Morgunblaðið - 09.07.2004, Side 28

Morgunblaðið - 09.07.2004, Side 28
DAGLEGT LÍF 28 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ F ræga og fína fólkið í glimmerklæðum, vandræðalegar þakk- arræður og auglýsing á amerískum formúlumyndum. Þetta er það sem ég tengi venjulega við afhendingu Óskarsverðlaunanna vestur í Hollywood. Í fyrra sté hins vegar maður í pontu á hátíðinni og hristi upp í henni svo um munaði. Hér ræðir að sjálfsögðu um kvik- myndagerðarmanninn og rithöf- undinn Michael Moore, sem þar tók við verðlaunum fyrir heimild- armyndina Bowling for Columb- ine, en hún fjallar um ofbeldis- menningu í Bandaríkjunum. Þetta var nokkrum dögum eftir að Bush- stjórnin hóf stríðsrekstur sinn í Írak. Moore sagði Bush fullum hálsi að hann ætti að skammast sín og hlaut misgóðar undirtektir hátíðargesta. Á dögunum hófust sýningar á nýrri mynd Moores, Fahrenheit 9/ 11, í Bandaríkjunum. Meginþráður myndarinnar er gagnrýni á Bush og Íraksstríðið. Hún er ramm- pólitísk og hefur Moore ekki farið leynt með þá ósk sína að hún verði til þess að fella Bush í komandi for- setakosningum vestra. Og Fahrenheit 9/11 hefur þegar slegið í gegn. Þrátt fyrir að stuðn- ingsmenn Bush í Bandaríkjunum hafi hvatt fólk til að sniðganga myndina sló hún aðsóknarmet fyrstu sýningarhelgina. Þóttu það nokkur tíðindi og muna bandarísk- ir stjórnmálafræðingar vart eftir öðru eins á kosningaári. Að undanförnu hefur víða mátt lesa harða gagnrýni á Moore sem ekki snýr beinlínis að boðskap mynda hans og bóka, heldur að persónunni Moore. Hann hefur verið sagður þreytandi eiginhags- munaseggur sem beitt hafi lúaleg- um brögðum til þess að fá ókeypis auglýsingu fyrir Fahrenheit 9/11 á Cannes-hátíðinni í vor. Þar hafi hann farið í hlutverk fórnarlambs og barmað sér yfir því að Disney- fyrirtækið vildi ekki dreifa mynd hans. Í nýlegri grein í breska blaðinu Guardian er ýjað að því að þessi hegðun hans hafi tryggt hon- um Gullpálmann í Cannes fyrir myndina, sem hafi langt í frá verið sú besta á hátíðinni. Einnig hafa komið fram aðdrótt- anir í garð Moores, þess efnis að hann reyni iðulega að blekkja fjöl- miðla með því að segjast kominn af verkafólki. Moore sé í raun úr vel stæðri millistéttarfjölskyldu, búi nú á besta stað á Manhattan og dóttir hans gangi í einkaskóla. Hann reiði sig í raun á kapítalisma Bush forseta. Þá segja sumir að myndir hans séu langt frá því að vera heimild- armyndir, heldur séu þær í raun „harðsvíraðar áróðursmyndir“. Ég hreifst af ræðu Michael Moore á Óskarsverðlaunahátíðinni 2003. Jafnframt bíð ég spennt eftir því að sjá Fahrenheit 9/11, sem vonandi verður tekin til sýninga hér á landi fljótlega. Gagnrýn- israddirnar sem ég ræddi að ofan, myndu eflaust benda mér góðfús- lega á að ég hafi einfaldlega fallið fyrir boðskap harðsvíraðs áróð- ursmeistara. Ég hafna hins vegar þeirri skýr- ingu. Enda þótt ég sé ekki endi- lega sammála Moore í einu og öllu finnst mér framtak hans í kvik- myndaheiminum lofsvert. Mér þykir síst verra þótt fjölmiðla- fulltrúum Bush hafi ekki verið boð- in þátttaka í nýjustu mynd hans! Hin góða aðsókn á myndina í Bandaríkjunum kemur eflaust til af ýmsum ástæðum. Eftirspurn áhorfenda eftir myndinni er í sjálfu sér athygl- isverð. Hún bendir til þess að brýn þörf hafi verið á nýju sjónarhorni á stríðsreksturinn í Írak og þá sem nú fara með völdin í Hvíta húsinu. Umfjöllun bandarískra og evr- ópskra meginstraumsfjölmiðla um stríðið hefur verið fremur einhliða og margt hefur verið reynt að fela. Gott dæmi um það eru líkkistur bandarískra hermanna sem látist hafa í herþjónustunni í Írak. Þá fer ekki mikið fyrir tölum um hversu margir Írakar hafi látist frá því „frelsunarherförin“ hófst. Kannski