600 GSR F/S 26” Alvöru herra demparahjól 21 gíra. Tilboð kr. 21.900 15-25% afsláttu r afherra hjólum Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Ábyrgð og upphersla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.