hafa bandalagsherirnir í Írak ekki fyrir því að telja. Í Fahrenheit 9/11 getur Moore jafnframt þeirrar athyglisverðu staðreyndar að aðeins 1 af 535 þingmönnum Bandaríkjaþings, á barn sem gegnir herþjónustu í Írak. Vandræðagangur Bush og fé- laga í tengslum við pyntingar á íröskum föngum hefur tvímæla- laust orðið til þess að auka áhuga almennings á gagnrýnni umfjöllun um stríðið. Margir Bandaríkja- menn urðu fyrir áfalli þegar þeir sáu hvað átti sér stað í Abu Ghraib undir merkjum þeirra. Þá heyrist sjaldan rætt um þær háu fjárhæðir sem fara í stríðs- rekstur. Óskað var eftir um 400 milljarða dollara framlagi til Bandaríkjahers fyrir fjárlagaárið 2004. Það samsvarar tæpum 30 þúsund milljörðum íslenskra króna. Svo virðist sem bandarískan al- menning og aðra Vesturlandabúa þyrsti í nýja og gagnrýna sýn á heimsmálin og bandaríska ráða- menn. Fyrir marga Bandaríkja- menn fela kaup á miða á Fahren- heit 9/11 í raun í sér ákveðna pólitíska yfirlýsingu. Vel má vera að Moore sé fremur þreytandi týpa, góður með sig og athyglissjúkur kapítalisti að auki. Það er hins vegar aukaatriði í mál- inu, sem snýst fyrst og fremst um hvað Moore hefur fram að færa. Víst hefur honum tekist vel að markaðssetja mynd sína. Það er auðvitað forsenda þess að hún öðl- ist vinsældir, að hún sé auglýst með einum eða öðrum hætti. Óraunhæft væri að ætla að Moore beitti öðrum aðferðum til þess en þeim sem tíðkast í hinu kapítalíska samfélagi. Jafnframt má efast um að Moore hefði náð jafn langt og raun ber vitni, hefði hann ekki búið við sæmilegt atlæti í æsku. Mín vegna má hann eiga sand af seðlum og búa í fínu húsi. Svo lengi sem hann heldur áfram að draga fram í dagsljósið staðreyndirnar sem fjölmiðlar hafa svikið okkur um. Máttur Moore Vel má vera að Moore sé fremur þreytandi týpa, góður með sig og athyglissjúkur kapítalisti að auki. Það er hins vegar aukaatriði í málinu, sem snýst fyrst og fremst um hvað Moore hefur fram að færa. VIÐHORF Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is hvað sem fæstir gefa frekari gaum, enda býður lífsstíll okkar ekki upp á það. Augnaráðið felur í sér mikinn innileika og ef tveir einstaklingar horfast nægilega lengi í augu, gerist eitthvað ótrúlegt. Fólk getur sprung- ið úr hlátri, farið að gráta eða einfald- lega gefið hvort öðru eitthvað sem ekki verður komið í orð. Þetta er eitt sem ég vinn markvisst með á nám- skeiðunum mínum, þ.e. að þjálfa fólk í að horfast í augu, án þess að líta undan. Það er erfiðara en maður heldur.“ Cottereau efndi til trúðanámskeiðs í samvinnu við skákfélagið Hrókinn fyrr í sumar. Í kennslunni fylgir hann markvissu ferli sem miðar að því að draga fólk út úr skel sinni og virkja straumana sem eru að verki á milli fólks. Hann segist mjög ánægður með hópinn sem hann kenndi hér á Íslandi. „Þar var saman kominn hóp- ur fólks úr ólíkum áttum, allt frá bensínafgreiðslufólki til leikara, og voru allir tilbúnir fyrir hið óvænta, og reiðubúnir að finna trúðinn innra með sér.“  NÁMSKEIÐ| Höfuðtrúður Sólarleikhússins var á Íslandi Trúðurinn: Julien Cottereau í hlut- verki sínu hjá Sólarleikhúsinu. heida@mbl.is Hlutverk trúðsins er að bæta heiminn Börnin eru besti mælikvarðinn Cottereau hefur starfað með samtökunum Læknar án landamæra um nokkurra ára skeið, og í sumar liggur leið þeirra til Grænlands. Áður hefur Cottereau ferðast til hernumdu svæðanna í Pal- estínu og til Afganistan með samtökunum. Hann segir þá reynslu að skemmta börnunum í þess- um stríðshrjáðu löndum vera ógleymanlega. „Börn bregðast svo fljótt við, það er auðvelt að fá þau til að hlæja, en um leið eru þau mjög fljót að láta það í ljós ef þeim leiðist. Börnin eru því besti mælikvarðinn á frammistöðu manns. Börnin sem við héldum skemmtanir fyrir í Palestínu og Afganistan vinna erfiðisvinnu allan liðlangan daginn og gleðiefnin eru ekki mörg í tilveru þeirra. En það að sjá þau brosa er allt að því ólýsanleg upplifun. Bros þeirra rúma svo margbrotnar tilfinningar, allt frá sorg til gleði, allt litrófið er þarna. Tilfinningarnar sem þessi börn sýndu geymi ég innra með mér og reyni að miðla til fólks annars staðar í heiminum. Þannig má kannski segja að starf mitt felist í því að miðla tilfinningum milli fólks, og byggja brú á milli þeirra,“ segir Cottereau, en hann hefur í hyggju að koma aftur til Íslands um leið og færi gefst til að miðla frekar lífsspeki trúðsins. Hann segir það nauðsynlegt fyrir hvert samfélag að skapa rúm fyrir trúðinn. „Mig langar því til að ráðleggja Íslendingum að leggja klukkutíma á dag á sumrin undir nokkurs konar karnival í miðbænum. Það mætti til dæmis halda þetta í há- deginu, þannig að fólk gæti fengið tíma til að spila tónlist, dansa og leika sér áður en það færi aftur í vinnuna,“ segir Cottereau og brosir innilega. Atvinnutrúðurinn Julien Cottereau kom hingað til lands fyrir skömmu til að kenna Íslendingum lífs- speki trúðsins. Heiða Jóhannsdóttir hitti Cottereau og varð margs vísari um mikilvægi trúðsins í tilverunni. JULIEN Cottereau hefur fjölbreyti- legu hlutverki að gegna í starfi sínu sem látbragðstrúður. Hann hefur verið höfuðtrúður Sólarleikhússins (Cirque du Soleil) frá árinu 1994, en þess á milli leikur hann í kvikmynd- um, heldur trúðanámskeið og ferðast til stríðshrjáðra landa með sam- tökunum Trúðar án landamæra. Það kemur blaða- manni á óvart hversu ungur Cottereau er að árum, eða kannski hefur hann ein- faldlega varðveitt barnið innra með sér betur en margir aðrir. Lát- bragðshlutverk hans er lítill drengur, sem horfir einlægum og kankvísum augum á heiminn og reynir að brjóta niður þá rammgerðu múra sem við höfum byggt í kringum okkur í dags- ins önn. „Trúðurinn reynir að kenna fólki að lifa lífinu, hann reynir að bæta heiminn með því að virkja hið óvænta í samskiptum og hegð- unarmáta fólks,“ útskýrir hinn franski Cottereau ákafur í bragði. „Þegar tveir einstaklingar eiga sam- skipti, eða horfast í augu gerist eitt- Cottereau: Starf mitt felst í því að miðla tilfinningum milli fólks. FARSÍMANOTKUN getur haft áhrif á frjó- semi karla, að því er ný- leg ungversk rannsókn gefur til kynna. Geislun frá farsímum getur fækkað sáð- frumum um þriðjung að mati vís- indamanna við ungverskan há- skóla sem vitnað er til á fréttavef BBC. Í ljós kom að þeir karlar sem höfðu kveikt á símanum allan daginn höfðu um þriðjungi færri sáðfrumur en hinir sem ekki höfðu kveikt á símanum. Í því sæði sem þó var fyrir hendi voru margar sáðfrumur sem syntu óeðlilega og drógu þar með úr frjóvgunarmöguleikum. Rannsóknin gagnrýnd Ungverska rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar. Utanaðkomandi vísindamenn hafa aftur á móti gagn- rýnt rannsóknina og benda á að ekki sé tekið tillit til annarra þátta í lífi karlanna. Hans Evers prófessor bendir á að rannsóknin hafi ekki tekið tillit til mikilvægra þátta eins og stöðu eða aldurs. Einnig var óljóst hvort karlarnir höfðu símana sína í buxnavasanum, nálægt líkamanum eða í skjala- töskum. Evers bætir við að farsímar séu tengdir ákveðnum lífsstíl og geti tengst streitu hjá mjög uppteknu fólki. Streita fækkar sáðfrumum hjá körlum og þegar stress- aður bankamaður er borinn saman við bónda í fersku lofti sem notar ekki einu sinni farsíma, væri hægt að út- skýra muninn á sæðistölu þeirra með allt öðru en far- símum, að hans mati.  HEILSA Reuters Minni frjósemi hjá farsímakörlum?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.